Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 27
Gerður Steinþórs- dóttir: Kvenlýsingar í sex Reykjavikurskáldsög- um eftir seinni heims- styrjöld. Hið islenska bók- menntafélag 1979 — Fræðirit 4. Það ber allt of sjaldan viB, aö ritgeröir til kandidatsprófs i Islenskum bókmenntum komi fyrir sjónir almennings. Þar er þó fjallaö um ýmis forvitnileg efni, sem höföa ekki aöeins til þeirra, sem standa á sjónarhóli fræöimanna, heldur einnig margra annarra, sem ekki hafa opna augu manna fyrir vana- hugsun karlveldisins, rifa úr svelli þennan lepp, sem fyrst og fremst er frosinn niöur i bók- menntum. Þetta viöfangsefni nálgast höfundur meö þvi aö kanna „kvenlýsingar i sex Reykjavlk- urskáldsögum Ut frá hug- myndafræði kvenfrelsishreyf- ingarinnar.” Skáldsögurnar velur hUnfrá tlmabilinu 1948-65 Andrés Kristjánsson skrifar um bókmenntir. skarplega lýst, og verður vart annaö sagt en höfundi takist all- vel þaö ætlunarverk aö sýna les anda i þann heim, sem opnaöist henni sjálfri. Lesandi getur til aö mynda varla annaö en litiö upp stærri augum, þegar á þaö er bent, aö aöeins I verkum kvenhöfundanna tveggja tengj- ast konur aðalminnum sög- unnar, án þess aö hlita þar fylgd eöa leiösögu karlmanna. t karlasögunum fjórum hendir slikt ekki, og i tveim þeirra standa konur alveg utan viö aöalminniö, þótt telja megi konur aöalpersónur i báöum. I sögunum eru ein fjórtán starfsheiti kvenna en langfjöl mennastar eru vinnukonur yfir stéttarfrúr og skækjur.en aö- eins ein gift kona vinnur þaö, GEGNLÝSING VANAVIÐHORFA setiö á háskólabekk. Svo er fyrir aö þakka töluvert almennum bókmenntaáhuga á Islandi — enn þá. Ritgerö sú, sem hér er birt á bók, er hiklaust þess eðlis aö allri gerö. Hún fjallarum brýnt áhugaefni liöandi stundar — jafnréttis — og kvenfrelsisbar- áttu hér á landi — og er gild at- renna til þess aö rjúfa viöjar vanahugsunar, sem er verstur þrándur i götu þeirrar viöhorfs byltingar, sem er forsenda raunverulegs jafnréttis kynj- anna. Hér er þó kapp best meö forsjá. „Viö undirbúning þessarar ritgeröar hefur nýr heimur lok ist upp fyrir mér. Þaö er von min aö geta miölaö lesendum af þekrri reynslu”, segir höfundur I formála. Þessi orö vekja þegar forvitni lesanda og kalla á svar hans viö spurningu um þaö, hvernig þetta takist. Meö þetta I huga er lesturinn hafinn. Inn- gangur, þar sem gerö er grein fyrir verkefninu, hefst meö orö- unum: „Bókmenntir gera hvort tveggja að endurspegla og skapa veruleika. Þvi er þaö áhugavert rannsóknarefni aö kanna hlut þeirra i aö viNialda eöa breyta kvengeröum og viö- horfi til kvenna”. Þetta er auövitaö rétt skilgreining, en þó má ekki dyljast þess, aö obbi bókmennta viðheldur fremur en breytir, nema þær séu beinlinis skrifaðar i þeim „pólitiska” til- gangi. Þetta er einmitt mikilvægast erindi bókmenntarannsóknar, sem hefur virkt markmiö, t.a.m. kvenfrelsi, eins og þessi ritgerö. Forsenda viðhorfs- breytingar er að sjálfsögöu aö — eftirstriðssögur — þó allar komnarút fyrir daga rauösokka hér á landi og hræringar kvennaárs. Bækurnar eru Atómstöö Laxness, Disa Mjöll eftirÞórunni Elfu, Sóleyjarsaga eftir Elias Mar, Sjötiu og niu af stööinni eftir Indriöa G. Þor- steinsson, Dyr standa opnar eftir Jökul Jakobsson, Dægur- visa eftir Jakobinu Sigurðar- dóttur. Aökoma þessarar könnunar er stutt skilgreining á nokkrum helstu einkennum karlveldis- þjóöfélags eftir gögnum, allt frá bibliunni, og siöan gerö stutt grein fyrir „kvenfrelsisstefnu I bókmenntarannsóknum” og sögö deili á nokkrum helstu lykilgeröum kvenna i bókum. Hér skal ekki fjölyrt um könr.un sagnanna sjálfra, en þar eru tekin til samanburöar sömu atriöi I þeim öllum — svo sem tengsl kvenna viö aöalminni sögunnar, kvenlýsingar, mat sögukvenna á kynsystrum, viö- horf kvenna til stööu og starfa, sjálfsmat gagnvart karl- mönnum/siöalögmál kynjanna, sjálfsvitund og kvengeröir höf- unda. Ætla mætti, aö þessi meginhluti bókarinnar yröi staglkenndur, þar sem stiklað væri aftur og aftur á sömu steinum, en þrátt fyrir þaö tekst höfundi aö gera hann mjög læsi- legan og viða rennur upp fyrir manni ljós, þegar rofin er skel „sjálfsagöra” hluta. Miklu forvitnilegri er þó loka- kaflinn um niðurstööur könn- unarinnar, þar sem höfundur dregur saman til samanburöar athugunarefni sin úr þessum sex skáldsögum og metur þau á vog kvenfrelsis. Þar er margt sem kallaðer utan heimilis, þótt skýrslurhermi.aö áriö 1960hafi á sjötta þúsund giftar konur á tslandi veriö virkar i atvinnuif- inu. Þær viröast sem sagt ekki vera sérlega góö söguefni. Þá vekur Geröur athygli á þvi, aö mjög er rætt um fóstureyöingar i öllum sögunum nema einni og afstaöan jafnan hin sama — for- dæming til jafns viö morö. Sam- merkt eiga sögurnarum þaö að telja kynlif fyrir hjónaband eöli- legt, en hampa ströngum siöa- reglum fyrir giftar konur. Karlar eru yfirleitt sporléttir og galvaskir i framhjátökum,en konur.sem slikt iöka verða sam- viskufangar sjálfra sin. Kven- höfundarnir eru þó siöavandari og tengja kynllf og ást saman á gleggri hátt, segir Geröur. Fjölmargt annaö mikillar athygli vert kemur upp úr þess- um dúrog ýtir viö lesanda. Þess ber aö geta að veröleikum, að ritgerö þessi er rituö á fallegu og mjög skilriku máli, jafnvel knöppum stil, og gengiö á sniö viö hálfyröi og óljósar skil- greiningar. Þess vegna veröur hún almennum lesanda mjög hugtæk Flest munum viö sammála um þaö, aö meöal brýnustu pólitiskra verkefna i samfélagi nútimans sé aö greiöa götu kynjajafnréttis. En til þess duga hvorki heitstreng- ingar né yfirlýsingar. Aö visu erþað hárétt, sem felst i orðum Virginiu Woolf, og Geröur Stein- þórsdóttir velur aö einkunnar- oröum ritgerðar sinnar, aö eng- inn veit til hlitar hver konan er og hvers hún er megnug i sam- félagi kynjanna fyrr en hún hefur sýnt það sjálf ,, i öllum listgreinum og störfum. sem mannsandinn þekkir”. En þá braut getur konan ekki gengiö fullum skrefum fyrr en viö höfum öll boriö sigurorö af eigin vanahugmyndum hins aldagamla karlveldis. Þaö striö veröur bæöi hart og langt. Rit- gerö Geröar Steinþórsdóttur er óflurlitiö starfrófskver i þeirri herfræöi á afmörkuöum hólmi. Aöall hennar er hófsemi og skýr hugsun, íöilfallegt og merk- ingarikt mál, trúveröug og kröfuhörö efniskönnun eftir þvi sem best verður séö meö ófróö- um augum. Sémönnum einhver alvara um aö nálgast markmiö jafnréttis á þessum vettvangi, ættu þeiraö lesa þessa bók. Hún á erindi viö hvern þann, sem lætur sig þessi samfélagsmál einhverju varöa, og hún kemur þvi greiölega til skila. Andrés Kristjánsson. I RÍKI RÍKISINS • löanöi mannlíf á mannlífssíðunum # Hver verður næstur í vfðtali dagskis? # Fjölskyldan og heímílið áfram # Sanflkornunum fjðlgar sífellt og að sjálfsðgðu nýjar og terskar frétur innlendar og erfendar A MORGUN • tati Gelr hafnað í skoðanakönnun Dagblaöiö hefur birt niöur-, stööu skoöanakönnunar varö- andi vinsældir og áhrif Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsens innan þess hóps sem tók þátt f könnuninni inni og kvaöst styöja Sjálf- stæöisflokkinn. Niöurstaöan sýnir að Geir Hallgrimsson hefur hlotiö 36.7% fylgis flokks- manna en Gunnar Thoroddsen 63.3% fylgisins. Þetta eru mjög óvenjulegar tölur, en sé tekiö miö af fyrri skoöanakönnunum Vfsis og Dagblaösins er ekki ástæöa til aö draga þær svo mjög i efa. Tölurnar bókstaf- lega gjörbreyta pólitisku ástandi i landinu, einkum innan Sjálfstæöisflokksins, gefa Gunnari færi á sterkari tökum á rikisstjórninni, og setja Geir Hallgrimsson i einn mesta vanda, em nokkur flokksfor- maður hefur lent i þegar undan eru skildir Jónas frá Hriflu og Stefán Jóhann Stefánsson. Ofan I þessa niöurstööu ganga svo Sjálfstæðismenn til landsfundar i vor meö helstu menn þing- flokksins haröákveöna i aö vinna aö endurkosningu Geirs Hallgrimssonar. Margar undarlegar hrær- ingar hafa veriö I islenskri póli- tik siðustu tiu árin, eöa allt frá þvl aö tima viöreisnar lauk. Upp er komiö fjölmennt liö, sem I raun tilheyrir engum flokki, en sveiflast á miili i kosningum alveg eftir þvi hvernig vindur- inn blæs hverju sinni. Kosninga- sigur Alþýöuflokksins áriö 1978 kom frá þessu lausafylgi. Þaö sneri viö honum baki i siöustu kosningum aö stærstum hluta og lét Framsókn njóta fylgisins. Nú hefur það samkvæmt skoö- anakönnun Dagblaösins yfir- gefiö Framsókn og hefur um sinn mestan hug á aö kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Saman viö þaö hangir hluti af vexti og viö- gangi Gunnars Thoroddsens og kemur þaö m.a. fram f mikilli fylgisaukningu flokksins á sama tfma og hann er nær helmingi vinsælli en Geir Hallgrfmsson. Viö þessar aöstæður ætlar svo flokksmaskinan aö halda fast viö þá stefnu aö endurkjósa Geir á landsfundinum I vor, og hafa ekki sést aörar eins tilraunir til smækkunar I langan tima. Þaö hefur áöur veriö bent á þaö I þessum þáttum, aö klofningur I Sjálfstæöisflokknum gæti oröiö einskonar endahnútur á vinstri yfirtöku I landinu. Þess vegna hefur þvf veriö haldiö fram, aö vlkja yröi öllum persónumetn- aöi til hliðar og velja svonefnda þriöju leiö til lausnar vanda- málum flokksins. Nú viröist al- mennt kjósendafylgi flokksins ætla sér aö hafna þeirri leiö og stefna beint á Gunnar Thorodd- sen sem næsta formann. Hluti af þeirri stefnumörkun stafar af þrákelkni flokksmaskinunnar viö aö viöurkenna ákveönar staöreyndir. Jafnvel þótt skoö- anakönnunin sem slik sé aö ein- hverju leyti miðuö viö timann, þegar hún er tekin, gerir hún þaö aö verkum, aö Gunnari Thoroddsen veröur ekki ýtt til hliöar. Hann hefur skoðana- könnunina meö sér, sem er i rauninni eini opinberi vitnis- buröurinn um styrk hans innan flokksins. Samt þýbir ekki aö neita þvi, aö klofningshættan vofir enn yfir flokknum. og þá I þá veru aö Geirsarmurinn kljúfi sig út úr, veröi hann ekki ánægöur meö niðurstöður á landsfundi. Þess vegna skal enn itrekað, aö þriöja leiöin er eina færa leiöin fyrir flokkinn út úr þeim vandkvæöum, sem hann er kominn I. Meö sterkum manni, sem flokkurinn hefur raunar á hendinni, þótt hann sé hættur þingmennsku, væri hægt aö stýra framhjá þeim skerjum sundurlyndis, sem nú skekja flokkinn nibur 1 grunn. Hvort hann fæst til aö sinna björg- unarstörfum aö loknu mikils- háttar ævistarfi.skal ósagt látið, en óllklegt er aö þeir sem vilja flokknum vel, leggi ekki aö þessum manni aö taka aö sér formennskuna næsta kastið. Þaö er Ijóst aö Geir hefur veriö hafnaö i þessari skoöana- könnun. Þar er ilia komiö fyrir góöum dreng, en stærstur yröi hann I þessari stööu. ef hann hefði sjálfur frumkvæöi um þriöju ieiöina. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.