Vísir - 06.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1980, Blaðsíða 2
vtsm Mánudagur 6. október 1980. Hvað er það skemmti- legasta, sem þú gerir? Kristin Valsdóttir, nemi: Fara I bló og svoleiðis. Anna Urbancic, nemi: Fara á skíði og I bló. Fulltrúí lögregiusllórans á Keflavíkurflugvelli: Skrifaöi um ensku knattsuyrnuna í Visi fyrir 20 árum Ólafur Isberg Hannesson er fulltrúi lögreglustjóra á Keflavik- urflugvelli. Á honum hefur mætt umsjá meö yfirheyrslum vegna þjófnaðarmálsins 1 Frihöfninni I Keflavik. VIsi lék hugur á að kynna Ólaf fyrir lesendum á öðrum vettvangi en i gegnum fréttir af gangi yfir- heyrslna, og þar sem Ólafur hefur komið viöa við verður hér aðeins stiklaö á þvi' stærsta úr spjalli okkar við Ólaf um feril hans og fyrri störf. Ólafur er fæddur i Reykjavik 8. október 1924. Hann tók stúdents- próf frá Verslunarskóla Islands og lauk embættisprófi i lögfræði i byrjun árs 1953. Að loknu ndmi hóf Ólafur störf sem skrifstofu- stjóri hjá Verslunarmannafélagi Reykjavikur, en tveimur árum siöar hóf hann störf við starfs- mannahald varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Um miöjan júnimánuð 1962 varö Ólafur geröur að fulltnia lögreglustjóra á Keflavikurflug- velli. Sama ár fluttist hann frá Reykjavik til Njarðvikur. Arið 1974 var Ólafur gerður aö aðal- fulltrúa lögreglustjóra og er hann eins og áður segir i þvi starfi i dag. Sojallað við Olaf l. Hannesson um allt annaö en Frlhafnarrannsóknina óiafur: Forseti bæjarstjórnar f Njarövlk og áhugamaður um körfu- bolta, handbolta og knattspyrnu. Vlsismynd: Heiöar Baidursson, Keflavlk. Margrét Björnsdóttir, nemi: Fara á skiði. Ingibjörg Eyjótfsdóttir, nemi: Það er svo margt, til dæmis að syngja. Craig Cormick, skiptinemi: Hitta stelpur. Samtrygging í sjónvarpí Pólitikusarnir I útvarpsráði hafa nú ákveðib að stjórn umræðuþátta sjónvarpsins I vet- ur verði i höndum fulltrúa stjórn- málaflokkanna. Umræðuþættirn- ir verða vikulega og skiptast full- trúar flokkanna á um aö stjórna þeim. Nú sýnist mér þetta vera mæt- asta fólk sem flokkarnir hafa val- iö i þáttastjórnunina og hæfni þess skal ekki dregin I efa. Hins vegar sýnir þessi ráðstöfun glöggt samtryggingu flokkanna og er nokkur ástæba til að láta hana enda þarna. Má ekki hugsa sér i framhaldi af þessu, að flokkarnir tilnefni menn til að velja biómyndir sjón- varpsins um helgar, sjá um Stundina okkar og erlendar fréttaskýringar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hlýtur það að liggja I augum uppi að eðlilegast væri að fjórir menn önnuðust þingfréttir fyrir útvarp og sjónvarp — einn frá hverjum flokki. • Ólöglegur Gervlsonur Það hefur fariö lltið fyrir mál- efnalegri umræðu um hvort Frakkinn Gcrvasoni skuli fá hér iandvist eða ekki. Umræöan hefur farið fram i þoku moldviðris sem þyrlað hefur veriö upp og sumar yfirlýsingar um málib virðast samdar I móðursýkiskasti. Kristján Pétursson deildar- stjóri á Keflavikurflugvelli held- ur hins vegar sönsum I grein sem hann á skrifar um þetta mál i Dagblaðið. Bendir Kristján á að dvöl Gervasonis hér sé óuni- deilanlega ólögleg og ekki hafi maðurinn þurft að fara frá Dan- IPyr.Svo tek écf Gunnsa og fleygi honutn mörku vegna aögerða stjórn- valda þar. Þá segir Kristján ennfremur, aö verði ekki farið að lögum um brottvisun Gervasonis hafi veriö skapað sllkt fordæmi varðandi framkvæind útlendingaeftirlits- ins um synjun iandgöngu og brottvisun útlendinga, að ófram- kvæmanlegt verði að framfylgja lögunum. • Bankastiórl Flugleiða Eiginkonur flugmanna vilja ólmar aö flugfreyjur haldi fast við þá kröfu slna aö starfsaldur verði látinn ráða þegar flugfreyj- ur eru endurráðnar, þannig að þær elstu gangi fyrir. Þetta sjónarmið eiginkvenanna eru auðvitaö skiljanlegt út af fyr- ir sig og rifjar upp sttguna um flugstjórann hjá Flugleiðum sem gengur undir nafninu bankastjór inn. Nafngiftin tengist þó ekki bankaviðskiptum heldur er hún tilkomin vegna þess að hann bankar alltaf upp á hjá flugfreyj- um þegar gist er crlendis. Forseti bæjar- stjórnar Njarðvikur Ariö 1966 var ólafur kosinn I hreppsnefnd Njarðvikurhrepps og endurkjörinn 1974. Þegar sveitarfélagið fékk kaupstaöar- réttindi áriö 1976 átti hann sæti i bæjarstjórn og hefur setið í bæjarstjórn Njarðvikur siðan. Sem stendur er hann forseti bæjarstjórnar. Ólafur er kvæntur Guöriði Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjá syni, Hannes tsberg, sem vinnur aö doktorsritgerö I Lundi varð- andi þjóðfélagsfræði, Ottó Gunn- laug, húsamiöameistara i Keflavik og Björn sem nú er aö ljúka námi I húsasmiði. Enska knatt- spyrnan i Visi Það kom upp úr kafinu, þegar talið barst aö áhugamálum, að Ólafur var meö fasta þætti I VIsi um ensku knattspyrnuna á árun- um Ikringum 1960. Annars kvaöst Ólafur vera mikill áhugamaður um hópiþróttir, bæði körfubolta, handbolta og knattspyrnu. „Ætli knattspyrnupistlarnir i Visi hafi ekki verið fyrstu föstu þættirnir sem birtust um enska knatt- spyrnu i islenskum dagblööum”, bætti Ólafur við og velti vöngum yfir málefninu. Fjölbreytt starf Og starfið?...fjölbreyttara en hliöstæð störf fulltrúa lögreglu- stjóra annars staðar, þar sem öll dómsmál falla undir sama hatt hjá þeim á Keflavikurflugvelli. Að sögn Ólafs er vinnutiminn fastur en þetta er þó eitt þeirra starfa þar sem menn þurfa að vera viðbúnir kalli á óliklegustu timum. Um 60—70 manns starfa undir þessu embætti, lögreglu- og tollgæslumenn. Það er þvi i nógu aö snúast, ekki sist þegar áhuga- málin bætast viö annasamt starf. — AS Mikil framför Nýlokið er I Reykjavik nám- skeiði um sýkinga varnir á sjúkrahúsum og var það vel sótt bæöi af læknum og hjúkrunarkon- um, afsakið hjúkrunarfræðing- um. Nú ætti sem sagt að vera óhætt að liggja á sjúkrahúsi án þess að eiga þaö á hættu að veikjast. • Ekkl öara slagsmál Ali kallinn fór heldur betur hallloka fyrir Holmes I boxinu á dögunum. Sagt er aö Ali hafi ætl- að aðreyna gamla bragðið, dansa I kringum andstæðinginn til að þrevta hann og slá hann siöan I gólfiö. En Ali þreyttist svo fljótt á dansinum að hann féll á eigin bragði. Þetta minnir mig á sögu af hnefaleikakeppni þar sem boxar- inn stundi upp við þjálfarann að iokinni sjöttu lotu: — Heldurðu ekki að ég sé að vinna? — Það efast ég um, svaraði þjálfarinn. En ef þú heldur áfram aö sveifla handleggjunum svona ótt og titt framan i hann er þó alltaf von til þess að hann ofkælist af trekknum. • Ritstjóra- skipii Pétur J. Eiriksson er nú að taka við ritstjórn Frjálsrar verslunar af Markúsi Erni Antonssyni. Markús mun hins vegar einbeita sér að verkefnum sem Frjálst framtak hefur tekið aö sér fyrir Flugleiðir, en þar mun meðal annars vera um að ræða útgáfu á öflugu starfsmannablaöi og ýmis fleiri verkefni fyrir félagið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.