Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. október 1980 vtsm 9 Upphrópanlr og gífuryrðl leysa ekkl vandann Ef ég man rétt voru Loftleiðir og Flugfélag islands sameinuð 1973. Bæði félögin voru þá rek- in með tapi. Hagræðing af sameiningunni leiddi til góðrar rekstraraf- komu í nokkur ár á eftir. Sameiningin leiddi hins vegar til þriggja for- stjóra kerfis/ sem átti að standa í 3 ár, en stóð til 1979. Þriggja forstjóra kerfi er vafalaust þungt í vöfum í rekstri flugfé- lags. Athyglisvert var, að i kjölfar sameiningarinn- ar varð lítil fækkun starfsfólks hjá félaginu. Eðlilegt hefði verið að álykta að aukin hagræð- ing leiddi til fækkunar, en forstjórum og deildar- stjórum félaganna beggja var fundið starf í nýja félaginu. Yfirbygg- ing félagsins var því veruleg. Ýmis innri mál sameinaða fé- lagsins hafa valdið þvi miklum lerfiðleikum. Landsmenn hafa horft undrandi á deilur starfs- hópa hjá Flugleiðum. Sumir starfshópar hafa jafnvel tekið félagið kverkataki til þess að knýja fram hálaunastefnu sina og stjórnendur Flugleiða hafa verið ákaflega seinheppnir og virst litiö vitrir f samskiptum sinum við starfsfólkiö. Sumir hafa jafnvel velt þvi fyrir sér hvort félagið mundi liöast sundur innan frá, þó ekki kæmu til utanaðkomandi erfiöleikar. Veruleg gagnrýni hefur komiö fram á forstjóra Flugleiða og stjórn þess siðustu mánuði. Fyrrverandi háttsettur starfsmaður hefur lýst yfir i blaöaviðtali, að i félaginu ríki ekki óstjórn, heldur stjórnleysi. Ýmsar ákvarðanir eru gagn- rýndar og ekki siður ákvarö- analeysi. Var unnt að bregðast við hin- um nýju aöstæðum og aukinni samkeppni á Atlantshafinu með öðrum hætti? Sumir telja að lengi heföi mátt verjast með dugmeiri markaðsleit fyrir leiguflug og efla þannig tekjur fyrirtækisins. Aðrir telja að breyta heföi átt um flugvélategundir og nota breiðþotu 747 i stað DC-8. Þeir hinir sömu telja, að þess vegna hafi kaup á DC-10 verið skökk á- kvörðun og bent er á, að nýja þotan Boeing 727-200 geti ekki flutt fragt og geti þvi ekki nýtt alla tekjumöguleika. Hin umfangsmiklu flugvéla- kaup Loftleiða eru umdeild. Málið er hins vegar flókið og ekki á allra færi að meta hvar sannleikurinn liggur. Flugvirkjar hafa lengi haldið þvi fram meö talsverðum rök- um, að hagkvæmt hafi veriö að vinna meira af viðhaldi vélanna inni i landinu. Flugvirkjar hafa flutt þetta mál sitt meö festu og stillingu og látið vinna fyrir sig sérfræöilegar álitsgeröir um málið. Stjórnendur Flugleiða hafa veriö annarrar skoðunar. En i staö þess aö setjast niður með þessum ágætu starfsmönnum sinum og leggja spilin á boröiö, hafa þeir lengst af hunsað rök flugvirkja. Slik afgreiösla vekur auövitað tortryggni og þó eitt- hvaö hafi veriö úr bætt upp á siðkastið vantar mikið á. Þannig mætti lengi telja. Stjórnendum Flugleiða hefur mistekist aö halda tengslum viö starfsfólkið og kynna þvi erfið- leika og baráttu fyrirtækisins. Arangurinn er sá, að starfs- fólkið vantreystir stjórnendun- um, óánægja rikir og þjónusta fyrirtækisins er ekki nægilega góð. Ljóst er, að það sem setur Flugleiöir i sviðsljósið nú, eru hinir feiknarlegu erfiðleikar á Atlantshafinu. Ein spurning hlýtur að knýja á. Átti að stööva þetta flug fyrr og koma þannig I veg fyrir tugmilljarða tap nú i þrjú ár? Hvað olli þvi að ekki var stoppað fyrr? Var þaö um- hyggja fyrir starfsfólkinu? Auð- vitað veigra menn sér við aö segja upp hundruðum starfs- manna, sem unniö hafa árum saman hjá fyrirtækinu. Það er mikið mál að leggja niður heilan atvinnuveg. Var það von um, að betri tim- ar væru i nánd? Ef til vill. Dró von um samstarf við Luxem- burg ákvöröun? Eöa var það ó- eining i stjórn fyrirtækisins, sem stöövaöi ákvarðanatöku? Óhugsandi er aö stjórnin hafi haldið svo lengi áfram Atlants- hafsfluginu vegna þess að hún hafi ekki gert sér grein fyrir þvi hversu hrikalegt tapiö var. Hvað sem þessu liður er ljóst, að Atlantshafsflugið er stoppað þegar félagið er komið fram á hengiflug. Eignir fyrirtækisins eru að verulegu leyti uppétnar. Greiðslustaðan er svo slæm, að fyrirtækið er nánast hjálpar- vana. Fyrirtækið þarf aö fá rikisábyrgö fyrir 12 m. $ þar sem um er að ræöa aö breyta skuldúm og skammtfmalánum i lengri lán. Veðsetningar eru það miklar miðaö viö bókfært verð, að rikisábyrgð verður að köma til. Svo seint er staðar numið að fyrirtækið getur ekki bjargast án utanaðkomandi hjálpar. Ekki hafa þeir starfsmenn fyrirtækisins fylgst vel með rekstrinum sem láta sér koma á óvart að stoppaö var nú og starfsfólki sagt upp. Engin skynsamleg rök eru fyrir þvi, aö draga slika ákvörðun við ó- breyttar aötæður. Hluthafar hljóta hins vegar að spyrja, hvers vegna þessi ákvörðun hafi komið svona seint. Hvað er framundan? Erfitt er að geta sér til um þróun mála á Atlantshafinu. Margir álykta sem svo, að þetta ástand geti ekki varaö lengi. Þegar öll eöa nær öll flugfélögin tapa i skefjalausri samkeppni hljóta hin veikari aö detta út innan tiðár. Eðlilegt er þá að á- lykta, aö einkafélögin muni draga sig i hlé, enda hafa þau ekki fé til að tapa endalaust. neðanmóls Hér birtist síðari hluti greinar Guðmundar G. Þórarinssonar um Flug- leiðamálið. Víkur hann að því hvað framundan er hjá fyrirtækinu og flug- rekstrinum almennt. Flugfélög i rikiseigu eða rikis- styrkt munu hins vegar halda á- fram. Þau eru i mörgum tilfell- um rekin af stolti viökomandi lands og hallinn verður sóttur i vasa skattgreiðenda. En hvaða félög detta þá út i samkeppninni? Það eru banda- risku félögin ef þessi röksemda- færsla heldur. Evrópufélögin eru mörg rlkisrekin og þau munu halda áfram. Carter mun þvi innan skamms tima (svo fremi sem hann verður forseti áfram) horfa upp á þá skipan mála, að samgöngur Bandarikj- anna við Evrópu verða með rikisreknum Evrópuflugfélög- um. Ofan á efnahagsörðugleika og samdrátt þar I landi gefist bandarisku flugfélögin upp við að fljúga yfir Atlantshafiö. „Open sky” stefnan hefur lika haft það I för meö sér, aö nú er flogiö beint frá fjölmörgum borgum i Bandarikjunum til Evrópu, en áöur var aöeins flog- ið frá fáum. Þetta hefur leitt til verulegrar minnkunar I innan- landsflugi bandarisku flugfé- laganna. Þeir sem telja þessa þróun mála liklega, benda á, að áður en til þessa dregur muni forseti Bandarikjanna verða að gripa I taumana til þess að tryggja hlutdeild bandarisku flugfélag- anna I fluginu yfir hafið, og setja ákveönar reglur. Hvort þær regiur verða eitthvaö I lik- ingu viö þær sem giltu 1945-1978 er erfitt að spá um. Verði þróun mála þessi og þaö innan tiðar, væri hart fyrir Is- lendinga aö vera nýbúnir að gefast upp þegar nýjar reglur kæmu. Kannski er þetta ástæð- an fyrir þvi hve lengi Flugleiðir hélduáfram Atlantshafsfluginu. Ef brotið er niöur markaðskerfi, sem tekiö hefur áratugi að byggja upp, getur oröiö erfitt að endurnýja þaö. Telji menn þessa þróún liklega getur það réttlætt timabundinn stuðning rikisvaidsins viö Atlantshafs- flugið. Enn aörir telja hins vegar, að það fyrirkomulag, sem nú rikir á Atlantshafinu muni rikja um ófyrirsjáanlega framtiö. Þetta fyrirkomulag muni meira að segja ryðja sér til rúms á æ fleiri flugleiöum og breiðast yfir heiminn með óskaplegum sveiflum i flugheiminum. Nokk- ur teikn virðast á lofti um að þessi þróun mála sé að hefjast á Evrópumarkaði. Engin leið er að sjá fyrir hvað i raun muni gerast. Samgöngu- ráðherra okkar, Steingrimur Hermannsson, hefur tekiö á vandamálum Flugleiöa af mik- illi festu og verið ótrúlega fljótur aö setja sig inn i flókn- ustu viðfangsefni flugsins. Hug- mynd hans er aö gera tilraun með að halda Atlantshafsflug- inu gangandi I 3 ár meö tilstyrk islenska rikisins og Luxem- burgar. Baktrygging islenska rikisins næmi 3,5 milljörðum isl. kr. á 3 árum eða sem svarar þeim tekjum sem rikið hefur af fluginu og mundu falla niöur, ef flugiö fellur niöur. Þarna er um aö ræða lendingargjöld, leigu af flugstöð i Keflavik, skattar o.s.frv. Luxemburg hefur lýst sig reiðubúna til að leggja fram um 3 m. $ fyrsta árið, en rikis- stjórnin þar telur sig ekki geta bundið sig lengra fram i timann, en telur liklega I áframhaldandi viðræöum þegar þar aö kemur. Ef þessar fjárhæðir duga, er tilraunin vel þess viröi. Nauð- syinlegt er að Flugleiöir geri it- arlegar rekstraráætlanir og reyni aö skera úr um hvort þessi leið er fær. Með þessu yröi reynt aö aðskilja Atlantshafsflugið sem mest frá Evrópuflugi og innanlandsflugi. Menn gæti stillingar Vonir standa til aö tillögúr samgönguráðherra leysi vanda Flugleiða, um aö minnsta kosti nokkurn tima, og störf flestra þeirra sem sagt hefur veriö upp veröi tryggö. Stöðugar upphróp- anir og gifuryröi leysa ekki vandann. Menn sem reyna að auglýsa sig meö þeim hætti auka aðeins á erfiðleikana og skapa glundroöa, rugla fólkiö og gera þvi erfitt fyrir aö draga réttar ályktanir. Söguburöur er feiknarlegur á kreiki varðandi rekstur FJug- leiöa. Þeir sem slikar sögur færa fram þurfa aö finna oröum sinum staö eöa vera ómerkir ella. Flugleiðir er tslendingum á- kaflega mikilvægt fyrirtæki. Hér er engin leið að halda uppi menningarþjóðfélagi nema hafa öruggar flugsamgöngur viö ná- grannalönd. Rikisrekstur fyrir- tækisins leysirengan vanda. Þá fyrstyröi nú reksturinn óaröbær á öllum leiðum ef rikið færi að sjá um hann. Hins vegar er aö minu mati æskilegt aö breikka eignaraöild að Flugleiðum, sér- staklega vegna þeirrar einokun- araðstöðu sem fyrirtækiö hefur og hinnar glfurlegu þjóðhags- legu mikilvægu stööu. Æskilegt væri aö starfsfólk fyrirtækisins ætti verulega eignarhlutdeild og yrði þannig virkt i rekstrinum. Rikiö mætti gjarnan auka eign- araðild sina eitthvað og æskilegt væri aö sterk almenningsfélög fengju eignaraðild þannig aö á- kvarðanataka hluthafafunda kæmi á fleiri aöila. En umfram allt, nú er að láta ekki bugast þó I móti blási. Erfiöleikarnir eru til að sigrast á þeim. Kertaljósið slokknar i andvara en bálið eflist i vindin- um. Stjórn Flugleiða á blaðamannafundi I siöasta mánuöi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.