Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 04.10.1980, Blaðsíða 31
VtSIR Laugardagur 4. október 1980. 31 Slysavarnafélagskonurnar að störfum. Slysavarna- félagið með hlutaveltu Kvennadeild Slysavarnar- félagsins i Reykjavik heldur hlutaveltu á sunnudag I húsi Slysavarnafélagsins ó Granda- garöi og hefst hún klukkan 1.30. Þetta er i 50. sinn sem deildin heldur slika hlutaveltu til ágóöa fyrirstarfsemi sina, en siBastliBiö vor varö deildin 50 ára gömul. Hlutavelta hefur þvi frá byrjun veriö ein helsta fjáröflunarleið hennar. Allur ágóöi hlutaveltunn- ar rennur til björgunarstarfs Slysavarnarfélagsins. Konurnar hvetja Reykvikinga til aö koma og styrkja um leiö gott málefni, en eins og venja er á þessum hlutaveltum veröa engin núll eöa happdrætti, þannig að allir fá eitthvaö fyrir sinn snúö. —KÞ Skákkeppnl í Vígholaskola Skákmót til undirbúnings þátt- töku Islands i ólympiuskákmót- inu hófst i gær, og verður framhaldið i dag. Keppt er i þremurflokkum: karlaflokki, þar sem allir alþjóölegu meistararnir taka þátt, kvennaflokki og sér- stökum heiöursflokki. Keppnin fer fram i Vighóla- skóla og veröa tefldar sjö umferð- ir. Mótinu lýkur á mánudags- kvöld. Hýtl Þióðleikhúsráð skipað Menntamálaráöuneyti hefur skipaö i Þjóöleikhúsráö, en þar eiga sæti fimm manns. Haraldu’- ólafsson.lektor, veröur formaöur ráösins, en aörir eru Margrét Guömundsdóttir, leikkona, Gylfi Þ. Gislason, prófessor, Þuriöur Pálsdóttir, söngkona, og Þór- hallur Sigurösson, leikari. —KP. Vísisbíó 1 Visisbiói i dag verður sýnd gamanmyndin Tossabekkurinn og er hún i litum, meö islenskum texta. Sýningin hefst klukkan þrjú I Hafnarbiói. r" EnT|M'VERSLUNARAÐSrðÐUNflTsELT JARNARlíÉSI: “1 !.JMkNN RÐ HAUM OKKUR! i VOLQUM I UM TVO AR"! ,,Þaö veröur aö segjast eins og er aö Sigurgeir er búinn aö halda okkur volgum i um tvö ár, og raunar fréttum viö fyrst af þvi úti I bæ aö Vörumarkaöur- inn væri búinn aö taka þessa aö- stööu yfir”, sagöi Jóhannes Björnsson, annar af tveim eigendum brauögeröarinnar I Suöurveri. L Þeir Jóhannes og Sigþór Sigurjónsson sóttu um aöstööu fyrir brauögerð i nýja miöbæn- úm á Seltjarnarnesi fyrir u.þ.b. tveim árum. En það virðist hafa farið svipaö fyrir afgreiöslu þess máls og umsókn þeirra Nesvals-manna sem blaöiö greindi frá i gær, þvi enn hafa ekki borist nein formleg svör um þótt ákveöiö hafi veriö aö Vörumarkaöurinn tæki einnig yfir þessa aöstööu i nýja miö- bænum. „Þaö var um miöjan mars 1978, aöviöhófum aö ræöa þetta mál viö bæjarstjóra”, sagði Jóhannes. „Siðast i mai, sama ár, var búiö aö ákveöa endan- lega aö viö fengjum þessa aö- stööu, aö þvi er hann sagði. Viö höguöum okkar framtlð- aráætlunum i samræmi viö þetta og fórum m.a. tvær feröir til útlanda þar sem viö báöum 3 erlend fyrirtæki um álit á grunnteikningum aö þessu nýja húsnæöi og skoöuöum nýjar vélar. Af þessu vissi Sigurgeir. Haföi hann m.a. i viötali viö okkur i fyrrasumar fullyrt, aö bæjarstjórnin stæöi einhuga aö þvi aö viö fengjum þetta. Þaö kom þvi eins og köld vatnsgusa framani okkur, þeg- ar viö fréttum aö Vörumark- aöurinn væri búinn aö yfirtaka allt, og upphaflegum hugmynd- um um miöbæinn heföi verið gjörbreytt. Þaö var aldrei ætl- unin aö Vörumarkaöurinn færi aö skipuleggja miöbæinn fyrir okkur Ibúa Seltjarnarness, eins ■ og nú virðist hafa gerst. En viö höfum enn ekki fengiö ■ formlega tilkynningu um breyt- I ingumála, nema hvaö Sigurgeir I staöfesti hana i einu af okkar I persónulegu viötölum. Viö töluöum alltaf viö Sigur- I geir persónulega enda töldum 1 viö að hægt væri að treysta orö- I um æösta manns bæjarins. Hiö J eina sem eftir stendur er sá I mikli kostnaöarauki, sem þetta ^ hefur haft I för meö sér og alltof þröngt húsnæöi sem viö værum I löngu fluttir úr, heföi þetta ekki . komiö til”, sagöi Jóhannes. Frá vinstri: Hafsteinn Guömundsson, forstjóri Þjóösögu, Gisli ólafsson, ritstjóri, Guöjón Einarsson, Ijósmyndari, ólafur K. Magnússon, ljósmyndari,og Björn Jóhannsson, fréttastjóri. Visismynd KAE. Rmmiánda árbóKln um atburðl árslns Bókaútgáfan Þjóösaga hefur nýlega sent frá sér bókina „Ariö 1979 — stórviöburöir liöandi stundar I myndum og máli meö islenskum sérkafla.” Þetta er i 15. sinn, sem Þjóösaga gefur ár- bókina út, en fyrsta bókin fjall- aöi um viöburði ársins 1965. tslenskur sérkafli hefur fylgt meö árbókinni siöan 1966, en tslendingar voru fyrstir til aö hafa sérkafla um land og þjóö. Þjóðsaga gefur bókina út I samvinnu viö þýskt bókaforlag, en hún kemur út á 8 tungu- málum. AB þessu sinni er bókin 344 blaösiöur aö stærö i stóru broti. Húnermyndskreytt og er mikill hluti myndanna I litum. Sérstakar greinar eru I bókinni um læknisfræöi, Miðausturlönd, stjórnmál i Evrópu, Kina, kvik- myndir og efnahagsmál. Forstjóri Þjóösögu er Hafsteinn Guömundsson og hannaði hann islenska kaflann. GIsli ólafsson, ritstjóri, ann- aöist ritstjórn erlenda kafla Islensku útgáfunnar, en Islenska kaflann hefur Bjöm Jóhanns- son, fréttastjóri, tekiö saman. Hafsteinn, Gisli og Björn hafa annast útgáfuna frá upphafi. A sérstökum blaöamanna- fundi voru tveir ljósmyndarar heiöraöir. Þaö voru þeir Ólafur K. Magnússon og Guöjón Einarsson en þeir hafa starfaö viö útgáfuna frá upphafi,—KP. RÁÐSTEFNA UM MENNTfl- OG ATVINNUMÁL Landssamtökin Þroskahjálpog Oryrkjabandalag íslands efna til ráðstefnu um mennta- og at- vinnumál dagana 11.-12. október næstkomandi. Ráðstefnan veröur haldin I Hagaskóla i Reykjavik og hefst kl. 13.30 laugardaginn 11. október. Hún er öllum opin, segir i fréttatilkynningu um ráöstefn- una. Ráöstefnan, sem er fyrsta samstarfsverkefni þessara tveggja landssamtaka, er liöur i undirbúningi aögerða á alþjóð- legu ári fatlaöra, en þaö er á næsta ári. Flutt veröa mörg framsögu- erindi, sem siöan verður fjallaö um í umræöuhópum, en aö umræöum liknum mun ráö- stefnan afgreiöa ályktanir um ýmsa þætti mennta- og atvinnu- málanna. Framsöguerindi flytja: Mar- grét Margeirsdóttir, deildar- stjóri, Margrét Arnlaugsdótiir, sálfræöingur, Snorri Þorsteins- son, fræöslustjóri, Haukur Þórðarson, yfirlæknir, Jóhann Guömundsson, læknir, Guöni Þorsteinsson, yfirlæknir, og Sigurveig H. Siguröardóttir, félagsráðgjafi, auk fulltrúa frá Þroskahjálp, Oryrkjabandalag- inu, Endurhæfingarráöi og aöil- um vinnumarkaöarins. Svavar Gestsson, félagsmála- ráöherra, og Ingvar Gislason, menntamálaráöherra, munu ávarpa ráöstefnuna. Fulltrúum þingflokkanna hefur sérstaklega verið boöið. „Deilan leysist að- eins með aðgerðum” - seglr BenediKt Davíðsson. „Menn eru orönir afskaplega leiöir á þessu og mönnum er jafn- framt aö veröa þaö Ijóst, aö þessi deila leysist ekki nema meö ein- hvers konar aögeröum, haldi áfram sem nú horfir”, sagöi Benedikt Daviösson formaöur Sambands byggingarmanna. Þessar viöræður eru meö allt ööru sniði, en tiökast hefur þessi 25 ár sem ég er búinn að vera i þessu”. sagöi Benedikt. „Nú eru menn meö stórar yfirlýsingar i fjölmiölum, jafnvel stærri en heyrast á fundunum og kannske aö þaö endi meö þvi aö samiö veröi i gegnum fjölmiölana”. — JSS Yfiriýsing frá ingvari Gíslasynl, menntamálaráðherra: „SOLUSKÁLINN var á leið INN I HRINGIÐU ÚEDLILEGRA VIÐSKIPTÁ” Vísi barst í gærkvöldi eftirfarandi yfirlýsing frá Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra: Ég sé ástæöu til aö gera mjög alvarlega athugasemd viö for- siöufrétt Visis i gær af uppboös- máli Steingrims Þórissonar i Reykholti. Samkvæmt fréttinni, einkum fyiirsögn hennar, mætti ætla, að ég hefði með vilja og köldum útreikningi reynt að auöga menntamálaráðuneytið meö þvi aö notfæra mér neyð Steingrims Þórissonar til þess að eignast verslunarskúr hans i Reykholti fyrir litið verö. Þessum fréttaflutningi mótmæli ég sem uppspuna. Ég hef ekki vanið mig á aö skattyröa blöö og fréttaflutning, en I þessum upp- spuna flest slik ásökun á mig um ódrengilegan verknaö, aö ég vil ekki undir þvi liggja án mót- mæla. Ég hlýt aö benda á þaö, aö uppboö haföi fariö fram tvis- var, meö talsvert löngu milli- bili, og aö sjálfsögðu voru þau auglýst, eins og lög gera ráö fyrir, en hærra boö en 15 millj- ónir kom aldrei fram. Fullyrö- ing Grétars Haraldssonar, aö skúr þessi sé 35 til 40 milljón króna virði, styöst ekki viö nein rök af hans hendi. Hún er alger- lega ósönn. Uppboðsveröiö getur þvi verið sannviröi þess vegna. Þá legg ég á það áherslu, aö menntamálaráöuneytiö bauö aldrei i skúrinn á uppboöi. Þaö geröi lögmaöur fjármálaráöu- neytisins, sem fór meö málið af hendi innheimtumanns rikisins. Jón Oddsson, lögmaöur i Reykjavik, bauö 15 milljónir, á siöara uppboöinu, I skúrinn og var slegin eignin, þar sem hann átti hæsta boö. Þegar ljóst var, aö söluskáli þessi á miöjum Reykholtsdal, var á leiö inn i hringiöu óæskilegra viöskipta, þá taldi ég óhjákvæmilegt, aö rikiö gengi inn i hæsta boð, enda reyndist þaö liggja á lausu hjá Jóni Oddssyni, sem boöiö átti. Ennfremur legg ég á þaö áherslu, aö menntamálaráðu- neytiö á aö sjálfsögðu engan þátt i viöskiptaógæfu Stein- grims Þórissonar. Hann hefur ratað i ógæfu sina af orsökum, sem mér eru ekki kunnar, en hann hlýtur þó aö bera ábyrgð á sjálfur, þegar til alvörunnar kemur. Ég get haft samúö meö Steingrimi Þórissyni, en ég tek ekki ábyrgö á viöskiptum hans. ATHUGASEMD RITSTJÓRN- AR: Vegna ummæla mennta- málaráöherra hér aö ofan er rétt aö benda á, aö i frétt Visis voru einungis birt ummæli tveggja manna — menntamála- ráöherra og lögfræöings Stein- grims Þórissonar. Allt tal um „uppspuna” af hálfu blaösins er þvi út i hött.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.