Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 19
Laugardagur 4. október 1980. Félagar I LA setja upp revíu til sýninga í Sjálfstæðishúsinu: Sunna Borg leikkona leikstýrir kabarettinum Gestur E. Jónasson veróur atram meö Leikféiaginu Theodór Júliusson verður með I kabarettinum Þórey Aöalsteinsdóttir sér fram a Svanhildur Jóhannesdóttir bjartari tið hjá Leikfélagi Akur- verður með i kabarettinum eyrar. , Tilgangurinn að koma Akureyringum til að Mægja almennitega* — segir Sunna Borg leikari sem stjórnar uppfærslunni Persónúr ileikriti Kambans ,,Viösem skiljum”, sem Haukur Guðlaugsson setti upp fyrir LA. Myndin er tekin á heimili Hagnheiðar O. Björnsson. enda tilgangurinn að koma Akur- eyringum til aö hlæja almenni- lega”, sagði Sunna Borg I samtali við Visi. „Innihaldið verður eitt og annað úr bæjarlifinu — og Leikfélagið fær lika sinn skammt. Það er Guömundur Sæmundsson sem skrifar þetta fyrir okkur að stærstum hluta, en fleiri koma viö sögu og einhverjar tilfæringar eiga eflaust eftir að verða hjá okkur á meðan æfingar standa. Nú ef þetta gengur vel, þá má bæta inn nýjum atriðum og fella önnur út eftir aðstæðum hverju sinni.” „Það er mjög góö stemming i hópnum og við gerum þetta i sjálfboðaliðavinnu, til að reyna að rétta við fjárhag félagsins”, sagði Sunna. „Sigurður Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Sjálf- stæöishússins, hefur verið ein- staklega liölegur við okkur, en hann lætur i té húsnæði og hljóm- sVeit okkur að kostnaðarlausu. Ég vil ekki lofa frumsýningar- degi, en við settum markið við 11. október i upphafi. Hvort það tekst á eftir að koma i' ljós, en þaö skiptir heldur ekki meginmáli þótt frumsýningin dragist um viku, eða svo”, sagði Sunna Borg i lok samtalsins. Hér á siöunni eru birtar myndir af leikurum og starfsmönnum Leikfélags Akureyrar á sl. leikári, ásamt upplýsingum um hvaö þeir hafast að f vetur. Það þarf tæpast að taka það fram, að leikararnir eru i ýmsum gervum, flestum úr Puntila og Matta. Bjarni Steingrimsson beið eftir „Godot”, og vann þar mikinn leiksigur. Hann er nú i Reykjavik, en tekur hugsanlega þátt í kaba- rettinum Sólveig Halldórsdóttir vinnur hjá Flugmálastjórn Ingvar Björnsson, ljósameistari, hefur horfið til fyrri starfa hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég trúi ekki öðru en þessi mál leysist, þannig að við getum farið i gang með atvinnuleikhús eftir áramótin”, sagði Þórey Aðal- steinsdóttir, ritari Leikfélags Akureyrar, i samtali við VIsi. „Það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa félaginu, bæði for- ráðamenn bæjar og rlkis, en vandinn er aö finna leið til að tryggja rekstur leikhússins í bráð og I lengd,” sagði Þórey. „Viö höfum átt fund með bæjarstjórn- armönnum, sem var árangurs- rikur, en i þessari viku förum við á fund fjárveitingavalds rikisins og ég vona að hann verði jafn árangursríkur”, sagði Þórey. 1 vor var öllu starfsfólki Leik- félagsins sagt upp og hætti það störfum 1. september. Nokkrir leikararnir hafa haslað sér völl hjá Reykjavikurleikhúsunum, Þráinn Karlsson hjá Þjóðleik- húsinu, Sigurveig Jónsdóttir hjá LR og Viðar Eggertsson hjá Alþýðuleikhúsinu, svo nokkuð sé nefnt. En forráðamönnum Leik- félagsins þótti ekki fært að halda rekstrinum áfram, meö hátt i 40 milljóna skuldahala, fyrr en rekstur félagsins i atvinnu- leikhúsi yrði betur tryggður. Skuldirnar eru að mestu leyti við rikissjóð, vegna söluskatts og launatengdra gjalda. Þess vegna hefur ekkert fólk verið ráðið að leikhúsinu i vetur, né verkefni verið valin. En leikarar á Akureyri láta engan bilbug á sér finna. Um 20 manna hópur hefur nú tekið sig saman og æfir þessa dagana reviu undir stjórn Sunnu Borg. Verður hún sýnd i Sjálfstæöis- húsinu til styrktar Leikfélagi Akureyrar. „Þetta verður um klukkutima dagskrá með blönduðu léttu efni. MANNLÍF FYRIR NORÐAN Gisli Sigurgeirsson, blaðamaður Vfsis á Akureyri, skrifar. Þráinn Karlsson starfar hjá Þjóö- leikhúsinu i vetur. Sigurveig Jónsdóttir leikur hjá Leikfélagi Reykjavikur Hallmundur Kristinsson, leik- myndasmiður hyggur á störf fyrir Alþýðuleikhúsiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.