Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 16
vtsm 16 Mánudagur 13. október 1980 Mánudagur 13. október 1980 vlsm 21 LEYSINGAR 1 RUSS i LANDI KOIHIi A RÆNI )- UM Á STRðNDUM V IVAN SKÚGARHÖGGSMAÐUR EL SENDIR ÞEIM ALLTAF EITTHVAÐ AF REKA Þegar fer a6 hausta i Sovétrikjunum tekur Ivan skógarhöggs- maöur til starfa. Hann býr sig út meö nesti og nýja skó og arkar svo sem ieiö liggur inn i skógana miklu sem teygja sig allt frá landa- mærum Finniands I vestri og austur aö Beringssundi. Þar þraukar hann veturinn viö aö höggva niöur trén og koma þeim fyrir i heljar- miklum stöflum viö árnar stóru sem renna i noröur — Dvinu sem fellur I Hvita hafiö, Ob og Énisei sem falia I tshafiö. Þegar ísa leysir á vorin og árnar ryöja sig fleytir ivan siöan timbrinu sinu niöur eftir ánum og aö sögunarmylium og pappirsverksmiöjum er standa viö árósana. Alltaf sieppur einhver hluti trjánna hans á haf út og stund- um, þegar leysingar eru snöggar og miklar, máski heilu flotarnir. Þá veröur ivan hnugginn en vestur á isiandi kætast bændur á Ströndum. Spýtan reyndisttólf metrar á lengd og Guömundur bóndi reiknaöi út aö úr henni fengjust u.þ.b. 120 giröingarstaurar sem gera 120 þús- und krónur. Hverju kætast bændur..? Þaö er nefninlega taliö aö mestallur sá rekaviöur sem bændur á Ströndum, og reyndar á öllu Noröurlandi, fá á fjörur sinar sé frá Ivan skógarhöggs- manni i Sovétrikjunum kominn. Þaö er óljóst hversu lengi drumbarnir eru aö reka úr Barentshafi, Hvita hafi, Is- hafinu — sumir segja 2-3 ár aörir 10-12. En þegar þeir eru einu sinni komnir uppi fjöru sleppa bændur þeim ekki út aftur^ af þeim er fé að fá. Mest rekur á veturna. Þaö er dauöur timi fyrir Stranda- bændum sem aðra bændur, litiö aö géra nema gefa kindum og kúm aö eta og drekka. Svo þeir hafa nógan tima til að sinna viönum, bjarga þeim drumbum upp á land sem gætu rekiö á haf út aftur og jafnvel draga þá heim til bæjar. Aöalannatiminn i sambandi viö rekann er samt á Hjónin í Stóru-A vik, Hulda Kjörenberg og Guömundur Jónsson. Meöan Visismenn stóöu viö I Stóru-Avik i Arneshreppi var ekki nóg meö aö á fjörur ræki einhverja þá lengstu spýtu sem sést haföi, niöri I fjörunni var og einhver sú gildasta. Þaö eru börn Stóru-Aivikur hjónanna, Jóna og Benedikt, sem sitja klofvega á drumbnum. vorin, eftir aö ærnar hafa boriö lömbum sinum. Þá er tekið til viö aö breyta drumbunum i giröingarstaura og kannski sitt- hvaö fleira. Fyrir ekki mörgum árum voru þeir eingöngu klofnir sundur meö meitlum og þung- um sleggjum og þaö var mikiö verk og erfitt. Svo hélt vélvæö- ingin innreiö sina einsog oft vill veröa og nú eru á flestum bæj- um stórar og öflugar sagir sem vinna erfiöustu verkin. Sumir segja reyndar aö gömlu, íleyg- uöu staurarnir séu sterkari en hinir söguðu en þaö er önnur saga... Rekaviður á einum bæ. En tökum nú dæmi. Einn bær- inn i Arneshreppi á Ströndum heitir Stóra-Avik og er á flestan máta dæmigerður fyrir aöra bæi i sveitinni. Þar búa Guö- Texti: , lllugí Jökulsson Myndip’f Gunnar V. Andrésson mundur Jónsson og Hulda Kjörenberg meö þremur börn- um sinum, auk þeirra eru á bænum móöir Guömundar, Unnur Jónsdóttir og gamal- gróinn húskarl Guðmundur Steindórsson. A bænum eru 190 fjár sem þætti ekki mikið viöast annars staöar, enda hugsa þeir meira um það Strandabændur aö komast sæmilega af en safna auöi. Kýr eru tvær i Stóru-Ávik og aöeins til heimabrúks, hreppurinn er alltof afskekktur til að þaöan sé hægt aö selja mjólk. Og einsog aörir bændur fer Guðmundur á grásleppu á vorin og hiröir úr henni hrognin. Loks er svo rekinn frá honum Ivan. Stóra-Avikin hefur fremur langa strandlengju sem snýr ágætlega viö noröaustri, aöal- rekaáttinni, svo þar er góður reki oftastnær. Þaö er misjafnt hvaö Ivan sendir mikiö á ári, flest árin vænan slatta, einstaka sinnum íitiö sem ekkert og svo koma ár þegar allar fjörur bók- staflega fyllast af reka. Siöast- liöinn vetur var sæmilegur og i vor sagaöi Guðmundur um það bil 2000 staura. Staurarnir eru siöan seldir, ýmist fyrir milli- göngu kaupfélagsins á staönum eöa þá manna sem eiga vörubila og koma á þeim norður til aö kaupa staura. Rekaviöar- bændur selja staurinn á 1000 krónur stykkið en kaup- endurnir, bændur á rekalausum jöröum vegagerðin o.fl., kaupa hann talsvert dýrara veröi. Að bjarga fallegri spýtu. Meöan viö Visismenn nutum gestrisni Stóru-Avikurhjón- anna bárust fréttir af geysi- langri spýtu sem rekiö haföi upp i klettana i utanveröri Kol- grafarvik i bæjarlandinu. Þaö gat allt eins veriö aö spýtuna tæki út i næsta óveöri svo Guö- mundur bóndi héit af staö á dráttarvélinni til aö bjarga henni upp á þurrt land. Þaö reyndist hægara sagt en gert. Spýtan sat föst I klettunum svo þaö varð aö bregöa utan um hana spotta sem fest var i dráttarvélina kippa svo I. En þá festist annar endinn á dálitlum steini i sjónum og sat þar blý- fastur um hriö. Eftir langa og stranga mæöu voru menn um þaö bil aö gefast upp, dráttar- vélina var búin aö spóla sig langar leiöir niöur i jöröina og reipið haföi slitnaö tvisvar sinn- um, þá loksins hoppaöi endinn upp af steininum og eftirleikur- inn var auöveldur. Spýtan reyndist vera rúmlega tólf metra löng, „ein sú allra lengsta sem ég hef séö rekna hér á fjöru”, sagöi Guömundur bóndi. Hún verður ekki söguö fyrr en næsta vor en úr henni ættu aö fást 120 staurar, á nú- gildandi verölagi 120 þúsund krónur. Ivan getur svo huggaö sig viö þaö aö þetta væna tré er ekki eitt þeirra sem hann svitnaöi viö að höggva fyrir nokkrum árum: rótarhnyðja á öörum endanum benti til þess aö tréö sáluga heföi staöiö einhvers staöar ná- lægt vatni en rifnaö upp með rótum og borist út i sjó. Sjórinn hafði svo séð um aö hreinsa af þvi allan óþarfa, svosem greinar, laufskrúö og rótar- flækju, hann skilaöi þvi tilbúnu tilsögunar. — IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.