Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. október 1980. 1 3 Á tröppunum standa Sverrir Hermannsson, trésmiöur, og félagar hans, en þeir eiga heiöurinn af handbragöinu viö viögeröina á húsinu. egir Gudmundur Tuliníus, á Akureyri, sem nú hefur ad sér verkefni sé algilt. A gatnamótum fer sá fyrst yfir sem er frekastur. Þessi þjóð hefur þvi við mörg vandamál að etja, en maður verður að reyna að skilja þessi vandamál, án þess að hneykslast á þeim”. Ljóti andarunginn leystur úr álögum Fyrir nokkrum árum stóð gamalt og lúið timburhús við Hafnarstræti, heldur illa til reika. ,,Þvi i ósköpunum er þessi hjallur ekki rifinn, eða hreinlega bara kveikt i honum”? spurðu Akur- eyringar hver annan og bættu gjarnan við, ,,það getur varla verið ærleg heil spýta i þessu”. Þetta hús stendur þarna enn, en er nú að verða eitt af fallegustu húsum Akureyrar fyrir til- verknað Guðmundar. Það gengur undir nafninu „Tuliniusarhúsið”, en þaö var Otto Tulinius, afi Guð- mundar sem byggði húsið 1902. Haföi hann mikið umleikis á Akureyri um sina tið, rak m.a. mikla útgerð. ,,Já, húsið þótti ljótt enda þótti svo á Islandi til skamms tima, að allt gamalt væri ónýtt’, sagði Guðmundur. „Þegar ég hafði ákveðið aö flytja heim, þá ákvað ég að gera húsið upp, en áður hafði ég gengið úr skugga um ástand þess. Það merkilega var, að það var alls ekki eins illa fariö og það leit út fyrir, enda kjarna- viðir i þessum gömlu húsum. Þetta var samt ekki hugsjón hjá mér. Ég taldi húsið einfaldlega þess virði að gera það upp, vildi bjarga verðmætum, þótt viðgeröarkostnaður yrði ef til vill litið lægri en byggingarkostnaður nýs samsvarandi húss. Ég byrjaði á að gera við húsið að utan og naut verklagni Sverris Hermannssonar, trésmiðs og félaga hans. Stuttu siðar byrjaði KEA að gera við Höepfnershús hér við hliöina. KEA er fjársterkt fyrirtæki og hefur lokið þvi verki, en ég hef ekki haft eins mikið milli handanna og á þvi nokkuð i | land. Það leið ekki á löngu þar til . álit fólks á húsinu breyttist, allir I urðu fullir aðdáunar, hvað þetta væri nú fallegt hús. I upphafi geröi ég mér vonir um n að geta flutt inn i góða ibúð á 2. | hæðinni og risinu eftir tvö ár. ■ Neðri hæðina ætlaði ég siðan að 9 leigja út fyrir skrifstofur. Þetta ■ hefur reynst torsóttara en ég ■ ætlaði. Ég hef fengið styrk frá ■ Húsfriðunarsjóöi rikisins og lán I frá Húsfriöunarsjóði Akureyrar. I Þetta voru ekki háar upphæðir og ■ dugðu skammt, en samt sem áður I viðurkenning á þvi sem ég var að 1 brölta við. Að öðru leyti hef ég I fjármagnað þessar framkvæmdir með vaxtaaukalánum eftir þvi sem fjárhagurinn hefur þolað. Og . þvi er ekki að leyna að þar hefur | þýski hugsunarhátturinn orðið of- . an á, að lifa ekki um efni fram. | Þar að auki er ég enn það ungur « aö árum, að ég vil lifa lifinu, en ekki binda mig yfir húsbygging- 9 um öllum stundum”. Að lokum Guömundur, nú aug- ■ lýsir þú húsið til sölu, ertu alfar- ■ inn frá tslandi? „Já, ég vil selja húsið, enda I óþægiíegt að endurbæta og inn- ' rétta hús á Akureyri á meðan I maður býr i Nigeriu. Það eru litil ] tilfinningaleg tengsl frá minni j hálfu við þetta hús og það var fjarri þvi, aö ég færi út i viö- B geröina fyrir ættarrembmg. Aðóbreyttuástanditelégengar | likur á þvi aö ég komi aftur til Is- . lands til búsetu og þvi miður | sýnist mér að þróunin i stjórn- — málum bendi siöur en svo til að g breyting verði til batnaðar. Hins « vegar er ég ekki staðbundinn | maður og ég ræð mig aldrei ævi- ■ langt i starf hverju sinni. Bjóðist B mér gefandi starf á Islandi ein- ■ hverntima siöar meir, þá er ■ aldrei aö vita hvað ég geri”, sagði ■ Guðmundur Tulinius i lok sam- ■ talsins. Við kynnum ný gluggatjaldaefni. Fjöldi lita sem eru sam- ræmdirhinum velþekktu húsgagnaáklæðum frá Gefjun. Við leggjum áherslu á vandaðar og vel hannaðar vörur. Líttu vid, — sjón er sögu ríhari. Sérverslun meó húsbúnaö Strandgata 19, 600 Akureyri, s. 96-24069 Síðumúli 20,105 Reykjavík, s. 91-36677 Norsku hjónarúmin frá Bahus METTE úr dökku mahogany LINDA úr mahogany með bólstruðum göflum, útvarpi og Ijósum Húsgagnasýning sunnudag kl. 3-6 Verið velkomin. G.S./Akureyri SMumnn-Gi 6 simi 44544

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.