Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 16
,t vlsm_____________________ lesendux haía orðið Þriöjudagur 7. október 1980 „Sögðu þeir mig vera „eliiæran gamiingja” og aö þaö vseri best aö flytja mig á elliheimili eöa inn á Klepp”, segir roskni maöurinn meöal annars i bréfi sinu. UNGA FÓLKIÐ ILLA UPP ALID OG DÓNALEGT Roskinn maður skrifar: — Ég get ntina ekki lengur oröa bundist yfir þvi hvaö ungt fólk þessa lands er illa upp aliö og dónalegt viö sér eldra og reynd- ara fólk. Eg var fyrir nokkrum dögum á gönguferö um bæinn, nánar tiltekið i Þingholtunum. Þar kem ég aö smáverslun („sjoppu” á mengaðri islensku) og hujgðist þar kaupa mér gos- drykki til að fara meö heim i hátt- inn. Þegar ég stend i biöröðinni, sem er ekki löng, þá tók ég eftir þvi að fyrir framan mig voru nokkrir unglingar, á að giska 15—20 ára gamlir. Þetta var á miðvikudagskvöldi, en ég gat ekki betur séö en þessir unglingar væru undir áhrifum áfengis, i það minnsta höföu þeir þvilikan hávaða, að mér oíbauö og hastaði ég harkalega á þá. En þá tók nú ekki betra viö. Einn unglingurinn, sem var klæddur að sið unglinga nú á timum, það er að segja i görmum, sneri sér að mér og spurði mig. „Hvað i djöflinum ertu að æsa þig”? (orðrétt til- vitnun). Ég svaraöi þá, að ég væri að sinna minum erindum og vildi fá næði til þess. Taka þá ungling- arnir, fjórir eða fimm talsins, að atyrða mig harkalega og rægðu þeir mig við aðra, sem stóðu i bið- rööinni og voru aðallega ungt fólk. Sögðu þeir mig vera „elli- æran gamlingja” (orðrétt til- vitnun) og að þaö væri best að flytja mig á elliheimili eða inn á Klepp. Gat ég þá ekki stillt mig, en þreif til eins unglingsins, sem verst lét og ætlaði að kenna hon- um mannasibi, en þá tók hann á móti og beitti mig þvilikum fanta- brögöum, að ég hrökklaðist úr röðinni og varð að fara aítast á nýjan leik. Alveg þar til ungling- arnir voru búnir að kaupa það, sem þeir ætluðu og fóru, kölluðu þeir mig ýmsum niðingsnöfnum og skeyttu þá engu um virðingu mina. Mér þótti þetta talandi dæmi um þá smán. sem okkur roskna fólkinu er sýnd stööugt af æskulýö landsins, okkur sem höf- um unniö hörðum höndum alla okkar ævi og aldrei unnt okkur hvildar, bara til að búa ungu fólki fagurtheimili.En þaðunga fólk, sem nú er að ala upp börn og unglinga skilur þetta ekki, það innrætir unglingunum enga virð- ingu fyrir minni kynslóö, sem höfum þógefiöþeim allt, sem þau eiga. Sjálfsagt eru svo þessir ung- lingar i skóla á minn kostnaö og annarra skattborgara, meöan þeir skemmta sér og lifa iðjuleys- ingjalifi. Lái mér enginn.þó mér þyki þetta sviða sárt. YFIRSKYGGD ERFÐAVE íslendingar i Vesturheimi hafa löngum fylgst með gangi mála hér heima i gamla landinu. Einn þeirra, Björn Jónsson, læknir i Swan River i Mani- toba, hefur sent Visi eftirfarandi pistil með yfir- skriftinni „Yfirskyggð erfðavé” i tilefni af umræðu i fjölmiðlum um byggingu oliugeyma i Helguvik. Við gefum vestur-islenska lækninum orðið: skadda eða yfirskyggja með neinu nútima hrófatildri, sist barbarii sem oliugeymum og geymslugimöldum afla berserkjaæöis og vélspjalla. Hvað sem öðrum viðhorfum við- kemur, sem fjölmörg eru til verndunar en engin gild á móti, þá er þetta mest. Staðbundinn hagnaður kemur ekki til álita. Hér eru heilög vé okkar erfða. ÞARR FRAMTAK Sjónvarpsáhorfandi hringdi: — Sjónvarpið á þakkir skildar fyrir stórgóöa þætti um áfengis- mál, sem sýndir voru fyrir skemmstu. Mér fannst þetta vera frábærir þættir, enda stjórnand- inn ekki af verra taginu. Magnús Bjarnfreðsson stendur alltaf fyrir sinu og vel það. Ég á nokkuð stóra fjölskyldu og fóru þessir þættir ekki framhjá nokkrum þeirra. Voru allir sam- mála um, aö sllk fræðsla, sem þarna kom fram, væru sannar- lega orö i tima töluö og sérstak- lega þarft framtak á þessum sið- ustu og vestu timum. Haldiö áfram á þessari braut og gerið meira af svona þáttum. Þátturinn um áfengismálin var stórgóöur, segir sjónvarpsáhorf- andinn. Vesturbæingnum finnst þetta meb lóöaúthlutun Kattavinafélagsins álveg ótækt og vill Guörúnu Helgadóttur úr landi. wtlausasta lóðaút- tilutun aldarinnar Vesturbæingur hringdi: — Mig langar til að vekja at- hyglimanna á þessari vitlausustu lóöaúthlutun aldarinnar, já, ein- mitt, það er þessi lóð, sem katta- vinir voru að fá undir sfna starf- semi. Hugsiö ykkur, eins og tlm- arnir eru i dag, aö menn skuli ekkertþarfara hafa að gera en að velta sér upp úr hvort þessi eða hin lóðin sé betri handa Katta- vinafélaginu! En þetta er nú ekki allt saman. 1 útvarpinu fyrir skömmu, það var I þætti eftir hádegi á laugar- degi, voru alla-balla-hjúin, þau Guörún Helgadóttir og Sigurður Tómasson, fengin til aö ræða þessi mál. Það dugar ekkert minna-Bara rikisfjölmiðill lagður undir. A hvaða plani er þetta fólk eiginlega? Ég held, aö þaö besta sem Guörún Gervasoni gæti gert núna væri bara að drifa sig úr landi og þaö fyrr en seinna, alla- vega hafi hún ekkert þarfara til þjóðmálanna að leggja en veriö hefur undanfarið. Menning þjóðanna á sér oftast djúpar rætur i forsögu þeirra. Arfleifö flestra Evrópuþjóöa er rismikil og öllum til sýnis, stór- fengleg og fögur i mannvirkjum þeim, sem staöist hafa þann brjálaða berserksgang sem grfpur um sig mebal þeirra öðru hverju og enn vofir yfir. Allar eiga nærþjóðir okkar lika rikuleg- ar bókmenntir og aðrar listaerfð- ir. Ollu er vel viö haldiö. Viö lslendingar, jafngamlir eða eldri flestum nágrönnum okkar sem menningar- og þjóöarheild, eigum ekkert, ekki eitt einasta mannvirki, sem talist getur úr fortiöinni, fyrir utan öxarárfoss og nokkra illa hlaöna grjóthörga, illa haldna flesta. Mannvirki fortiöar eigum við engin. Engar foldgnáar dóm- kirkjur, hallir, kastala eða must- eri, brýr eða furöuverk nein. Hins vegar er sagnmenning okkar hlaöin gersemum, iista- verkum náttúrunnar, sem listeðli þjóðarinnar hefur gætt sinum lifsanda og gert að lifrænum minnismerkjum komnum og ó- komnum kynslóöum til yndis- auka. Munu þau afsprengi nátt- úruafla og þjóðarsálar vara með- an þau eu ekki sködduð af manna höndum. Þvi má ekki sprengja dverghamra okkar og álfakirkjur til að rýma fyrir veg- um og þvi siður ýmsu tildri skammtiöar, nema lifsneyð beri til. Ekki má farga undrum og ör- nefnum þjóðarsögunnar og vist- menningar okkar fyrir tittlinga- skit tiöarhagsmuna. Þaö er að ó- frægja og niðurniða verðmæti og æru formæöra okkar og íeöra, niðurlægja okkur sjálf, uppræta menningu okkar. Sál þjóöarinnar er ekki til sölu. Væri svo, hefði hún enga sál, eng- in gild verðmæti i augum afkom- enda sinna, enga réttlætingu til- veru sinnar. Saga okkar, þjóösögur og munnmæli geyma i örnefna- bundnu gervi sinu erföaminjar okkar og flestar fornleifar. Helguvik, Hólmsberg, Stakks- gnipa og Stakkur, Rosmhvalanes og Stakksfjörður geyma þrjár sagnir úr Þjóðsögum Jóns Arna- sonar fyrra bindi bis. 83-88, er sgja allar frá nafngift Faxaflóa, Reykjaness og Hvalfjarðar, og undirstrika um leiö eöli og nátt- úru þessa sjávarháska- og sjó- sóknarsvæðis. „STAKKURINN” sprakk af berginu þar sem FAXI spyrnti við, er hann stakk sér i sjóinn, sturlaður sem HROSS- HVELIÐ mannskæða. Þessir staðir eru allir helg hof þjóðmenningarinnar. Þá má ekki Stelia vill blikk á umferöarljósin á laugardagsmorgnum. LJÖSIN LÍKA i GANGI Á LAUGARDÖGUM Stella Magnúsdóttir, Háaleitisbraut 61, skrifar: — Ég bý i Háaleitishverfi. Þar hafa viö gatnamót Háaleitis- brautar og Armúla veriö sett blikk á umferðarljósin á kvöldin og um helgar. Ég er mjög ánægð með þessa ráðstöfun og mætti þetta vera viðar. Þaö eina, sem mér finnst vera að er, aö ljósin þurfa að vera i gangi á laugardögum fyrir hádegi, þvi að mikil umferö er þarna, þegar verslanir eru opnar. Með þessum linum langar mig aö koma þvi á framfæri við ráöa- menn, aö þeir beiti sér fyrir þvi að ljósin verði i gangi 'Jka á iaugardögum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.