Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 07.10.1980, Blaðsíða 28
Þriðjudagur 7. október 1980 síminnerðóóll Veðurspá dagsins Um 1350 km suöaustur af Fær- eyjum er 955 mb lægð, sem þokast norðaustur, en yfir Grænlandi 1030 mb hæð, kalt veröur áfram. Suðurland: allhvöss norðaust- an og norðan átt, bjart veður. Faxaflói: allhvöss noröaustan og norðan átt, þurrt við sunnanverðan Flóann, en ann- ars smáél. Breiöafjörður: allhvöss eða hvöss austan átt, smáél. Vcstfirðir: allhvöss eöa hvöss norðaustan átt, víðast éljaveö- ur. Strandir og Norðurland vestra til Austfjarða: allhvöss norð- austan og norðan átt, élja- gangur. Suðausturland: norðaustan og norðan átt, norðvestan stinn- ingskaldi eða allhvasst og bjart veður. Veðrið hér ogpar Klukkan sex i morgun: Akureyri snjóél 1, Bergen rigning 9, Helsinki rigning 8, Kaupmannahöfn rigning 12, Osló rigning 10, Reykjavfk hálfskýjaö 1, Stokkhólmur rigning 11, Þórshöfn skýjað 7. Klukkan átján i gær: Aþena skýjað 21, Berlin rign- ing 12, Chicago léttskýjað 17, Feneyjar þokumóða 13, Frankfurt skýjað 13, Nuuk heiðskirt ~2, London rigning og súld 15, Luxemburg skýjaö 11, Las Palmas skýjað 25, Mallorkaþrumur 23, Montreal alskýjað 11, Ncw York létt- skýjaö 18, Paris súld 15, Róm þokumóöa 22, Malaga létt- skýjað 26, Vin léttskýjað 12, Winnipeg léttskýjað 16. Lokí segir „Standa samgöngur eöa falla á ódýra brennivfninu?” er spurt i Þjóöviljanum I dag. Miðað við smyglfréttir sfðustu daga viröist þaö augljóst. Hörð átök iramundan um formennsku í fjárveitinganefnd: GEIR OG HALLDÚR f F0RMANNSSLAG! Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki komið sér saman um.hvort Alþýðubandalagið eða Fram- sóknarflokkurinn fái formann fjárveitinganefndar, sem kos- inn veröur I næstu viku. Alþýðu- bandalagið mun sækja það fast, að Geir Gunnarsson verði fyrir valinu, en af framsóknarmönn- um er Ilalldór Asgrimsson helst nefndur til sögunnar. Alþýðubandalagsmenn benda á þá miklu reynslu, sem Geir Gunnarsson hefur af störfum fjárveitinganefndar, en hann hefur meðal annars verið for- maður hennar um skeiö. Fram- sóknarmenn óar hins vegar við þvi valdi sem Alþýðubandalagið fengi með þvi að hafa á sinni könnu bæði embætti fjármála- ráöherra og formann fjárveit- inganefndar. Segja fram- sóknarmenn að slikt heyri til undantekninga þegar fleiri en einn flokkur standa aö rikis- stjórn. Formenn þingflokka Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks, ásamt Gunnari Thorodd- sen munu koma saman til sins fyrsta fundar um þessi mál á morgun, en siðan veröur fjallað um niðurstööur þess fundar i þingflokkunum. Eiður Guðnason er núverandi formaöur fjárveitinganefndar, en hann var sem kunnugt er kjörinn meö atkvæöum Sjálf- stæöisflokks og Alþýðuflokks, en það var áður en núverandi rikisstjórn var mynduö og klofningur varð i Sjálfstæöis- flokknum. — P.M. Gústaf Arnar, yfirverkfrsðingur, greinir frá þeim viðamikla tækja búnaði, sem jaröstööin hefur yfir að ráða. Visismynd: Ella Prentaradeilan komin í strand Um hálfsjöleytið i morgun slitnaði upp úr viðræðum bóka- gerðarmanna og Félags Islenska prentiðnaðarins og hefur annar fundur ekki veriö boðaður. Visir náði i morgun tali af Magn- úsi E. Sigurössyni starfsmanni hjá HÍP og sagöi hann að við- ræöurnar hefðu strandaö á þeim atriðum, sem rædd hefðu verið að undanförnu þ.e. atvinnuöryggis- málum. „Það virðist ekki vera skilningur fyrir þvi, að viö fáum að vinna á þeim tækjum, sem prentiðnaðurinn i landinu hefur yfir aö ráða”, sagði Magnús, „og þvi fór sem fór. Framhaldið er nú alfarið í höndum sáttanefndar, en við munum boða til félagsfundar og kynna okkar félagsmönnum stööu mála”. —JSS. Prammlnn fundlnn Flutningapramminn, sem slitn- aði aftan úr dráttarbát á ieið frá Noregi til Kanada reyndist vera um 200 mílur austur af Hjörleifs- höfða er TF SYN vél landhelgis- gæslunnar fann hann um klukkan 17.30 i gær. Beiðni haföi borist til Land- helgisgæslunnar á fimmtudag siðastliöinn að svipast um eftir prammanum sem átti að vera um 370 mflur suðvestur af Hjörleifs- höfða og hafði þvi rekið um 350 milur á þeim vikutima sem liðinn er siöan hann slitnaði frá drátt- arbátnum. Leitarvélin var á heimleið og á enda leitargetu þegar komið var auga á prammann, en hann er engin smásmið. Lengd hans er nokkuö meiri en stærsta skips okkar, Brúarfoss, en pramminn er mun breiðari og hærri. A þil- fari hans voru voru bilar og vélar. —AS. Siys á Keiiavíkurfiugvelll: Tveir brenndust Tveir menn brenndust 1 gær við vinnu á Keflavlkurflugveili er ncisti úr vél, sem þeir unnu við, hljóp i bensinbrúsa, er þeir voru með. Islendingarnir tveir voru aö vinna við gangsetningu bensin- vélar, er slysiö átti sér stað. Þeir höfðu i höndunum bensínkút, sem þeir notuðu til aö snapsa vélina, þegar neisti frá henni hljóp I kútinn og kveikti I honum. Annar mannanna brenndist svo alvarlega, aö eftir athugun og aö- hlynningu á hersjúkrahúsi, var hann fluttur á Landsspltalann, meö 2. stigs bruna en 50% yfir- borðs likama höfðu skaddast. Hinn reyndist minna brunninn og hlaut þvi aðhlynningu á her- sjúkrahúsinu. Atvik þetta átti sér stað um klukkan 15 i gær. —AS. Hiuti larðstöðvarinnar Skyggnis tekinn í notkun: Símgjðld lækka um Hluti jarðstöðvarinnar Skyggnis var tekinn I notkun i gær mcð því að opnaðar voru tiu beinar linur til Þýskalands. i næsta mánuði veröur svo væntan- lega hægt að hringja beint frá is- landi til Bretlands og Norður- iandanna, en til siðarnefndu land- anna verða opnaöar 24 rásir. Skyggnir á að anna allri hugsanlegri simaþjónustu milli islands og útlanda næstu 10—15 árin og er jaröstöðin þannig úr garöi gerö, aö bæta má viö fleiri löndum, án mikils tilkostnaöar. Er blaöamönnum var sýnd stööin i gær, kom m.a. fram, að nokkur breyting verður á gjöld- um fyrir simtöl til þeirra landa, sem hægt verður að hringja beint til. Lækka simagjöldin nokkuð með þessari auknu simaþjónustu og t.d. verða gjöld til V-Þýska- lands tæpum 13% lægri en áður. Varðandi önnur lönd verður lækkunin 2.2%—7.5%. Þá verður grunngjald beinna simtala nú fellt niður. Það var miðað viö 3 minútur, en með tilkomu jarð- stöðvarinnar verður aöeins greitt fyrir þann tima, sem talað er. Söluskattur veröur óbreyttur að sinni. Skyggnir er byggður i félagi við Mikla norræna ritsimafélagið og var aðalverktaki stöðvarinnar ITT Space Communications Corporation i Bandarikjunum. Aætlaður heildarkostnaður stöðvarinnar er 2.8 milljarðar is- lenskra króna á núverandi gengi. Þá er sjálfvirka millilandastöðin, sem gerir notendum sjálfvirka simkerfisins kleift að hringja 2-13% beint til útlanda, keypt af L.M. Ericsson i Sviþjóö. Hófst uppsetn- ing stöðvarinnar i febrúar 1979 og er heildarkostnaður við þann hluta verksins áætlaður i dag um 1.2 milljaröur króna. Handvirk afgreiösla á simtöl- um til útlanda verður i 09, eins og áður, en þar verða jafnframt veittar upplýsingar um val núm- era til útlanda fyrst um sinn. Stöðvarstjóri verður Jón Þór- oddur Jónsson, verkfræðingur. — JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.