Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 08.10.1980, Blaðsíða 28
vfsm Miðvikudagur 8. október 1980 síminner 86611 ■- veðurspá dagsins Klukkan sex i morgun var 960 mb lægð austur við Noreg, 1026mb hæð yfir Grænlandi og fer hiin nú hægt minnkandi, enn verður kalt i veðri. Suöurland: norðan 6-8 og sum- staðar 9, léttskýjað að mestu. Faxafldi og Breiðafjörður: norðan eöa norðaustan 6-8, viða 9, skýjað. Vestfirðir: norðaustan 7-8 og sumstaðar 9, él, lægir dálitið i dag. Strandir, Noröurland vestra til Austfjarða: norðan 7-8, snjökoma með köflum. Suðaus turland : norðan 7-9, viöa léttskýjað. Ætli óveðriö f nótt og morgun sé fyrirboði um þann veður- ofsa, sem fara mun um sali á aðalfundi Flugleiða I dag? Hirti trygginguna. vfxilinn og bilinnl Góöglaður borgari á- kvaö að festa sér bifreið á f immtudaginn. Þar sem hann hafði ekki til- tækt fé/ bauð hann fram 15 vixla í Volkswagenbif- reiö sem kosta átti 1500 þúsund. Eigandinn féllst á þetta og afhenti hinum góðglaða borgara bifreið- ina, eftir að hafa fengið vixlana i hendurnar. Gerðist nú hinn nýi eigandi Volkswagenbifreiðarinnar drukkinn mjög og vantaöi snar- lega reiðufé til þess aö geta haldið ánægju sinni áfram. Sama dag bauðst honum ein milljón fyrir bilinn, greitt á borðið. Hann ákvað að taka boð- inu, sá er bauö hafði fé ekki á sér, en til tryggingar lagði hann fram 50 þúsund krónur og vixil. Þeir urðu ásáttir með að tilvon- andi kaupandi kæmi siðan siðar um kvöldið með milljónina. Við þessa ánægjulegu sölu sofnaði góðborgarinn værum svefni. Daginn eftir vaknaði hann upp við það að 50 þúsund krón- urnar voru horfnar.vixillinn, og bifreiðin. Nú er ákaft leitað að „tilvon- andi” kaupanda. —AS Veöriðhér ogpar Klukkan sex i morgun: Akureyrisnjókoma +2, Berg- en skúr 9, Helsinki rigning 9, Kaupmannahöfn skúr 10, Osló rigning 10, Reykjavik léttskýjað 0, Stokkhólmur skýjað 7, Þórshöfn rigning 6. Klukkan átján i gær: Aþena skýjað 21, Bcrlín rign- ing 11, Chicago heiöskirt 22, Feneyjarskýjað 19, Frankfurt skýjað 12, Nuuk skýjaö -t-1, London léttskýjað 9, Luxem- burg skýjað 9, Las Palmas skýjað24, Mallorkaskýjað 24, New York léttskýjað 16, Paris úrkoma 11, Róm þokumóöa 21, Vin skýjað 18, Winnipeg létt- skýjaö 25. Loki ; segir > Smábátar hætt komnir Smábátar i Elliðaárvogi urðu fyrir töluverðum skemmdum vegna óveðursins i nótt. Menn úr sjóflokki Björgunar- sveitar Ingólfs, fóru á björgunar- bátnum Gisla J. Johnsen með slöngubáta og froskmenn inn að Elliðarárvogi um klukkan 7.30 i morgun, til þess að aðstoða við björgun bátanna. Einn sportbátrinn hafði kastast á land, annar hálfsokkinn og flot- bryggja slitnaði frá svo björg- unaraðstæöur voru hinar erfið- ustu. Visismynd: GVA/AS. gÆwiwtm Nær 700 ao- ■■ Fór Driár veltur niður 10-15 metra kant í Hvalfirði: pp ] i \ i p ai n ( H á * i í” „Það var vægast sagt ömurlegt að sjá inn á pallinn:þar var allt i einni ljótri köku, hveiti, smurolia, málning og húsgögn,” var lysing Guðmundar Péturssonar bilstjóra i Borgarnesi, á afleiðingum þess að yfirbyggður vörubill, sem hann ók, fauk útaf veginum i Hvalfirði i gærkvöldi. ,,Ég var þarna á rólegri keyrslu og fékk eitt gott skot á hann og hann vindur sér upp að aftan og steypist útaf, ” sagði Guðmundur. Óhappið varð á veginum undir Þyrli i Hvalfirði um áttaleytið i gærkvöldi, i miklu hvassviðri. Þar sem bOlinn fór útaf er 10-15 metra hár kantur, en billinn stoppaði á grastó eftir að hafa fariö nærri þrjár veltur. Guðmundur meiddist litið.en bill- inn er mikið skemmdur. Skemmdirnar eru þó ekki full- kannaöar, það verður látið biða þar til veðrið lægir á þessum slóð- um, en Guðmundur var ekki viss um aö billinn væri ónýtur. í Hornafirði fauk fjárflutninga- bill út af veginum i snöggri vind- hviðu. 18 ára gamall piltur, Ragnar Pétursson varð undir bilnum, en slapp mun betur en á horfðist, hann er óbrotinn en mik- ið marinn. Hann var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavikur. SV komusjomenn á ísafirði Hvasst var á isafirði i morgun og aö sögn lögregl- unnar hafði gengiö á meö hriöarbyljum. Þö var mönn- um þar ekki kunnugt um tjón af völdum veöurs, enda norö- austan átt, sem aldrei nær upp mikilli veðurhæö inni i firöin- um. Vegna óveðurs höfðuá milli 40-50 loðnu- og djúphafsrækju- skip leitað vars i Isafjarðar- höfn og voru þvi vel á sjöunda hundraö aðkomusjómenn samankomnirá Isafirði I nótt. Megin-þorri skipa var Islensk- ur en þó voru nokkur dönsk, færeysk og norsk skip i höfn- inni. Ófært er nú til Isafjarðar. A.S. Loranmastur hrund) í nótt Sex hundruð tuttugu og fimm feta hátt Loran C mast- ur á Jan Mayen hrundi i nótt vegna isingar. Þórður Markússon hjá Loranm onitorstöðinni á Keflavikurflugvelli sagði að það gæti skapaö loönuflotan- um nokkur óþægindi, þar sem með þvi dytti út ein stöö i stað- arákvörðunarkerfinu. Hins vegar geta bátarnir notað aör- ar stöðvar i staðinn, þannig að þetta hefur ekki nein úrslita- áhrif fyrir þá. Þórður vildi ekki giska á hversu mikill þungi af isingu hefði hlaðist á mastrið áður en þaö féll, en fullyrti að það væri mikið. Stundum heföi hlaðist allt að þriggja til fjögurra tomma þykk ising á möstur hér, án þess aö þau högguöust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.