Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 7
VISIR Fimmtudagur 2. október 1980. IJmsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson Þeir ellefu knattspyrnumenn frá Akranesi, sem iéku siðustu 10 minúturnar i leik 1A og FC Köln i UEFA-keppninni i knattspyrnu i gærkvöldi i Þýskalandi vilja eflaust gleyma þeim sem fyrst. FC Köln sigraði 6:0 i leiknum, en staðan i leikhléi var 2:0 og einnig þegar 10 minútur voru til leiksloka. En Þjóðverjarnir gerðu sér litið fyrir og skoruðu fjögur mörk, já.fjögur mörk, á siðustu 10 minútum leiksins og unnu þvi stóran sigur. Dieter Múller var Akurnes- ingum erfiður i gærkvöldi og skoraði hann fjögur markanna fyrir FC Köln. Hin mörkin skoruðu þeir Engles og Okudera. Skagamenn eru þvi úr leik i keppninni en FC Köln sigraöi samanlagt i báðum leikjunum með markatölunni 10:0. —SK. hér, aö rétt sé fyrir Tékkana að fara að hugsa sinn gang. Við höf- um vart viö að taka við heillaósk- um. Tékkneski landsliðseinvald- urinn var i þann veginn aö óska mértil hamingju með mina menn og sagöi, aö þeir heföu sýnt frá- bæran leik”, sagði Viktor Helga- son, þjálfari IBV i knattspyrnu eftir aö strákarnir hans höföu staðið sig frábærlega vel gegn Banik Ostrava frá Tékkóslóvakiu i Evrópukeppni meistaraliða i gærkvöldi. Tékkarnir sigruðu að visu i leiknum en aðeins með einu marki gegn engu. Leikurinn þótti vel leikinn og þá einkum og sér i lagi af hálfu Vest- mannaeyinga. Þeir börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn og gáfu Tékkunum aldrei þumlung eftir. Tékknesku áhorfendurnir stóðu agndofa yfir frammistööu Eyjamanna og þegar nokkuð var liðið á siöari hálf leikinn voru þeir farnir aöbaula á sina menn. Þeir heimtuöu fleiri mörk, en vörn Eyjamanna var ekki á sama máli ogstóð sig mjög vel. Það sem inn fyrir vörnina fór, varði Páll Pálmason mjög vel og stóð hann sig eins og hetja i markinu. Banik Ostrava skoraði sitt eina mark i' fyrri hálfleik, og var það fyrirliðinn, sem þaö geröi, Skail- aði hann knöttinn i netið eftir hornspyrnu. Þessi glæsilega frammistaöa er stórsigur fyrir islenska knatt- spyrnu. Tékkneska liðið lék mun betur i leiknum i gærkvöldi en i leiknum I Kópavogi, og i liðinu i gærkvöldi voru fjórir landsliös- menn. En leikmenn IBV, allir sem einn, fómuðu sér gersam- lega Ut allan leikinn og vöktu ó- skipta athygli eins og áður sagði. „Það eru allir gapandi hér yfir þessari frammistöðu leikmanna IBV”, sagöi Guömundur Þ.B. ólafsson, fréttaritari Visis 1 Vest- mannaeyjum, en hann er með IBV i' Tékkoslóvakiu. „Hamingjuóskirnar streyma til okkar og fólk á ekki tii orö til aö lýsa hrifningu sinni á leik IBV- liösins. Ahorfendur bjuggust við meiri háttar rassskellingu, en eftir leikinn var sem þeir heföu sjáifir verið flengdir”, sagði Guö- mundur. Eins og flestir muna, lauk fyrri leik liðanna meö jafntefli 1:1 og heldur þvi tékkneska liðið áfram á markatölunni 2:1. Minna gat það ekki verið. Til hamingju með góðan árang- ur, Eyjamenn! GÞBÓ/SK. Tan fíia flrbæiarliðinu Nýliöarnir i 1. deild Islands- mótsins í handknattleik, Fylkir, hófu keppnistimabiliö i gærkvöldi meö tapi gegn Haukum, þegar félögin mættust i iþróttahúsi Hafnarfjarðar. Haukar sigruðu 22:17 eftir að staöan hafði verið 13:9 þeim i vil i leikhléi. Leikurinn var ekkert sérstakur sem slikur og nokkur byrjenda- bragur var á leik beggja liða. Haukarnir voru þó nokkru betri og náðu strax góðri forystu i byrj- un, sem þeir héldu til leiksloka. Þaö var Július Pálsson, Hauk- um, sem skoraöi fyrsta mark Islandsmótsins i ár með lang- skoti, þegar liðnar voru 65 sek. af leiknum. Haukarnir fylgdu þessu marki vel eftir og komust i 7:1 i byrjun leiksins og siöar i 11:5 en staðan I leikhléi var eins og áður sagði 13:9 Haukum i vil. Leikmenn Fylkis, undir stjórn landsliðsmannsins fyrrverandi Stefáns Gunnarssonar, komu mjög ákveðnir til leiks 1 siðari hálfleik og fyrr enn varði höfðu þeirnáð aö jafna leikinn 16:16, en þá voru 15 minútur til leiksloka. En Adam var ekki lengur i Para- dis. Fylkismenn sprungu ger- samlega og Haukarnir náðu að siga hægt og bitandi fram úr á lokaminútunum og tryggja sér sigur 22:17. Það sem einkenndi þennan leik öðru fremur var góö markvarsla þeirra ólafs Guðjónssonar hjá Haukum og Jóns Gunnarssonar i Fylki. Ólafur varði 19 skot og þar af tvö vitaköst, en Jón Gunnars- son varði 18 skot og er þar stór- efnilegur markvöröur á ferðinni. Mörk Hauka: Július Pálsson (2), Hörður Haraldsson og Karl Inga- son, stórefnilegur h'numaður, 3 hvor, Arni Sverrisson og Guð- mundur Haraldsson 2 hvor og Siguröur eitt mark. Mörk Fylkis: Gunnar Bjarnason 9 (2), Stefán Gunnarsson (3), Magnús Sigurðsson, og Orn Haf- steinsson 2 hvor og Andrés Magnússon eitt mark. —SK. Tékkarnir ettlr að Eyjamenn höfðu leikið frábæriega gegn Banik Ostrava - Krlstján Arason skoraði 13 mörk. begar ffl vann Fram 2423 Þaö var alveg greinilegt á FH-ingum, þegar þeir gengu til leiks gegn Fram i Islandsmótinu i handknattleik i gærkvöldi, að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur i leikunum. Akveöni þeirra sam- fara hörku var slik.að Framarar voru sem börn I höndunum á þeim i fvrri hálfleik. Lokatölur urðu 24:23 FH i vil. FH-ingar léku mjög fasta vörn og kom þaö Framörum greinilega i opna skjöldu. Leikurinn var þó jafn til að byrja með, en eftir 13 minútna leik var staðan 2:2. Siðan tóku FH-ingar að siga fram úr og staðan i leikhléi var 14:8 FH i hag. Hafi FH-ingar byrjað leikinn af krafti.hófu Framarar siðari hálf- leikinn meö látum. Þeir börðust grimmilega. 1 sókninni fór einnig að ganga betur og eftir aö leiknar höfðu verið fjórar min- útur af siðari hálfleik, var staöan oröin 14:12 og spennan komin i leikinn á ný. Þeir náðu að jafna leikinn 19:19, þegar stutt var eftir og siöan var jafnt á öllum tölum þar til aö staðan var 23:23. Þá tókst markakóngi Islandsmótsins frá i fyrra, Kristjáni Arasyni, að skora sigurmarkiö og voru þá þrjár minútur eftir af leik. Axel var siðan vikið af leikvelli i 2. min- útur, en engu að siöur áttu Fram- arar góð tækifæri að jafna leik- inn, en tókst það ekki. Lokatölur 24:23 og FH sigurvegari i sinum fyrsta leik i ár. Kristján Arason var illstöðv- andi I liöi FH og skoraði hann litil og sæt 13 mörk . Gunnar Einars- son átti einnig ágætan ieik og skoraöi 4 mörk. Aörir skoðuðu minna. Framliðið lék skinandi vel i siðarihálfleik, en illa i þeim fyrri. Markverðirnir vörðu varla skot og verða þeir greinilega að taka sig saman i andlitinu, ef ekki á illa aö fara fyrir Fram I vetur. Axel og Björgvin léku báðir með og stóðu sig vel. Axel var mark- hæstur með 11 mörk, þar af 7 úr vitum. Björgvin Björgvinsson skoraði þrisvar og fiskaði auk þess fjögur vitaköst. Þá má geta þess i lokin, að Framarar misnotuðu fjögur vita- köst I leiknum og munar um minna. —SK. ENN KR-SIGUR Tveir leikir voru háðir i Reykjavikurmótinu i körfuknatt- leik i gærkvöldi. Fyrri leikurinn var á milli KR ogFram og var hann nokkuð jafn. Oft brá fyrir skemmtilegum köflum, sem lofa góðu fyrir vet- urinn. KR-ingar voru einu stigi yfir I leikhléi og náöu ekki að tryggja sér sigurinn fyrr en á siðustu minútum leiksins. Loka- tölur 99:90. Á eftir leik Fram og KR léku IR-ingar gegn Armanni og þurfti engar hringborðsumræður til aö fá úr þvi skorið, hvort liðið væri sterkara. 1R sigraöi 90:76. ÍR-ingar náðu miklu forskoti um miðjan siðari hálfleikinn og fengu þá yngri menn liðsins að spreytasig ogstóðu vel fyrirsinu. Má nefna nöfn eins og Kristján Sigurðsson og Benedikt Ingþórs- son, en báðir sýndu þessir piltar að þeir eru framtiðarmenn i 1R- peysunni. —SK. Kristián skaul Framara í Kaf „Maður er alveg yfir sig ánægður með þennan árangur. Þetta er miklu betra en ég þorði að vona. Fólk hefur það á orði Gotl hjá West Ham Ensku liðunum gekk ekki sem best i Evrópukeppninni i gær- kvöldi. Þó er aðra sögu hægt aö segja um 2. deildarlið og ensku bikarmeistarana West Ham, en þeir gerðu sér litið fyrir og rót- burstuðu spænska liðið Castilla 5:1 i London i gærkvöldi. Eins og flestir muna, þá lenti West Ham i vandræðum vegna óláta áhangenda sinna á Spáni og liðinu var bannað að selja áhorf- endum inn á leikvanginn i gær- kvöldi. En leikmenn enska liðsins létu þaðekki aftra sér, þótt áhorf- endapallarnir væru tómir og leik- urinn varð jarðarför likastur i þess orös fyllstu merkingu. David Cross var hetja West Ham i gær- kvöldi og skoraöi þrjú mörk, en hin mörkin skoruöu þeir Piki og 1 Goddard. Málshættirnir: „Eftir höfðinu dansa iimirnir,” eða „svo liggur hver sem hann hefur um sig búið.” gætu svo sannariega átt viO þessa frumlegu tilburOi GuOmundar Magnússonar I leik FH og Fram í lslands- mótinui gærkvöldi. Þaö er ailavega ekki undarlegt aO Björgvin Björgvinssyni sé brugöið. —SK. Vlsismynd Þ.L. Þeir áttu ekki orö STÚRTAP HJA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.