Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 15
14 VtSIR Fimmtudagur 9. október 1980 Fimmtudagur 9. október 1980 VÍSIR I L HLUTHAFAFUNDUR FLUGLEIÐA: TEKUR FÉLAGK) A SIG MILLJÚN DOLLARA TAP? Þá upphæð skortir til að bak- trygging nægi fyrir áætluðum tap rekstri Ameríkuflugsins sem sampykkt var að halda áfram Það fór ekki mikið fyrir gagnrýni á stjórn og forstjóra Flug leiða á hluthafafundin- um i gær. Allur vindur virtist úr þeim, sem hátt hafa galað um vanmátt stjórnarinnar, úrræða- leysi og vanhæfni til að taka réttar ákvarðanir. Tillögur stjórnarinnar um áframhald á fluginu milli Luxemborgar og Bandarikjanna var samþykkt nær einróma, með fyrirvara, og sama er að segja um tillöguna um að auka hlutafé fé- lagsins. Hluthafar úr hópi starfsmanna þögðu þunnu hljóði á fundin- um. Aðeins einu sinni fór kurr um sali og það var þegar bréf Steingrims Hermannssonar var les- ið upp. Hluthafar fjölmenntu a tundinn i gær og 15 minútum fyrir aug- lystan fundartima var hvert sæti skipaö i Kristalsal Loftleiöa- hótelsins. Þeir sem siöar komu sátu á göngum fyrir framan sal- inn. Hefur hluthafafundur i' Flug- leiBum ekki veriö jafn fjölsóttur til þessa. Þarna voru mættir eig- endur eBa umboösmenn 86% af eigendum hlutafjár, fyrir utan eigiöhlutafé félagsins, og höfBu á bak viB sig 2.336 milljóna hluta- fjáreign. örn Ö. Johnson stjórnarfor- maBur félagsins setti fundinn en fundarstjóri var kjörinn Jónas ABalsteinsson hrl. og fundarritari Leifur MagnUsson. Allir leggist á eitt örn Ó. Johnson reifa&i nú á- stæöur þess aB stjórn FlugleiBa leggur til aö áframhald veröi á Noröur-Atlantshafsflugi félagsins aB minnsta kosti um eins árs skeiB. Jafnframt gat hann um viöauka viB tillöguna þess efnis, aB enda hafi þá borist jákvæö svör frá rlkisstjórninni um þau fjárhagslegu atriöi sem til um- ræöu hafa veriB milli hennar og stjórnar FlugleiBa. Eftir aB örn hafBi rakiö ástæB- ur þess aö hagnaöur af rekstri AtlarUshafsflugsins hefur snúist I stórfellt tap þótt stjórn félagsins geröi allt til aö snúa dæminu viö, meöal annars meB kaupunum á DC-10 breiöþotunni, sagöi hann: „Ljóst er nú, aö sIBan þessar þýöingarmiklu ákvaröanir stjórnar Flugleiöa voru teknar, á haustmánuöum fyrir tveimur ár- um síöan, hafa margir spámenn fæöst meöal okkar Islendinga, innan félags sem utan. Þeir hafa nú, sérstaklega á siöustu vikum, komiB fram I ræöum og ritum, I 'fjölmiölum og öörum vettvangi oglýst þvi hve augljóst þeim hafi þaB veriö, og þá sennilega flest- um landsmönnum öörum en stjórnarmönnum Flugleiöa, hvert stefndi í þróun Atlantshafsflugs- ins”. Sagöi örn aö þaB hefBi veriö þakkarvert ef þessir aBilar heföu komiö fram fyrr og lýst spásögn- um slnum. Lokaoröum slnum beindi örn til starfsfólks Flug- leiöa og sagöi þá meöál annars: „Sil tilraun, sem hér er talaö um aö gera er dæmd til aö mis- takast nema þvl aöeins aö allt starfsfólk félagsins beri gæfu til þróuninni á Noröur-Atlantshafs- leiöinni sem hefur valdiö félaginu gifurlegu tjóni til vi&bótar mikl- um eldsneytishækkunum og öör- um áföllum. 1 ræöu Siguröar var svaraö flestum þeim atriöum sem hafa þótt gagnrýni verð I garö stjórnar Flugleiöa. Sigurður skýröi sérstööu Flug- leiöa á þessari flugleiö allt til árs- ins 1977 er þaö bauö lægri fargjöld en IATA félögir. geröu, en frjáls- lyndisstefna Carters svipti félag- i& þessari sérstööu 1 einu vetfangi og mörg önnur flugfélög fóru aö bjóöa lægri fargjöld milli Banda- rikjanna og staöa I Evrópu um- hverfis Luxemborg. Flugleiðir reyndu aö mæta samkeppninni meö þvl aö lækka sin fargjöld. Meöalfargjald á leiö- inni Lux-Keflavlk-New York var Ekki var rúm fyrir alla fundarmenn I Kristalssölum Hótels Loftleiöa og sátu margir á göngum fyrir framan og fylgdust meö ræöum af sjón- varpsskermi. (Vlsism. GVA). aö skynja nú sinn vitjunartlma, og takist sameiginlega og meö samheldni á viö þann vanda sem framundan er meö einlægum og ákveönum stuöningi viö félagiö, sjálfu sér og islensku þjóöinni til heilla. Þaö er einlæg von mín aö svo megi til takast”. Lægri fargjöld— hækkað eldsneyti Nú sté Siguröur Helgason for- stjóri Flugleiöa i ræöustól og geröi Itarlega I ræöu grein fyrir 190 dollarar á árinu 1978 en var 207 dollarar 1977. Lækkunin nam um 8%eneldsneytiöhækkaöi hins vegar um 9,4%. Tap félagsins á þessari leiö nam 2,3 milljöröum 1978. 20 milljón dollara tap Þótt útkoman væri slæm 1978 var hún þó hátlö mi&aö viö það botnlausa tap sem varð á Noröur- Atlantshafsleiöinni I fyrra. I m m mw *rt Siguröur Heigason forstjóri flytur ræöu slna. rekstraráætlun fyrir áriö 1979 sem gerö var I ársbyrjun var gert ráö fyrir tapi á árinu aö upphæö 7,3 milljónir dollara sem aö megin hluta var áætlaö á Noröur- Atlantshafi. Þegarupp var staðið reyndist tapið hins vegar vera 20 milljónir dala. Um ástæöúr þessa sagöi Sig- uröur meöal annars, aö eldsneyt- ishækkanir umfram rekstrar- áætlun hafi numið 9 milljdnum dala. Fargjöld hækkuöu á engan hátt I samræmi viö þaö eöa eftir þvl sem búist haföi veriö viö. Kostnaöur vegna stöðvunar DC- 10 þotunnar nam um 6 milljónum dala. Viö þetta bættist svo geysi- mikill kostnaöur er DC-8 þoturnar uröu aö fara i miklar skoöanir vegna sprungumyndana og voru frá verki I liölega þrjá mánuöi af þessum sökum. Þessu til viöbtítar voru svo deilur og verkföll hér heima á árinu. Vonsem brást Siguröur Helgason sagöi aö seinni hluta árs 1979 hefðu veriö miklar umræöur innan stjórnar Flugleiöa hvert skyldi stefna varöandi áframhald á Noröur- Atlantshafi meö tilliti til skakka- falla félagsins. Skiptar skoðanir heföu veriö innan stjórnarinnar hvort áfram skyldi haldiö eöa ekki. Það sem skipt heföi sköpum varöandi ákvöröuri um áfram- hald hefði veriö sú staöreynd, aö flugrekstur þessi hefði staðið i 28 ár. Menn heföu vonað aö ástandiö myndi batna og hér heföi störf hundruða manna á Islandi veriö um að ræða. Menn vildu þvi ganga eins langt og hægt var. SIÖ- an sagöi Sigurður: ,,Eg get bætt þvi hér viö sem minni skoöun, aö fulltrúar þeir I stjórninni, sem komu frá armi Flugfélags Islands geröu sér grein fyrir þvi aö jafnvel þó ekki væri tryggt aö bati væri I nánd og ef flug þetta yröi stöövaö gæti þaö veriötúlkaö þannig, aö veriö væri aö stööva eða koma I veg fyrir á- framhaldandi rekstur einmitt á þeirri leiö, sem Loftleiöir heföu byggt upp á sinum tima. Ég tel persónulega, aö þetta sjónarmið hafi ráöiö nokkru um þaö aö á- kveöiö var aö halda áfram þess- um rekstri”. Baktryggingin nægirekki Ekki er pláss hér til aö rekja ræöu Siguröar ítarlega, en hann geröi meðal annars nákvæma grein fýrir hvat réöi vali stjórn- arinnar á kaupun DC-10 breið- þotunnar svo og kaupunum á Boeing 727-200. Þá rakti hann á- stæður þess aö félagiö ákvaö aö hætta flugi milli Luxemborgar og Bandarikjanna, en þar stefndi f á- framhaldandi stórtap, og endur- skoöunará þeirri ákvöröun vegna beiöni stjórnvalda hér og I Luxemborg. En þaö er synd aö segja aö útlitiö sé mjög glæsilegt á þessari flugleiö. Tekjur af Atlantshafsfluginu voru til dæmis áætlaðar 35,5 mill- jónirdollara janúar-ágústá þessu ári, en uröu I raun 30,7 milljónir eöa 13% undir áætlun. Reikna má með heildartapi sem veröur veru- lega umfram upphaflega rekstr- aráætlun. Þann26. septembervar gefin út ný rekstraráætlun þar sem tekn- ar voru inn feröir milli Luxem- borgarog Bandarlkjánna. Niöur- staðan sýnir tap aö upphæö 6,5 milljónir dala. Baktrygging stjómvalda i Lux og hér nemur samtals 5,5 milljónum dala. Aætl- aöer aö flytja 125 þúsund farþega en þeir voru 259 þúsund árið 1979. Gert er ráö fyrir 11% hækkun far- gjalda og eldsneyti hækki um 1% á mánuöi, Þá er gert ráö fyrir aö starfs- mönnum hér heima fjölgi um 300 aö hámarki og um 80 erlendis. Sigur&ur Helgason sagöi ljóst, aöveruleg áhætta fylgdi rekstrin- um yfir Noröur-Atlantshafið. Bréf Steingríms Þegar Siguröur haföi lokiö ræöu sinni kvaddi örn ö. Johnson sér hljóðs og greindi frá þvi aö rétt I þessu heföi veriö aö berast bréf frá Steingrimi Hermannssyni, samgönguráöherra. Las hann ráðherrabréfiö, en I þvl kom meöal annars fram aö Alþingi þyrfti aö fjalla um beiöni Flug- leiða um rikisábyrgö, greiöslu baktrygginga og niöurfellingu lendingargjalda. Siöan segir I bréfinu: ,,Þaö skal tekiö fram, aö þaö sýnist ljóst viö lausn rekstrar- fjárerfiöleika félagsins að gera verður þá kröfu til eigenda aö leitaö veröi leiöa til úrbóta meö sölueigna. 1 þvl sambandi viröist Sæmundur Guðvinsson, biaðamaöur skrifar eölilegt aö félagiö leiti eftir sölu á eignum eins og til dæmis hluta- bréfum I Airogolf, Arnarflugi, bilaleigu félagsins, hótel- og skrifstofubyggingu, auk þeirra flugvéla sem nú eru á söluskrá”. Viö þessar kröfur ráöherrans ó- kyrröust fundarmenn og varö Erni ó. Johnson aö oröi, aö ekki virtist vanþörf á fyrrnefndum viöauka viö tillöguna um áfram- hald flugsins yfir Atlantshaf, þaö er aö s vör rikisst jórnarinnar y röu jákvæö. Með og á móti Hófust nú almennar umræöur og tók Þorleifur Guömundsson Myndir: Gunnar V. Andrésson. Stjórn Fiugleiöa og starfsmenn fundarins: Frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, Kristinn Olsen, Halldór H. Jónsson, Bergur Glslason, Aifreö Ellasson, Jónas ABalsteinsson fundarstjóri, örn Ó. Johnson, Siguröur Helgason, Óttarr Mölier, Grétar Kristjánsson og Leifur Magnússon fundarritari. fyrstur til máls. Taldi hann enga lausn felast I aö selja hótel félags- ins og þaö væri varhugavert ef aöstoð rlkisins fæli i sér aö félagiö glataöi sjálfstæöi sínu. Næstur talaöi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og vildi láta hætta flugnu til Luxemborgar. Hann lýsti yfir trausti á Sigurö Helga- son og stjóm félagsins. Samúel Jónsson sté I pontu og lýsti sig andvi'gann verkföllum hjá félag- inu. Geir R. Andersen lýsti yfir vanþóknun og vantrausti á stjórn Flugleiða sem heföi keyrt félagiö niöur I torfæru. Til væru aöilar meö mun meir þekkingu og reynslu en þeir stjómarmenn. Þá vildi Geir láta reka Sigurö Helga- son fyrir næsta hluthafafund. Guömundur G. Þórarinsson vildi a& tilraun yröi gerö til aö halda Atlantshafsfluginu áfram. Ekki kvöddu fleiri sér hljóös og var umræöum um þennan liö lok- iö og gengiö til atkvæöa. Meö á- framhaldandi flugi meö fyrr- greindum fyrirvara voru 20.747.425atkvæði en 739,4 þúsund ámóti, þaö er aö segja 89,5% voru meö, 3,2% á móti og 7,3% at- kvæöa reyndust auö og ógild. Aukning hlutaf jár Tillagan um aö auka hlutafé Flugleiöa um 560 milljónir króna, I allt aö 3,5 milljarða. var næst á (Vlsism. GVA) dagskrá og fylgdi örn ó. Johnson henni úr hlaöi. Sagöi hann þaö vera eindreginn vilja stjórnar Flugleiöa aö starfsfólk félagsins gæti keypt fleiri bréf I Flugleiöum ef þaö vildi, en samkvæmt lögum félagsins ættu hluthafar er fyrir væru forkaupsrétt aö hlutabréf- um. Væri ákveöiö aö forkaups- rétturinn gilti til 15. nóvember. Hlutabréfin yröu gefin út á nafn og skyldu staögreiöast á nafn- veröi. Hæsta bréf veröur aö upp- hæð ein milljón en lægsta upphæð 10 þúsund krönur. Stjórn félags- ins vildi aö starfsfólk ætti jafnan rétt til hlutabréfakaupa og setja yröi um þaö reglur. Ef rikiö vildi nýta sinn rétttil fulls þýddiþaö aö rlkiö gæti aukiö hlut sinn úr 160 milljónum I 700 milljónir og þá yröu aöeins um 40 milljónir eftir til'annarra. Þetta yröi aö koma I ljós. Þorleifur Guömundssontók slö- an til máls og taldi óllklegt aö rik- iö gæti keypt nokkuö eöa veitt nokkra baktryggingu. Þar væri allt i skuld og sjávarútvegurinn I botnlausu tapi. Kristjana Milla Thorsteinsson sagöi, aö stjórn Flugleiöa heföi leitt félagiö I þrengingar en taldi aðaukiö hlutafé rlkisins gæti orð- iö til góös. Hlutafjáraukningin yröi upphaf nýrrar sóknar. Ekki uröu frekari umræöur um þetta mál og var gengiö til at- kvæöa. Yfir 22 milljónir atkvæöa, eöa 96,5% voru meö aukningu hlutafjár, en 3,4% á móti og 0,1 ó- gild eöa auð. Fundi var nú slitiö þremur og hálfri klukkustund eftir að hann hófst. Er ekki hægt aö segja ann- a&en þarna rlkti óvænt logn miö- aö við þann storm sem geisaö hefur um Flugleiöir og þá sér- staklega stjórn og forstjóra undanfariö. Þarna gafst gagn- rýnismönnum gott tækifæri til aö láta I sér heyra, en þeir voru spakir sem lömb. Má þvl draga þá ályktun, aö friövænlegra horfi fyrir Flugleiöum, alla vega á jöröu niöri þótt áfram veröi barist I lofti. —SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.