Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 17
,/Margrét Hélga Jóhannsdóttir kom ekki á óvartað þessu sinni. Hún hefur fyrir löngu sýnt hvað hún getur. En það er með fádæmum hvað henni tekst vel að lýsa i senn mildi oghörku Mörtu". (Leikdómur i Mbl.23.9.1980). „Margrét Helga nær fullkomnum tökum á einfeldningslegri góðmennsku hennar og ekki siður einbeittum hetjuskap hennar þegar á reynir". (Leikdómur í Þjóðvilj- anum 26.9. 1980). Hvernig tilfinning er það fyrir leikara að lesa jákvæða dóma um frammistöðu sina? Tilað fá svar við þeirri spurningu og ýmsum fleirum, leituðum við til Mar- grétar Helgu og báóum um viðtal. Hún var ekkert uppnæm fyrir hugmyndinni í fyrstu en þó fóru leikar svo, að við ákváðum að hittast heima hjá henni á Berg- staðastrætinu. — „Undir venjulegum kringumstæðum mundi ég ekki gera þetta", — segir hún, —„en þú færð enga tertu hjá mér". Þetta siðasta lýsir vel eiginleikum sem f Ijótlega koma i Ijós i fari hennar, en það er hreinskilni. 1. þáttur: að vera leikkona Heima hjá Margréti Helgu. Hún situr meft krosslagða fætur uppi i sófa og hlustar á negratón- list af hljómplötu. Hún vill siftur tala um feril sinn i fortíftinni, — segir aö þaft hafi áftur komift fram i vifttölum. Hún vill tala um það sem hún er aft gera i dag og vift berum upp spurninguna, sem varpaft er fram hér i upphafi: „Jú þaft er vissulega uppörv- andi að lesa góða dóma, en þér að segja hef ég leikið i 13 ár og ég hef fengið góða dóma áður þannig að ég er sannski ekki eins uppnæm fyrir þvi núna og ég var. Ég vona að þetta hljómi ekki sem hroki. En hins vegar geta góöir dómar haft þau áhrif lika, að þú verður stressaður. Það eru gerðar til þin þær kröfur að þú átt að leika vel og vitneskjan um það getur haft slæm áhrif. Ég man nú ekki eftir neinu sér- stöku dæmi um þetta hvað mér og ég sagði, hef ég ekki þdrft að kvarta undan þeim og fyrir það er ég vissulega þakklát”. „Fjandinn vorkenni mér" ,,Þeir segja að ég leiki vel i þessu verki og fjandinn vorkenni mér að gera það. 011 árin i þessu ættu að vera farin að skila árangri. Ég hef i gegnum árin, og sérstaklega á siðustu árum, tekist á við svo mörg ólik hlutverk að það er með ólikindum. Og það er besti skóli sem hægt er að hugsa sér. Ég hef verið afskaplega heppin hvað það varðar, þvi það versta sem fyrir leikara getur komiö er að festast i einhverri ákveöinni ,,týpu". Það er hreint og beint sorglegt þegar slikt ger- ist”. Kinnst þér sjálfri aft þú sért á hátindinum i dag og eigir jafnvel erfitt meft aft gera betur i fram- tiðinni? með þvi að benda á þá staðreynd, að það listafólk sem nær árangri er fólk sem vinnur. Þvi miður eru þeir allt of margir sem láta sér nægja að tala um hlutina og telja sér trú um að þeir séu að gera hitt og þetta, en svo gera þeir aldrei neitt. Það er þetta fólk sem kem- ur óoröi á listamenn. Þú verður ekki góður myndlistarmaður með þvi að sitja á kaffihúsi og tala um liti og form og þú veröur ekki góöur tónlistarmaður með þvi einu að tala um Mozart eða Beet hoven. Það sama gildir um leikara, — þetta er vinna og aftur vinna ef þú vilt ná einhverjum árangri, og i bland þarftu að hafa hæfilegan skammt af bjartsýni og lifs- gleði”. Er þetta kannski lykillinn aft þinum frama á leiklistarsviftinu? ,,Ég get náttúrulega ekki talað um það opinberlega að ég sé af- skaplega dugleg manneskja og ég get ekki dæmt um það sjálf hversu góð leikkona ég er. En ég „Mér finnst haustið besti timi ársins. Þá er hvorki dimmt né bjart og allir litir eru svo fallegir. Haustið er minn timi. Yfirleitt verðég alltaf ástfangin i ágúst, — en ágúst kom bara ekkert þetta árið I þeim skilningi.” Verðurftu oft fyrir óþægindum beinlínis vegna starfsins og vegna þess að þú ert þekkt? „Kannski ekki beint fyrir óþæg- indum, en það kemur fyrir að menn hringja á óliklegustu timum og þá oft i tengslum við ákveðnar sýningar. Yfirleitt af- greiði ég þetta meö þvi að benda viökomandi á, að ég sé ekki sál- fræöingur. En það að vera þekkt setur manni vissulega ákveönar skorður.Mér finnst stundum, ef ég fer út á meðal fólks, að ég sé óbeint á leiksviði. Ég er til dæmis feimin aö dansa þó mér þyki þaö gaman. A opinberum stöðum verður maður oft fyrir þvi að fólk kemur og talar við mann en i flestum til- fellum er þetta mjög jákvætt. Ahorfendure'ru jú okkar lif og þvi skyldum við þá ekki taka þeim vel þegar þeir vilja tala við okkur. Stundum getur þetta þó orðiö hálf neyðarlegt eins og til dæmis um daginn. Ég hafði farið út á skemmtistað og var varla fyrr komin inn en að mér vikur sér maður og tók utan um mig um leið og hann sagöi ég væri uppá haldsleikkonan sin. Ég var náttúrlega mjög ánægð meö þetta þangaö til ég fann að hann hafði misst úr glasinu sinu á bakið á mér, og yfir allan kjólinn.Þannig lauk ballferðinni i það skiptið.” „Viötökum okkur stundum full alvarlega" ,, Hér á landi býr ákaflega elskulegt fólk og ég elska fslend- inga. En stundum tökum við okkur full hátiðlega og alvarlega. Við erum bókmenntaþjóð og höfum geiið af okkur marga góða rithöfunda en einnig smásögu- skáld, það er að segja þá sem ekkert skrifa. Það er auðvitað fá- mennið sem býður upp á þetta en af þvi að þú varst að spyrja um hvernig væri aö vera þekkt, þá er það þetta sem er kannski óþægi- legast. Leikarar fá stóran skammt af þessum smásögum og ég er þar ekki undanskilin. Ég er til dæmis tvigift og tvifrá- skilin og menn hafa látið sig varöa minna en það. En svo aö ég svari spurningunni um min hjónabönd i eitt skipti fyrir öll er staðreyndin sú aö maður gerir hvorki sjálfum sér né öðrum greiða meö þvi að þjást og vera óhamingjusamur. Ef ég er óham- ingjusöm veröa allir i kirngum mig einnig óhamingjusamir. A sama hátt og maður á ekki að traðka á tilfinningum annarra á maður ekki að traðka á tilfinning- um sjálfs sin. Ég virkilega dáist að fólki, sem hefur þá eiginleika til að bera að vera hamingjusamt i sambýli en ég dáist ekki að fólki, sem álits sins vegna og af kjarkleysi heldur áfram að búa i vonlausu sambýli. Ég tek neikvætt umtal um sjálfa mig ekki nærri mér svo framarlega sem það bitnar ekki á minum nánustu, — þá tek ég þaö nærri mér. En sannleikurinn er sá, að það fólk sem á mest bágt er auðvitað fólkiö sem lifir og nærist á sliku umtali. —SV.G viðvikur en þó skal ég játa, að á einni af fyrstu sýningunum á þessu verki „Að sjá til þin maöur”, sagöi Siggi Karls við mig þegar við vorum að ganga inn á sviðiö: „Þeir segja að við leikum vel — við veröum þvi að standa okkur i kvöld” — og það spratt fram á mér kaldur sviti”. Kn hvaft um gagnrýnendur og gagnrýni alinennt? „Ég les alltaf gagnrýni og ég skil ekki leikara, eöa listamenn yfirleitt, sem ekki gera þaö. Sum- ir eru jafnvel þannig, að þeir taka bara mark á gagnrýni sé hún já- kvæð. Hins vegar hafa gagnrýn- endur aö minum dómi geigvænleg völd og þeir geta eyðilagt sýning- ar meö skrifum sinum, og hafa gert þaö með verk, sem að min- um dómi voru góö verk. Ég er til dæmis meö eitt sérstakt verk i huga nú i augnablikinu. En mér finnst oft á tiöum að gagnrýnendur dæmi um of út frá bókmenntalegu sjónarmiði en ekki leikhúslegu. Þá á ég viö, að þeir skrifa ekki um sýninguna sem slika, eins og hinn almenni leikhúsgestur sér hana. En eins Nei, guð hjálpi þér. Sá lista- maður sem telur að hann hafi þegar náð sinu besta og geti ekki gert betur er búinn aö vera. Hann á þá að hætta á stundinni. Sem betur fer geri ég mér ekki svo háar hugmyndir um frammistöðu mina i dag og reyndar er ég þeirr- ar skoðunar, að það sé aldrei hægt að ná fullkomnun, — kannski sem betur fer”. Hvaft er þaft sem gcrir menn aft góðum leikurum? Geturðu út- skýrt þaft? „Nú seturðu mig i vanda. Svei mér þá, ég held ég geti varla svarað þessu. Ég á til dæmis mina uppáhaldsleikara, en það er ekki þar með sagt að þeir séu betri leikarar en einhverjir aðrir sem ég met ekki eins mikils. Þetta er fyrst og fremst spurning um, hvernig þér fellur við per- sónuleika viðkomandi”. „Þetta er vinna og aftur vinna" „En þessu má kannski svara held þó, að með fullri sanngirni geti ég sagt, að ég hef lagt mikið á mig tilað ná þaðsem ég hef náð.” Þegar ég skildi og fór út i nám upplifði ég ótrúlega mikla fátækt og áður en ég varð fastráðinn leikari varð ég að vinna með leik- listinni hverja þá vinnu sem til féll. En það út af fyrir sig, að vinna hina óliklegustu vinnu meö hinu óliklegasta fólki, er ef til vill einhver besti skóli sem ég hef fengiö. Og þú mátt alls ekki skilja þetta svo, að ég sé að kvarta. Ég gæti ekki hugsað mér annað hlut- skipti i lifinu. Samt hef ég aldrei lagt meira á mig heldur en eftir að ég varð fastráöin og fyrir utan það aö tak- ast á við mörg ólik hlutverk er ýmislegt annað sem blandast inn i eins og til dæmis að þurfa að grenna sig um fleiri kiló á örfáum vikum. Annars hef ég fengið min bestu hlutverk af þvi aö ég er feit- ari en hinar. En eigum við ekki að tala um eitthvað annað. Ég er orðin svo persónuleg aö ég á örugglega eft- ir aö strika þetta allt saman út þegar ég les viðtaliö yfir”. ................ „Vió Marta erum gerólik- ar" Við vikjum þvi talinu snarlega yfir á aftrar brautir og förum aft tala um nýja verkift sem nú er á fjölunum i Iðnó, — „Aö sjá til þin maftur” eftir þýska leikrita- skáldið Franz Xaver Kroetz: „Að öðrum verkum ólöstuðum er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef lent i fram að þessu. Samvinnan á milli okkar hefur verið einstaklega góð og þvi á leikstjórinn, Hallmar Sigurðsson, ekki hvað sistan þátt i. Fyrir utan það, aö verkiö er mjög áhugavert og óvenjulegt. Kroetz er að min- um dómi einhver áhugaverðasti höfundur sem uppi er i dag og það er bæði óvenjuleg og skemmtileg reynsla að fást við verk eftir hann”. Nú leikur þú þýska húsmóftur, sem i handritinu er lýst svo: Marta, eiginkonan, venjuleg, um fertugt, dálitift feitlagin, en alls ekki ósnotur, rnjög heiðarleg og hagsýn. A þessi lýsing kannski einnig vift unt þig sjálfa? „Hiðytra á lýsingin kannski við en ef þú átt við hvort einhver samsvörun sé milli persónuleika mins og hennar, eins og hann kemur fram i leikritinu er svarið nei. Við erum i raun gerólikar i okkur þvi ég hef ekki til að bera þolinmæði eða fórnarlund Mörtu. Hún er svo dæmigerð þýsk og Þjóðverjar eru allt öðruvisi i sér en við tslendingar. Þjóðfélag þeirra er öðruvisi og þeir hafa annan bakgrunn en við. En Marta er auðvitaö bæði kona og móðir og að þvi leyti skil ég hana vel. En þú hefur ekki séð leikritið og ég held að það sé svolitið erfitt fyrir okkur að ræða þetta fyrr en þú hefur séð það”. (Að þeim orðum töluðum lýkur fyrsta þætti og framhaldsvið- ræöur ákveðnar i Iönó að tveim dögum liönum). II. Þáttur: I leikhúsinu. Aft tjaldabaki i Iftnó. Margrét Helga er i búningsherbergi sinu meft hárþurrku yfir höfftinu. Hún virftist afslöppuð og vift spyrjum hvort hún sé ekkert taugaóstyrk fyrir sýninguna: „Jú, ég er með versta móti i kvöld. Þetta lýsir sér i einhvers konar innra fiðringi og stundum veit ég ekki hvort þetta er kviði eða tilhlökkun. Ég er alltaf „ner- vös” fyrir sýningar, en i flestum tilvikum á jákvæðan hátt, þvi þetta opnar mann tilfinningalega. Viss „nervi” er jákvæður ef þú hemur han og hann fer ekki út i „hýsteriu”. Og ég hreinlega skil ekki leikara sem eru ekki „ner- vösir”. (Sigurður Karlsson, annar meðleikari Margrétar Helgu i leikritinu kemur að i þessu. Hann er einnig rólegheitin uppmáluð eins og allt starfsliðið. Siguröur er meö þá skýringu, að það sé ekkertað marka ytra útlit manna þarna á staðnum. Hiö rólega yfir- bragð sé notað til aö dylja innri spennu sem ólgi i brjóstum manna og fái útrás eftir að sýningin hefst. Reyndar tekur hann hluta af þessum ummælum aftur og menn fara að spjalla i léttum tón um verkið og hlut- verkin.) „Mér líður vel hérna" „Þú finnur hvernig andrúms- loftiö er hérna”, — segir Margrét Helga, sem nú er farin að sminka sig. „Aðstaðan er ekki góð, en samt sem áður og kannski einmitt þess vegna, taka menn mikið tillit hver til annars. Mér liöur svo vel hérna, að ef nokkrir dagar liða án þess að ég komi hingað sakna ég þess eins og barnanna minna.” Rétt I þessu kemur 18 ára dóttir hennar, Jakobina, inn i búningsklefann. Hún visar til sætis i leikhúsinu og þær mæðgur virðast mjög samrýmdar. Við höfðum reyndar orðið varir við það áður heima hjá þeim. „Hún er verndari minn. Þegar ég þarf að fá næði til aö hvila mig, t.d. fyrir sýningar, passar hún upp á að enginn trufli mig. Hún tekur alveg ótakmarkað tillit til min”, — segir Margrét Helga. Við spyrjum Jakobinu hvort hún hyggist leggja fyrir sig leik- list eins og móðirin en hún neitar þvi eindregið. Ástæðuna segir hún vera m.a. þá, að hún vilji eiga fri þegar aörir eiga fri.en það eigi leikarar ekki. Annars bætti hún þvi við, að henni þætti gaman að vinna i leikhúsinu og umgangast leikarana. Margrét Helga er nú tilbúin til að fara upp á sviö en áður en hún gerir það réttir hún hvislaranum, Asdisi Skúladóttur, demants- hringinn sinn. — „Þaö er hjátrúin. Þetta byrjaði þannig, að ég bað Asdisi um aö geyma hring- inn fyrir mig á einni æfingunni og sú æfing gekk óvenju vel. Ég held að það gildi almennt um leikara, að þeir eru mjög hjátrúarfullir.” „Hver einasta þögn hefur undirtexta" Þaft gerist ýmislegt nöturlegt á sviftinu og verkift er vissulega óvenjulegt. Þegar vift komum niftur i hléinu situr Margrét Helga meö grátbólgin augu i búnings- herbcrgi sinu og vift spyrjum i fávisku okkar hvort notaftar séu einhverjar tæknibreliur til aö framkalla táraflóöift: „Nei, það stendur i handritinu að ég eigi að gráta og þá græt ég. Ég næ þessu meö þvi að einbeita mér að þvi sem er að gerast i leiknum og i þessu tilviki er atriðið svo ömurlegt, þegar faðir- inn niðurlægir soninn, að þetta hefur tekist fram til þessa. Þetta var einna verst á frumsýningunni en þá hef ég sennilega verið of spennt. En nú eftir hléið verður Marta önnur og ný kona svo að ég verð að vera fljót að jafna mig. Það hefur tekist misjafnlega og stundum er ég svo grátbólgin eftir sýningar að það sést á mér daginn eftir.” Aft lokinni sýningu ræöum vift enn um verkift enda skilur þaft vissulega margt eftir. Vift nefnum til dæmis þagnirnar sem eru áberandi i leikritinu: „Hver einasta þögn, og reyndar hver einasta setning i þessu verki hefur undirtexta, þannig aö til dæmis i þriggja minútna þögninni er ég að hugsa um það sem er aö gerast á þvi augnabliki. Þetta hlýtur að reyna mjög á áhorfandann > og þegar okkur teksl að halda salnum i allan þennan tima, eins og til dæmis i kvöld, litum við svo á, að okkur hafi tekist vel upp og leikið atriðiö það vel, að áhorfandinn hefur skynjað það sem við vorum að hugsa.” „Þessar senur eru ómlss- andi" Nú koma fyrir i þessu leikriti atrifti eins og samfarasena, sjálfsfróunarsena og nektar- atrifti. Iivernig er aft taka þátt i þessum atriftum og heldurftu aft einhverjir áhorfendur kunni aft stuöast af þessu: ,, Minn þáttur i þessum atriðum er svo litill að þetta kemur ekkert viö mig og ég get ekki svarað fyrir hina. Þetta hlýtur að vera verst fyrir Emil (Guömundsson, sem leikur soninn) þvi hann er látinn berhátta á sviðinu. Annars eru öll þessi atriði svo veigamikill þáttur i verkinu og jafnframt tengd svo miklum ömurleika aö ég get varla imyndaö mér að áhorfendur taki þvi á einhvern annan hátt en til er ætlast. I atriðinu þar sem sést i örlitinn hluta af mér held ég varla aö nokkrum verði hverft við, enda held ég að sú sena virki fremur falleg en hitt. Þaö má hins vegar vel koma fram, að ég hef haínað hlutverki vegna nektarsenu, sem mér fannst i þvi tilfelli vera gjör- samlega óþörf. En i þessu leikriti eru allar þessar senur ómiss- andi.” Nú er hlegið i sumum atriðanna scm i raun eru ekki hlægileg. Fer þaft i taugarnar á leikurum þegar áhorfendur hlæja á röngum stöðum? „Nei, þvi við gerum okkur fulla grein fyrir, að áhorfendur hlæja ekki af þvi að þeim þykir þetta fyndið heldur vegna þess að þeir eru taugaóstyrkir og við fyrir- gefum þeim þaö.” III. Þáttur: Um lifið og tilveruna Margrél Helga situr á eldnus- bekknum heima hjá sér og horfir á haustiö út unt gluggann: m ummm „Ég er til dæmis feimin aft dansa...” VÍSIR Laugardagur 4. október 1980. VISIR Laugardagur 4. október 1980. Texti: Sveinn Guöjónsson Myndir: Gunnar V. Andrésson „Ég skil ekki leikara sem ekki lesa gagnrýni”. ... ég geri mér ekki svo háar hugmyndir um frammistöftu rnina.” „Hún tekur ótakmarkaft tillit til mln” segir Margrét Helga um dóttur sina Jakobinu sem er meft henni á þessari mynd. „Vift Marta eru geróllkar I okkur”. — Her er hárgreiftslumeistarinn „®8 8*t> ekki hugsaft mér annaft Guftrún Þorvarftardóttir að brcyta Margréti Helgu i Mörtu rétt hlutskipti I llfinu.” fyrir sýningu. „Yfirleitt verft ég ástfangin I ágúst...” ^ mín bestu híutverk vt eg erfeitari en hinor99 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.