Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 3
I r^rv.^'VfVj VtSIR . . • , r. • i * , t r. «.»í f. I J » > 4 » ‘ ; • •* Mánudagur 13. október 1980 Sigrlöur Siguröardóttir, verslunarstjóri, I hinni nýju bókabúö Pennans i Hallarmúla. (Vísismynd Ella) Penninn opnar bókabúð Vcrslunin Penninn hefur nýlega bætt þjónustu viö viöskiptavini sina meö opnun bókabúöar f verslun sinni i Hallarmúlanum. 1 bókabúöinni eru á boöstólum innlendar og erlendar badcur, svo og blöð og timarit. Verslunar- stjóri bókabúöarinnar er Sigríöur Siguröardóttir, sem lengi gegndi slikri stööu i Bókaverslun Isafold- ar. • Penninn rekur nú þrjár verslanir i Reykjavik. Forstjóri Pennans er Gunnar Dungal og skrifstofustjóri er Bjarni Bjarna- son. — KÞ. isporto í epiatnnflutning: Fiyija inn epium á Eftir um viku munu koma I verslanir græn epli, sem kosta aðeins 581 krónu kg út úr búð, sé miöað við 30% álagningu kaup- manna. Epli þessu eru frá Portú- gal, merkt Golden Green og eru af háum gæðaflokki, aö sögn Jó- hönnuTryggvadótturhjá Isporto, 22 tonn af hálfvirði mánudag. Sem kunnugt er hefur lsporto flutt þorskhausa meö gámum til Portúgal en til baka flytja nú gámarnir 22 tonn af eplum á ein- staklega hagkvæmu verði. — ÁS sem flytur eplin inn. Nú eruá markaðnum græn epli, sem kosta um 1000-1500 krónur kilóiö, eftir þvi hversu nýjar sendingarnar eru, að .sögn Jó- hönnu, sem sagði að sendingin færi með skipi frá Portúgal næsta H AUSTFATNAÐU R Úrval af: : buxum, ’' þéysurff og „ALLAR ÞJER ÚL0FUBU FARNAR” - Nðg að gera á Raufarhðfn. segir Sveinn Eiðsson sveifarsijóri „Lifið hér gengur sinn vana- gang, nóg aö gera, loönubræösla byrjuö og viö vonum bara aö loðnan fari aö ganga austar, þannig aö okkur skorti ekki hrá- efni”, sagöi Sveinn Eiösson, sveitarstjori á Raufarhöfn i sam- tali viö Visi. ,,Á næstunni eigum við von á mannskap til aö ganga endanlega frálýsingu á flugvellinum. Þegar hún veröur komin i gagnið veröur hægt aö fljúga hingað hvenær sem er á sólarhringnum, þegar veður leyfir. Tryggir þessi fram- kvæmd þvi samgöngur okkar að mun. Þá er ætlunin aö gera smábáta- höfnina nothæfa fyrir veturinn, en smábátarnir okkar hafa verið á hálfgerðum vergangi undanfarin ár. Það er þvi i ýmsu að snúast og hér hefur verið næg atvinna undanfarið. Talsverðar fram- kvæmdir hafa verið við Slldar- bræðsluna i sumar, bæði innan- húss og utan. Vélakostur hefur verið bættur og umhverfiö lag- fært. Hreppurinn, I samvinnu við Húsnæðismálastjóm, stendur nú að byggingu svonefnds kjarna- húss, sem er vel á veg komin. Fyrri stigagangurinn með 5 ibúö- um á aö vera tilbúinn i byrjun desember, en sá slöari um mitt næsta ár. Eru það verktakar frá Selfossi sem sjá um bygginguna? Já, þaö er rétt, hér voru nokkr- ar ástralskar stúlkur I fiskvinnu I fyrravetur og sumar. Þær munu vera farnar, allavega þær ólofuöu að þvi er mér mér er sagt”, sagði Sveinn I lok samtalsins. G.S./Akureyri SIF um ummæli Jóhönnu Tryggvadóltur: „ÞflU ERU RAKALAUS” ,,Ég segi þaö hér og nú,” sagöi Tómas Þorvaldsson stjórnarformaöur StF, á blaöa- mannafundi, sem hann ásamt framkvæmdastjóra og skrif- stofustjóra StF boöuöu til, „aö ráöherra hefur haldiö mjög vel og skynsamlega á þeim mál- um.” Tómas ræddi þar um um- sókn tsporto á útflutningsleyfi á saltfiski til Portúgal og viö- brögöum Tómasar Árnasonar viöskiptaráöherra viö henni. „Ég undirstrika,” hélt Tómas Þorvaldsson áfram, „aö eftir þeim gögnum, sem liggja hjá viðskiptaráðuneytinu, varðandi þessa umsókn, fengjum viðekki leyfi. Þau eru fánýt. Mér hefur veriö heimilaö að upplýsa það hér, aö aðeins ein umsókn hefur borist ráðuneytinu frá tsporto og þaö er um leyfi til útflutnings á 1000 tonnum af pækilsöltuðum fiski.” Síöan upplýsti Tómas að nauðsynlegt væri aö gera góða grein fyrir verkun, stæröar- flokkun og gæöaflokkun fisks- ins, þegar sótt væri um útflutn- ingsleyfi. Þá bætti Tómas viö: „öllum gifuryrðum frá hendi eiganda Isporto I okkar garö, visa ég heim til föðurhúsanna. Þau eru rakalaus.” Tómas var spurður hvort hann eða aörir forustumanna SIF hefðu ótakmarkaðan að- gang að gögnum, sem berast viöskiptaráðuneytinu. Hann kvaö það fjarri lagi. Þá var hann spurður hvort formgalli á umsókn Isporto hefði ráöið úr- slitum meö að henni hefur ekki verið sinnt, og hvort ætla mætti að Isporto fengi leyfið, ef um- sókn I réttu formi berst. „Það ætla ég að vona ekki,” svaraöi Tómas. Þá var Tómas spurður hvor leyfi til handa Isporto kæmi á einhvern hátt illa við hagsmuni SIF. Hann taldi svo ekki vera, en benti á, að markaðurinn i Portúgal tæki á móti miklu magni af fiski I ódýrari gæða- flokkunum, og þvl væri saman- burður á meöalveröi SIF og þvi verði, sem Isporto hefur samiö um, engan veginn sanngjarn. Hins vegar var upplýst að SIF hefur I sumar selt blautverkaö- an saltfisk I besta stæröar og gæöaflokkiá $ 3000 tonniö. Einn- ig nefndi Tómas að óllku væri saman að jafna, þegar Isporto vill selja nú, í upphafi mesta neyslutimans, en lok fram- leiöslutlmans hér, en StF seldi á hagkvæmasta tlma fyrir Islend- inga, en kaupendur tækju á sig geymslukostnað, vexti og rým- un. „Það koma oft upp svona spámenn, sem þykjast geta selt á svo og svo góðum kjörum, en þeir sjást aldrei þegar hart er I ári og markaöur er erfiöur,” sagði Tómas Þorvaldsson. SV ' OPIÐ 730- 2330 Heitir HRAÐRÉTTIR beint í bílinn Hamborgarar Langlokur Pizzur Samlokur Meinlokur Pylsur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.