Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 09.10.1980, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 9. október 1980 vísm Ætli húsmæður standi með Svarthöfða? Ekki nóg aö Ijósin blikki Stella Magnúsdóttir, Háaleitisbraut 61, hringdi: Mig langar til að leiðrétta smá- misskilning. Ég sendi Lesenda- siöunni bréf fyrir skömmu, þar sem ég benti á þörf þess að hafa umferðarljósin við gatnamót Háaleitisbrautar og Armúla i gangi á laugardögum. t mynda texta, sem fylgdi bréfinu sagði, hins vegar að ég vildi blikkljós. En þar liggur hundurinn grafinn. Ég vil ljósin i gangi, það er ekki nóg að ljósin blikki. Gðtt boð 5142-5650 úr Kópavogi skrifar: Undanfarna daga höfum við tslendingar frétt af þrútnum Þjöðverja, sem hefur sigrast á öllum vindhnútum og hægviðrum, standandi á glæstum sporvagni loftsins. Margir hafa undrast til- tæki karlsins. Sumir segja að hann sé aðeins að fá sér friskt loft á timum mengunar og loftleysis i henni veröld. Hvað sem öllum út- skýringum liður, þá ku kappinn lofthræddi orðinn útitekinn mjög og sagður standa sig meðmikilli prýði. En það eru fleiri, sem standa sig með prýði. Vil ég i þvi sam- bandi minnast á þá i J.C. Kópa- vogur. Þeir sendu mér hressilegt og sniðugt bréf,þar sem mér er boðið á fund, sem á að kynna Junior Chamber. Það kemur einnig fram i bréfinu, að i J.C. getur maður til dæmis fengið námskeið i ræðumennsku, fundarsköpum og tekið þátt i ýmiss konar stjórnunarverk- efnum. Ég er einn þeirra, sem hef litið vitað um J.C. og hvernig hreyf- ingin raunverulega starfar. Vil ég þakka J.C. Kópavogur fyrir bréfið og þetta upplagða tækifæri til að kynna mér starfsemi J.C. Eitt er vist, að ég mæti örugglega á fundinn, sem verður i Hamra- borginni þann 9. október, það er að segja i kvöld. Agnar Guðnason, blaðafuiltrúi bændasamtakanna, skrifaði Les- endasiðunni bréf, þar sem hann svarar grein Svarihöfða fyrir skömmu svo og bréfi, sem bii'tlst hér á siðunni, þar sem ,,Val- kyrja” ein tekur undir með Svart- höfða: Fyrir nokkru siðan kom áskorun frá Svarthöfða til neyt- enda um að þeir ættu að hætta að kaupa kindakjöt. Þar sem „Val- kyrja” ein hefur tekið undir þessa áskorun Svarthöfða á siðum Visis, þá fer málið að verða al- varlegra, nema þá að „Valkyrja” sé Svarthöfði. Hversvegna eiga mótmæli gegn verðhækkunum endilega að bitna á bændum? Margar nauðsynja- vörur hafa hækkað meira á undanförnum árum en landbún- aðarafurðir. Hvað með soðningu, eða sykur, sem er þó erlend búvara? Þessar vörur hafa hækkað mun meira en kjöt. Misskilningur er hjá „Val- kyrju” að kjötið hækki mánaðar- lega, það er þó ekki nema á 3ja mánaða fresti, sem verðið er leið- rétt, og finnst flestum nóg. Það er engu likara en að verð á öllum vörum standi i stað nema á landbúnaðarafurðum, þegar Svarthöfði skrifar um verðbólg- una. Þaðer sennilega vegna þess, hve þær verðhækkanir eru tiund- aðar nákvæmlega i fjölmiðlum. S.J. Kópavogi hringdi: Þaö er svo oft kvartað yfir þvi sem miður fer, en sjaldnar heyr- ist frá fólki, þegar eitthvað er vel gert. Þess vegna ætla ég, sem gamall og tryggur kaupandi Visis að þakka Visi fyrir þær breyt- ingar,sem nú i vikunni hafa verið Framleiðsluráð landbúnaðar- ins auglýsir verðhækkanir nar.Það gera fáir framleiðendur neyslu- eða munaðarvarnings. Þessvegna fer það ekki fram hjá neytendum, þegar verðbreyt- ingar eiga sér stað á búvöru. Fólk veitir þvi varla lengur at- hygli hvað vörumar kosta, sem það tlnir af hillum kjörbúðanna. Landbúnaðarafurðir hækka vegnaþess, að það er verðbólga i landinu. Hækkun á verðinu til bænda kemur i kjölfar annarra hækkana. Þeir fá leiðrétt verð á sinum afurðum, þegar tilkostn- aður hefur aukist við búrekstur- inn en aldrei vegna væntanlegra hækkana á rekstrarvörum. Það mætti spyrja I framhaldi af þessu. Hver á að gefa eftir af sinu kaupi? Eru það eingöngu bændur? Hvað með fólkið, sem starfar við vinnslu afurðanna, eða sá sem selfur bændum áburð, vélar, fóðurblöndu eða bygg- ingarefni? Hvað með bankana? Ættu þeir að lækka vexti:, þá mundu verðið á kjötinu lækka. Um mánaðaiðmótin ágúst-september hækkat verð á mjólk til bænda um 11%. Hefðu bændur samþykkt að hafa verðið óbreytt, þá hefði þeir tekið á sig um 27% kjaraskerðingu. Þvi af verðinu, sem bóndinn fær fyrir mjólkina eru aðeins um 43% fyrir hans vinnu. Afganginn af gerðar á blaðinu. Mér sýnast þær vera til mikilla bóta og gera blaöið allt læsilegra en áður. Sér- staklega finnst mér gaman að þeirri nýjung, viðtali dagsins. Slik kynning á persónum, sem maður heyrir. minnst á I fréttum, er hin þarfasta ekki sist hér á landi þar sem áhugi á ættum og mjólkurverðinu fer til að greiða annan kostnað vegna mjólkur- framleiðslunnar. Siðan bætist við að sjálfsögðu, vinnslu- og dreif- ingarkostnaður. Það eru allir sammála „valkyrju”, að það sé neyðarúr- ræði að þurfa að selja dilkakjöt úr landi á verði, sem er mikið lægra en innlenda verðið. Þannig er nú ástatt I heiminum i dag, að nær allar búfjárafurðir, hvar svo sem þær eru framleiddar, eru seldar i millirlkjaviðskiptum, langt undir kostnaðarverði. Nú er stefnt að þvi hér á landi að draga saman framleiðsluna og þá munum við aðeins selja kjöt þangað, sem hæst verð fæst fyrir það, meðgn einhver afgangur er. Verð á islensku dilkakjöti fer hækkandi i Noregi og Danmörku. Þar fæst mun betra verð en i Færeyjum og þess vegna má gera ráð fyrir að litið sem ekkert muni verða flutt til Færeyja á næsta ári, nema þeir greiði sama verð og fæst fyrir kjötið t.d. i Noregi. Það er mikill misskilningur hjá Svarthöfða og „Valkyrju” að það lækni verðbólguna eða að fólki liði eitthvað betur ef það hættir að kaupa dilkakjöt. Það á að hvetja fólk til að minnka kaup á innfluttum vörum, spara bensin og sælgæti en i staöinn borða meira kjöt og vera andlega og lik- amlega vel á sig komið. persónum er meiri en viðast ann- ars staðar. Ef eitthvað er, þá mætti bæta við I viðtölin nöfnum foreldra þeirra manna, sem við er rætt.um leið og fæðingarsstaðar og fæð- ingardagar er getið. Kjartan Gunnarsson hinn nýi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Haltu áframá bessari braut Sjálfstæði s/maður skrifar: Mánudaginn 6. oktdber birtist i Vísi pistill þar sem ráðist er að Sjálfstæðisforystunnifyrir það að hafa komið flokknum út i skulda- fen og nýji framkvæmdastjórinn fær ákúru fyrir að segja sannleik- ann I islenskum fjölmiðlum. Pistilritari þykist skáka i þvi skjólinu að vera einhver Alberts- maður og segir, að Albert hafi skilað húsinu svo ti) skuldlausu. Ég veit fyrir vist, að þetta er eng- inn Albertsmaður og ég veit einnig að þetta er siður en svo til þess að hrifa Albert, þvi hann er ekki hrifinn af svona fuilyrðing- um, þar sem honum er stillt upp til þess að setja svertu á hina. Ég vann með Albert I byggingunni og við, sem það gerðum, vissum, að markið var reist hátt, og margra ára skuldahali var framundan fyrir flokkinn. Albert sýndi hins vegar mikinn dugnað i að koma húsinu upp og halda framkvæmd- um gangandi. Sannleikurinn er sá, og það vitum við sjálfstæðismenn, sem höfum lagt vinnu og fé til flokks- ins, að fyrrverandi framkvæmda- stjóri, Sigurður Hafstein, náði skuldum flokksins mjög niður og mér sýnist, að heiðvirður maður eins og nýráðinn framkvæmda- stjóri, Kjartan Gunnarsson, sé þess fullkomlega megnugur að halda þvi verki áfram. Hann er hreinskilinn og hefur þvi ekkert að fela i þessum málum. Ef að sjálfstæðismenn hafa lifað þannig i trúnni á að flokkur inn ætti sand af aurum, þá er kominn timi til að kasta þeirri trú, og átta sig á i hvaða stórvirki flokkurinn hefur ráðist, sem hlýtur að kosta fé fyrir utan alla þá miklu starfsemi sem fram fer á skrifstofunni. Ég veit, að minn skerfur til flokksins, bæði I vinnu við húsið okkar og fjárútlát, hann hefur ekki farið til spillis og mun siður en svo gera það hjá nýja fram- kvæmdastjóranum! Til hans vil ég aðeins segja: Halltu áfram á þessari hrein- skiptnu braut, og við munum endurheimta þann sess sem flokk okkar ber, innan tiðar. Stefnt er að hér á landi aö draga saman kjötframleiðsluna i landinu, segir Agnar Guðnason meðal ann- ars I bréfi sínu. Bréfritari vili vita meiri deili á þeim körlum og konum, sem eru I viðtali dagsins. hOfn foreldra séu latin FYLGJA I VHDTALI DAGSINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.