Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 02.10.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram vtsm Fimmtudagur 2' október 1980. Sjónvarpió sýndi smá brot úr Þorláki þreytta i skemmtiþætti s.l. vor og er þessi mynd frá þvf er upptökur fóru fram. Leikararnir fv. eru Guðbrandur Valdimarsson, Alda Noröfjörö og Magnús Ólafs- son. Þorlákur breytti helflur áfram vegna fjölda áskorana Leikfélag Kópavogs á eigin- lega ekki annarra kosta völ en aö byrja aftur sýningar á Þor- láki þreytta, þar eö hætta varö sýningum i vor þrátt fyrir gifur- lega aösókn og engin þreytu- merki aö finna i hlátrasköllum áhorfendanna. Þorlákur þreyttivar þó sýndur 39 sinnum og fékk leik- ritiðgóða dóma auk mikillar að- sóknar. Sjónvarpið sá ástæðu til að útvarpa hluta úr leiknum, enda er hann við hæfi allrar fjöl- skyldunnar. Sýningar hefjast aftur á laugardaginn og þar- næsta sýning er á mánudag. Þær fara fram i félagsheimilinu i Kópavogi og byrja kl. 20.30. Nýir leikarar. Magnús ólafsson leikur þann þreytta Þorlák og konu hans, Agústu Dormar, leikur Sólrún Yngvadóttir og eru þetta stærstu hlutverk leikritsins. Tveir af leikurum leikfélagsins hafa nú horfið til náms erlendis og taka þvi nýir leikarar við þeirra hlutverkum. Það eru þau Elva Gisladóttir, hún lék m.a. i Morðsögu og Undir sama þaki og er útskrifuð frá Leiklistar- skóla rikisins, og Skúli Hilmars- son, ungur og efnilegur félagi hjá Leikfélagi Kópavogs. Þau munu leika þjónustustúlkuna og tónskáldið. Leikstjóri Þorláks þreytta er Guðrún Stephensen og ljósamaöur Lárus Björnsson. SYMGJfl FYRIR ÞINGEYINGA Tónieikar (Skjóibrekku og á Húsavík Söngkonurnar Elisabet Erlingsdóttir og Hólmfriöur S. Benediktsdóttir halda tónleika í Skjólbrekku I Mývatnssveit á laugardaginn kemur kl. 15 og í Húsavikurkirkju á sunnudaginn kl. 16. Undirieikari veröur Guö- rún A. Kristinsdóttir, pianó- leikari. Tilað spyrjast nánar fyrir um þessa tónleika, sló ég á þráðinn Eiisabet Erlingsdóttir, óperu- söngkona norður til Hólmfriöar, en hún er skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavik og hefur gegnt þvi starfi i fjögurár. „En um leiö”, sagði Hólmfriður, „hef ég verið nemandi Elisabetar við Tón- listarskólann I Kópavogi, fariö suður svona einu sinni i mánuöi, um jól páska og á sumrin. Ég lauk prófinu á síðasta vori eftir fimm ára nám. Ekki kvaðst Hólmfriöur þó mundu syngja i fyrsta sinn fyrir Þingeyinga um helgina, þvi hún hefur sungið einsöng i Húsavikurkirkju” og þurft aö tala hér auk þess að syngja opinberlega, svo ég kviöi engu. En þetta eru þó fyrstu tón- leikarnir minir.” Söngkonurnar munu syngja einsöngs og tvlsöngslög, bæði innlendogerlend. tslensku lögin eru eftir Pál tsólfsson, Eyþór Stefánsson, Karl ó. Runólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Þá munu þær einnig syngja lög úr óperum og óperettum, m.a. úr óperunni Brúðkaup Figarós. Elisabet Erlingsdóttur mun varla þörf aö kynna. Hún hefur sungiö bæöi fyrir útvarp, sjón- varp og á hljómplötur, komið fram á fjölda tónleika og söng m.a. hlutverk Evridísar i flutn- ingi Þjóöleikhússins á óperunni Orfeus og Evridis eftir Gluck á siðasta vetri. Ms SMALASTÚLKAN OG ÚVIT- ARNIR AFTUR A SVIÐIÐ Um næstu helgi hefjast aftur f Þjóðleikhúsinu sýningar á tveimur vinsælum leikritum siöani fyrra: „Smaiastúlkan og útlagarnir” byrjar aftur á laugardaginn og „Óvitar” á sunnudag. „Smalastúlkan og útlagam- ir” eftir Sigurö málara Guð- mundsson og Þorgeir Þorgeirs- son var frumsýnt I april s.l. og hlaut góðar viötökur. Sýningin kom þeim á óvart, sem höfðu búist við gamaldags tökum á útilegumannasögu og jafnvel talið það myndi likjast Skugga- Sveini Matthlasar. Leikritið er öllu nútimalegra, t.d. I umræðu sinni um ástina og frelsið. Leikurinn gerist á árunum 1537-1555 og segir frá elskend- um, sem ekki mega njóta hvors annars. ^>eir flýja þvi til fjalla og eiga saman son, en móðirin deyr af barnsförunum. Sonurinn elst þvi upp með útilegumönn- um. Leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur og leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar vöktu verðskuld- aða athygli. Margir kunnir leikarar koma fram, en hlut- verk elskendanna eru i höndum þeirra Tinnu Gunnlaugsdóttur og Arna Blandon, sem fóru með fyrstu stóru rullurnar sínar I þessu leikriti. Atriöi úr Smalastúlkan og útlagarnir, en Þjóöleikhúsiö byrjar nú um helgina sýningar á leikritinu aftur. Óvitarnir Hitt leikritið sem Þjóðleik- húsið hefur að nýju sýningar á, er Óvitar eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Guðrún hafði þegar skrifað sig inn i hjörtu allra krakka og sveik engan með þessu fyrsta leikriti sinu. Óvitarnir urðu geysivinsælir bæði hjá krökkum og fullorðn- um, varsýnt46 sinnum i fyrra- vetur og voru þá áhorfendur orðnir 23 þúsund talsins. Leik- ritið segir sögu af Finni, strák, sem ætlar að leysa vanda heimilisins með því að láta sig hverfa. 1 Ovitum leika krakkar þá fullorðnu og fullorönir krakka, sem vakti mikla kátlnu leikhúsgestanna. Brynja Bene- diktsdóttir leikstýrði og Gylfi Gislason gerði leikmyndina. Kristinn Danlelsson sér um lýs- inguna I bæði Óvitum og Smala- stúlkunni eins og raunar I all- flestum leikritum Þjóðleikhúss- ins. Fyrsta sýningin i vetur á Óvitunum verður á sunnudag- inn kemur kl. 15. Ms Rafvlrkinn og synir hans Austurbæjarbió: Fóstbræöur Leikstjóri: Robert Mulligan Handrit eftir Walter Newman samkvæmt sögu eftir Richard Price, Aöalleikarar: Paul Sovino, Tony Lo Bianco, Richard Gere og Lelia Goldoni 1 kvikmyndinni „Fóstbræð- ur” er kvikmyndahúsgestum boðiö að skyggnast inn i daglegt lif Italskrar fjölskyldu. Meðlim- ir Coco fjölsló'ldunnar eru allir mjög blóðheitir eins og vera ber sé tekið tillit til þjóðernisins. Tommy De Coco og Marla kona hans eiga tvo syni, Stony og Albert. Stony er um tvltugt og á öröugt með að ákveöa hvaö hanneigi aö taka sér fyrir hend- ur. Faöir hans vill ólmur að hann feti I fótspor feðranna og gerist rafvirki en sjálfur vill Stony frekar vinna með börn- um. Stony er ekki eini maðurinn I Coco fjölskyldunni sem á viö vandamál aö striöa. Maria og Tommy De Coco virðast litlu sambandi ná hvort viö annaö og yngri sonur þeirra Albert liður fyrirandrúmsloftiðá heimilinu. Meölimir Coco fjölskyldunnar kvLkmyndir eru eins og hundeltar skepnur, hrædd hvort viö annaö og óttast umhverfi sitt sem raunar er býsna ógnvekjandi. Fjölskyid- an er sæmilega efnuð en býr I ómanneskjulegu háhýsil Bronx. Það er t.d. táknrænt fyrir lif Coco fjölskyldunnar að eini græni grasbletturinn sem sést I „Fóstbræður” er grafreitur þar sem Tony og bróðir hans Cubby hafa keypt legstað handa sér og sínum. Þó söguþráðurinn I „Fóst- bræður sé e.t.v. dálitið losara- legur, ádeila Roberts Mulligan ekki ýkja skörp og geyspar kunni að sækja að áhorfendum fyrsta hálftimann er myndin ljómandi ásjáleg og ljúf á köfl- um. Góður leikur er án efa buröarás „Fóstbræðra Richard Gere er á góöri leið með að veröa ein skærasta stjarnan meðal bandariskra kvikmyndaleikara og ekki að ástæðulausu. Full ástæða er til að sjá „Fóstbræður” þó ekki Einkunn: 5.0 væri nema vegna frammistöðu Gere i hlutverki Stonys. Aðrir leikarar svo sem Paul Sorvino ogTony Lo Bianco lyfta margri lágreistri senunni með góöum leik. „Fóstbræður” er ósköp ljúf mynd um vonir og drauma, en einnig harmsaga nútímamanns þar sem ofbeldi, hnefaréttur og kvenfyrirlitning eru efst á blaði. Þó Mulligan skyggnist ekki djúpt I bandarískt þjóðfélag I „Fóstbræöur” er myndin athyglisverð lýsing á mannleg- um samskiptum. —SKJ Richard Gere þykir einhver efnilegasti leikari sem fram hefur kom- iðnýlega en hann fer með hlutver Stonys I „Fóstbræöur”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.