Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 21
Laugardagur 11. október 1980 VÍSIR 21 sandkassinn Gisli Sigur- geirsson, biaðamaöur Visis á Akur- evri, skrifar. Heil og sæl. >//Kalda borðið étið upp til agna", segir ,,rauði//-Dagur á Akureyri. Hann gleymdi að geta þess, að á eftir báðu menn um flísa- tengur, en ekki tann- stöngla. „Nú velja menn sjálfir símanúmerin í útlönd- um", segir í Þjóðviljanum. Þaðeralltaf ánægjulegt að heyra, að menn séu komnirtil sjálfsbjargar. Hins vegar vissi ég ekki að þeir hafi verið svona langt niðri, þarna niðri í útlöndunum. „Gervasoni fékk vinnu — en mætti ekki", segir Dagblaðið. Þar kom að. I sannleika sagt — og það meira að segja í fullri alvöru, þá get ég ekki séð ástæðu til að laða að okkur ónytjunga f rá öðrum löndum. Dan- irvilduekki „gervison" og segir það sína sögu. AAér er heldur ekki kunnugt um að almenn mannréttindi séu skert í Frakklandi. Ég tel þvi eðlilegast, að við forðumst alla „gervi- syni" og Gervasoni hverfi til föðurhúsanna. Sagt er f rá því í blöðun- um i vikunni, að bill haf i farið fram af bryggju á Akureyri. Þá datt mér í hug, sagan af mannin- um sem var orðinn leið- urá lifinu. Hann tók því þá ákvörðun, að binda við sig mikið farg og stökkva í höfnina. Hann var að koma úr Sjálf- stæðishúsinu, „hrygg- brotinn", og taldi sig fullsaddan á lífinu. Hann stökk fram af bryggjunni, en hann sökk ekki þrátt fyrir fargið, blotnaði ekki einu sinni. Hins vegar fótbrotnaði hann, því sjórinn var ísi lagður, og ekki á eins manns færi að komast i gegn um ís- inn. En þarna stóð hann nærri Guði og eftir þetta snerist hugurinn þang- að. AAaðurinn er nú þjón- andi prestur í — nei ég segi ekki hvar. í „Kratar sigla inn í vinstri sálarkreppu", segir Dagblaðið. Ég veit ekki betur, en kratar hafi verið í sálarkreppu mörg undanfarin ár. Þ„Bíllinn vatt sér upp að aftan og fór út af" segir í Vísi. Þeir eru orðnir kenjóttir bílarnir nú til dags. Sigurjón kollegi minn Valdimars- son átti þessa fyrirsögn og það skýrir orðalagið. Hann er nef nilega mikill hestamaður og skrifar þáttinn „Hófatak" fyrir Vísi. |,,AAiIIjónatugir á skriði til sjávar" segir AAogginn. A-ha — og þetta er á Sauðár- króki.Nú-riður á að vera < fljótur vestur, áður en maður missir þetta allt í sjóinn. ► „Prentarar til sölu", segir í auglýsingu í AAogganum. Nú þykir mér prentaradeilan vera farin að harðna.| >„Faglærður iðnaðar- maður", segir i auglýsingu eftir starfsmanni í „rauða" Degi. í einfeldni minni hef ég alltaf haldið, að iðnaðarmenn væru fag- lærðir. Ef til vill er meiningin sú, að iðnaðarmaðurinn eigi að vera fallega lærður — kannski út-lærður. | Þið haf ið heyrt um Skot- ann, sem keypti ævin- lega járnbrautarf ar- miða frá einni stöð til annarrar, þar til kom á áfangastað en ekki fyrir alla leiðina í einu. Ástæðan, jú læknirinn hafði sagt honum að hjartað væri lélegt, það gæti stoppað hvenær sem væri. lOg svo var það Skotinn, sem bauð vini sínum til hádegisverðar á af- mælisdaginn sinn. Skot- inn gaf vini sínum nákvæma lýsingu á, hvar bústað sinn væri að finna og sagði síðan: „Útidyrnar eru alltaf læstar, þú skilur, en þú styður bara olnboganum á bjölluhnappinn við nafnið mitt og sparkar svo hurðinni upp þegar þú heyrir suðið í opnaranum". „Já, ég held ég rati þetta", sagði vinurinn, „en hversvegna í ósköpun- um á ég að nota olnbog- ann og sparka hirðinni upp" ,, Hversvegna", spurði Skotinn undrandi — „þú hefur þó ekki hugsað þér að koma tómhentur í afmælið". ► Sá stutti var grautfúll við föður sinn: „Ekki nema þúsund kall í vasapening. Tímir þú virkilega ekki að offra meiru á mig þrátt fyrir allan skattafrádráttinn, sem ég skaffa þér?" lÞau voru í sunnudaga- skólanum og presturinn hafði farið yfir texta dagsins. „Getið þið nú sagt mér börnin góð, hvað við þurfum fyrst að gera, áður en við get- um átt von á fyrirgefn- ingu synda okkar"? spurði prestur. Það sló þögn á hópinn, en um síðir svaraði lítill snáði: ,,Við þurfum fyrst að syndga". NÚTÍMA VERKSTJÓRN KREFST NÚTÍMA FRÆÐSLU Þetta vita þeir 1500 verkstjórar, sem sótt hafa verkstjórnarnámskeið á undanförn- um árum. Á almennum 4ra vikna námskeiðum er lögð áhersla á þessar greinar: • Nútima verkstjórn, vinnusálarfræði • Öryggi, eldvarnir, heilsufræði • Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði • Vinnurannsóknir, skipulagstækni KENIMSLUSKRÁ VETRARINS: 1980 75. námskeiö fyrri hluti almenns námsk. 27. okt. — 7. nóv. 7«. námskeið fyrri hluti almenns námsk. 10. — 22. nóv. 72. námskeið Rafmv. rikisins, sérn.s.hl. 24. nóv. —6. des. 77. námskeiö Fiskvinnsluskólinn, sér- námsk. 1. —13.des. 1981 78. námskeiö Rafmv. rikisins, sérn. f.hl. 5. — 17. jan. 79. námskeið fyrri hluti almenns námsk. 12. —- 24. jan. 75. námskeiö siöari hluti almenns námsk. 26. jan. — 7. febr. 76. námskeiösiöari hluti almenns námsk. 9. — 21. febr. Framhaldsnámskeið 5., 6. og 7. mars 79. námskeiö siöari hluti almenns námsk. 30. mars — 11. aprll Hafin cr innritun á 75., 76. og 77. námskeið og framhalds- námskeiöiö hjá Verkstjórnarfræðslunni, Iöntæknistofnun tslands, Skipholti 37, sfmi 81533. FLUGLEIDIR/V NÝTT SÍMANÚMER FRÁ 12. OKTÓBER: SKIPTIBORÐ - INNANLANDSFLUG 26011 FARPANTANIR - INNANLANDS OG UPPLÝSINGAR 26622 FLUGLEIÐIR H.F. Lous stoðo Hlutastaöa dósents (37%) i húö- og kynsjúkdómafræöi I lækna- deild Háskóla islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiöar og rannsóknir og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið 10. október 1980. rtVi LA UGARDA GS-BILAMARKAÐUR Mikið úrval góðra bíla OPIÐ 10-17 FORD UMBOÐIÐ í Sveinn Egilsson hf SKEIFUNNI 17 - SÍMI 85255 Í I ■ ■ «3 B 3 J I !■■■■■! ■Vt'.v.v: j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.