Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 14
vtsm vísm 14 Miðvikudagur 8. október 1980 Miövikudagur 8. október 1980 Spirinn er geymdur Iþrem tönkum. Þessir tveir taka hvor um sig 10.000 litra, en til viöbótar er einn S. 000 litra tankur. Litiö brot af iagernum. „Það breyttist margt þegar við fluttum hingað arið 1970. Áður vorum við til húsa i Nýborg, að Skúlagötu 6, og þar voru viðhöfð nokkuð önnur vinnubrögð en hér tiðkast, enda tæknin orðin meiri og fullkomnari en áður. Þegar t.d. hræra þurfti i vininu, til að blanda sykrinum saman við stökk einhver starfsmaður- inn upp á tunnurekkann, og hrærði i tunnunni með þar til gerðri sleif. Á hverri tunnu var litið gat, þar sem hægt var að stinga sleifinni niður. Fréttamenn Visis eru staddir i „riki Rikisins”, nánar tiltekiö i verksmiöju Afengis- og tóbaks- verslunar rikisins uppi á Stuðla- hálsi 2. og hafa fengið sér til leiö- sagnar Baldur Stefánsson, verk- stjóra á staönum. Þaö var sannarlega ekki auð- I hlaupiö aö þvl aö fá aö lita þessa uppsprettu islenskra guöaveiga. En meö mátulegum skammti af þolinmæöi og ýtni (skulum við kalla þaö) tókst okkur aö fá aö kikja inn. Og þá hittist ekki verr á en svo, aö veriö var að tappa is- lenskum krækiberjalikjör á flöskur. Og sá veröur ekki dóna- legur á bragðiö, ef hann veröur ekki lakari en liturinn. Fáanlegur eftir nokkrar vikur. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær viö sendum likjör. inn i áfengisútsölurnar”, sagði Baldur. „Hann veröur liklega lát- inn standa i einhverjar vikur á flöskunum.áöur en lengra er haldiö.” Þetta er ekki i fyrsta sinn sem islenskur krækiberjalikjör litur dagsins ljós. ATVR hóf slika framleiðslu á árunum 1971 og 1972. bá var framleitt nokkurt magn og sent i útsölurnar. Það I seldist upp eins og hendi væri veifaö og þótti gott, aö sögn sér- fróöra. Vegna berjaskorts lagöist þessi framleiösla þó niöur, en nú er hún aö hefjast til vegs og virð- ingar á nýjan leik. En hvernig veröur krækiberja- likjör til? „Fyrst hökkur* viö berin i berjapressu, þannig aö saftin skilst frá hratinu. Hún er siðan blönduö meö sykri og spira. Úr þessu fæst rúmlega 35% styrk- leiki. Siðan er likjörinn „filter- aður” tii aö koma i veg fyrir botn fall, og eins og þiö sjáiö, er hann ákaflega tær og fallegur”. Hvaö tekur langan tima aö búa hann til? „Framleiöslan tekur lengri tima en hún raunverulega þyrfti aö gera, þvi viö erum ekki meö nógu góða berjapressu. En viö Nú fer þetta allt fram i hrærivélum og manns- höndin kemur hvergi nærri framleiðslunni.” Vísir heimsækír verksmiöju „R Búa til Krækiherjalikjör úr Dre Amurnar úr Nýborg, sem enn þjóna sinu hlutverki þrátt fyrir drjúgan aidur, enda úrvalsviður I þeim. eigum von á nýrri og þá geng- ur þetta hraðar”. 3 tonn af krækiberjum. t haust keypti ATVR 3 tonn af krækiberjum til likjörgeröar- innar. Voru þau einkum fengin af Vestf jöröum. Úr þessu er gert ráö fyrir aö fáist 10.00-12.000 hálf- flöskur af likjör. „Þetta voru falleg og góö ber sem viö fengum”,sagði Baldur, „þannig aö hráefniö er skinandi gott. Okkur hefur oröiö tiörætt um li- kjörinn, en ekki má gleyma þvi, aöi verksmiöjunni eru framleidd- ar 20 tegundir af islenskum vín- um. Þá er nýbyrjaö aö tappa islensku brennivini á litlar flösk- ur þ.e. „minatura” og verður þaö selt i flugvélum innan tiöar. Er ekki aö efa, aö sú nýjung eigi eftir aö njóta vinsælda. En b_aö er fleira sem vekur at- ygli. Gömlu stóru ámurnar, sem i upphafi vas minnst á skipa nú heiðurssess á staönum. Þær voru eins og áöur sagöi I Nýborg keyptar þangað úr Olgeröinni og raunar veit enginn hversu gamlar þær eru. Nú geyma þær brennivín, sem er látiö standa i 1-2 ár og siöan selt undir nafninu Húsið þyrfti að vera helmingi stærra. „Þetta hús hérna þyrfti að vera helmingi stærra”, sagði Baldur, þegar við gengum fram i birgöa- geymsluna. Þar hefur allt vin sem flutter inn i landiö, viðkomu. Þetta á lika viö um smygl, þvi þaö er allt flutt upp i Artúnshöfða. Einhver hluti þess er seldur og sé um spira ab ræöa, er hann notað- ur i framleiösluna. „Auðvitaö veröur hann aö vera innsiglaður og i flöskum. Aö öörum kosti er honum hellt niöur”, sagöi Baldur. „Þaö er rétt sem þið segib, aö maöur gæti haldiö að hér inni væri ársskammtur fyrir þjóð- ina”, hélt hann áfram, þegar við höfðum orö á þvi mikla magni sem var inni i birgðageymslunni. Hiö rétta er þó, aö hingað eru keyröar brigöir frá skipi, aö meöaltali tvisvar i viku, og 3 daga vikunnar eru 2 vörubilar i feröum milli birgðageymslunnar og útibúanna, þannig að þetta stendur stutt viö”. Að öllum þessum upplýsingum fengnum, ákváöum viö aö gefa fólkinu vinnufriö, þökkuðum fyri- okkar og kvöddum. sem upphaflega höföu komiö hingaö til lands, fullar af Sherry. Þær geyma nú ákaviti, sem meö tiö og tima tekur örlitinn lit og „Gamalt brennivin”. Þarna voru lika eikartunnur, Texti: Jö- hanna Sig- þórsdóttir, blaðamaöur. lUilailo, oCiil CI Cl.lll.lv. Clll Myndir: Kristján A. Einarsson.ljós- myndari. þvi tappað á flöskur og heitir þá „Gamalt ákaviti”. Þarna er einnig framleitt ákaviti til út- flutnings og svo mætti lengi telja. MANNSHðl KEMUR Hvl NÆRRIVÍNF i Þá eru þær tilbúnar til útsendingar, án þess aö mannshöndin haföi nokkurn tfma komiö viö þær á öllu þessu færibandaferöalagi. Baldur Stefánsson verkstjóri viö skápinn sem hefur aö geyma sýnis- horn af Islensku tegundunum tuttugu. Auk þess koma 10 erlendar vin- tegundir i tunnum, og er þeim tappaöá flöskur I verksmiöjunni. Sherry-tunnurnar sem gefa gamla ákavitinu þann höföinglega litar-og bragöblæ, sem er einkennandi fyrir þaö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.