Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 11.10.1980, Blaðsíða 32
síminner 86611 LOKÍ Steingrlmur segir eðlilegt, að fjölskyida, sem lendir I erfið- leikum, reyni fyrst að selja einhverjar eigur sinar áöur en hún fær lánafyrirgreiöslu. Þetta gieymdi hann aö segja Loftleiðaflugmönnum. Veðurspá dagsins Veðurútlitið um helgina: Útlit er fyrir aö noröanáttin sem verið hefur gangi eitthvað niður og veröi hægviöri um mest allt land i dag. Likur eru þó á að dragi til austan- og suðaustan áttar i kvöld og nótt og ef til vill verður rigning eða slydda á Suöurlandiá morgun. Aðeins mun hlýna i veðri Sextíu taka Dátt í Helgar- skákmðtinu Sá eisti 84 ára en sá yngsti 9 ára Rfklð ítrekar kröfu um sölu á eignum „Mér finnst það ákaflega eðlilegt þegar einkaaðili lendir f svona erfiðieikum se' hann beð- inn að skoða allar leiöir til að bæta sina fjárhagsstöðu, en geti ekki hlaupið beint til rikisins og heimtaði rikisábyrgö” sagði Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra f samtaii við Visi i gærkvöldi. Með bréfi fjármálaráðherra til Flugleiða I gær var hnykkt á þeirri kröfu rikisins að Flugleið- ir selji nokkrar eignir áöur en rikiö samþykki beiðni um ábyrgð vegna rekstrarlána. Ibréfinu segir að „náist sam- komulag um sölu eigna og veö” sé rikisstjörnin reiöubúin aö leggja til við Alþingi að rikis- ábyrgð verði veitt eftir því sem veð leyfi. „Þaö má spyrja hvaö fjöl- skylda geri sem lendir i svona vandræðum og á marga bíla. Heldurðu að hún selji ekki ein- hvern þeirra?” sagöi Stein- grlmur um þetta atriði. Ráð- herrann sagði það ljóst aö þau veð sem Flugleiöir hefðu stæöu ekki undir sex milljaröa rikis- ábyrgö, samkvæmt reglum rikisábyrgöarsjóðs. Þaö væri alveg ljóst. „Mér finnst eðlilegt að biðja persónuna sem er i vandræöum aö skoða fyrst eigin vasa og vita hvort hún geti ekki náð saman einhverju rekstrarfé” sagði Steingrimur. Hann sagði að sér hefði skilist að þetta væru Flugleiðir að reyna að gera, selja vélar og eignarhlut sinn I hóteli I Luxem- borg. Þeir mættu skoöa fleiri hluti. Um baktryggingu til Flug- leiða vegna Atlantshafsflugsins, sagði Steingrfmur að hdn yröi ekki greidd nema tap yrði, en hins vegar hefði hann lagt til i rikisstjórninni og verið sam- þykkt þar, að útvegaö yrði lán svo Flugleiðir gætu fengið að- gang aö þessari bakábyrgð yfir vetrarmánuöina. Rikissjóður bæri vextina en dæmið síðan gert upp þegar endanleg af- koma lægi fyrir. Um framlag Luxemborgara sagði Stein- grimur Hermannsson: „Þeir gengu hreinna til verks og borga þetta Ut án nokkurra vifilengja, en af okkar hálfu er þetta bakábyrgð”. Nleiritilutl flugráðs mæiir með Arnartlugi milli ölafsfjaröar og Reykjavfkur* „Hrein valdníðsla - seglr Torfl B. Gunnlaugsson hjá Flugfélagi Norðurlands Meirihluti flugráös hefur sam- þykkt að mæla meö þvi að Arnar- flug fái leyfi til að fljúga milli Ólafsfjaröar og Reykjavikur, en Flugfélag Noröurlands milli ólafsfjaröar og Akureyrar. „Þaö eru alveg hreinar li'nur með það að viö tökum aldrei upp fiug milli Ólafsfjarðar og Akur- eyrar. Viö sóttum um að fá flug- leiöina Ólafsfjörður-Akureyri- Reykjavik og ef þetta er rétt er um hreina valdniöslu að ræða sem ég trUi vart aö ráðherra samþykki”, sagði Torfi B. Gunn- laugsson hjá Flugfélagi Noröur- lands er Visir bar þetta undir hann, Torfi sagöi að þetta gengi þvert á vilja Ólafsfirðinga þar sem bæj- arstjórnin hefði lýst yfir fullum stuöningi við umsókn FN. Þessi leiö væri á svæöi FN og það félag gæti veitt miklu betri þjónustu vegna nálægöar við Ólafsfjörö. Þangaö væri hægt að fljúga á ör- skammri stundu frá Akureyri, sem væri ómetanegt með tilliti til þess að I misjöfnum veðrum yrði aö gripa tækifæri til flugs þeg þegar þau gæfust. Meirihluti fiugráðs studdi sam- þykkt sina þeim rökum, að Arn- arflug hefði sótt um aö fá leyfi á Ólafsfjörð fyrir ári en þá hefði enginn flugvöllur verið á staðn- um. Torfi B. Gunnlaugsson sagði aö FlugfélagiNorðurlands hefði ekki dottið I hug að sækja um leyfi til Ólafsfjarðar fyrr en þar væri kominn flugvöllur. Þegar búið var að gera völlinn hefði félagið lagt inn umsókn. —SG. Mikil þátttaka er i Helgarskák- mótinu á Akureyri, sem hófst i gær. 60skákmenn mættu til leiks, og var sá elsti Friðgeir Sigur-' björnsson, 84 ára, en sá yngsti, Bogi Pálsson 9 ára. Af úrslitum i fyrstu umferö má nefna, að Helgi Ólafsson vann Birgi Sigurðsson, og Margeir Pétursson vann Pálma Pálsson, og Jakob Hjartarson, íslands- meistari vann Jakob Kristjáns- son. Athygli vakti frammistaða Ólafar Þráinsdóttur og ungrar skákkonu frá Akureyri, Svein- friðar Halldórsdóttur, þótt þær töpuöu báðar skákum slnum i lok- in. Mótinu lýkur á sunnudag. Vigdis Finnbogadóttir, forseti tslands, heilsar hér Albert Guömundssyni f Alþingi I gær. Vfsismynd: GVA ' Vlgdis hvatti til samstoou Netndarkjðri á Alpingi var trestað fram á mánudag Alþingi Islendinga, hundraö- asta og þriðja löggjafarþungiö, var sett viö hátiðlega athöfn siö- degis í gær. I ávarpi sinu geröi Vigdis Finnbogadóttir, forseti Is- lands, að umtalsefni þann vanda sem fylgir velmegun og lifsgæðum „Hvaöa skáld hefði grunáö aö álika þjóöfélagsleg vandræöi og við eigum við að etja, gæti fylgi þvi að eiga riflega til hnifs og skeiöar?” SDuröi forsehnn. Hann lagöi áherslu á nauösyn þess, að þjóðin stæði sameinuð andspænis sameiginlegum vanda, og lýsti þeirri ósk sinni til handa þing- mönnum, að þeir mættu „bera gæfu til aö standa sem fastast saman.og láta það sem sameinar sitja i fyrirrúmi fremur en á- greiningsefni, og setja þjóöarheill nú og um alla framtið ofar stund- arhagsmunum og flokkadrátt- um”. Að loknu ávarpi forsetans tók aldursforseti þingsins, dr. Gunn- ar Thoroddsen, viö fundarstjórn og gengið var til kosninga á em- bættismönnum alþingis, fyrst i sameinuöu þingi og siöan i þing- deildum. Forseti sameinaðs þings var endurkjörinn Jón Helgason, en varaforsetar þeir Karl Steinar Guðnason og Steinþór Gestsson. Forseti neðri deildar var endur- kjörinn Sverrir Hermannsson og varaforseti varkosinn Alexander Stefánsson. 1 efri deild var Helgi Seljan endurkjörinn forseti, en varaforseti var kjörinn Þorvald- ur Garðar Kristjánsson. A mánudaginn verður kjörið i nefndir þingsins, en ekki liggur fyrir enn endanleg ákvöröun um hvernig þvi kjöri veröur háttaö. Er þess að vænta aö mikið verði fundað i flokkunum um þau mál nú um helgina. —P.M. Veðriðhér oglnr Veðrið hér og þar klukkan 19 I gær: Akureyri alskýjað 0, Bergen skúr 8, Helsinki léttskýjað 8, Kaupmannahöfn skýjað 10, Osló léttskýjaö 10, Reykjavík léttskýjað 3, Stokkhólmur heiörikt 9, Þórshöfn skýjað 6, Beriin léttskýjað 8, Frankfurt léttskýjað 6, Nuuk hálfskýjaö 2, London rigning 7, Luxem- burg skýjaö 4, Las Palmas, léttskyjaö 22, Mallorka hálf- skýjað 21, Paris rigning 7, Róm skýjaö 13, Malaga létt- skýjað 20 Vln skúr 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.