Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. október 1980 vtsm 9 Flugleiðavél hefur sig á loft. VANDA FLUGLEIDA Uppsagnir starfsfólks hjá Flugleiðum hafa komið mörg- um i opna skjöldu. Þó lengi hafi verið ljóst, að félagið hefur átt í vaxandi rekstrarerfiðleikum, hafa menn vonað i lengstu iög, að ekki þyrfti til þessa að koma. Aimennt munu menn sam- mála um, að meginorsakir erfiðieikanna séu utanaðkom- andi og illviðráðanlegar, breytt- ar aðstæður og óhöpp. En eðli- íega greinir menn nokkuð á um, hvort rétt hafi verið brugðist við þessum erfiðleikum. Sjáifsagt er þar auðveldara um að tala en i að komast. Flugmálin eru flókin og engin úrræði einföid. Þó reynt sé aö spá i framtiðina með bestu fá- aniegum upplýsingum og tækj- um, getur raunveruleikinn orðið harla ólikur þvf sem áætlað er. Þýðing Atlantshafs- flugsins 1 um það bil 30 ár hafa Loft- leiöir og siðar Flugleiðir flogið farþegaflug yfir Atlantshafiö milli Bandarikjanna og Evrópu. Þessi starfsemi hefur veriö snar þáttur i islensku þjóðlifi og nán- ast útflutningsiðnaður. Liklega hafa um 400 íslendingar haft beina atvinnu af þessu flugi og enn fleiri óbeint ef ýmsir þjón- ustuaðilar eru taldir. Þessi at- vinnugrein hefur launað há- launamenn, fært talsverðar gjaldeyristekjur inn i landið, og laðað hingaö erlenda ferða- menn. Jafnframt hefur hún haldiö á lofti nafni okkar litla lands úti um heim. íslenskir flugliðar hafa þarna sannað, að þeir standa engum að baki, og bein- ar flugsamgöngur við Banda- rikin hafa verið Islendingum mikils viröi. Þeir menn, sem hófu þetta flug á sinum tima, meö bjartsýni og áræði, eiga heiður skilinn. Orsakir vandans Lengst af stóð þessi atvinnu- grein i skjóli sérstöðu okkar á flugleiöinni. Þarna rikti nánast „einokun”, en farþegaflug yfir hafiö var bundiö leyfum og flug- félögin innan LATA bundust samtökum um fargjöldin. Loft- leiöir voru ekki i' IATA en höfðu flugleyfi og ákváðu fargjöld sín nokkru lægri en IATA-fargjöld- in, oft um 30% lægri, enda voru flugvélar þeirra ófullkomnari og hægfleygari en stóru flugfé- laganna. Þetta komust Loftleið- ir upp með og Islendingar voru þannig brautryðjendur lágra fargjalda og undirboða i Atlantshafsflugi. Gárungarnir hafa orðað það svo, að Islendingar hafi þannig um áratugi stundað nokkurs konar „sjóræningjastarfsemi” á Atlantshafinu. Astæöur þeirra erfiöleika sem Flugleiðir mæta nií I Atlants- hafsfluginu eru margþættar, Má þar nefna: 1) Miklar hækkanir á eldsneyti. 2) Afnám „einokunar” og á- kvöröun Carterstjórnarinnar um „frjálsa samkeppni” á flugleiðinni. 3) Efnahagsöröugleikar „oliu- kauparlkjanna” og minni ferðamannastraumur I kjöl- far þeirra. 4) Stöövun flugvélarinnar DC- 10-30 CF í 6 vikur I Banda-. rikjunum. 5) Innanfélagsdeilur og óeining innan félagsins. Við þessa upptalningu munu ýmsir vilja bæta liönum 6) Rangar ákvarðanir stjórn- enda félagsins. Ollu erfiöara er þó að færa beinar sönnur á að þessi liöur eigibeinan þátt I erfiðleikunum. Lengi má deila um ákvarð- anatöku. Sumir telja slæma stjórnun eina af meginorsökum vandans, en aörir ekki, eins og gengur. Oliuhækkanir og áhrif þeirra á oliukauparíkin Gífurlegar hækkanir hafa oröið á eldsneyti á sama tima og aukin samkeppni hefur lækkaö fargjöldin. A árinu 1979 einu neöanmóls Guðmundur G. Þórar- insson alþm. skrifar grein um Flugleiðamálið, sem birtist i tveimur hlut- um hér i blaðinu. I fyrri greinarhlutanum, sem hér birtist, fjallar Guð- mundur um orsakir og á- stæður fyrir þeim vanda, sem Flugleiðir standa frammi fyrir. tvöfaldaöist verö á eldsneyti. Flugleiöir gefa upp aö i flugi DC-8 milli New York og Luxem- borgar hafi eldsneytið verið 18,8% af heildarrekstrarkostn- aði I árslok 1978 en 28,1% i júni sl. Erfitt er að meta hvort hækk- að eldsneytisverð hefur komið verr niöur á Flugleiðum en öðr- um flugfélögum á Atlantshaf- inu. Liklega hefur það ekki gert þaö. Flugleiöir hafa millilent I Keflavik. Það lengir flugið nokkuðmiðað við að fljúga beint oglending og flugtak auka elds- neytisnotkun. Hins vegar má ætla að millilendingin hafi fært félaginu farþega, sem gjarnan vildu hafa viðdvöl hér og veröur það að reiknast á móti. Oliuhækkunin hefur jafnframt fært til gífurlega fjármuni i heiminum. Olíukaupalöndin hafa búiö viö mikinn viðskipta- halla, en auður hefur safnast upp I ollusölurikjunum. Þannig er taliö, aö viöskipta- afgangur ollusölurikjanna 1978 hafi numíð 5milljörðum Banda- rikjadollara. Arið 1979 var við- skiptaafgangurinn orðinn 68 milljarðar dollara og I ár er á- ætlað, að viðskiptaafgangurinn verði 115 milljarðar dollara. Þetta allt hefur haft i för með sér mikinn viðskiptahalla iðn- rikjanna, aukna verðbólgu, minnkandi hagvöxt og aukiö at- vinnuleysi. Millirikjaviöskipti hafa dregist saman. A sviði feröamála hefur einn- ig orðið samdráttur I kjölfar þessa. A Islandi og i nágranna- löndum okkar hefur erlendum feröamönnum fækkað mikiö. Sem sagt, hækkandi eldsneyt- isverð og þar með aukinn rekstrarkostnaður og fækkun farþega og þar með minnkun tekna. Steingrlmur Hermannsson, ráðherra, kemur til fundar i Luxemborg vegna Flugleiðamálsins. Afnám reglna (deregulation). Seinni part ársins 1978 afnam Carterstjórnin þær reglur, sem gilt höföu um flug á Atlantshaf- inu llklega frá 1945. Þar með kemst hin „frjálsa samkeppni” i algleyming. Fleiri og fleiri flugfélög streyma inn á flugleið- ina, sætaframboö margfaldast og flugfélögin bjóöa niöur far- gjöldin hvert fyrir ööru. Sagt er, að offramboðið svari til þess, að 21 Boeing 747 flygi tóm daglega fram og aftur milíi Evrópu og Bandarlkjanna eöa um 17000 tóm sæti. Sérstaöa Islendinga er þvl ekki lengur fyrir hendi. Margir telja, aö öll flugfélög tapi á Atlantshafinu núna, en nokkuö greinir menn þó á um það. Það er ekki að ástæöulausu aö hafiö hefur verið kallaður kirkjugarð- ur flugfélaganna. T.d. er far- gjald Flugleiöa milli Chicago og Luxemborg um $640 en i' boöi er samsvarandi ferð fyrir $330. Sifelld undirboö og slæm sætanýting hafa þannig komið flugfélögunum i gifurlega erfið- leika. Talið er, aö flugfélagið Capitalsé aðgefast upp. Braniff munhafa tapað 69,6 m $ á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. A árinu 1978 var hagnaöur bandarisku flugfélaganna um 1.000 m $. Fyrstu 6 mánuði þessa árs var samanlagt tap fé- laganna 360 m. $ og spáð er að tapiöverðium 500 m. $1 árslok. SAS er spáö um 60 m. $ tapi á þessu ári eftir margra ára hagnaö. Pan American tapaöi 161 m. $ fyrstu 6 mánuði ársins og varð aö selja skrifstofubygg- ingu sina I New York. Þannig mætti lengi telja. Jafnvel helstu talsmenn mark- aöskerfisins tala um, að nú gildi lögmál frumskógarins I Atlants- hafsfluginu. Eðlilega hafa þessar breyttu aðstæður komið mjög illa við Flugleiðir. Tap Flugleiða var á árinu 1978i reynd um 3000 m. kr. og um 8000 m. kr. árið 1979. Aætlað tapá þessu ári gæti ver- iö um 5000 m. kr. Stöðvun DC-10 þotunnar Flugslysiö 25. mai 1979, þegar DC-10 þota frá American Air- lines fórst I Chicago olli Flug- leiðum miklu tjóni. Félagið hafði þá nýlega keypt DC-10 þotu. 1 slysinu reyndist málm- þreyta hafa komið fram i hreyfilfestingu og allar DC-10 þotur voru kyrrsettar meðan rannsókn fór fram. Þota Flug- leiða var stöðvuð I Bandarlkjun- um I 6 vikur. Þvi hefur veriö slegið fram, að tjónið af stöðv- uninni nemi um 2000 m. kr. NOKKRAR VANGAVELTUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.