Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. október 1980 Eitir tultugu ára vammlaus bankaviðsklpll: ,,Ég hef verið með viöskipti við Landsbankann I yfir tuttugu ár og alltaf staðið í skilum með alla hluti. Mér finnst þvi hart að bankinn skuli loka á mig fyrir eina smávægilega yfirsjón”. Þetta sagði Ólafur Karvelsson i samtali við blaðamann Visis, en hann varð fyrir heldur biturri reynslu i viðskiptumsinum við Landsbankann I fyrradag. Þann 19. september hafði Ólafur fyrir mistök gefið út ávisun á 50 þús- und en innistæðan var 42 þús- und krónur. Avisunina leysti hann út i Innkaupastofnun, sem er hans vinnustaður. Bankinn tilkynnti siðan gjaldkera stofn- ólafur Karvelsson heldur hér á ávisuninni, sem varð þess vald- andi að reikningi hans var lok- að. Visismynd: Ella Reikningi lokað vegna ..smávægi- legrar yflrslénar” unarinnar um yfirdrátt og bað hann bankann að geyma ávis- unina þar til um mánaðamótin en þá yrðu laun Ólafs lögð inn á launareikning hans. Að sögn Ólafs mun gjaldkeri bankans hafa tekið þessari beiðni vel, enda þá aðeins fimm dagar til mánaðarmóta. Þann 1. október, daginn sem laun ólafs voru lögð inn á reikn- ing hans, berst honum bréf frá bankanum þar sem honum er tilkynnt að reikningi hans hafi verið lokað. Ólafur skundaði I bankann og skýrði sitt mál jafn- framt þvi sem hann baö afsök- unar á slysinu „þvi fyrsta og eina i meira en tuttugu ár”. „Deildarstjórinn sagði mér að við þessu væri ekkert að gera — ég gæti tekið mina peninga og farið. Það væri gman að vita hvort bankinn kemur á sama hátt fram við alla sina við- skiptavini”, sagði Ólafur. „Það var búið aö senda Ólafi tilkynn- ingu um yfirdráttinn og lika var reynt að hafa samband við hann á annan hátt en án árangurs” sagði Atli Viðar Jónsson, full- trúi I ávisanadeild Landsbank- ans. „Sá tiu daga frestur, sem bankarnir hafa komið sér sam- an um að veita I tilfellum sem þessum var liðinn og þvi var ekki um annað að ræða en að loka ávisanareikningnum. ólafi stóðhins vegar til boða að halda áfram öðrum viðskiptum við bankann”, sagði Atli. Aðspurð- ur hvort ekki væri hægt að sýna meiri sveigjanleika þegar svona mál koma upp„ kvað hann það ekki vera. „Við verðum að halda þær reglur sem gilda”. —P.M. HLOBUBRUNII LJOSAVATNSHREPPI Eldur kom upp á hlöðu við bæinn Borgartún i Ljósavatns- hreppi Suður-Þingeyjarsýslu seint á manudagskvöl(hð. Tæpri klukkustundu siöar kom slökkviliðið á Húsavik á staðinn en þá höfðu heimamenn unnið að þvi að slökkva eldinn með vatns fötum, og er talið að með aðgerð- um sinum hafi þeir forðaö ibúöar- húsinu frá eldinum. Er slökkviliðið kom á staðinn, var hlaðan alelda og einnig hafði kvknað i hlöðu sem byggð var við hlið hinnar fyrri. Slökkvistarf stóð fram undir morgun en þá var önnur hlaðan hrunin og hin töluvert brunnin. Um 600 hestar af heyi eyðilögð- ust i brunanum og var það óvá- tryggt. Veður var hið versta er eldurinn kom upp svo erfitt var að athafnasig við slökkvistörf. Elds- upptök eru annaö hvort talin vera sjálfsikveikja eða af völdumraf- magns. Þing Landssambands slökkvi- liðsmanna var haldiö á Húsavik um siöustu helgi og voru slökkvi- liösmenn nýfamirfrá Húsavik.er eldurinn kom upp. —AS OVEHJUFÁIR ERU A ATVINNULEYSISSKRÁ Óvenjufáir voru skráðir at- vinnulausir um sl. mánaóamót miðað við það sem af er árinu. 30. september sl. voru 218 á atvinnu- leysisskrá, 136 konurog 82 karlar. Er það fækkun um 372 frá skrán- ingu 30. ágúst sl. Engin hreyfing I ávlsanamáiinu Ávisanamálið fræga, sem upp kom fyrir fjórum árum virðist enn eiga langt I land með að upp- lýsast. Samkvæmt upplýsingum Braga Steinarssonar vararannsóknara erformleghreyfing ekkiá málinu i dag en á sinum tima var um- gangsmikilli og fjárfrekri rannsókn hrundið af stað I máli þessu. Leitað var umsagnar Seðla- bankans vegna ýmissa niður- staðna og kom sú umsögn til Rikissaksóknara I vor. —AS Hefur skráðum atvinnulausum fækkað \ öllum landshlutum, nema á Vesturlandi, þar sem ástandiö er svo til óbreytt. Skýr- ingin er sú, að á Akranesi hefur eitt frystihúsanna veriö lokað um 3ja mánaða skeiö og er svo enn. Þá reyndust skráðir atvinnu- leysisdagar i september vera 3.873 talsins, en voru 9.215 í ágúst sl. Einnig liggur fyrir samanburö- ur á skráðu atvinnuleysi á 3 fyrstu ársfjóröungnum 1979 og 1980. A 1. og 2. ársfjórðungi þess árs eru verulega færri skráðir at- vinnulausir en á sama timabili i fyrra og er mismunurinn 1.216 manns. A 3. fjórðungi 1980 eru hins vegar fleiri á atvinnuleysis- skrá, en á sama timabili 1979, eöa 1. 352 á móti 523. Mismuninn má rekja til stöövunar frystihúsa viðs vegar um landið i júli og ágúst sl. -JSS vlsm_________________ verWnnun i Kóöavogi sVnli* Í2.5% hækkun á 7Ö dðgum: SAMSVMAR 94% HÆKKUN A ARII 35% munur á hæsla og lægsia verðl Kópavogstiðindi hafa undan- farið unnið að verðkönnunum I matvöruversiunum i Kópavogi, í samvinnu við neytendasamtökin. Fyrri verðkönnunin átti sér stað 16. júlf siðast liðinn og náði til athugana á 39 vörutegundum. Siðari könnunin fór fram 25. september á sömu vörutegundum og áður, en Verðlagsstofnun að- stoðaði við úrvinnslu. Niðuráöður verðkannana þess- ara birtast i nýútkomnum Kópa vogstiðindum og eru þær helstar að hækkun vörutegunda, á þeim 70 dögum sem liða á milli kann- ana, en 12.5% Framreiknað til árshækkunar, samsvarar hækkun þessi um 84% hækkun á ársgrundvelli. 1 Kópa- vogstiðindum er tala þessi sögð 65%, en þar er ekki reiknaö eftir þeirri keðjuverkandi aukningu sem slikur prósentureikningur verður að hafa, svo rétt sé reikn- að. Flestar þær vörur sem kannað- ar voru, eru undir ströngum verð- lagsákvæðum en þó er niöurstaða könnunarinnar sú, að verðmunur á hæsta og lægsta veröi, þeirra vörutegunda sem verðskráningin náöi yfir, var yfir 35%. Þessi tala segir aðeins til um aö sá sem þræddi allar verslanirnar og veldi það ódýrasta, væri 39% undir þvi veröi sem sá greiddi, er veldi dýrustu vörurnar. Meðal þeirra vörutegunda sem I könnunum þessum voru, má nefna hveiti og ýmsar mjölteg- undir, ýmsar Ora niðursuðuvör- ur, kjúklinga, nautahakk og kindahakk, auk ýmissa gerða af sápum og þvottaefnum. —AS Þýski markaðurinn daiar vegna ræktunar ísienskra hrossa: ÍSLENSKIR HESTAR ERU EFTIRSÓTTIR í KANADA „Ég er sannfærður um að Kanada verður stærsta markaðs- land okkar i framtíðinni, jafnvel strax á næsta ári,” svaraði Magnús Yngvason sölufulltrúi hjá SIS fyrirspurn VIsis um hrossasölu til útlanda. Hann sagði að þýski markaður- inn hefði dalað mikið og taldi helstu orsök þess vera ræktun Þjóðverja sjálfra á hrossum af islenskum stofni, ásamt þvi að hrossin, sem koma frá íslandi eru næmari fyrir sumarexemi en þau innfæddu. Hann sagði að þýskir seljendur notuðu sér þetta atriði óspart I söluáróðri sinum og hefðu árangur þess orðið þeim drjúgur. Aftur á móti sagði Magnús að bróunin væri ggð i Sviþjóð og Frakklandi er nú væru bestu við- skiptalöndin I Evrópu. En best er þróunin i Kanada. Þar er kominn upp góður kjarni eigenda Islenskra hesta I nágrenni Toronto og það eru menn sem meta islenska hestinn á svipaðan hátt og.gert er I Evrópu, þ.e.a.s. sem reiðhest, miklu frekar en sem gæludýr. 1 sumar var Sigurö- ur Ragnarsson tamningamaður á vegum SIS I Kanada og leiðbeindi þarlendum meðferð islenskra hesta og kosti þeirra. Aðspurður um Bandarikja- markaðinn, sem töluvert hefur verið reynt að komast inn á, sagði Magnús að þar gengi erfiðlega, „við komumst ekki i takt við Bandarikjamenn.” SV Komið á Kanaríeyjakynningunaað Hótel Loftleiðum 9.-12. október. Njótið kræsilegra veitinga sem framreiddar eru að hætti Kanaríeyjabúa. Matreiðslumeistararfrá Kanaríeyjum sjá um matreiðsluna. Kanarísk hljómsveit (Mary Sanchez y Los Bandama) skemmtir gestum. Stuðlatríó leikur fyrir dansi öll kvöld. Borðapantanir hjá veitingastjóra í símum 22321 og 22322. Happdrætti. Dregið verðurá hverju kvöldi um vinninga, en í lok kynningarinnarverðurdregið um aðalvinninginn, Kanaríeyjaferðfyrirtvo. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.