Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 13.10.1980, Blaðsíða 32
Mánudagur 13. október 1980 síminnerdóóll veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir stormi á suð- vesturmiðum og suðaustur- mjðum. Um 600 km suður af landinu er kyrrstæð 985 mb. lægð, sem farin er að grynn- ast. Hiti breytist litiö. Veöur- horfur næsta sólarhring: Suðvesturmiö: Austan storm- ur austan til.en heldur hægari vestan til, rigning með köfl- um. Suðurland til Vestfjarða, Faxaflóamið og Breiðafjarð- armið: Austnorðaustan kaldi og sums staöar allhvasst, dá- litil rigning eða slydda með köflum. Strandir og Norðurland vestra til Austfjaröa og Vestfjaröa- miö til Austfjaröamiða: Aust- an stinningskaldi á miðum, en viöast hægari til landsins, sums staðar snjó- eöa slyddu- él. Suöausturland og suöaustur- miö: Austan stormur vestan til, en heldur hægari austan til, rigning eða slydda með köflum. 1 1 1 H I I 1 1 1 1 Veðrið hér QðDar i Veðriö kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað 0, Bergen skýjað 5, Helsinki skýjað 10, Kaupmannahöfn þoka 6, Osló skýjaö 4, Keykjavik skýjað 2, Stokkhólmur skýjað 6, Þórs- höfnskýjaöá, Aþena léttskýj- að 18, Berlinskýjað 11, Frank- furtskýjað 10, Nuukskýjað 1, London léttskýjað 10, Luxem- borgskýjað 7, Mallorca skýj- að 16, New York skýjað 16, Parisskýjað 10, Róm þrumu- veður 13, Malagaheiðskirt 22, Vinrigning 11, Winnipegskýj- að 13. I Bruninn i húsnæði „Rann- sóknarstofnunar vitundarinn- ar” hefur vakiö nokkra at- hygli, en talið er, að kviknaö hafi f Ut frá of mikilli hugsun! úvenjulegt uppboð hjá bæjarfðgetanum í Hafnarfirði: SmyglaMr skartgrip ir fyrir milljónirl Skartgripir að verð- mæti margar milljónir króna verða boðnir upp hjá embætti bæjarfóget- ans i Hafnarfirði i næstu viqu. Hér er um að ræða smyglvarning sem toll- verðir á Keflavikurflug- velli komu höndum yfir fyrir nokkrum árum. Guðmundur L. Jóhannesson fógetafull- trúi i Hafnarfirði sagði, að á sinum tima hefði góssið verið metið á 650 þúsund krónur, en þá hefði útsöluverðmætið verið talið nema fimm til sex milljónum króna. Hér er um að ræða gullkrossa og hjörtu ásamt eyrnaskrauti, samtals þrjú þús- und stykki, Er ætlunin að skipta þessu niður i poka þegar að upp- boðinu kemur og bjóða hvern poka fyrir sig. Gullverð heíur hækkað mjög á siðustu árum og hafi útsöluverð- mætið verið talið nema allt að sex milljónum fyrir um fjórum árum er að minnsta kosti óhætt að tvö- falda þá upphæð miðað við gull- verð i dag. Innflytjandinn sem ætlaði að smygla skartgripunum inn i land- ið var dæmdur i sekt fyrir tiltækið árið 1978, en varningurinn gerður upptækur. SG Fjárveitingavaldíð iiundsað: Enn engin lyfta í Þjóöminjasafni - prátl fyrir fjárveitingu iil lynukaupa ivö ár í röð II III 1 Þrátt fyrir fjárveit- ingar Alþingis tvö ár i röð til kaupa á lyftu i Þjóðminjasafnið, er þar enn lyftulaust, þar sem fjárveitingin fyrir árið 1979 var notuð i annað! Þetta kom fram i ræðu, sem Alexander Stefánsson, al- þingismaður, flutti á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálp- ar og öryrkjabandalags lslands um menntunar-og atvinnumál þroskaheftra og öryrkja, um helgina. Alexander sagði, að fjárveit- ingavaldið hefði talið rétt að koma til móts við kröfur fatlaðra um auðveldari aögang að opin- berum byggingum, m.a. með þvi að setja lyftu i Þjóðminjasafniö, en I þvi væri lyftuhús. Sér- stök fjárveiting hefði verið samþykkt i þessu skyni i fjárlög- um 1979. Við fjárlagagerð fyrir árið 1980 hefði hins vegar komið i ljós, að þjóðminjavörður heföi notað þetta fé til annarra hluta. Þá hefði enn verið veitt fé til lyftukaupanna. „Ég hélt, að nú hlyti þetta verk að vera langt komið, en i ljós kom, aðenn er allt við það sama” sagði Alexander. Ekki tókst að ná i Þór Magnús- son, þjóöminjavörð, i morgun, en á skrifstofu Þjóðminjasafnsins var Visi tjáð, að lyftan væri i pöntun. ESJ Uthlutun úr menn- ingarsjóðí leikstjóra: Hallmar hlaut styrkinn Hallmar Sigurðsson hlaut um helgina styrk úr Menningarsjóöi félags leik- stjóra á lslandi er veitt var úr sjóðnum i fyrsta skipti. Upphæðin sem Hallmar hlaut nemur 600 þúsund krón- um og hyggst hann nota upp- hæðina til aö kynna sér sam- starf leikhúsa og kvikmynda- geröarfólks i Finnlandi og V- Þýskalandi. Hallmar sem er nýkominn heim frá námi erlendis hefur þegar hafiö störf hér heima og hefur uppsetning hans á leik- ritinu ,,Að sjá til þin, maður” sem sýnt er i Iðnó vakið mikla athygli. I stjórn Menningarsjóös félags leikstjóra eru Sverrir Hólmarsson, Jónas Jónasson og Þórunn Sigurðardóttir. , gk—. Ýmis afbrot um helgina Um hálfellefu leytið á föstu- dagskvöld var brotist inn i Skóvinnustofuna að Garða- stræti 13, og þar teknar 6000 krónur. Lögreglan stóð þjófinn að verki, og reyndist hann vera á fertugsaldri. 50 þúsund krónum var stolið af gesti að Gistiheimilinu að Brautarholti 52, um klukkan 18.30 á laugardaginn. Málið er óupplýst. Sama dag varð ljóst að brot- ist hafði verið inn i vinnuskúr hitaveitunnar viö Grafarholt. Engu var stolið. Þá var brotist inn i verslun- ina aö Hátúni lOb, og stolið þaðan 15 kartonum af siga- rettum. —AS. Barn fyrir bíl á Selfossi Fjögurra ára gamalt barn varöfyrirbifreiö á Austurvegi áSelfossium klukkan 141 gær. Barnið munhafa fótbrotnað við áreksturinn, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi mun slysið ekki vera mjög alvarlegt. _as

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.