Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. október 1980. Síðari hluti ræðu indriða G. Þorsteinssonar á norrænu menningarmálaráðstetnunni i svíbióð: Þaö þjóöfélag járnbænda, sem stóð svo til óbreytt á Islandi frá landnámstið og fram á fyrstu tugi tuttugustu aldar, var með einum og öðrum hætti lok- að samfélag, þar sem erlendir menningarstraumar bærðust litt með einstaklingum eða inn- an þjóðfélagsins í heild. Heims- styrjöldin siðari og margvisleg tækni og framfarir, t.d. á farar- tækjum, sviptu þessu lokaða samfélagi inn i niitimann á undra skömmum tima. Þar sem áður höfðu komið einstaka gest- ir til að lita augum hina gömlu sögueyju, og má þár nefna menn eins og Albert Engström og Dufferin lavarð, koma nú tugir þúsunda ferðalanga á hverju ári. Islendingar sjálfir eru orðnir ferðalangar i Utlönd- um, svo nemur tugum þúsunda ár hvert. Allt segir þetta sina sögu um erfiðleikana við að halda i horfi um margvislegar þjóðlegar eigindir, sem Islend- ingum eru mikils virði, og skipta miklu um áframhaldandi sjálfstæði þjóðarinnar . Hópar menntamanna, sem voru jafnan við nám við háskólann i Kaup- mannahöfn á nitjándu öldinni, virtust stöðugt sækja þangað nýjan þrótt f glimunni um sjálf- stæði þjóðarinnar. Þeir gerðust má lvöndunarmenn. Þeir brýndu landsmenn til átaka við danskt konungsvald, og hurfu i raun innar og heim á námsárum sinum — urðu meiri Islendingar eftir þvi sem leið á skólavistina, og mynduðu siðan þann kjarna skálda og menntamanna, sem stóð hvað fastast að sókn til sjálfstæðis landsins. Að kristná íslendinga Þar sem lif þjóða, stórra og smárra, er svo að segja dagleg sjálfstæöisbarátta i verzlunar- legum, verklegum og menning- arlegum efnum, hefði mátt ætla að frjálsari umgangur Islend- inga við erlendar þjóðir efldi enn frekar með þeim þann hug, sem skáld og menntamenn nitjándu aldar báru til lands og þjóðar. I stað þess eiga skáld og menntamenn i stöðugt rikari mæli föðurlönd i hugmynda- fræðum, sem m.a. eru boðaðar I háskólum, bæði á Norðurlönd- um og annars staðar i Vestur- Evrópu. Margt f þessari hug- myndafræði er kennt viö rót- tækni, og hefur komið hart niður, þar sem erfið og viðfeðm þáttaskil standa yfir á milli nýs og gamals tima, eins og á ts- landi. Mikill fjöldi þess fólks, sem hefur á undanförnum ein- um og hálfum áratug dvalið við nám i háskólum á Norðurlönd- . um, hefur komiö heim með þvi hugarfari að kristna Islendinga I nýjum hugmyndafræðum. Þetta hefur leitt af sér ákveðið andóf heima fyrir gegn svo- nefndri norrænni menningar- samvinnu. Og má það andóf vera öllum skiljanlegt, sem um mál þetta hugsa. Sjálfsagt ráða menn ekki við það hér frekar en i Reykjavik, hvað kennt er viö háskóla. En allt siðan á árinu 1968 hefur stór hluti háskóla- náms i Vestur-Evrópu borið keim þeirrar heiftúðar, sem rikir á milli heimsvelda og ó- likra hugmyndakerfa þeirra. Þegar straumar þeirrar heift- úðar berast til tslands, m.a. héðan úr rlkjum skandinava og Dana, er ekki að furða þótt mörgum manninum finnist, að verið sé að óþörfu að efla ófriö i landinu með þeirri forsögn og einföldun málsins, að annars vegar séum við Islendingar aö „amerikaniserast” og hins veg- ar séu Norðurlönd að koma til hjálpar i menningarlegum efn- um — ja, helst til að gera okkur að skandinövum. Jafnræði um áhrif Miklu skiptir i sifellt auknu nábýli milli þjóða, að gætt sé fyllsta jafnræöis um vinsældir og áhrif, ef svo má segja. A her- námsárunum á Islandi gætti hver og einn þess að blanda ekki um of geði við hernámsliðið, og gæta fyllsta réttar sins i sam- skiptum við það. Þótt einstakir aðilar kunni að hafa fengið nokkra glýju i augun i sambýli, þar sem aðkomumenn voru viða 1 M } .f ^ iHi % '1 ... g U| * | 1? staöar á Norðurlöndum hafa ís- lendingar notið annarrar eins fyrirmyndar um samhjálp og rikisframlög margvisleg. Mörk um vinnutima hafa jafnvel ver- iðvið það miðuö, hvað fólk I Svi- þjóð ynni lengi dag hvern. Allt hefur þetta reynztokkur heldur erfitt i framkvæmd, vegna þess að við erum ekki komin eins langt i iönþróun, ekki eins vél- vædd eða eins fjármagnssterk og fyrirmyndarriki á hinum Norðurlöndunum. Kappiilaup okkar við að likjast Svium og öðrum Norðurlandaþjóðum i flestu á atvinnumarkaði hefur leitt yfir okkur mikla erfiðleika sökum vanbúnaðar. Samhjálp og rikissósíalismi getur eflaust staðið sig vel hjá mjög þróuðum þjóðum i atvinnulegu tiliiti, á sama tima og hann getur leitt litt þróaðar þjóðir til örbirgðar. Nú er ég ekki að segja að svo illa sé komið fyrir okkur Islending- um. En samjöfnuður af þessu NORRJENA VARNARLHW OB AMERiSKU AHRIFIN fjölmennari en heimafólk, kom- umst við heil út úr þvi sambýli i menningarlegum efnum, og jafnvel menningarlega sterkari heild en áður, vegna þess að bæði var brýnt fyrir almenningi að veita viðnám, og vegna þess að mörgum varð þá fyrst ljóst hvað greindi okkur frá öörum þjóðum, t.d. Bandarikjamönn- um. Við töldum að okkur bæri þjóðernisleg skylda til að við- halda öllum nýtilegum sérkenn- um i fari þjóðarinnar. Engin eftirmál heföu orðið, ef ekki hefði til komið heimsástand, semokkurvar um megnað ráða nokkuð við, eða ráða nokkru um. Og þvi fór þetta þannig, að Bandarikjamenn komu aftur samkvæmt sérstökum varnar- samningi. En þeim hefur verið veitt mikiðaðhald,áhrifa þeirra gætir hvergi, nema á hálf lok- uðu og litlu svæði á Reykjanes- skaga, og sú gamla gestrisnis- dyggð, sem enn þykir æðstu mannkostir í landinu, hefur ekki orðið til að rýmka olnbogarými þessa aðkomna varðliðs. Við bjuggum um tima við nokkurt menningaráreiti af hálfu Keflavikurstöðvarinnar, þeg- ar i gangi voru þaðan bæði útvarp sem náði til Reykja- vikursvæðisins og sjónvarp, sem náði til sama svæðis. Svar okkar við sjónvarps- sendingunum var að krefjast þess að stofnað yrði Islenskt sjónvarp um leið og lokað yrði fyrir sjónvarp varnar- liðsmanna óbeint til að flýta fyrir eigin sjónvarpi ts- lendinga, sem hefur siðan veriö fjölþættur og áhrifamikill menningarmiðill i landinu. Út- varp varnarliösins er enn I gangi og nær til Reykjavikur- svæðisins að óþörfu. Þó munu margir hlusta á það, einkum til að heyra popp-músik og fréttir, sem raunar er hægt að hlusta á i hvaöa tækjum sem er frá Bret- landi og viðar. Dæmið um sjón- varpið sýnir, að við erum vel á verði gagnvart hvers konar á- hrifum, sem kunna að berast til okkar frá varnarliðsstöðinni, og ekki er opiö að sækja eitthvað annað. Nú eru sjónvarpsmál, nokkrum árum eftir að Kefla- vikursjónvarpi var lokað, að þróast i þá átt. að engu skiptir hvort það veröur haft opið eða ekki I næstu framtfö, vegna þess að flutningur sjónvarpsefnis er að hætta að lúta nokkrum hindr- unum. Ungalif I bómull einangr- unar hvað miðlun menningar- efnis snertir verður ekki hlut- skipti Islendinga á komandi ár- um, heldur ekki annarra Norðurlanda. Norræn varnarstöð A sama tima og fyrrgreind viðureign hefur átt sér stað við- vamarliðið á Keflavikurvelli, þar sem hefur gætt heilbrigðs metnaðar um, að menningar- áhrif þaðan mótuðu ekki með neinum hætti lif manna i land- inu, hefur risið norræn vamar- stöð á háskólasvæðinu i Reykja- vik, Norræna húsið. Það hefur ekki rekið útvarp eða sjónvarp til að miðla tslendingum af margvislegu menningarefni. En það er vitnisburður um, að ein- hvern tima hafi einhvers staðar verið uppi menn á Norðurlönd- um, sem hafa trúaö þvi að ekki yrði Islendingum forðað frá „amerikaniseringu” nema meö byggingu norrænnar menning- arstöðvar mitt i garði islenzkra mennta. Dragi menn i efa að sú skoðun hafi legið til grundvall- ar, ættu þeir að spyrja hvar nor- ræn hús sé að finna annars stað- ar á Norðurlöndum. Þótt Nor- Hér birtist siðari hluti ræðu Indriða G. Þor- steinssonar, rithöfund- ar, á norrænu menn- ingarmálaráðstefn- unni í Gautaborg í Sví- þjóð á mánudaginn var. ræna húsið i Reykjavfk hafi ver- ið reist af góðum hug þeirra, sem nefna sig frændþjóðir okk- ar, er það engu að siöur sérstök vantraustsyfirlýsing við þol- gæði islenzkrar menningar meðan samsvarandi hús eru ekki reist annars staðar á Norðurlöndum. Og fyrir sliku erum við næsta viökvæm. Eigi svo aö miða menningar- samskipti okkar og annarra Noröurlanda við það, sem að mestum hluta er á dagskrá i Norræna húsinu i Reykjavik, má á það benda, að þar er stundum flutt pólitisk list af pólitiskum listamönnum frá hinum Norðuriöndunum, sem hafa þvi miður gengið i alltof miklum mæli til fylgis við þann rétttrúnað, sem rekinn er sem heimsveldastefna gegn stefnu- miðum og samstöðu Vestur- landa Hið norræna varnarlið, sem með vissri einföldun má segja, að teflt hafi verið fram gegn varnarliði Bandarikja- manna, hefur siður en svo minnkað margvislegar menn- ingarþrautir okkar Islendinga. A þessum tveimur stöðum, Nor- ræna húsinu i Reykjavik og varnarliðsstöðinni á Kefla- vikurvelli, speglast átök sem okkur Islendingum eru um margt næsta ógeöfelld. Erlendir aðilar koma við sögu á báöum stöðum. Islendingum sjálfum er með vissum hætti vantreyst til að sjá sjálfum sér að öllu leyti farborða I þeim deilum um valdastefnur er nú rikja i heim- inum. Og skritið er, að lönd eins og Noregur og Danmörk, sem eru i varnarsamtökum vest- rænna þjóöa, skuli að hinu leyt- inu efla vissan ófriö á Islandi með blandinni pólitiskri menn- ingarstarfsemi i gegnum dag- skrárgerð Norræna hússins, efla vinstri listamenn i landinu til dáða með boðsferðum og viðurkenningum, og senda til okkar listamenn af sama stofni ogróttæka sendikennara, sem á margan hátt sýna andstöðu sina við ríkjandi þjóöskipulag og andúð sina á þvi varnarbanda- lagi, sem Island, Noregur og Danmörk telja nauðsynlegt að játast undir. Um Finnland og Sviþjóö gegnir öðru máli. Finn- ar búa við sama ámælið og ís- lendingar, þótt þar heiti það „finlandisering”. Ekkert nor- rænt hús hefur verið reist á há- skólalóðinni I Helsingfors til að hamla á móti henni. Og um Svi- þjóð og menningaráhrif Svia á islandi þyrfti raunar að fjalla i öðru erindi, Stórveldi Norðurlanda A Sviþjóð hefur löngum veriö litið sem hið rika stórveldi með- al Norðurlanda. Þeir hafa sjálf- ir auðvitað gert litið að þvi að draga úr þeim hugmyndum. Þaðankemur Volvo-billinn, sem lengi hefur veriö stöðutákn á Is- landi og kannski viðar á Norðurlöndum, þótt ég þekki það ekki. Þaðan kemur hið sænska gæðastál, sem i einn tima þótti ódrepandi efni i bil- fjaðrir á holóttum og frumstæð- um vegum Islands. Þar hafa margir okkar ágætustu manna menntast á þessari öld. En sá stærsti meöal smárra gætir ekki alltaf að þvi sem skyldi, að i menningarefnum er alltaf hver sjálfum sér næstur, og Sviar hafa fallið i sömu gryfju og aðr- ar Norðurlandaþjóöir, að efla ó- beint á íslandi þá starfsemi sem valdið hefur okkur stjómmála- legum þrengingum I samstarfi vestrænna þjóða. Hvergi annars tagi sýnir okkur hvað samræmt mat milli þjóða getur orðið ó- heppilegt. Þetta á einnig við i menningarlegum efnum. íslendingar vilja frið Þótt hér hafi verið farið nokkrum orðum um mismun- andi áhrif Norðurlanda og Bandarikjanna á Islandi, fer ekki á milli mála, að margt gott samneyti höfum við Islendingar sótt til beggja þjóðaheilda. Bandarikin eru raunar fjarri okkur i flestum skilningi, og aldrei hefur komið til mála, og er raunar óhugsandi, að við komum til með að tileinka okkur eitt eða annað úr banda- riskri menningu. Til þess er hún of fjarskyld okkur á alla grein, og fjarlægist okkur fremur en hitt. Að auki einkennast sam- skipti Bandarikjanna við aðrar og óskyldar þjóðir, af þeim inn- gróna vana nýrrar þjóðasam- steypu, sem til skamms tima var að taka land sitt af þjóða- brotum, sem þeir meðhöndluðu sem óæðri verur, og eru auk þess enn að fást við sambýli við menn, sem þeir lita margir hverjir á sem óæðri verur, að þeir hafa tilhneigingu til aö lita niður með nefinu, eins og við segjum á Islandi, á útlendinga. Við tökum þvi ekki illa Islend- ingar og væntum friðar á með- an. Norðurlönd standa okkur mikið nær um flesta hluti. ötti þeirra um menningarlegan hag okkar getur verið skiljanlegur, þótt hann sé ekki á rökum reist- ur. Sá tviskinnungur, sem kemur fram i tilraunum til varðveislu menningar gamallar sögueyjar, með þvi að standa ó- beint að aöför vinstri manna á íslandi gegn þátttöku landsins i vestrænni samvinnu, verður ekki réttlættur. Til þess eru tvö Norðurlandanna of samtvinnuð þessu vestræna samstarfi. Við mundum aftur á móti þakka fyrir stuðning við islenzkar menntir og menningu I reynd. Við mundum þakka fyrir meiri útgáfur bóka, fleiri málverka- sýningar, meira tónleikahald, að ógleymdri hjálp til meiri iðn- þróunar og vélvæðingar, svo við getum i framtiðinni gengið ó- haltir undir norrænum sósial- isma. Og við viljum gjarnan mega eiga von á þvi að hafa frið með islenzka tungu fyrir sam- norrænum málspekingum. Við eigum Norðurlandamönnum margt að þakka. En þeir eiga heldur ekki að gleyma þvf, að á Islandi er til húsa rikasta menn- ingargeymd norrænna manna. Þar er átt við tunguna og bók- menntirnar. Sú geymd varð- veitist ekki meö þvi að gera okkur samnorræna i menning- arlegum efnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.