Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 13. október 1980 VÍSIR SMilBiHII Ekki ánægö meö skyldustörfin. Ilpp á kanl við ..Penthouse” itölsk tiskusýningarmær fékk þvi ekki fram komiö fyrír rétti i New Vork fyrir helgi, aö lögbann væri sett á útgáfu ndvembers- heftis „Penthouse”, sem lengi hefur þótt slá jafnvel „Playboy” úl i birtingu djarfra mynda. Isabel Lanza er óánægö meö myndir af sér i þessu hefti, þar sem hún er titluö „gæludýr” árs- ins. Heilar tiu siöur eru lagöar undir nektarmyndir af henni f h»- um og þessum stellingum. Scgist hún hafa veriö svikin svf- viröilega, þvi aö ekki heföi veriö leitaö samþykkis hennar viö myndavaliö, eins og lofaö haföi veriö. — Titlinum fylgja annars 300 þúsund dollara verö- laun. — En ungfrúin segir, aö fyrir launin ætlist thnaritiö til þess aö hún veröi „ambátt” þess, og kæri húnsig þóengan veginn u sum „skyldustörfin”, sem hiin er krafin um. Nýréttarhöld veröaimálinu 20. oktdber. Japansstjórn hefur nú svaraö kröfum Sovétmanna til fjársjóöar i sokknu skipi Rússakeisara, sem leitaö er nú viö Japansstrendur. Segir i svarinu, aö þessa kröfur hafi ekki viö neinn iagalaegan grundvöll aö styöjast. Sá, sem aö leitinni stendur, hefur boöiö Rússum fjársjóö- inn —- auövitað ef hann finnst — i sklptum fyrir Kúrileyjar, sem Sovétmenn hertóku I slðari hcim- styrjöldinní og hafa þráfaidlega neitaö aö skila Japönum aftur. Þvi tiiboöi hcfur ekki veriö svarað enn. Fjársjóöurinn er ætiaöur vera 38 milljaröar Bandarikjadala aö verömæti. Peter Lorenz á valdi hryöju- verkamanna. Hlnn nýi bókmennl ORTI SÍN LJÖÐ MEBAN GETTÚIB I VARSJA BRANN Á bekk með öðrum Nóbelssnillingum bók- menntanna eins og Thomas Mann, T.S.EIiot, William Faulkner, Boris Pasternak og Jean-Paul Sartre, hefur nú sest lítt þekktur Pólverji að nafni Czeslaw Milosz. ,,...sem vöflulaust og af skarpskyggni lýsir því, hve berskjaldaður maðurinn er í heimi hrikalegra átaka," eins og segir i tilkynningu sænsku akademíunnar um úthlutun bókmenntaverð- launa Nóbels. „Heiminum sem maðurinn lifir í eftir að hafa verið rekinn úr paradís". 1951 Milosz fæddistí Litháen 1911, en flúði heimaland sitt 1951 til Par- isar, þar sem hann baðst hælis sem pólitiskur flóttamaður. Hafði hann áður sagt skilið viö kommúnistaflokkinn og hafði þó gegnt ábyrgðarstöðum i utan- rikisþjónustunni. Frá Paris flutt- ist hann til Bandarikjanna þar sem hann er prófessor og fyrir- lesari I pólskum bókmenntum við Berkeley-háskóla. „Ég er mjög hræröur vegna verðlaunaveitingarinnar, þvi að mörg ljóð min spegla margan hrylling tuttugustu aldarinnar”, sagði Milosz, þegar hann frétti af úthlutuninni. „Ég er pólskur og mörg ljóða minna orti ég á her- námsárum nasista i Póllandi”. Landar hans þekkja vart verk hans að öðru en neðanjarðarút- gáfu, þvi að eftir að hann flúði land, hefur ekki annað komið opinberlega út eftir hann en það sem áöur var þá útkomið. — Nær fjórar klukkustundir liöu frá til- kynningu sænsku akademiunnar, áöur en fjölmiðlar i Póllandi greindu frá fréttinni. Siðar var svo skýrt frá þvi, aö Jablonski, Póllandsforseti og Tejchma, menningarmálaráöherra hefðu sent skáldinu heillaóskaskeyti. Milosz hefur I verkum sinum verið harðgagnrýnin á Kreml- stjórnina, stalinismann og þý- lyndi kommúnistastjórna austan- tjaldsrikja (sérilagi Póllands) viö valdaherrana i Kreml. — Neðan- jaröarútgáfa, kölluö NOWA, sem er I nánum tengslum við andófs- hreyfinguna i Póllandi, réðst þó fyrir þrem árum i sjö binda útgáfu á verkum skáldsins. Sið- asta bindið er þó enn ókomið, en senn væntanlegt. Milosz er þriðja Nóbelsskáldið, sem skrifar á pólska tungu. Rit- höfundarnir Henryk Sienkiewics og Wladyslaw Stainslaw Rey- mont fengu verðlaunin 1905 og 1924. Hinn pólskættaði Isaac Bas- hevis Singer, sem verðlaunin fékk 1978, skrifaöi á máli gyðinga, yiddish. Frægasta bók hans „Znie- wolony Unsyl” (Fanginn hugur” fjallar um mannlif undir alræðis- stjórn og hefur verið þýdd á f jölda tungumála. Hann hefur áöur hlotið alþjóðlega viðurkenningu, eins og þegar hann fékk Neustadt- verðlaunin 1978, en var þó ekki á lista þeirra, sem liklegastir þóttu til þess að hljóta Nóbelshnossið i ár. Þar höfðu verið tilnefndir höf- undar eins og Grahame Greene, Gúnther Grass og Norman Mailer. Bókmenntagagnrýnendur i Bandarikjunum segja, að mikill hluti verka hans hafi verið skrif- aður i Varsjá á árum siðari heimsstyrjaldarinnar. Hann gerði sér t.d. að yrkisefni ómann- eskjulegt afskiptaleysi Varsjár- búa af bardögunum, sem geisuðu milli gyðinga og nasista i gettó- uppreisninni 1943. Eitt ljóða hans frá 1944 hefur fyrst nú nýlega veriö birt, en það kallar hann „Campo d’Fiore”, eftir þeim stað i Róm, þar sem heim- spekingurinn Giordano Bruno var brenndur á báli fyri villukenn- ingar. 1 þvi ljóði bregöur Milosz upp mynd af braki úr hinu brenn- andi gettói, sem hrynur yfir gáskafulla gesti tivólis, meöan tónar skemmtarans við hringekj- una yfirgnæfa veinin handan við múranna. Viðbrögð við fréttinni um út- hlutunina hafa ekki veriö mikil. Enginn hefur þó heyrst halda þvi fram, að skáldið væri þeirra ekki maklegt. 1 fyrstu þótti ýmsum einkennileg tilviljun, að pólskt út- lagaskáld skyldi hljóta þau i kjöl- far þeirra tiðinda, sem gerðust i Póllandi i sumar, og enn hefur ekki verið séð fyrir endann á. Að- spurðir sögðu talsmenn sænsku akademiunnar, að úthlutunin hefði ekkert væri ekkert tengd þeim. En I Póllandi hafa heyrst raddir, sem krefjast þess, að verk hins nýja Nóbelsskálds verði gerð al- þýðu manna aðgengilegri. I ijósi þeirra loforða, sem stjórnvöld gáfu verkfallsmönnum við samningana um lausn kjarabar- áttunnar — um að aflétta ein- hverjum ritskoðunar- reglum — verður fróðlegt að fylgjast með þvi, hvort það frjálslyndi verður látið taka til verka Miloszar. Lik gyöinga keyrö á handvögnum út úr gettóinu i Varsjá, en á þeim óhugnanlegu árum skrifaði Milosz mörg ljóða sinna. reter Lorenz bættlr I borgarnólltik Peter Lorenz ieiðtogi kristi- legra demókrata i V-Beriín, sem hryöjuverkamenn rændu fyrir kosningarnar 1975, tiikynnti fyrir helgina, að hann hygðist draga sig I hlé úr borgarmálefnum til þess að heiga sig þingstörfum I Bonn. Hánn hyggst segja af sér for- mennsku I flokknum næsta mars og sömuleiöis forsetaembætti borgarráðs. Lorenz var rænt af féiögum i Baader-Meinhofglæpaflokknum f febrúar 1975 fyrir borgar- stjórnarkosningar i V-Berlin. Viku siðar var hann látinn laus i skiptum fyrir fimm fangelsaöa hryöjuverkamenn, sem fiogiö var með til Suður-Jemen. Rreladrollning heimsæklr páfa Elisabet Engiandsdeottning ætlar að heimsækja páfann I þessari viku, og er það fyrsta heimsókn hennar i páfagarö I 20 ár. Hún kom til ítallu siðast 1961 I máimánuði, en hcfur raunar hitt tvo fyrri páfa. Prinsessan fiuttl heim lil mömmu trena Hollandsprinsessa hefur um stundarsakir flutt inn til móður sinnar. Júliönu fyrrum drottningar, meö börn sín fjögur. Nýja heimilið er I Söstdijkhöll- inni. Að öðru jöfnu búa þau hjón, Irena og Carlos Hugo prins af ætt Búrbóna á Spáni. Astæða þessa heimilisflutnings er heilsufariö hjá einu barnanna, en læknar höfðu mælt með þvl aö þau flyttust I annaö loftslag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.