Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 13. október 1980/ 239. tbl. 70. árg.
F
Guomundur J. Guðmundsson, formaOur verkamannasambandsins:
,M AÐ SÁTTATILLAGAK
VERÐI LðGLEIDD STRAX"
„Tillagan skraddarasaumuð utan um þessar óskir",
segir Þorsteinn Pálsson, íramkvæmdastjóri VSí
L
„Já það geri ég ef það er gert
strax", var svar Guömundar J.
Guðmundssonar formanns
Verkamannasambandsins, vio
spurningu Visis um hvort hann
teldi aö sú sáttatillaga sem lögð
var fyrir ASt og VSl á laugar-
daginn, sé hæf til þess ao verða
lögfest af Alþingi. VSl hafnabi
tillögunni sem umræðugrund-
velli en ASl kvaö sig tilbúiö að
ræða hana.
„Það eru til ótal dæmi þess að
sáttatillaga hafi veriö tekin og
lögfest. Ég tel sáttatillögu þessa
að ýmsu leyti ósanngjarna en
þaö er fráleitt aö neita henni
sem umræöugrundvelli." sagði
Guðmundur. „Þessi tillaga er
fullkomlega sambærileg og
samningar BSRB, hvað varðar
launaþáttinn" sagði Guömund-
ur ennfremur.
„Vinnuveitendasambandinu
sýnist alveg augljóst að þessar
sifelldu kröfur af hendi forystu-
manna ASI, um lögfestingu,
siðustu daga, sýni það ótvirætt
að viðræöurnar hafa tafist af þvi
að þeir hafa aldrei ætlað sér að
semja" sagði Þorsteinn Pálsson
i samtali við Visi á sunnudag.
Þeir hafa ætlað sér að notfæra
pólitiska stöðu sina til þess að
knýja samninga á i gegnum lög-
gjöf og þessi ummæli sýna ein-
ungis þaö, að tafirnar i samn-
ingaviðræðunum stafa af þess-
um sökum. Sáttatillagan er eins
og hún sé skraddarasaumuð ut-
an um þessar óskir"
„Þá er það alveg ljóst að
sáttatillagan þýðir meiri launa-
hækkun en i BSRB samningun-
um. Viö erum ekki búnir að
reikna það endanlega út en tölu-
lega mun þetta liggja fyrir á
morgun," sagði Þorsteinn Páls-
son framkvæmdastjóri VSI.
Guölaugur Þorvaldsson rikis-
sáttasemjari kvaðst ekkert geta
um það sagt hvert yrði næsta
skref i samningamálunum, er
Visir ræddi við hann i gær. Enn
fremur kvaðst hann ekki vilja
kveða upp úr um það hvort tii-
lagan fæli i sér meiri eða minni
launahækkun en I BSRB samn-
ingunum. „Við leggjum hana
bara fyrir eins og hún er" sagði
Guðlaugur Þorvaldsson. Sjá
ennfremur 'viðtal við Ásmund
Stefánsson bls 35.
o"_-?T
-J^J • CHiEQ
t^í £ \f i\JíM
Mun meiri snjór er nú fyrir norðan en hér syðra og krakkarnir fyrir noröan á fleygiferð á snjóþotum sinum. Myndin var tekin um helgina á
Akureyri. Vfsismynd:GS
Fjárlagafrumvarpið:
Nýbyggingarglald
fellt niður
en aðrir skatlar
óbreyllir
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu, sem lagt er fram á Alþingi i
dag.er gert ráð fyrir að allir fyrri
skattar haldi sér, nema nýbygg-
ingargjald sem fellt verður niður.
Beinir skattar eru áætlaðir 91,5
milljarður króna en voru á þessu
ári 64 milljarðar.
I aðalatriðum er fjárlagafrum-
varpið framreikningur í'rá fjár-
lögum þessa árs, miðað við 42%
verðbólgu. Niðurstöðutölur eru
530 milljarðar króna.
Mikil leynd heíur hvilt yfir efni
fjárlagafrumvarpsins, og hefur
fjárveitingarnefnd ekki fengið
frumvarpiðihendurfyrren idag.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið hefur aflað sér mun vera
litið um nýmæli i frumvarpinu að
öðru leyti en þvi, að gert er ráð
fyrir að verja 12 milljörðum
króna til „sérstakra efnahags-
ráðstafana".
Fjölmargir útgjaldaliðir eru
stórlega vanáætlaðir, en greiðslu-
afgangur mun vera 3 miilj. kr.
Samkomulag
í Slálfstæðis
flokknum um
nefndakjör:
Sterkar likur virðast nú fyrir
þvi, að samkomulag takist inn-
an Sjálfstæðisflokksins um
nefndakjör á alþingi I dag, eftir
að sjálfstæðismenn í rikisstjdrn
hafa slakað á þeirri kröfu sinni
að fá menn i allar þingnefndir.
Samkvæmt heimildum Visis
byggir þessi tilslökun meðai
annars á þvi, að þeir Albert
Guðmundsson og Eggert Hauk-
HELMINGASKIPTI STJÓRNAR-
LSfifi 0G STJÓRNARANDSTðÐU
dal voru ekki reiðubúnir til þess
að setjast i allar þær nefndir
sem þurft hefði, sem fulltrúar
sjálfstæðismanna i rikisstjórn.
Liklegt er að stjórnarliðar i
Sjálfstæðisflokknum fái einn
mann i um helming þeirra sjö
manna nefnda, sem kosið
verður i i dag.
,,Við höfum ekki veriö að
semja upp á það, að sjálfstæðis-
menn i rikisstjórn t'ái menn i all-
ar nefndir, en ég er bjartsýnn á
að samkomulag náist", sagði
Olafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
þegar blaðamaður Visis hafði
samband viö hann i morgun.
Annað fékkst Olafur ekki til að
segja, en þingflokkurinn kom
saman til ákvarðanatöku klukk-
an ellefu i morgun. Visir hafði
samband við Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráðherra, I gær-
kvöldi, en hann vildi ekki segja
annað en það, að hann vonaðist
fastlega til þess að samkomulag
næðist.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins hefur Gunnar Thoroddsen
gert þá kröfu, að Eggert Hauk-
dal taki sæti Friðjóns Þórðar-
sonar i i'járveitinga nefnd, og er
þá liklegt að Guðmundur Karls-
son veröi að vikja úr nefndinni,
þar sem ekki þykir hæfa að tveir
menn frá sama landshluta sitji
þar sem fulltrúar sama flokks.
Stjórnarliöar höfðu ekki geng-
ið endanlega frá þvi i morgun
hver tæki sæti Eiðs Guðnasonar
sem formaður i fjárveitinga-
nefnd, en liklegast þykir að það
verði annar tveggja Geir Gunn-
arsson eða Halldór Asgrimsson.
—P.M./AS.