Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 18
GULL- KORN Einstaka sinnum hrjóta gullkorn af vör- um glanskvenna úr leikarastétt þótt flest- um beri saman um að það sé sjaldan. Þannig mun leikkonan Ursula Andress hafa nýlega látið eftirfarandi orð falla: „Hollywood er borg- in þar sem karl og kona hætta að sofa saman — eftir brúðkaupið . . .” Burt Reynolds kvendld Burt Reynolds lýsti því nýlega yfir, að hann vildi giftast konu sem væri fjármálaspekúlant i eld- húsinu, glæsikona í stof- unni og ambátt i svefn- herberginu. Hann bætti því síðan við, að ef hann þekkti sig rétt myndi dæmið snúast þannig, að eftir giftinguna yrði kon- an ambátt í stofunni, glæsikona i eldhúsinu og f jármálaspekúlant i rúm- Hermann Ragnar ( hópi barnanna I Bústaöahverfi. „SJALDANSÉÐ SVONA ÁNÆGÐA KRAKKA” — segir Hermann Ragnar um barnaskemmtun á Bústödum VÍSIR Miðvikudagur 8. október 1980 Magnús og Jóhann hafa nú aftur leitt saman hesta sina á hljóm- plötu sem ber heiti þeirra fóstbræðra. Tónlistin á plötunni er öll samin af þeim sjálfum og eru þeir sjálfir útgefendur. Platan er nokkuð seinna á ferðinni en upphaflega var áætlað því hún átti að koma út fyrir síðustu jól. Hún var hljóðrituð tvær desem- bernætur í fyrra og voru notaðar all óvenjulegar starfsaðferðir við gerð hennar. Samstarf þeirra Magnúsarog Jóhanns hófstá sjöunda áratugnum og eru nú liðin 10 ár frá þvi þeir sendu frá sér sína fyrstu plötu og siðar störfuðu þeir saman í hljómsveitinni Change. Síðan skildu leið- ir en á þessari nýju plötu hittast þeir aftur á ný. „Ég hef sjaldan séö svona glaöa og ánægöa krakka”, — sagði Hermann Ragnar Stefánsson er viö höföum samband viö hann eftir vel heppnaöa barnaskemmtun sem haldin var á laugardaginn sl. I félagsmiöstööinni „Bástööum”, sem er til húsa í kjallara Bústaöakirkju. Félagsmiöstööin er rekin á vegum Æskulýðsráös Reykja- vikur og veitir Hermann Ragnar henni forstööu. A skemmtunina voru mættir rúm- lega 270 hressir krakkar á aldrinum sex til tólf ára og önnuöust þau sjálf, að miklu leyti, undirbúning og skemmtiatriði, með aðstoð frá ung- lingum i hverfinu. Meöal atriöa á skemmtuninni voru tiskusýningar, leiksýningar og eftirhermur svo eitt- hvað sé nefnt og i lokin voru sýndar kvikmyndir við mikinn fögnuð. Hermann Ragnar kvaðst vera mjög ánægður með þessa fyrstu barna- skemmtun vetrarins, en fyrirhugað er að haida fleiri skemmtanir af þessu tagi i „Bústööum” i vetur. Krakkarnir önnuöust sjátfir tiskusýningu og sýndu m.a. föt frá Karnabæ. (Visis- mynd: GVA). mcmnlíí Siguröur I góöum hópi samstarfskvenna f Valhöil. (Visismynd: GVA) Framkvæmda- stjórinn kvaddur Sigurður Hafstein hefur nú látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins en hann hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Landssambands islenskra sparisjóða. 1 tilefni af brotthvarfi Sigurðar af skrifstof- um flokksins héldu fyrrverandi starfsfélagar hans honum veglegt kveðjuhóf i Valhöll á föstudags- kvöldið sl. Voru þar mættir bæði gamlir og nýir starfsmenn Sjálf- stæðisflokksins svo og ýmsir áhrifamenn úr flokksforystunni. Meðfylgjandi myndir tók ljós- myndari Visis, Gunnar V. Andrésson, i kveðjuhófinu á föstudagskvöldið. HRISTINGUR Geir Hallgrimsson, formaöur Sjalfstæöisflokksins Sigurö- ur Hafstein og Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.