Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Laugardagur 11. október 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davið Guómundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi GuAmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: GuAmundur G. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdótfir, Gylfi Krlstjánsson, lllugl Jökulsson, Kristin Þor- stelnsdóttlr, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elín Ell- ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Krlstján Ari Einarsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúll 14, slmiSóóU 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar Sóóll og 822Ó0. Afgreiðsla: Stakkholtl 2—4, slmi Bóóll. Askriftargjald er kr. 5.500.- á mánuði innanlands og verö I lausasölu 300 krónur ein- takið. Vlsirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Ástmögur Þjóðviljans Vinsældir Geirs Hallgrimséonar og Gunnars Thoroddsens hafa veriö mældar aö undan- förnu. En hverjir hafa fagnaö mest þeirri útkomu sem skoöanakannanir sýna? Eiga ör- lög Sjálfstæöisflokksins aö ráöast af andstæöingum flokksins? Ekki er það einleikið hversu fagnandi stjórnarsinnar hafa tekið þeim skoðanakönnunum sem efnt hefur verið til um vin- sældir stjórnarinnar og einstakra stjórnmálamanna. Því er tekið eins og meiriháttar stjórnmálasigri, þegar í Ijós kemur að ríkisstjórn tveggja stórra flokka undir forystu vara- formanns stærsta flokksins, nýtur enn stuðnings helmings kjósenda í sex hundruð manna úrtaki. Kostulegast er þó að fylgjast með þeirri innilegu gleði sem fær útrás á síðum Þjóðviljans, þegar blaðið leggur út af ímynduðu fylgi Gunnars Thoroddsens ann- ars vegar og Geir Hallgrímsson- ar hins vegar. Þjóðviljinn getur ekki dulið velþóknun sína á þeirri útkomu að Gunnar standi betur. Það er einkar fróðlegt að sjá hvernig blaðið hampar þeim manni,sem veriðhef urerkióvinur þess ogásteytingarsteinn í marga áratugi, og syngur honum lof og dýrð. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Gunnar Thoroddsen væri orðinn ástmögur Þjóðviljans. Fyrir sjálfstæðismenn hafa það ekki þótt bestu meðmæli að öðlast blessun hjá því góða blaði, Slík faðmlög enda oftast með Júdas- arkossum. Engum þarf að koma á óvart, þótt Gunnar Thoroddsen njóti persónufylgis meðal kjósenda Sjálfstæðisf lokksins. Það verður enginn borgarstjóri, alþingis- maður og varaformaður Sjálf- stæðisf lokksins, sem ekki nýtur lýðhylli. Ef orðstír stjórnmála- manna er metinn af vinsældum, á Gunnar sér fáa jafningja. Það þarf heldur ekki að vekja neina furðu þótt Geir Hallgríms- son standi höllum fæti á slíkum vinsældalista. Enginn íslenskur stjórnmálamaður í seinni tíð hefur setið undir jafn látlausum og gegndarlausum rógi sem hann. Spjótalög andstæðinga sjálfstæðismanna hafa beinst að Geir vegna formennsku og for- ystu, sem flokksmenn hafa kjör- ið hann til. Árásir á Geir Hall- grímsson hafa því þjónað þeim tilgangi að grafa undan flokkn- um sjálfum, ala á tortryggni og sundrungu og rýra álit for- mannsins og flokksins jöfnum höndum. Vitaskulder Geir Hallgrímsson ekki haf inn yfir gagnrýni og veik staða hans verður ekki eingöngu rakin til stjórnarmyndunarinn- ar i febrúar. Hann situr uppi með áföll þing- og sveitarstjórnar- kosninga síðustu tveggja ára. En það skyldu menn hafa í huga, að það er ekki íslenskri þjóðtil gæfu, ef pólitísk nfðákrif verða til þess að hrekja góða og gegna menn f rá áhrif um og trún- aðarstörfum. Það er illa komið, ef íslenskir kjósendur telja að stjórnmálamenn, sem þekktir eru af drenglyndi og heiðarleika, hafi ekki lengur hlutverki að gegna í stjórnmálastörfum. Sjálfstæðismenn hafa að sjálf- sögðu áhyggjur af þeim flokka- drætti, sem örlögin hafa kallað yfir flokk þeirra. Þeir eru ekki vanir því að foringjar þeirra séu mældir í vinsældakeppni hver gegn öðrum. Þeir mega hins vegar ekki falla í þá gryf ju að álita f lokkinn endanlega klofinn og sundraðan, þótt vík sé milli vina um stundar- sakir. Hvort sem þeir Geir eða Gunnar verða í forystu lengur eða skemur, þá er hitt mikilvæg- ara að það þjóðfélagsaf I, sem sameinast hefur í Sjálfstæðis- flokknum bresti ekki. Engir mundu fagna því meir, ef Sjálf- stæðisflokkurinn splundrast en andstæðingar flokksins, en eng- inn mun bíða meira tjón en þjóðin sjálf. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ómissandi vegna sjálfs sín, heldur vegna þjóðarinnar. Styrk- ur hans felst ekki í einstakling- um, heldur hugsjónum. Afl hans mælist í fylgi en ekki for- ingjum. Lltil hrakningasaga ■ Slöastliöinn laugardag héld- | um viö hjónin á staö austur i I Landsveit, þeirra erinda aö I fylgja heiöurskonunni Sigriöi 1 Einarsdóttur i Skaröi til grafar. I Veöriö var kalt, en aö ööru leyti ■ hiö sæmilegasta. Viö jaröarför- _ ina hittum viö, eins og vant er, _ fjöldann allan af gömlum og 2 nýjum vinum og grönnum. ■ Siöan imbakassinn kom i stof- | urnar og flestir komust á bila, I hefur vinafundum fækkaö. Nú hittast gamlir vinir helst viö jaröarfarir. Eftir rausnarlegar veitingar i Skaröi héldum viö i sumarbústaöinn okkar, en þar skyldi gengiö frá fyrir veturinn. Um kvöldiö leist okkur illa á ■ veöriö og ræddum um hvort ekki væri réttara aö fara suöur i Landeyjar til dóttur okkar. Viö hlustuöum vel og vandlega á B veðurfregnir. Þar var ekkert illt ■ aö heyra. Slydda, siöan rigning, ■ birtir upp á morgun. Eins og ■ grunlaus börn fórum viö aö ■ sofa, og vöknuöum viö aö allt | var komiö á kaf I snjó. Hvar var I nú rigningin þeirra á veöurstof- I unni? Viö hlustuöum aftur á g veöurfregnir, rúmlega átta um I morguninn. Nærri þvi sama g spáin. Þeim haföi greinilega g sést yfir eitthvert belti, og í þvi belti vorum viö. Nú var ekkert um annaö aö gera en setja _ keöjurá bilinnog reyna aö kom- ast af staö. Og nú byrjaöi basliö, komist áfram tvo, þrjá metra, ” spýtt og spólaö, ýtt og mokaö og L .... fc.- ií L4 8B 83 B B B B III ekkert gekk. Eftir klukkutima þóf, gekk bóndinn á næsta bæ aö sækja hjálp, en ég sat eftir. Og ekki stóö á liösinninu. Bóndinn á Pulu er kominn á jeppanum sin- um, kátur og hress eins og ekk- ert sé eölilegra en aö fara frá mjöltunum, til aö aöstoöa skýjaglópa. En, þvi miöur, ekk- ert dugir. Báöir bilarnir hvæsa og spóla, dráttarkrókur brotnar I okkar bil og fleira laskast. Og hvaö þá? Bóndinn býöur okkur Hclgar- þankar Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir skrifar: heim og nú skal sækja stóru dráttarvélina, en fyrst verður aö drekka mikið af sjóöheitu kaffi. Svo fer karlpeningurinn, en ég sit eftir f hlýju eldhúsinu. Þaö stóð svo heima, aö þegar þeir komu var komin heit kjöt- súpa á boröiö. Siöan er haldiö I Landeyjarnar. Þar sést enginn snjór og kýrnar eru úti á túni á beit. 1 raun og veru var um eng- an snjó aö ræöa, nema á smá- bletti. Svona er Island. IIM nj v í wyrí'- *■»i m \ t ~ 1 ij 111 - mm W’ «■ „Skyldi nokkurn tima vera tekiö tillit til.I launaliöum sveitafólks, þeirrar vinnu og þeirrar fyrirhafnar sem þaö tekur á sig gagnvart gestum og gangandi og hvernig sú hjálp er yfirleitt veitt meö glööu geöi?1’ Ekkierégaösegja þessa sögu til aö lýsa hvernig miðaldra hjón, fædd og uppalin viö is- lenska veöráttu, gleyma aö lfta tillofts, svo sem forverar þeirra geröu, en taka þess í staö mark á veöurvitum veöurstofunnar (þó ágætir séu). En mér datt svona i hug: Skyldi nokkurn tima vera tekiö tillit til,i launa- liöum sveitafólks, þeirrar vinnu ogþeirrar fyrirhafnar, sem þaö tekur á sig gagnvart gestum og gangandi og hvernig sú hjálp er yfirleitt veitt, með glööu geði? Matur kostar ekki neitt i sveit. Hann kostar þar þó sama og annars staöar, ef ekki meira. Vinna og fyrirhöfn viö aö lið- sinna öörum, lengir oft langan vinnudag þessa fólks i sveit. Eitt veit ég, Ef sveitabúskap- ur leggst niöur eöa veröur aö eins konar stóriöju, biöur Is- lenska þjóöarsálin mikiö tjón. Viö skulum vona aö svo veröi aldrei. Aöalheiöur B jarnfreösdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.