Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 1
liililiMI
¦FTlffiTl
Jóhann Eyvindsson úr Kópa-
vogi, sem saknaö var frá þvi á
mánudag, fannst látinn i bil sin-
um i sjónum utan við Karsnes-
bryggju um hádegi i gær.
Menn Ur Björgunarsveit Ing-
ólfs og Hjálparsveit skáta i Kópa-
vogi hófu leit i fyrradag og fljót-
lega þötu' liklegt, að bifreið Jö-
hanns hafi ekið f ram af Karsnes-
bryggju, þar sem trékantur á
henni var nýbrotinn.
Froskmenn Ur Björgunarsveit
Ingólfs köfuðu við bryggjuna þá
um kvöldið, en urðu einskis varir,
þótt vel væri leitað við bryggjuna.
Um hadegisbilið i gær hófu
froskmenn leit að nýju við
bryggjuna, en nú utar.
Jóhann fannst þá látinn i bil
sinum 40 metra frá bryggjusporð-
inum, á um 10 metra dýpi.
AS
Miövikudagur 15. október 1980, 241. tbl. 70. árg.
Tillaga 7-manna-nelndar ASI um aðgerðir:
ALLSHERJARVERK
FALL UM NÆSTU
MÁNAÐAMÖT?
43la manna nefndin tekur endaniega ákvörðun í dag
7 manna nefnd Al-
þýðusambands íslands
kom saman til fundar i
gær. Voru þar ákveðin
drög að tillögum um
aðgerðir til að knýja á
um samninga. Sam-
kvæmt heimildum,
sem Visir hefur aflað
sér, snúast tillögurnar
um allsherjarverkfall,
en ekki var sett fram á-
kveðin timasetning að
svo stöddu.
Allflest verkalýðsfélög i land-
inu munu nú búin að afla sér
heimildar til vinnustöðvunar, en
þó munu nokkur þeirra halda
fundi nú i vikunni til að afla sér
slikrar heimildar. Að henni
fenginni, er lögfestur frestur til
vinnustöðvunar sjö dagar frá
boðun aðgerðanna. Það íer þvi
nokkuð eftir samþykktum trún-
aðarmannaráðanna um aðgerð-
ir i hverju félagi, hvenær verk-
fall getur hafist. 7 manna nefnd
mun hins vegar leggja á það á-
herslu i tillögum sinum, að sam-
ræmdar aðgerðir geti hafist
sem fyrst, jafnvel um mánaða-
mót.
14 manna nefnd ASI kom
saman til fundar kl. 10 i morg-
un, til að ræða ofangreinda til-
lógu. A fundi 43ja manna nefnd-
ar, sem hefst kl. 14 i dag verður
svo tekin endanleg ákvöröun
um, hvort fariö verður að þess-
ari tiilögu. Einnig tekur nefndin
akvörðun um, hvernig staðiö
verður aö aðgerðum, og beinir
siðan askorun það að lutandi til
verkatyðsfélaganna i landinu.
—JSS
Björgunarmenn sjást hér draga bifreioina upp á bryggjuna I Kbpavogi
Vlsismynd: l'I.
Er gamla SYR
að kveðia?
Flugvélafloti
myndinni, en
Landhelgisgæslunnar: Fokker vélarnar TF-SVR, sem á aö selja, og TF-SVN, eru aftar á
fyrir framan þyrlurnarTF-RANogTF-GRO. Vlsismynd: Baldur Sveinsson.
A fjárlögum fyrir þetta ár var
heimiluð sala á TF-SÝR Fokk-
ervél Landhelgisgæslunnar og
innstreymistölur i rikissjóð
vegna sölunnar voru áætlaðar
um 345 milljónir króna.
Ekki varð úr sölu, svo að enn
kemur flugvélin i fjárlög fyrir
árið 1981.
Að sögn Guömundar Kjærne-
sted, skipherra hjá Landhelgis-
gæslunni, hafa fyrirspurnir
borlst varðandi vélina, en Guð-
mundur kvað énn fremur ljóst,
að þeim tilboðum hafi ekki verið
tekið.
„Vélar, sem þessar er þó ekki
nokkur vandi að selja", sagði
Guðmundur, svo aö öllum
likindum kveöur gamla Fokker-
vélin flotann & næsta ári.