Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 12
vtsm Laugardagur 4. október 1980. helgarpopp ar Karl r um tónleika Frakkl andi Regatta d’été Nýlega lauk hljómsveitin The Police hljómleikaferöa- lagi um Frakkland. Á fyrri hluta feröalagsins fylgdu hljómsveitinni breska rokkhljómsveitin Skafish, breska hljómsveitin The Beat og breska hljómsveitin XTC. Á seinni hluta ferðalagsins voru hljómsveitirnar UB40 og Squeeze í för með The Police. Undirritaöur var svo heppinn aö vera staddur i Royan einum bæjanna sem Police komu viö i á fyrri hluta feröalagsins. Tón- leikarnir fóru fram þann 16. ágúst og voru haldnir i stóru circus- tjaldi á útileikvangi bæjarins. Rokk-ska-reggae Þegar undirritaður mætti til leiks haföi hljómsveitin Skafish þegar hafiö leik sinn. Greiölega gekk aö komast inn og hinn leiöin- legi ávani islendinga, troöningur- inn, virtist ekki þekkjast þarna. Þegar inn 1 tjaldiö kom, kom I ljós aö áhorfendum var ætlað aö sitja á skitugri jöröinni. Undirritaöur hugsaöi ósjálfrátt til „hreina” gólfsins i Laugardalshöllinni. Um þaö bil tvöþúsund manns voru þegar komnir og stóö fólk dreift um tjaldiö og var þaö þannig alla tónleikana. 1 heild hafa sennilega milli fimm og sjöþúsund manns sótt tónleikana. Hljómsveitin Skafish var á sviðinu og framleiddi óhugnanleg hljóö meö tilkomumiklum leikrænum athyöfnum. Er þeir luku leik sin- um 45 min. siöar kváöu viö mikil fagnaöarlæti og var fólk auösjá- anlega fegiö aö vera laust viö þennan hávaöa. Dansaö í sandinum Eftir þetta settist fólk I sandinn og beiö komu The Beat. Biöin varö hálftimi, en þá birtist á sviö- inu litill og grannur svertingi sem hrópaöi „Are you ready to dance”. Eruö þiö tilbúin til þess aö dansa. Þar var kominn... söngvariThe Beat. Þeir hófu leik sinn meö laginu „Best Friend' sem er af síöustu litlu plötu þeirra. Ahorfendur tóku leik þeirra vel og brátt iöaöi mann- fjöldinn I takt viö „bitiö”. Sviös- framkoma þeirra var mjög skemmtileg og afslöppuö. Þeir dönsuöu mikiö þvi flest lög þeirra eru danslög. Hljóöfæraleikur þeirra var mjög góöur sérstak- lega saxafónleikurinn. Flest lögin sem þeir fluttu voru af plötu þeirra „I Just Can’t Stop”, en þar sem undirritaöur haföi ekki heyrt þá piötu þekkti hann ekki nema þeirra þekktari lög eins og „Mirror in the bathroom” „Hands off she’ mine” og „Tears of a Clown”. Þegar The Beat luku leik sinum kváöu viö mikil fagnaðarlæti og voru þeir tvivegis klappaöir upp. I seinna skiptiö fluttu þeir lagiö „Rankin Full Stop” viö geysi- fögnuö áhorfenda. Dónalegir áhorfendur Nú var aftur hálftima hlé meðan áhorfendur biöu komu hljómsveitarinnar XTC. Þegar þeir komu kynnti Barry Andrews gitarleikari hljómsveitina og sagöi jafnframt aö þeir væru ekki mikið þekktir i Frakklandi. Þaö var lika auöséö á áhorfendum þvi þeir virtust ekki þekkja lög XTC, sem flest voru af siöustu plötu þeirra „Drums and Wires”. Einnig kynntu þeir lög af næstu plötu sinni sem mun héita „Black Sea” og kemur út um næstu mánaöamót. Hljóöfæraleikur þeirra var mjög góöur, en þrátt fyrir þaö náöu þeir engum tökum á áhorfendum. 1 lok þeirra 45 min. sem þeir höföu til umráöa léku þeir lagiö „Complicated Game” og þótti undirrituöum þá dónaskapur áhorfenda ganga fram úr hófi. Upphafskafli lags- ins er mjög rólegur, viökvæmur og lágt spilaöur. Þá hófu áhorf- endur upp mikil gól, flaut og söngl. Þetta varö til þess aö þeir félagar i XTC styttu byrjun lags- ins, slepptu úr þvi millikafla og skelltu sér sföan yfir í þeirra þekktasta lag „Making plans for Nigel”. Ahorfendur virtust þekkja þetta lag en þaö nægöi þó ekki til þess aö þeir væru klapp- aöir upp. — Nú var komiö aö þvi sem allir höföu beöiö eftir. Löggan kemur The Police. Þeir létu þó biöa eftir sér i 45 min, en á meöan fengu áhorfendur aö hlýöa á Bob Marley & Wailers af segulbandi. Loks kom aö þvi aö skipt var um spólu og nú hljómaði um tjaldiö tónlist framleidd af The Police. Er undirritaöur stóö þarna vissi hann ekki ab þarna var komiö lagiö „Voices inside my head” af nýjustu plötu þeirra „Zenyatta Mondatta”. A myrkvuöu sviðinu gat undirritaöur greint þá Sting og Andy Summerssem nú tóku aö leika meö forleiknum á segul- bandinu. Stuttu seinna bættist trommuleikur viö Skyndilega voru ljósin kveikt og á sviöinu stóu Sting meö raf- magnskontrabassa, Andy Summ- ers og i miðjunni sat Stewart Cop- land bakviö hlejarmikiö trommu- sett. Sting bauö áhorfendur vel- komna og sagðist vera ánægöur meö að vera kominn til Royan. Siöan skelltu þeir sér i lagiö „Deathwish” af plötunni „Regatta de Blanc”. Siöan fylgdi hvert lagiö annaö og Sting og Andy Summers skiptu ótt og titt um hljóöfæri. Sviðsframkoma þeirra var lifleg og skemmtileg. Þeir hlupu um allt sviö meö mikl- um látum jafnvel Copland hentist fram á mitt svib og dansaði um en á meðan var trommuleikurinn spilaður af segulbandi. Hljóð- færaleikur þeirra var með af- brigðum góöur og góö fylling i honum þó þeir væru aöeins þrir á sviöinu. A seinni hluta þess klukkutima sem Police hugðust vera á sviöinu léku þeir sin fræg- ari lög s.s. „Roxanne”, „So Lonely”og „Message in a Bottle” og þegar kom aö viölögunum var kveikt á stórum ljóskösturum, sem lýstu fram I salinn á áhorf- endur sem sungu meö af mikilli innlifun... I’ll send S.O.S. to the world... Þaö var lokalag þeirra, en áhorfendur voru ekki enn orönir þreyttir, þrátt fyrir aö þeir væru búnir aö vera þarna I 5 klukkutlma, og heimtuöu meira. The Police komu þvi aftur og léku syrpu af lögum s.s. „Born in the 50’s” og „Hole in my life” af fyrstu plötu þeirra „Outlandos d’Amour”. Nú fannst undirrituö- um hávaðinn oröinn óbærilegur svo hann færöi sig aftar i tjaldiö meðan áhorfendur klöppuðu hljómsveitina upp I annað sinn. Þá fluttu þeir syrpu af lögum sem þeir höföu áöur leikiö á tónleikun- um s.s. „Can’t stand losing you”, „Walking on the Moon” og „It’s alright for you” ásamt köflum úr fleiri lögum. Suð í eyrun Siöan varö þögn og Sting byrjaöi aö syngja: „I guess this is our last goodbye and you don’t care so I won’t cry/and you’ll be sorry when I’m dead/and all this skill will be on your head”.. og þeir byrjuöu aftur á laginu „Can’t stand losing you”. Þetta var þeirra síðasta lag /ljósin voru kveikt og úr hátölurunum hljóm- aði aftur Bob Marley & Wailers á leið sinni meö strætisvagni til Babylon. Undirritaöur gekk i gegnum mannþröngina sem safn- ast haföi saman fyrir utan, fram- hjá öllum pylsu- og skransölunum þreyttur en ánægöur. Regnúöi var i loftinu og suö i eyrunum. VK. Supertramp — Paris SSM AMLM 66702. Supertramp hefur alla tiö veriö fulltrúi fágaörar popp- tónlistar og kemur þaö vel i ljós á þessu tveggja plötu al- búmi, sem hljóöritaö var i Paris á siðasta ári. A köflum er varla hægt aö heyra aö um hljómleikaplötu sé aö ræöa, svo vönduö er upptakan og frágangurinn. Ég bjóst reynd- ar viö þvl aö platan yröi enn meira „pródúseruö” en raun ber vitni,þvi Supertramp eru þekktir fyrir natni viö „smá- atriöin” i stúdióinu. en sem betur fer kemur hljómleika- „hljómurinn" skýrt í gegn á fleiri en einum staö, þó lögun- um sé sáralitiö breytt i heild- ina. Ég hef aldrei veriö neinn sérlegur Supertramp aödá- andi, en alls engin andstæö- ingur þeirra heldur. Ég lít þvi á þessa plötu sem ágæta eign bæöi vegna þess aö hér eru samankomin nokkur bestu laga hljómsveitarinnar og eins vegna þess aö platan er ágætlega skemmtileg áheyr- nar. Þó vantar nokkuð uppá „lifiö” sem fylgir hressum rokkhljómleikum og sakna ég þess. Iheildina er Paris góö plata og skipar svipaöan sess og Yessongs (hljómleikaplata Yes sem út kom 1973). Sem sagt hress yfirlitsplata, frá ferli Supertramps aö viöbættri góöri hljómleikastemmningu. Jónatan Garöarsson skrifar. 7.5 7.0 Lincoln Thompson and the Rasses — Natural Wiid UA UAG 30309. Lincoln Thompson er einn þeirra Jamaica-búa sem trúa á Jah, stunda Rastafarian- trúarbrögö, og fremja reggae-tónlist. Hann hefur gefiö út þrjár plötur i Bret- landi, þó ekki hafi nein þeirra komiö út á Jamaica enn sem komið er. Þar dvelur Thomp- son þó flestum stundum en bregöur sér þó til Bretlands i reggae-leiðangra. A nýjustu plötusinni Natural Wild, nýtur Thompson aöstoöar nýbylgju- rokkarans Joe Jackson og hljómsveitar hans, auk þess sem Rasses/ hljómsveit ThompsonS/Sér um hljóðfæra- leikinn. Natural Wild er góö reaggaeplata. Hljómurinn er mjög þéttur, allur hljóð- færaleikur góöur og hress og Thompson er sæmilegur söng- vari, aöeins raddmeiri en Marley. Létt jazzkennd sveifla sem pianóleikur Joe Jackson ljær tónlistinni lyftir henni nokkuö upp, sérlega I titillag- inu. A köflum er tónlistinn samt of „poppuö” t.d. i Space- plötu sinni Natural Wild nýtur skiljanlegra máli en oftast tiö- kast á reggae-plötum en ekki er innihaldið merkilegt. Natural Wild er ágæt reeeae-plata og dæmi um þetta vesturindiska tónlistar- afbrigði sem viröist vera aö setja mörk sin hressilega á dægurlagatónlistina þessa stundina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.