Vísir - 08.10.1980, Síða 1

Vísir - 08.10.1980, Síða 1
Fyi’sti snjór vetrarins féll á Akureyri I vikunni og börnin voru að sjálfsögðu ánægð með að geta leik- ið sér i snjónum. Visismynd: GS-Akureyri. ÍV Hlutafjárkaupin h)á Flugleiðum: Steingrímur fyrirskipaði Seðlabanka að lána eln- stakllngum 200 milljónirl Engln skllyrðl setl af hðlfu ríklsins um hessar lánveitingar segir Baldur Oddsson Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra beitti sér fyrir þvi með samþykki rik- isstjórnarinnar að Seðlabankinn lánaði einstaklingum i hópi starfsfólks Fiugieiða allt að 200 milljónum króna til hlutabréfa- kaupa i félaginu. Átti fólkið að sækja féð I sina viðskipt’abanka og semja þar um kjör og lánstima. „Við i Félagi Loftleiðaflug- manna vorum búnir að fá klárt það sem við þurftum frá rikinu en það voru 22,6 milljónir króna. Seðlabankinn átti að veita þetta inn i þá lánastofnun.sem myndi afgreiða þetta til einstaklinga”, sagði Baldur Oddsson i samtali við Visi i morgun. Baldur sagði. að lánskjörin hefðu ekki verið neitt vandamál. Að öllum likindum hefðu Loftleiðaflugmenn tekið þessi lán til eins árs, vaxta- aukalán. „Annars gat þetta ver- iömeðýmsum hættiog það voru engin skilyrði sett af hálfu rikis- ins um þessar lánveitingar. Ég geri fastlega ráö fyrir, að þetta tilboð rikisins standi áfram eftir hluthafafundinn i dag”, sagði Baldur Oddsson ennfremur. Stjórn Flugleiða samþykkti á fundi sinum fyrir nokkru að taka úr sölu hlutabréf upp á 240 milljónir.sem hafa verið til sölu á frjálsum markaði lengi en ekki selst. Var þetta gert til þess að koma i veg fyrir að einstakir hópar gætu náð þessum bréfum til sin, án þess að starfsfólk ætti jafnan kost á kaupunum, að sögn stjórnarinnar. „Forráðamenn stéttarfélag- anna allra héldu fundi og ákváðu að kaupa hlutabréf fyrst og fremst vegna yfirlýsinga rik- isstjórnarinnar um að hún vildi að starfsfólkið eignaðist meiri hlut i Flugleiðum”, sagði Bald- ur Oddsson. Hann var þá spurður hvort Starfsmanna- félag Flugleiða hefði tekið þátt i þessu. „Nei, þaö hefur ekkert með þetta að gera”. Hluthaiafundur Flugleiða hefst síödegis í dag: Verður aukin aðild rfkis- ins að Hugleiðum lelld? Búist er við að tillaga stjórnar Flugleiða um áframhald á Atlanshafsflugi félagsins verði samþykkt á hluthafafundi sem hefst klukkan 14.30 i dag. Hins vegar eru skiptar skoðanir um hvort samþykkt verði að auka hlutafé félagsins um 500 milljónir króna og rikir mikil óvissa um það atriði. Áframhald á fluginu milli Lux og Bandarikjanna með bak- tryggingu rikisstjórnarinnar hér og I Luxemborg er talið njóta yfirgnæfandi stuðnings hluthafa, enda margir þeirra starfsmenn félagsins og vilja þvi gera allt til að sem flestir haldi sinni vinnu. Ef hlutaféð verður aukið úr 2.940 milljónum upp i 3,5 milljarða er hins vegar ljóst að valdahlutföllin i félaginu muni raskast. Til þess að þetta verði samþykkt þurfa 80% hluthafa að mæla meö hlutafjáraukning- unni og geta handhafgr eða eig- endur liðlega 20% komið i veg fyrir að hlutafé veröi aukið. Mikil fundarhöld hafa staðið yfir að undanförnu hjá gamla Loftleiðaarminum í Flugleiðum sem einkum reyndi að auka hlutafé sitt fyrir fundinn i dag, en mistókst. Menn úr gamla Flugfélagsarminum halda þvi fram að Loftleiðamenn ætli að fella aukningu hlutafjárins en reyna þess i stað að ná til sin auknu hlutafé. „Það var enginn flugmaður i FIA með í þessum fyrirhuguðu hlutabréfakaupum. Þetta er lið- ur i ákveðinni aðgerð Loftleiða- manna til að ná undirtökum i Flugleiöum en þeir halda að öll vandamál leysist ef forstjórinn fer frá.' Við i FIA eigum óleyst ágreiningsefni við stjórn og for- stjóra Flugleiða, en teljum það enga lausn að þessir menn fari frá” sagði einn af framámönn- um Félags islenskra atvinnu- flugmanna i morgun. —SG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.