Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 1
Miövikudagur 8. október 1980/ 235. tbl. 70. árg. / Fyi!sti snjór vetrarins féll á Akureyri i io sér i snjónum. Hlutafiárkaupin tijá Flugleiðum: Steingrímur lyrirskipaði Seðlananka að lána ein- staklingum 200 miiijónir! Engin skilyrði sett af hálfu ríkisins um Dessar lánveitingar segir Baldur Oddsson vikunni og börnin voru aft sjálfsögftu ánægft meft aft geta leik- Visismynd: GS-Akureyri. Steingrlmur Hermannsson samgönguráftherra beitti sér fyrir þvi meft samþykki rfk- isstjórnarinnar aft Seftlabankinn lánafti einstaklingum i hópi starfsfólks Flugleiöa allt aft 200 milljónum króna til hlutabréfa- kaupa 1 félaginu. Atti fólkið aft sækja féð i sina viðskiptabanka og semja þar um kjör og lánstfma. „Viö i Félagi Loftleiðaflug- manna vorum búnir að fá klárt það sem við þurftum frá rikinu en það voru 22,6 milljónir króna. Seðlabankinn átti að veita þetta inn i þá lánastofnun.sem myndi afgreiða þetta til einstaklinga", sagði Baldur Oddsson i samtali við VIsi i morgun. Baldur sagði. að lánskjörin hefðu ekki verið neitt vandamál. Að ölluin líkmdum heföu Loftleiðaflugmenn tekið þessi lán til eins árs, vaxta- aukalan. „Annars gat þetta ver- iö með ýmsum hætti og það voru engin skilyrði sett af hálfu rikis- ins um þessar lánveitingar. Ég geri fastlega ráö fyrir, að þetta tilboð rikisins standi áfram eftir hluthafafundinn i dag", sagði Baldur Oddsson ennfremur. Stjórn Flugleiða samþykkti á fundi sinum fyrir nokkru að taka úr sölu hlutabréf upp á 240 milljónir.sem hafa verið til sölu á frjálsum markaði lengi en ekki selst. Var þetta gert til þess að koma i veg fyrir að einstakir hópar gætu náð þessum bréfum til sin, án þess að starfsfólk ætti jafnan kost á kaupunum, að sögn stjórnarinnar. „Forráðamenn stéttarfélag- anna allra héldu fundi og ákváðu að kaupa hlutabréf fyrst og fremst vegna yfirlýsinga rik- isstjórnarinnar um aö hún vildi að starfsfólkið eignaðist meiri hlut i Flugleiðum", sagði Bald- ur Oddsson. Hann var þa spurður hvort Starfsmanna- félag Flugleiöa hefði tekið þátt i þessu. „Nei, það hefur ekkert með þetta að gera". — SG Hluthafafundur Flugleiða hefst síðdegís í dag: verður aukin aðild ríkis- ins að Flugleiðum felld? Búist er við að tillaga stjórnar Flugleiða um áframhald á Atlanshafsflugi félagsins verði samþykkt á hluthafafundi sem hefst klukkan 14.30 i dag. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvort samþykkt verði að auka hlutafé félagsins um 500 milljónir króna og rikir mikil óvissa um það atriði. Aframhald á fluginu milli Lux og Bandaríkjanna með bak- tryggingu rikisstjórnarinnar hér og i Luxemborg er talið njóta yfirgnæfandi stuðnings hluthafa, enda margir þeirra starfsmenn félagsins og vilja þvi gera allt til að sem flestir haldi sinni vinnu. Ef hlutaféð verður aukið úr 2.940 milljónum upp i 3,5 milljarða er hins vegar ljóst að valdahlutföllin i félaginu muni raskast. Til þess að þetta verði samþykkt þurfa 80% hluthafa að mæla meö hlutafjáraukning- unni og geta handhafar eða eig- endur liðlega 20% klomið I veg fyrir að hlutafé verði aukið. Mikil fundarhöld hafa staðið yfir að undanförnu hjá gamla Loftleiðaarminum i Flugieiðum sem einkum reyndi að auka hlutafé sitt fyrir fundinn i dag, en mistókst. Menn úr gamla Flugfélagsarminum halda þvi fram að Loftleiðamenn ætli að fella aukningu hlutafjárins en reyna þess i stað að ná til sin auknu hlutafé. ,,Það var enginn flugmaður i FIA með i þessum fyrirhuguftu hlutabréfakaupum. Þetta er lið- ur I ákveðinni aðgerð Loftleiða- manna til að ná undirtökum i Flugleiðum en þeir halda að öll vandamál leysist ef forstjórinn , fer frá.' Við i FIA eigum óleyst ágreiningsefni við stjórn og for- stjóra Flugleiða, en teljum það enga lausn að þessir menn fari frá" sagði einn af framámönn- um Félags islenskra atvinnu- flugmanna I morgun. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.