Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 17
\ Miðvikudagur 8. október 1980 VÍSIR Fréttaflutningur af athöfnum hestamanna hefur lengst af veriOlftill, en fer nú vaxandi Hestamennirnir fá sitthvað við sitt hæfi: Meira lesefni en var hér áður fyrr Snjallir hagyrðingar og skáld hafa sett saman ógrynni visna og ljóða um hesta og sögur af hest- um hafa verið sagðar og skráðar. Lengi hefur slikt efni verið afar vinsælt lesefni og viða verið skráð i blöðum og timaritum. Allar bækur, sem gefnar voru út á fyrri árum um efnið eru löngu uppseldar og eru taldar meðal gersema á heimilum hestamanna. Þótt móttökur hestamanna á bókum um hesta og efni þeim viðkomandi væru slfkar, var um nokkuð langt árabil heldur litið gefið út af slíkum ritum, enda voru hestamenn orðnir all lang- eygir eftir nýTneti af þvi tagi. Þeir kunnu næstum utanað Horfnir góðhestar og Fákar og fleiri af þessum gömlu góðu bókum, en litið bættist við. Dag- blöð hafa lengi haft' litinn áhuga á að sinna áhugamálum hestamanna, gera sér sjálfsagt litla grein fyrir hvað sá þögli hópur er stór, sem fylgist með og hefur áhuga á fréttum og öðru efni um hesta og hesta- menn. Hann er miklu stærri en félagatala hestamannafélaga- nna segir til um. Á siöustu árum hefur orðið nokkur breyting á. Nokkrir hestamenn, sem voru orðnir langþreyttir á að lesa sjaldan nokkuö I dagblöðum um fram- vindu þeirra mála, svo sem fréttir af mótahaldi og öðru sem þá varðar, hófu Utgáfu eigin blaðs, Eiðfaxa, og kom fyrsta blaöið út i júli 1977. Fljótlega eftir það fóru sum dagblöðin að sýna hestamönnum aukinn áhuga og nú er svo komið aö a.m.k. þrjúþeirra hafa á sinum snærum menn til að gera hesta- mennsku nokkur skil. Landssamband hestamanna- félaga hóf útgáfu blaðs, Hestur- inn okkar, fyrir um 20 árum siö- an. Einn af hvatamönnum að iltgáfunni og ritstjóri fy rstu þrjú árin var Vignir Guömundsson blaöamaður. Við ritstjórn af honum tók Sr. Guðmundur Oli Ólafsson og stýröi ritinu til árs- ins 1970, þegár Sr. Halldór Gunnarsson tók við og hefur sið- an haft ritstjórn með hendi. Hésturinn okkar ber rómantlk hestamanna glöggt vitni. Megin efni þess höfðar til viðkvæmari strengja i brjóstum manna, þar er mikiö af frásögnum um ein- staka gæðinga og um hugnæmt samband þeirra og eigandans. Siðan 1973 hefur Hesturinn okkar auk þess haft það hlut- verk að birta ættbók hrossa, samkvæmt serstökum samningi viö Búnaðarfélag Islands. Við Valdimarsson skrifar. þann samning stækkaði biaðið, þannigað i stað þriggja blaða á ári koma nú fjögur. Hesturinn okkar er vandað blað að frá- gangi, en ber þess vott að fjár- hagur er ekki svo rúmur að hann leyfi efniskaup sem neinu nemur. Eigi að sfður er blaðið vinsælt af hestamönnum I þvi formi sem það er og meöan svo er, er ekki ástæða til stórra breytinga. Landsambandið hefur auk Hestsins okkar gefið út þrjár bækur. Hin fyrsta þeirra var á Fáki eftir Boga Eggertsson og Gunnar Bjarnason. Þetta er bók sem inniheldur leiðbeiningar fyrir hestamenn um meöferö hesta, umgengni við þá og reið- mennsku. Bókin vargefin út ár- ið 1952 og er nú löngu uppseld. Næst kom Hesturinn minn, sem einnig er leiðbeininga bók fyrir hestamenn og kemur viða við. Hún er i mörgum köflum og skrifuð af mönnum með sér- þekkingu, hver á sinu sviði. Bókin er aðgengileg og i flestu góð, þótt allir kaflarnir séu ekki jafngóðir. Hesturinn minn er ekki tæmandi leiðbeiningabók um efnið, enda mun áætlað að gefa út aðra bók i framhaldi af þessari. Þá gaf LH út kennslubók, sem heitir Sprett úr spori og er hún ætluð til notkunar viö reiðnám- skeið. Það er mál flestra, sem ég hef heyrt tjá sig um þá bók, að til hennar heföi mátt vanda mun meira. Af útgáfustarfsemi LH skal siðast nefna Lög og reglur. Það erlausblaðabók, sem inniheldur efni i samræmi viö nafnið, þ.e. lögogreglugerðirLH. Bók þessi er m jög þörf og gott uppsláttar- rit.Astæða er til að leggja mikla áherslu á nauðsyn þess að slik bók sé unnin af nákvæmni og gefi ekki villandi upplýsingar. Helsti ijóöurinn á þessari bók er i sambandi við dreifingu henn- ar. Hún hefur verið boðin til sölu ogmargir hestamenn hafa eign- ast hana, en þeir hafa enga tryggingu fyrir aö þeim gefist færi á að eignast breytingar, sem að sjálfsögöu veröur að gera, reglulega. Þurft hefði aö skrá alla eigendur bókarinnar og senda þeim viðbætur jafnóð- um og þær koma út. 17 Galant 2000 GLX 1980, sjá/fskiptur si/furgrár að /it t Sambyggt útvarp og kassettutæki Ekinn aðeins 8 þús. km. HEKLA HF. söludeild 21240-11276 Við höfum opnað hársnyrtistof u að Þverholti í Mosfellssveit. Herra-, dömu- og barna: Klippingar, blástur, permanent og fleira. Öpið f rá kl. 9-6 mánud.-föstud. og 9-12 laugard. Tímapantanir í síma 6 60 90. Hársnyrtistofan Mosfellssveit /Þverholti $ Nýir eigendur: Kristinn Svansson, * Diana Vera Jónsdóttir. KS3í3S3ööeí3C3í3«3í3«3S3t3í3t3tJ£3ÖS3eSS3t3C3í3S3C3S3SSÖÍX3í3S3ÖS3S3M«3KK3S3s8 UL r>c* býður sina gömlu og góðu viðskiptavini velkomna í nýju verslunina Hér er á 3000 ferm. gólfi mesta úrval landsins af: sófasettum, hjónarúmum, og húsgögnum i barnaherbergi Afborgunarkjörum okkar er best lýst með því að segja: ALLIR RÁÐA VIÐ ÞAU íf|nqi,30lt*>öl!tl,t Bíldshöfða 20, Reykjavik. Q Q Simar: 81410 og 81199. TALSTÓDVABÍLAR^ UM AUA j BORGINA* í SIMI \ 85060$

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.