Vísir - 06.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 06.10.1980, Blaðsíða 8
VÍSLR Mánudagur 6. október 1980. wirmm Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlð Guömundsson. Ritstjórar ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guómundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- * fússon, Asta Björnsdóttir, Frlða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristín Þor- steinsdóttir, Oskar Magnússon, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur Guðvinsson. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Ðragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 80611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5500 á mánuöi innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takiö. Vísirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14. Vísír stækkar og Datnar Frá og meö deginum I dag tekur Visir nokkrum stakkaskiptum. Blaöiö stækkar um 12 sfður I viku hverri, og efnisval og umbrot veröur fjölbreytilegra. Aöaláhersla veröur iögö á aukna þjónustu og liflegra blaö. Er þess aö vænta, aö iesendur og velunnarar Vfsis kunni vel aö meta þessa viöleitni. Eins og lesendur Vísis munu taka eftir tekur blaðið nokkrum stakkaskiptum í dag. Auk þess sem blaðið er stærra og meira að vöxtum, haf a verið gerðar ýmsar breytingar á efnisvali og um- broti. Teknir eru upp nýir þættir, auk þess sem ýmsum eldri efnisþátt- um er breytt, hvorutveggja í þeim tilgangi að auka og bæta þá þjónustusem blaðið vill veita les- endum sínum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á nýjum þætti um f jölskylduna og heimilið, sem mun verða daglega í blaðinu. Þar verður fjallað um málefni fjöl- skyldunnar í víðtækum skilningi. Er þá ékki aðeins átt við neyslu- venjur og kostnað heimilisins, heldur og lifshætti almennt, og þau mannlegu samskipti og við- fangsefni sem tengjast hinu dag- lega líf i hvers og eins. Rætt verð- ur um störf foreldra,, skólagöngu barna og unglinga og samband hinna ýmsu aldurshópa, áhugamál og tómstundir, stöðu kvenna, viðhorf unglinga, áhrif menningar og menntunar og margt fleira. Auk þess sem leit- ast verður við að veita þjónustu með upplýsingum og f rásögnum, er jafnframt stefnt að því að beina athyglinni að f jölskyldunni sem slíkri og því hlutverki sem hún gegnir í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu mun Visir áfram verða vettvangur þjóðmálaum- ræðu og skoðanaskipta og síður blaðsins eru opnar öllum sjónar- miðum. Við þessar breytingar er Vís- ir* orðið næststærsta dagblað landsins að síðufjölda og efnis- magni. Nú getur blaðið komið meir til móts við margvíslegar ábendingar um efnisval, sem eykur fjölbreytni og umfjöllun. í sjötíu ár hefur Vísir verið fyrstur með fréttirnar. Því kjör- orði mun áfram verða fylgt, enda hef ur blaðið nú yf ir að ráða harðsnúnu liði blaðamanna og starfsfólks, sem hefur allan vilja og getu til að halda því merki á lofti. Það er von ritstjórnar, að þess- ari viðleitni blaðsins verði vel tekið. Vísir hefur lengst allra f jölmiðla á íslandi verið sverð og skjöldur frjáls samfélags, og .stutt frjálsan atvinnurekstur og rétt einstaklingsins með oddi og egg. Aukin blaðaútgáfa, harðn- andi samkeppni, ekki síst við ríkisf jölmiðla, hefur auðvitað haft sín áhrif á útgáf u Vísis. Vís- ir hef ur þurft á öllu sínu að halda í því kapphlaupi, sem dagblöð heyja hvert við annað og þau sameiginlega gagnvart annars- konar útgáfu og fjölmiðlun. Við þeirri samkeppni er ekki til nema eittsvar: að standa sig bet- ur. Einhver kann að segja að dag- blöð séu of mörg, þeim eigi að fækka.enda séu þau að mestu að skrifa um sömu atburðina. En þá verða menn að muna, að það er ekki sama hvernig um menn og málefni er f jallað. Skrif blaðanna hafa áhrif, móta skoðanir og ráða viðhorfum f jöldans. Að þessu leyti hefur Vísir hlut- verki aðgegna. Blaðið vill standa vörð um borgaralegt þjóðfélag, skoðanafrelsi og vandaða máls- meðferð, hvort heldur í hlut eiga einstakir menn eða viðkvæm málefni. Þetta merki má ekki falla niður, og Vísir skorar á alla þá (slendinga, sem kunna ein- hvers að meta þær grundvallar- hugsjónir, sem Vísir hefur gerst málsvari fyrir, að styðja blaðið og standa með því F nútíð og framtíð. r Að undanförnu hef ég ritað nokkrar greinar um verzlun og reynt að benda þar á ýmis atriði, sem að minu mati standa i vegi eðlilegrar þróunar þessa undirstöðuatvinnuvegar. Mér hefur farið sem mörgum, að aðfinnslurn- ar hafa orðið fyrirferðar- meiri en tillögur til úrbóta. Hér verður hins- vegar gerð bragarbót á og dregnar fram i dagsljósið nokkrar hug- myndir, sem bætt gætu aðstöðumun verzlana i dreifbýli. Sumar þeirra eiga auðvitað jafnframt við um verzlun í þéttbýli. Þaö er rétt aö taka fram áöur en lengra er haldiö, aö hér er ekki um minar einkahugmyndir ni úrDóta aö ræöa, heldur öllu fremur þá valkosti sem kaupmenn utan höfuöborgarsvæöisins hafa veriö aö setja fram aö undan- förnu. Helstu vandamál verzlunar i dreifbýli umfram verzlunar i þéttbýli eru litill veltuhraöi, mikiö birgöahald og hærri reksturskostnaöur. Talsvert hefur veriö rætt um beina rikis- styrki eins og tiökast til dæmis i Noregi, en þeim hugmyndum hefur jafnharöan veriö visaö á bug, en þess i staö bent á aö aöstoö stjórnvalda gæti veriö meö eftirfarandi hætti: 1. Alagningu á landbúnaöar- vöru i smásölu veröi breytt á þann veg, aö hún standi undir eölilegum dreifingarkostnaöi. Ljóst er aö meöalálagning er lægri utan Reykjavikur en i Reykjavik og stafar þaö af óraunhæfri smásölualagn- ingu landbúnaöarvara, þar sem vörur þessar vega meira i sölu dreifbýlisverzlana. 2. Tryggt veröi aö dreifbýlis- verzlanir hafi aögang aö hag- kvæmum lánum, vegna fjár- festinga og endurskipulagn- ingar verzlana. 3. Verzlunum veröi heimilaö aö hækka birgöir til samræmis viö veröþróun i landinu, en jafnframt veröi settar ákveönar reglur þar um. 4. Sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofu- húsnæöi veröi þegar i stað afnuminn. 5. Endurskoöaöar veröi reglur um álagningu aöstööugjalda og þaö afnumið i núverandi mynd. 6. Samræmdir veröi gjaldstofn- ar rafmagnsveitna og fullt til- lit tekið til jafnrar 24 stunda notkunar rafmagns i verzlun- um. 7. Leyfö veröi skuldajöfnun viö rikissjóð vegna vöruúttekta rikisfyrirtækja, þegar skil eru gerö á söluskatti eöa lögboön- um rikisálögum. Verðlagsákvæði á að afnema á einu bretti Hér hefur veriö leitast við aö draga fram nokkrar af þeim til- lögum, sem til umræöu hafa verið, og aö okkar mati myndu koma verzluninni i heild aö mestum notum. Hinsvegar vek- ur þaö sjálfsagt athygli aö ekki er hér minnst einu oröi á verö- lagsákvæöin, sem grundvalla þá álagningu sem verzlunin Helstu vandamál verslunar I dreifbýli umfram verslun i þéttbýli eru litill veltuhraöi, mikiö birgöahald og hærri reksturskostnaöur neöanmóls Gisli Blöndal kaupmaöur skrifar um vandamál verslunar i dreifbýliog setur fram margar athyglisveröar hugmyndir um úrbætur henni til handa. Hann hafnar alfariö beinum rfkis- styrkjum og verölagaákvæöum byggir á. Ég tel ekki aö þaö þjóni neinum tilgangi aö ræöa einhverjar breytingar á verðlagsákvæöunum. Þau á einfaldlega aö afnema á einu bretti, nema þvi aöeins aö verðlagsstjóri eöa aðrir sem aö þeim standa treysti sér til aö rökstyöja á einhvern hátt þann endimis talnaleik. Alvöruskoðanir Flestir eru á þeirri skoöun aö æskilegt sé aö halda uppi byggö sem viðast á þessu landi. Margir eru jafnframt á þeirri skoöun aö jafna skuli sem mest aöstööu fólksins i landinu. Ef þetta eru alvöruskoðanir veröum viö að fylgja þeim eftir með raunhæfum aögerðum til dæmis með þvi aö bæta verzlunarþjónustuna sem viöast um landiö. Ég hygg aö þaö verði, aöeins gert meö þvi að fara aö ihuga þær hugmyndir sem aö framan greinir. Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.