Vísir - 15.10.1980, Side 1

Vísir - 15.10.1980, Side 1
Miðvikudagur 15. október 1980/ 241. tbl. 70. árg. Fannst látinn Jóhann Eyvindsson úr Kópa- vogi. sem saknað var frá þvi á mánudag, fannst látinn i bil sin- um i sjónum utan við Kársnes- bryggju um hádegi i gær. Menn Ur Björgunarsveit Ing- ólfs og Hjálparsveit skáta i Kópa- vogi hófu leit i fyrradag og fljót- lega þötti liklegt, aö bifreiö Jó- hanns hafi ekiö fram af Kársnes- bryggju, þar sem trékantur á henni var nýbrotinn. Froskmenn Ur Björgunarsveit Ingólfs köfuðu við bryggjuna þá um kvöldið, en urðu einskis varir, þótt vel væri leitað við bryggjuna. Um hádegisbiliö 1 gær hófu froskmenn leit að nýju við bryggjuna, en nú utar. Jóhann fannst þá látinn i bil sinum 40 metra frá bryggjusporð- inum, á um 10 metra dýpi. AS Tillaga 7-manna-nefndar flSl um aðgerðlr: ALLSHERJARVERK- ■ ■ FALL UM NÆSTU MANABAMÚT? 43|a manna nefndin fekur endanlega ákvörðun i dag ■ ■ ■ 7 manna nefnd Al- þýðusambands íslands kom saman til fundar i gær. Voru þar ákveðin drög að tillögum um aðgerðir til að knýja á um samninga. Sam- kvæmt heimildum, sem Visir hefur aflað sér, snúast tillögurnar um allsherjarverkfall, en ekki var sett fram á- kveðin timasetning að svo stöddu. Allflest verkalýðsfélög i land- inu munu nU bUin að afla sér heimildar til vinnustöðvunar, en þó munu nokkur þeirra haida fundi nU i vikunni til að afla sér slikrar heimildar. Að henni fenginni, er lögfestur frestur til vinnustöðvunar sjö dagar frá boðun aðgerðanna. Það fer þvi nokkuð eftir samþykktum trUn- aðarmannaráðanna um aðgerð- ir i hverju félagi, hvenær verk- fall getur hafist. 7 manna nefnd mun hins vegar leggja á það á- herslu i tillögum sinum, að sam- ræmdar aðgerðir geti hafist sem fyrst, jafnvel um mánaða- mót. 14 manna nefnd ASl kom saman til fundar kl. 10 i morg- un, til að ræða ofangreinda til- lögu. A fundi 43ja manna nefnd- ar, sem hefst kl. 14 i dag veröur svo tekin endanleg ákvöröun um, hvort farið verður að þess- ari tillögu. Einnig tekur nefndin ákvörðun um, hvernig staðið veröur aö aögerðum, og beinir siðan áskorun það að ltitandi til verkalýðsfélaganna i landinu. —JSS ■ ■ I ■ 4» W. : _____>* 'l&SI/t Björgunarmenn sjást hér draga bifreiðina upp á bryggjuna I Kópavogi. Visismynd: ÞL r- Er gamla SYR að kveðja? Flugvélafloti Landheigisgæslunnar: Fokker vélarnar TF-SVR, sem á aðselja, og TF-SÝN, eru aftar á myndinni, en fyrir framan þyrlurnar TF-RAN ogTF-GRO. Vfsismynd: Baldur Sveinsson. A fjárlögum fyrir þetta ár var heimiluö sala á TF-SÝR Fokk- ervél Landhelgisgæslunnar og innstreymistölur i rikissjóð vegna sölunnar voru áætlaðar um 345 milljónir króna. Ekki varö úr sölu, svo að enn kemur flugvélin i fjárlög fyrir árið 1981. Að sögn Guðmundar Kjærne- sted, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, hafa fyrirspurnir borist varöandi vélina, en Guð- mundur kvað enn fremur ljóst, að þeim tilboöum hafi ekki verið tekið. „Vélar, sem þessar er þó ekki nokkur vandi að selja”, sagði Guðmundur, svo aö öllum likindum kveöurgamla Fokker- vélin flotann á næsta ári.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.