Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 9
VÍSLR Laugardagur 4. október 1980. fYRKlANDSRÉÍSÁ LANDSLiÐSINS Þaö er ekki heiglum hent aö velja landsliö í knattspyrnu lengur. Annarhvor leikmaöur sem til greina kemur leikur knattspyrnu i öörum löndum, Islandsmeistararnir tilkynna aö þeir séu farnir I sólarlandareisu og gefi ekki kost á sér og óvissa rikir fram á siöustu stundu hvort meiösl eöa önnur forföll komi i veg fyrir þátttöku þeirra sem á annaö borö geta veriö meö. Viö hjá Knattspyrnusambandinu erum farnir aö hafa kóngsins Kaupinhöfn sem endastöö fyrir islenska landsliöiö þegar þaö heldur I keppnisferöir. Þaö segir sina sögu. Eftir skeytasendingar og simhringingar út og suöur komum viö okkur fyrir á dönsku hóteli og bíöum þar milli vonar og ótta, meöan landsliöskappar tinast aöúr öllum áttum, fyrst Atli, siöan Janus, þá Asgeir og loks Teitur. Arnór og örn óskarsson boöa forföll á siöustu stundu og gera veröur ráöstafanir til aö koma nýjum manni meö næstu vél frá Islandi. Landsliösnefndin situr meö sveittan skalla og telur hópinn aftur og aftur, ef einhvern skyldi vanta enn. Þannig var ástandiö I knattspyrnuherbúöunum þegar viö lögöum i Tyrklandsreisu á dögunum. Hinsvegar voru menn hressir og glaöir. Gamlir kunningjar hittast og heilsast og þótt ný andlit séu stööugt aö bætast viö landsliöshópinn, er þessi félagsskapur sam- hentur eftir áralanga samvinnu og keppni,nánast eins og fjölskylda i góöum gleöskap. Og allir erum Framandi staður Keppnisferöir hafa mjög færst I vöxt á seinni árum og þær gefa ungum mönnum tæki- færi til aö heimsækja lönd, sem þeir ella mundu aldrei hafa möguleika til. En Tyrkland höföufæstirheimsóttáöur. Ekki bætti þaö úr skák að byltingin var nýafstaöin og fréttir óljósar um ástand og öryggi. Þaö gat sosum veriö nógu forvitnilegt aö kynnast því af eigin raun, en þaö var lika ábyrgöarhluti aö leiöa tuttugu unga menn til slikra landa, þar sem morð og skemmdarverk hafa veriö dag- legir viöburðir. Viö geröum stutt stans i Istan- bul, áðum rétt á flugvellinum i tvo tima en héldum þaöan til Iz- mir. Þar býr rúmlega milljón manns, hafnarborg viö Miö- jaöarhafiö, Asiumegin i Tyrk- landi og er sjálfsagt óþekkt og framandi staöur I augum Is- lendinga. Gestir hersins Það fór ekki á milli mála aö herinn hafði tekiö völdin. Her- menn með alvæpni og i fullum skrúða á hverju götuhorni og skriðdrekar og vopnabúnaður á flugvellinum. Ekki var sjáanlegt að nær- vera þeirra hefði umtalsverö viö islendingar. yrða. Þannig væru pólitikusar best geymdir, til að almenni- lega yrði stjórnað. Þetta væri ráð á Fróni sögöu menn og hlógu upp i opiö geðið á upp- gjafaþingmanninum! Otgöngubann Vist virtust Tyrkir taka þvi vel að herinn beitti valdi sinu. Og óneitanlega sýndist ró og öryggi svifa yfir vötnunum þá daga sem við dvöldum meðal tyrkneskra. En það er erfitt fyrir lýð- ræðissinna að viðurkenna þá staðreynd aö betra sé að stjórna með vopnum frekar en lýð- ræöislegum leikreglum. Það var óhugananlegt að horfa framan i byssustingi á götu- hornum og vanmátt siðaörar þjóðar til að koma skikk á landsmál. Eru ekki Tyrkir þátt- takendur i bandalagi vestrænna þjóða til að standa vörð um frelsi og lýðræöi? Okkur var tjáð að fullt frelsi rikti hjá fjölmiðlum og ekki væri skert hár á höfði nokkurs manns. En stjórnmálastarfsemi er skorin niður við trog, út- göngubann rikir á nóttinni, og herforingjastjórnin er önnum kafinn við að framfylgja þeim dauðarefsingum, sem borgara- legar stjórnir höfðu heykst á. Allt var slétt og fellt á yfir- boröinu en ekki fór á milli mála hver réð ferðinni. Slappaö af í góöum félagsskap. Taliö frá vinstri: Guöni, Þorsteinn, Asgeir, Ellert. Fyrir aftan sést I Einar Gislason Iþróttakennara og nuddara liösins. áhrif á götulif eða hegðan fólks. Tyrkneskir viðmælendur okk- ar lögðu sig fram um að telja okkur trú um að við værum óhultir og öruggir og héldu lang- ar ræður um ágæti byltingar- innar. Þetta er góð bylting sögðu þeir, hún mátti ekki seinni vera. Efnahagslif var komið i kalda kol, fjöldamorö á hverjum degi, öfgahópar vað- andi uppi og ferðamenn og fjár- festingar i lágmarki. Helstu stjórnmálaleiðtogar Tyrklands voru sagðir „gestir hersins” á orlofsheimili i grennd við Izmir og það gaf samferðarmönnum minum frá Islandi ærið tiiefni til spaugs- Ég hitti borgarstjóra og rikis- stjóra Izmir og nágrennis þegar ég dvaldi i borginni. Tveim dög- um eftir brottför okkar voru þeir báðir settir af. Þeir voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Þeir voru ekki herforingja- stjórninni þóknanlegir. Jafnvel tyrkneska knatt- spyrnusambandiö fór ekki var- hluta af breyttu ástandi. For- ráðamönnum þess var tilkynnt morguninn sem landsleikurinn fór fram, að herinn sæi um framkvæmd leiksins. Það voru liðsforingjar hersins sem ákváðu hverjir fengju aðgang að vellinum, en ekki KSl þeirra i Tyrklandi. Eftir leikinn þyrptust ljósmyndarar inn á leikvöllinn og leikmenn liðanna skiptust á peysum. Ljósm HDan. Framúrstefna og fornöld Það siðasta sem ég sá til kollega mins i tyrkneska knatt- spyrnusambandinu var, þegar hann stóð æstur og örvæntingar- fullur við dyrnar að vallarstúk- unni og gerði „rövl” við þá ein- kennisklæddu. Þar var músin að ráðast á köttinn og óþarfi að spyrja að leikslokum. Bráðin sem átti að gleypa Hit nn var mikill, þegar okkur var ekið til leikvangsins um þrjúleytið. Skyrtan limdist viö likamann i svitabaöi og svækju og það mundi ekki verða þægi- legt fyrir fótboltamenn sem ald- ir eru upp suður með sjó eða uppi á Skaga að keppa viö slikar aðstæður: bað var okkar helsta áhyggjuefni. Ljóst var einnig að eftirvænting sigurs og yfir- burða rikti meöal áhorfenda. Þeir notuðu timann fyrir leikinn til að ná upp takti i hvatningar- hrópum, svo undir tók i stúk- unni. Við íslensku fararstjórarnir vorum leiddir I heiðurssætin eins og fangar til aftöku, og háttsettir fyrirmenn heilsuðu okkur yfirlætislega. En hversu umkomulaus sem þú ert, fá- liðaður innan um múgsefjun og stemmningu áhorfendaskarans, þá tendrast neisti stolts og metnaðar, þegar islenski þjóð- söngurinn er leikinn og ellefu glæsilegir ungir menn ganga fram völlinn undir merki is- lands. 1 augum þeirra milljóna sem fylgdust með beinni út- séndingu I sjónvarpi og þeirra þúsunda sem mætt voru á leik- vanginum, hétu þeir hvorki Þorsteinn né Trausti, Atli eða Teitur. Þeir voru fulltrúar litill- ar þjóðar i norðri, bráðin sem átti að gleypa i einu lagi næstu niutiu minúturnar. Kraftaverkið gerðist Ég hef stundum haldið þvi fram bæöi i gamni og alvöru að það væri verra að vera farar- stjóri uppi i stúku, en leikmaður niðri á velli. I huganum sparkar þú hverjum bolta, hleypur alla spretti og hefur þó tima til að fylgjast vel með timanum og naga neglur upp I kviku. Það er ekki á hverjum degi sem Island veröur fyrra til að skora mark, — og hvilikt mark. Hjörtun slóu ögn hraöar. Þegar hér er komiö sögu fara menn ekki i hvildarstellingar eða velta fyrir sér hver eigi meira i leiknum. Neitakk, takmarkiö er að halda hreinu og hverri góðri langspyrnu fram völlinn er fagnað eins og happdrættisvinn- ingi. Og svo gerist kraftaverkiö. t stað þess að Tyrkir jafni, skora tslendingar annað mark, 2-0 fyrir Island og hjartað stekkur hæö sina i loft upp. Getur þetta verið satt? Nú eF um að gera að halda tuðrunni, tefja, bjarga i horn, styrkja vörnina. Hetjur eða herforingjar Þaö rikir grafarþögn á vellin- um og áhorfendur trúa vart sin- um eigin augum. Ætla heima- menn að tapa leik gegn liöi frá tvö hundruð þúsund manna þjóö lengst norðan úr Dumbshafi? Vitaspyrnan gaf von, en hún var fljótt slökkt með enn einu gull- markinu frá Islendingunum. Þeir tindust úr stúkunni einn af öðrum heiðursgestir hersins og við sátum brátt einir eftir og létum sem ekkert væri. En þeir voru stórir kossarnir I búnings- klefanum á eftir og faðmlögin hjá landanum. Og þaö máttu tyrknesku áhorfendurnir eiga að þeir skildu að hér hafði mikið iþróttaafrek verið unnið. Is- lenska liðinu var fagnaö á leiðinni heim á hótel, eins og þjóöhöfðingjum. tslendingar vita ekki mikið um Tyrkland. Tyrkir vita enn minna um tsland. En eftir þenn- an knattspyrnukappleik er eitt vist: Nafn Islands er á hvers manns vörum. Við eigum enga herforingja, og stjórnmála- menn ganga enn lausir þótt hér riki tyrkneskt upplausnar- ástand i efnahagsmálum. En við höfum eignast hetjur, tólf is- lenskar hetjur og ég segi fyrir mig: ég vildi ekki skipta á þeim og öllum herforingjunum I samanlagöri Evrópu. Götumynd frá Izmir. Annars er erfitt að gerast dómari um innanrikismál Tyrk- lands. Tyrkir tilheyra Evrópu en það er svo margt i fari þeirra, menningu og lifsháttum sem er miklu skyldara asiskum uppruna og allar eru þjóðfélags- aðstæður gerólikar þvi sem þekkist hér á norðurhjara ver- aldar. Vitaskuld hafa nútimaþæg- indi og velsæld rutt sér til rúms i Tyrklandi, en þar er einnig að sjá hið gagnstæða, frumstæða húsagerö, tötrum klætt fólk, menntunarsnautt og fábrotiö. Þeim fannst ekki mikiö til þess koma, Islensku piltunum, þegar okkur var ekið i gegnum elstu hverfi Izmir borgar, þar sem húsum hafði verið hróflað upp án vatns eða skolps og þar sem ibúarnir ráfuðu um eins og svip- lausar vofur. Þaö er aö sönnu ómaklegt af mér aö draga upp ömurlega mynd af Tyrklandi. Til þess var of vel tekið á móti okkur, og of margt stórkostlegt að sjá. Hinsvegar ægir þar saman andstæðum og öfgum, auðæfum og örbirgö, framúrstefnu og fornöld. Og við vorum ekki komnir til Tyrklands I pólitiskri eða félagslegri rannsóknarferð, heldur til að spila kappleik. Ellert B. Schram i itstjóri skrifar ritstjórnar pistill

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.