Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 27
27 Miðvikudagur 8. október 1980 VÍSIR íslenskar narnabækur í sókn eftir mðrg ár Áriö 1979 var barna- bókaútgáfa á islandi í lægð. Þar á ég ekki við að fáar bækur hafi komið út á því ári# heldur miklu frekar hitt að fátt hafi verið um góðar barna- bækur á markaði það ár. Nauðsynlegt er að gera miklar kröfur til barna- bóka að því er varðar gæði og framsetningu. Mikill meirihluti þeirra bóka sem voru á markaði fyrir siðustu jól uppfyllti ekki þær lágmarkskröfur sem gera ber til bóka handa börnum. I því sam- bandi má nefna ákveðinn hiuta hins svokallaða „f jölþjóðlega sam- prents"/ sem fullnægir ekki þeim lágmarkskröf- um, sem ég tel að gera beri til barnabóka. Þegar fullorðið fólk velur sér bækur til lestrar kapp- kostar það að hafa þær við sitt hæfi, þannig að það geti haft af þeim nokkra skemmtun eða fróðleik. Hliðstæðar kröfur verður einnig að gera til barnabóka. Hva6 er mest ráðandi þáttur- inn varöandi þaö hvaöa bækur börn vilja eignast og lesa? Þeirri spurningu er erfitt aö svara. Þó tel ég víst aö auglýs- ingar og þá einkum i sjónvarpi séu mjög ráöandi þáttur i bóka- vali barna. Einnig held ég aö óhætt sé aö fullyröa aö þær bækur sem haldiö er á lofti i skólum eigi greiöari aögang aö börnum en margar aörar bækur. Þannig má segja aö þung skylda sé lögö á heröar bæöi útgefenda og kennara og annarra aöila sem áhrif hafa á hvaöa bækur eru á boöstólum og lesnar i skólunum. Ofugþróun snúið við Þessa dagana er aö koma i stórum dráttum i ljós hvaöa bækur veröa gefnar út nú á Siguröur Helgason skrifar um barnabækur þessari bókavertiö. Þá kemur sú gleöilega staöreynd i ljós aö frumsamdar islenskar barna- bækur eru i mikilli sókn eftir fremur mögur ár. Því fagna ég og einnig þvi aö óvenju mikiö viröist vera væntanlegt af bók- um eftir viöurkennda erlenda höfunda i íslenskum þýöingum. Þannig má meö sanni segja aö sú slæma þróun sem margir kvörtuöu yfir á siöastliönum vetri sé i rénum. En þessari gleöilegu breytingu þarf aö fylgja eftir. tslenskir barnabókahöfundar kvörtuöu mjög undan þvi hve erfitt þeir ættu meö aö standast samkeppnina viö „fjölþjóölega samprentiö” á siöasta vetri. Þeirra sjónarmiö er aö minu áliti alveg rétt og full ástæöa er til aö styöja sérstaklega viö þessa, aö þvi er viröist viö- kvæmu bókmenntagrein á ts- landi. En hvernig er best aö veita slikan stuöning? Barnabókadagur Nú þegar mikill fjöldi titla eftir islenska höfunda eru á leiö- inni á markaö vil ég hvetja þá aöila sem hagsmuna eiga aö gæta, þ.e. rithöfunda, bókaút- gefendur, skóla, bókasöfn og raunar alla þá aöila sem vilja gera barnabókinni hátt undir höföi til aö efna til sérstaks barnabókadags. A þessum degi væri hægt aö gefa barnabókinni sérstaklega gaum i námsefni yngstu bekkjanna i skólum landsins. Skólasöfn gætu efnt til kynninga á ýmsum rithöfundum og verkum þeirra og þannig væri möguleiki aö vekja virki- lega athygli á barnabókinni, stööu hennar og þeirri nauösyn sem er á aö hún haldi velli i is- lensku menningarlifi. Fjöl- miölar gætu lagt sinn skerf af mörkum og þannig væri hægt aö efna til mikillar barnabóka- kynningar sem viöast. Þetta gæti þýtt þaö aö rithöfundar þyrftu aö heimsækja skóla og/ eöa bókasöfn og þannig komist i nánara samband viö þá sem lesa, eöa koma hugsanlega til meö aö lesá bækur þeirra. Otgefendur gætu sýnt Islensk- um barnabókahöfundum virö- ingarvott meö þvi aö veita þeim a.m.k. jafn mikla auglýsingu og öörum útgáfubókum. Ég set þessa hugmynd mina hér fram af þvi aö ég tel aö hún sé raunhæf. Ég tel til aö mynda aö þetta gæti oröiö skemmtileg tilbreyting i skólum landsins og ekki þyrfti aö kosta miklu fjár- magni til. Aöalatriöiö væri aö vekja hressilega athygli á is- lenskir barnabókagerö og þá um leiö aö hvetja foreldra til aö kaupa islenskar bækur til aö tryggja þeim þann sess sem þær veröskulda i huga bókaþjóöar- innar. Aö lokum vil ég benda á aö mjög heppilegt væri aö efna til sliks dags i nóvemberlok á þessu ári og vonandi taka þeir sem hagsmuna eiga aö gæta sig til og taka til starfa viö und- irbúning. Sigurður Helgason Mlsir i morgun: • Sneysafullur af forvitnflegu efni og fréflum • Hvað eru mÚIUr? spyr Magnús BiarnMsson I Hedanmálsgreln • Heil opna al Mannlíli inni á gafli á hluthalafundi Fiugieiða m A MORGUN ■ - stærra og belra biað Sjððir okkar á borðum útiendinga Samningamálin ganga undar- lega. Þau hafa nú dregist mánuöum saman og ekkert ból- ar á lausn. Vel getur veriö aö nokkur efnahagslausn felist i þvi i sjálfu sér aö ganga ekki frá samningum. Efnahagurinn þolir auövitaö mikiö betur ef ekki er samiö en ef samiö er um grunnkaupshækkanir beint ofan i 70% gengisfail á ársgrundvelli. Engu aö siöur er ástæöulaust aö hætta samningum. Felist sál- gæsian i þvi aö standa áfram i samningaviöræöum er auövitaö kostnaöarminnst aö láta þær standa næstu tvö árin, eöa leng- ur ef menn vilja. Þaö er nefni- lega ekkert sem bannar mönn- um aö hafa aö aðalatvinnu aö sitja samningafundi. Og kannski fer best á því aö þeir sem á undanförnum árum hafa hvaö haröast gengiö fram i þvi aö efna til samningafunda, fái nú aö ástunda slika iöju meöan starfsaldur endist. Þá viröist annaö mál vefjast fyrir, en þaö er ákvöröun um fiskverö. Eins og alkunna er átti samkvæmt lögum aö hækka fiskverö 1. október siöastliöinn. Hér er notuö sögnin aö hækka um fiskverösákvöröunina, en þaö er gert vegna þess að engin dæmi eru þess aö fiskverð hafi veriölækkaö hvernig sem ástatt hefur veriö hjá fiskkaupendum og hér og eriendis. Nú er liöin vika af mánuöinum og enn bólar ekkert á fiskveröshækkuninni. Þaö hefur ekki einu sinni heyrst bofs um þaö hverjar kröfurnar eru, en auðvitaö eru kröfur á feröinni. Kannski máliö veröi afgreitt meö ákvöröun um aö halda áfram viöræöum um fisk- verðiö þangaö til I mars á næsta ári svona til aö byrja meö. Þessir skripaleikir, annars vegar samningaviöræöur um kaup og kjör landverkamanna og hins vegar fiskveröshækkun handa sjómönnum og oliudrek- um fiskimiöanna, eru lftiö skemmtiefni öörum en þeim, sem hima eins og vængbrotnar æöarkollur þann stutta tima ársins, sem samningaviöræöur standa ekki yfir. Þeir eru vitnis- buröur um þá staöreynd aö ytri aöstæöur hafa tekiö f taumana meö þeim hætti, aö nú eru samningamál aöeins oröin spurning um stööu rikiskassans. Komi til umtalsveröar hækkan- ir veröur ekki hægt aö sækja þaö fé sem til þeirra fer neitt annaö en i rikissjóð, annaö hvort strax eöa einhvern tima seinna. Um þau mál fer eins og lambakjötiö, sem Irma I Dan- mörku selur varla fyrir flutn- ingskostnaöi. Þaö kemur ekki bændum viö, enda borga skatt- greiöendur. Landverkamenn sem mættu min vegna hafa milljón á mánuöi væri þaö hægt, fá kauphækkanir sinar greiddar úr rikissjóöi eftir einum eöa öörum leiöum, þegar svo er komiö aö verö fyrir fram- leiösluvörur eru lægra en nemur vinnukostnaöi. Sjómenn lenda lika á rikinu, þótt þeim sé tryggö fiskveröshækkun tvisvar á ári, vegna þess aö Iceland Products og Seafood i Banda- rikjunum geta ekki hækkaö fiskverö hjá sér eftir þörfum og óskum sjómanna og útgeröar- manna. Þannig sitja nú samninga- menn á fundum viö aö ákveöa umtalsveröar skattahækkanir, bæöi á sjáifa sig og aðra. Og til hvers’. Menn spyrja raunar ekki lengur svona bjánalegra spurn- inga. Samningar eru nauösyn hvar sem eitthvaö er til aö semja um eöa ekki. Stærstur hluti af pólitisku lifi I landinu er upptekiö viö aö fylla i þær eyöur efnahagsins, sem birtast i kjöl- far hverra samninga. Og svo mun enn verða. Hinn almenni atvinnumarkaöur þolir ekki kauphækkanir, og hinn almenni launamaöur þolir ekki þaö kaup sem hann hefur. Sjómenn og oliu drekar veröa aö fá hærra verö fyrir fiskinn, en útflutningurinn þolir ekki hærra verö. Þaö er þvi ekki aö undra þótt samning- ar dragist á langinn og lög- bundnum fiskveröshækkunum sé frestaö um eina eöa tvær vik- ur. tslenskir skattpeningar hringla nú i kössum Irmu i Dan- mörku. Spurningin er hvort komist veröi hjá þvi aö styrkja fleiri grannþjóöir meö niöur- greiöslum úr sjóöum tslend- inga. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.