Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 4
vlsm vísm \ i i ».>'J j'?'.r f 't'.'.’ * • ■/•>* f Miövikudagur 15. október 1980. Miövikudagur 15. október 1980. Hðr í hjarta „Eiginmaöur, sem litur konu sina lostafullum aug- um, fremur meö þvi hór,” er haft eftir Jóhannesi Páli, páfa, nýlega. Páfinn sagöi, aö Kristur hafi sagt, aö maöur fremdi „hór í hjarta” ef hann liti iöngunaraugum á kven- mann. Þó þetta cigi einkiim viöum ógifta menn, sem lita á konur þessum augum, fremur sá gifti þetta einnig Uti hann þessum sömu aug- dm á sina konu, sagöi páfi og baö menn gæta hófs I slíkum efnum. Enflur á átta vegu Fyrsti matsölustaöurinn i Kina sem er I einkaeign hef- ur nýlega veriö opnaöur i Peking og þaö er 46 ára gömul húsmóöir Liu Guixian sem rekur hann ásamt tveimur sonum sinum, Aöal- áherslan er lögö á aö mat- reiöa endur og frá Gulxian kann svo sannarlega tökin á þvf og framreiöir endurnar sinar' á átta mismunandi hætti fyrir viöskiptavinina. Bðndlnn áfram í fangelsi Þegar dr. Rose Dugdalc gekk dt úr f angelsi I Dublin á trlandi á dögunum haföi hún setiö þar inni T 6 ár fyrir, vopnuö rán og ýmislegt fleira. óhætt er aö segja aö i fangelsinu hafi ýmislegt gerst hjá henni, hún eignaö- ist þar barn 1975 og þremur árum siöar giftist hún barns- fööur sfnum Eddle Gallagher sem afpiánar þar 20 ára fangelsisdóm. Rose er sem- sagt laus ásamt barni slnu en þaö veröur einhver biö á aö eiginmaöurinn geti um frjálst höfuö strokiö. Þau hjónakornin eru bæöi skæruliöar Irska iýöveldis- hersins og veröur fróölegt aö vita hvort gifting þeirra og barneign hefur einhver áhrif á þaö aö þau taki upp aöra lifnaöarhætti I framtiöinni. Kolaframleiðslan dregst aitur úr Kolaframleiösla Póilands hefur dregist langt aftur úr þvi marki, sem menn höföu sétt sér. Þykir horfa til þess aö muni allt aö átta eöa tiu milljón smálestum á þessu ári. Efnahagslif Póllands þykir slst mega viö þvi, eins og ástatt er. — Arsframieiöslan I fyrra var rúmar 200 milljón smálestir, en markiö var sett viö 208 milljónir þetta áriö. Dalal Lama helmsækir páfa Fyrrum leiötogi Tibetmanna, Dalai Lama er um þessar mundir staddur 1 Róm og mun meöal ann- ars ganga á fund Jóhannesar Páls páfa 2. Vitaö er aö aöalumræöu- efni þeirra veröur hvernig koma má á friöi i heiminum. Þetta er ekki I fyrsta skifti sem Lama heimsækir páfagarö, hann kom þar viö 1973 og ræddi þá viö Pál páfa 6. Ákafur aðdá- andi Fewcett Bandariska leikkonan Farrah Fawcett á sér marga trygga aö- dáendur viöa um heim, og einn þeirra er John Blind sem er starfsmaöur SAS flugfélagsins á Kastrup flugvelli I Kaupmanna- höfn. Hann er svo ákafur aödá- andi leikkonunnar aö vikuiega heldur hann sýningar á sjón- varpsþáttum ieikkonunnar heima i stofu hjá sér og býöur þangaö kunningjum sinum. Sendiherrann líllálinn Sendiherra S-Afriku i EI Salva- dor, Archibald Gardner Dunn sem var rænt frá heimiti sfnu fvr- „SjaKalinn” sprengdi fyrir utan bænahúsið Lögreglan I Paris I Frakklandi þykist þess nil fullviss aö maöur sá er kom fyrir sprengju við bænahús gyöinga þar I borg á dögunum hafi veriö enginn annar en hinn heimsþekkti glæpamaöur Carlos Iljitch Ramirez Sanchez eöa „Sjakalinn” eins og hann er nefndur. Ef ekki hafi veriö um tvifara hans aö ræöa þykja menn vissir i sinni sök, aö maöur sá er kom sprengjunni fyrir á böggla- bera mótorhjóls fyrir utan bæna- húsiö hafi verið hinn þekkti glæpamaður sem lögregla fjöl- margra landa þráir aö koma höndum yfir. Franska lögreglan hefur f dag I höndunum teikningu af viökom- andi manni, og er hún byggö á lýsingu sjónarvotta á honum. En þaö er ekki nóg, sennilega mun þaö reynast frönsku lögreglunni erfiöara aö hafa hendur í hári „Sjakalans”. Undir dulnefni Mynd lögreglunnar styöst viö lýsingu fólks sem haföi afskifti af „sprengjumanninum”, m.a. þeim er seldi honum mótorhjóliö umrædda sem sprengjan var fest á, og starfsfólks hótelsins þar sem maöurinn gisti dagana áöur Carlos „Sjakali” i einu af dular- gervum sinum. en hann lét til skarar skrlöa. Sá er seldi honum mótorhjóliö sem var af geröinni Suzuki 125cc segir aö útlendingur sem talaöi góöa frönsku hafi komiö og keypt hjóliö og greitt fyrir þaö meö bandariskum 1000 dollara seöli. Hann hafi sýnt vegabréf og hafi þaö veriö gefiö út á nafn Alexand- er Panaryu frá Kýpur. 1 dag seg- ist mótorhjólasalinn vera þess fullviss aö sá er keypti hjóliö hafi veriö Carlos „Sjakali” enda kem- ur lýsing hans heim og saman viö fyrri lýsingar á honum. Starfsfólk hótelsins þar sem „Alexander Panaryu” bjó og heitir Hotel Celtic er á sama máli og lýsing þess passar alveg viö lýsingu mótorhjólasalans. Þessi maöur yfirgaf hóteliö kvöldiö áö- ur en sprengjutilræöiö var framiö og hefur ekkert til hans spurst siöan. Sendiherrann hjálpar Sendiherra Kýpur var allur af vilja geröur til aö aöstoöa frönsku lögregluna i þessu máli. Hann lét rannsaka feril Alexander Pana- ryu heima i Alsir og kom i ljós aö vegabréfiö var falsaö og enginn þeö þessu nafni bjó i þvi heimilis- fangi I Kýpur sem uppgefiö haföi veriö I vegabréfinu. Á flótta Smátt og smátt fékk lögreglu- rannsóknin á sig heillega mynd og er nú talið fullvist aö hér hafi glæpamaðurinn „Sjakalinn” ver- iö aö verki, en hann hefur veriö á siöfelldum flótta undanfarin ár undan Interpol sem leitar hans aö beiöni Bandarikjamanna, Frakka, V-Þjóöverja og Israels- manna svoeinhverjir séu nefndir. „Sjakalinn” hefur hvarvetna skiliö eftir sig blóöi drifna slóö og hans hefur veriö ákaft leitaö viöa um heim en án árangurs. Taliö er aöhannhafiaöundanfómu dvaliö i Lýbiu og er ekki liklegt aö franska lögreglan hafi mikinn árangur i leit sinni aö honum. Hans mun þó veröa leitaö áfram, enda særöi hann fjölda manns I bænahúsinu 1 Paris meö sprengjuárás sinni auk þess sem hann olli þar miklum skemmd- Ekki er taUö liklegt aö franska lögreglan hafi hendur I hári um. „Sjakalans” á næstunni. Honecker slær Schmidl undir beltisstað Honecker og Schmidt, en þeir hittust siöast á öryggismálaráöstefnunni i Helsinki. Öryggisráðið tekur Persa- stríðið fyrir Rikisstjórnin i Bonn kemur saman til fundar i dag i leit aö ráðum, sem bjargaö geti „þiöu” stefnu hennar gagnvart A-Þýska- landi en hún beið mikinn hnekki þegar A-Þjóöverjar hækkuöu skattinn á v-þýskum ferðamönn- um, sem heimsækja A-Berlin. Hin bætta sambúð A- og V- Þýskalands i kjölfar „detenté” þótti þó einmitt hafa átt drjúgan þátt i sigri stjórnarflokkanna i kosningum V-Þ]óðverja fyrir hálfum mánuöi, og ósýnt nema úrslitin heföu fariö á annan veg, ef a-þýska stjórnin heföi ekki beö- iö meö skattahækkunina fram yfir kosningar. Nú þykir mönnum, sem Schmidt kanslari muni þurfa á allri sinni pólitisku lipurö aö halda til aö halda stjórnarskút- unni á réttum kili i þeirri stefnu, sem hann boöaöi hvaö ákafast i kosningabaráttunni, og tók miö af þvi aö auka enn skiíning og sam- skipti A-og Vestur-Þýskalands. Andstæöingar hans eru liklegir til þess að gera sér mat úr þeirri úlfúö, sem þaö vakti meöal V- Þjóöverja, þegar a-þýska stjórnin hækkaöi i byrjun vikunnar gjald- eyrisupphæöina, sem gestkom- andi eru skuldbundnir til þess að vixla fyrir verölitil a-þýsk mörk fyrir hvern þann dag, sem þeir dvelja austan tjalds. — Erich Honecker, leiötogi A-Þýskalands, hellti siöan oliu á eldinn, þegar hann i ræðu veittist harkalega aö V-Þýskalandi, sem hann kallaöi „auövaldsriki”, er stefndi aö þvi aö eyöileggja þiöuna i sambúö austurs og vesturs. Ofan á þetta bætist siöan, aö i gærkvöldi fullyrtu A-Þjóöverjar, aö beina simasambandiö, sem komið var á fyrir „ostpolitik” Willy Brandts, væri mikiö notaö i njósnaþágu. Vekur sú yfirlýsing kviða um, aö A-Þjóöverjar hyggist takmarka simasamband- iö milli landanna, en þaö hefur mjög hjálpað fjölskyldum, sem skildar eru aö af múrnum, til aö halda tengslum sinum. Nýjar tilraunir til þess aö binda endi á strið írans og traks hefjast i dag.þar sem Habib Chatti, fram- kvæmdastjóri samtaka múhammeðstrúarrikja, fer til Bagdaö til viðræöna við ráða- menn i þvi skyni. Ennfremur hef- ur verið ákveðið, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna haldi sér- stakan fund um deiluna, og muni þar fulltrúar beggja deilurikja gera grein fyrir sjónarmiðum sinum. Um leið berast þær fréttir af vigstöðvunum, að innrásarliö iraks hafi dregið sér liðsauka við oliubæinn Abadan og búi sig undir iokaáhlaup til þess að hertaka bæinn. — Bardagar hafa verið hinir hörðustu i gær og fyrradag við Khorramshahr og Abadan, en útvarpsstöövarnar i Teheran og i Bagdað segja hvor i sinu lagi frá stórum sköröum, sem herir þeirra hafi höggvið i raðir hinna. Þau arabariki, sem létu i ljós stuðning við Irak i fyrstu viku striðsins (nú orðið 23 daga langt), eftir að Irak virtist vegna betur, hafa farið sér hægar i stuðnings- yfirlýsingum siðan. Enda hefur her Irans, sem átti að heita i mol- um, sýnt óvæntan garpskap i að halda innrásarliðinu i skefjum. Hussein Jórdaniukonungur hefur lýst yfir stuðningi viö Irak. — I Teheran var útvarpað i gær viö- vörun til annarra arabarikja um, að iranski flotinn mundi leggja tundurdufl i Persaflóa og i Hormuz-sund, ef arabarikin þar veittu Irak aðstoð. Nályktina leggur yfir El Asnam Með hverjum degi sem liður dvina vonir manna um að hægt verði aö ná þvi fólki lifandi undan rústum E1 Asnam, sem grófst þar undir i jaröskjálftanum fyrir helgi. Nályktin, sem mettar loftið i borgarleyfunum, eykur heldur ekki bjartsýni manna i þvi efni. Þrjú þúsund lik hafa nú verið grafin undan rústum þessarar ófarsælu borgar, sem nú liggur i rústum vegna jarðskjálfta ööru sinni á 26 árum. Margir dagar munu liða áður en endanleg dán- artala liggur fyrir, en björgunar- menn vonast orðiö til þess, aö hún veröi talsvert lægri en þau 20 þús- und sem giskað var fyrst á. — 1 jarðskjálftanum mikla 1954fórust 1.500. Um leið og kennsl hafa verið borin á hina látnu, eru likin grafin i fjöldagröfum utan borgarinnar af heilbrigðisástæðum, enda vinnst ekki timi til að taka hverj- um og einum sérstaka gröf. Hjálparsveitir reyna nú að sinna þörfum þeirra 300 þúsunda, sem standa uppi heimilislausar. Langar lestir vörubila flytja tjöld, teppi og vatn til jarð- skjálftasvæðisins. Margir þeirra, sem komust af, hafa hirst I skjóli viö veggjabrot, þar sem þeir hafa klambrað sér saman bráöa- birgðaskýlum, en yfirvöld vilja helst flytja hvert mannsbarn úr borgarrústunum. Fjöldi hefur snúið heim til þess að bjarga ein- hverju af þvi, sem heilt kann að vera af búsáhöldum þeirra, en hermenn eru viðast á verði til þess að hindra gripdeildir. verkamanna- flokknum spáð sigrt í Ástralíu Þrem dögum fyrir áströlsku kosningarnar sýna úrslit tveggja skoðanakannana, að verka- mannaflokknum hefur i stjórnar- andstöðunni vaxið nóg fylgi til að fella stjórnina. Onnur könnunin var gerð um siöustu helgi og gaf til kynna, að verkamannaflokkurinn nyti 54,2% stuðnings, meðan stjórnar- samsteypan nyti aðeins 45,8%. Að þeirri könnun vann stofnun, sem hefur mikiöorð á sér fyrir að fara nærri þvi i könnunum sinum, sem kosningaúrslit hafa siðan sannaö. Fyrri könnunin fór fram 4. október og þótti sýna, að verka- mannaflokkurinn nyti 49% fylgis, meðan stjórnarflokkarnir nytu 43%. irtæplega ári siöan var sennilega tekinn af lifi fyrir nokkrum dög- um. Fjölskylda hans fékk loka- tækifæri til aö leysa hann úr prís- undinni meö þvi aö greiöa griöar- hátt lausnargjald, en þar sem engin leiö var aö ná saman þeirri upphæö sem krafist var fyrir sendihcrrann mun hann hafa ver- iö látinn sofna svefninum langa. Látnlr lausir úr fangelsinu Hinir nýju stjórnarherrar i Tyrklandi slepptu nýlega úr haldi tveimur fyrrverandi ráöamönn- um þar i tandi sem setið hafa i fangelsi aö undanfórnu, þeim Suleyman Demirei og, Bulent Ecevit. Þrátt fyrir aö þeir hafi fengið frelsiö sitja enn um 40póli- tiskir fangar I fangelsi I Tyrk- landi, og er ckki vitaö hver afdrif þeirra verða. Beit í nef dómarans Dómari nokkur i Búigariu fékk heldur betur fyrir fcröina á dögunum er hann haföi kveöiö upp dóm yfir drykkjumanni nokkrum sem hefur veriö nærri þvi fastagestur i réttasalnum undanfarin ár vegna uppátækja sinna undir áhrifum. Þegardómarinn kvaö upp dóm- inn og tilkynnti aö hann heföi dæmt þann sifulla I þriggja ára fangeLsisvist fyrir endurtekin af- brot brást hinn dæmdi versti viö. Réöist hann aö dómaranum og áöur en öþrum tókst aö ganga á milii haföi hann bitiö stórt stykki úr nefi dómarans og laföi þaö niö- ur á kinn hans. Engum sögum fór af þvi hvort dómarinn þyngdi dóminn á eftir eöa hvcr urðu málalok þessa ævintýris i réttar-- salnum. „TITO STAL HUGMVHDUM FRÁÖÐRUM” „Tito forseti var ávallt upptck- inn af sjálfum sér og sinum eigin frama” segir hinn þekkti Milovan Djilas scm er einn af kunnari stjórnmálamönnum Jiigóslava á siðuslu áratugum. Djilas segir aö Tito hafi aldrei hugkvæmst neitt sjálfum heldur hafi hann alla tiö gengist upp íþvf aö stela hugmyndum annarra. „Ekki ein einasta afmestu hug- myndum júgóslavneska kommúnistaflokksins scm fram komu á valdatima hans eru frá honum sjáifum komnar” segir Djilas sem var eitt sinn náinn samstarfsmaöur Tito, en sneri siöan viö blaöinu og hefur um langtárabil veriö einn ailra harö- asti andstæöingur hans. Sctn kunnugt er lést Tito forseti fyrr á þessu ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.