Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 15.10.1980, Blaðsíða 12
12 Mi&vikudagúr I5í október 1980: % MOSFELLSSVEIT Þverholti 'swn 66090 Kadus hárskol og permanent fyrir herra og dömur. Opið 9—6 mánud-föstud. Kristinn Svansson 9 12 laugard. Díana Vera Jónsdóttir k \\WWW\WW\W\\ \\WWW\\\\ \\\ \\V\\T ■ Hrikaleg lýsing á eiturlyfjavandamálinu — Sönn mynd þar sem maður fær að skyggnast undir hið glæsta yfirborð velferðaríkisins, og sú mynd er sannarlega ekki fögur. Höfundur: Stefan Jarl Bönnuð innan 12 ára — islenskur texti Sýndkl.3 —5 —7 —9—11 Samtökin LIF OG LAND eru byggð á þeirri von, að allir hafi í raun áhuga á að bæta umhverfið og gera það aðlaðandi og manneskjulegt fyrir fólkið í landinu og að vaxandi f jöldi fólks vilji leggja nokkuð á sig til þess að svo megi verða. Svo segir í formála bðkar sem landssamtökin Líf og Land hafa gefið út. I bók þessari eru erindi sem flutt voru á ráðstefnu samtakanna í febrúar á síðastliðnu ári. Við völdum nokkra athyglisverða punkta úr erindum fimm aðila, en alls eru í bókinni ein sextíu og fimm fróðleg erindi sem tengjast efninu^Maður og umhverfi — ÞG Menn sækjast jafnan eftir einfaldleika I lifnaðarháttum viö útilíf, ef þeir vita aö þeir geta horfiö slöar aö öörum þægindum. Lif , landi/sturla Friöriksson. Maöur og umhverfi Valkostir i skipulagi Þegar við litum á þróun, til dæmis þjóðar eða stofnunar, eða á lif hvers einstaklings, má segja að hver dagur marki timamót. Ef við litum til baka, til þess tima sem er liöinn sjáum við sögulega þróun sem er vörðuð af ákvörðun- um fjölmargra aðila. Þessar ákvarðanir hafa mótað það byggða umhverfi sem við búum við i dag og þær hafa einnig mót- að þær stofnanir og þjónustukerfi sem við höfum komið upp, á sama hátt og ákvarðanir hvers fullorðins einstaklings hafa ráðið miklu um lif hans til þessa dags. Ef þessum ákvörðunum hefur ekki verið þröngvað upp á okkur erum við aðilar að þeim beint eða óbeint og berum á þeim fulla ábyrgð svo langt sem hún getur náð. Gestur ólafsson. Ný viðhorf i menntunarmálum Sagt er að islensk tunga eigi I vök að verjast fyrir erlendum áhrifum. Vafalaust er nokkuð hæft i þvi. Óviða rikir þó eins almennur áhugi á málvöndun og hér. Margslungið tungutak, málskrúö og málalengingar sem hér tiðkast bera fremur vott um ofvöxt en krankleika. Þegar tekið er tillit til þess að erlend máláhrif sækja að okkur úr öllum áttum, meö aðstoð menntamanna og sjónvarps, þá verður að telja að málið standi fast fyrir. En styrk og þrautsegju málsins má rekja til menningararfsins, til bókmennta liðinna alda og þeirr- ar alúðar sem Islendingar hafa lagt við þær. I menningararfi þjóðarinnar er kjölfesta mennt- unarinnar: án hennar eru engar áttir, engin viðmiðun. Þegar rætt er um að mennta fólk fyrir framtiöina ber að hafa að leiðarljósi fornar hugsjónir um lýðræöi og mannréttindi. Traust almenn menntun er grundvöllur lýðræðis. En traust getur mennt- un ekki talist nema hún nærist og auðgist á þvi þjóöfélagi og i þeim jarðvegi sem hún er úr sprottin. Tengsl menntunar við menningu, mannlif og umhverfi eru mæli- kvarði á gildi menntunarinnar á hvaða tima sem er, jafnt i dag og á morgun. Tómas IngiOlrich. Stöðlun umhverfis ogmanniít's verður sifellt meiri, sérkenni einstaklinga og þjóða minnka að sama skapi. Kerfistrygging i rúðustrikuðu lifsmynstri meðal- mennskunnar er slik að fullyrt er að menn geti lifað i hagsæld og öryggi meö þvi að beita aldrei nema broti af mögulegri hugs- anastarfsemi sinni. Samkvæmt viðurkenndri þróunarkenningu hlyti slikt að þýða heilarýrnun með timanum. Viðmiðun okkar eru peningar sem að athuguðu máli ræktar upp eigingirni og til- litsleysi við allt nema okkar eigin stundlegu velferð. í stjórnarformi okkar þjóðfélaga leitast stjórnmálamaðurinn oft við að hafa hönd i bagga með listþróun- inni. Ýmsum aðferðum er beitt. Hinar mildari eru að þegja eða svelta listina en aðrar að ræsa jarðýtur og stækka geðveikrahæl- in ef ekki er farið eftir hin- umviðurkenndu uppskriftum. Þá hverfur listin undir yfir- borðið og verður neðanjarðar- hreyfing. Eitt einkenni meðal- mennskunnar er ótti við breyt- ingar svo framarlega sem rikjandi ástand er þolanlegt. Ef reynt er að viðhalda óeðlilegu ástandi og vanþróun vegna sár- aukafullra breytinga verður hin óumflýjanlega breyting aðeins erfiðari eftir þvi sem lengur dregst og getur orðiö um seinan og orsakað byltingu, jafnvel tortimingu. Undir slikum kringumstæðum er dekrað við fortið, hatast við nútið en ekki hugsað um framtið. Gylfi Gislason. Löggjöf i framtiðinni Lög eru ekki til þess fallin að hafaáhrifá hegðun manna, nema þau stuðli aö markmiðum, sem eiga sér nokkuð almennan hljóm- grunn meðal þjóðfélagsþegnanna og þau markmið séu viðunanlega skýrt skilgreind. Þannig ná lög um umhverfisvernd vart tilgangi sinum, nema hún eigi nokkuö almennt fylgi i þjóðfélaginu og sæmilega sé ljóst, hvað umhverfisvernd sé. Og lög verða ekki hvati að þvi, sem kallað er manneskjulegt umhverfi nema ljóst sé, við hvað sé átt með þeim orðum og menn vilji almennt stefna að sliku marki. Aður en lög eru sett þarf þvi að marka sæmilega ljósa stefnu og leysa þann vanda sem þvi fylgir, en hann er ekki sist fólginn i málamiðlun milli ólikra sjónar- miða. Lögin ein út af fyrir sig marka enga stefnu, heldur eru til marks um að stefnan hefur verið mótuð og eru að þvi leyti afleiðing fremur en orsök. Siguröur Lindal Lif i landi Viðstöndum á timamótum, þar sem við tekur orkuskeið, nýting orkuauðlinda sem getur séð landsmönnum fyrir áframhaldandi velmegun. En þurfa góð lifskjör endilega að miðastviðhámarks framleiðslu á hvern einstakling? Takmarkið þarf ekki endilega að vera einskorðað við stöðuga aukningu i hagvexti, heldur auknum skiln- ingi á umgengni og jákvæðum afnotum auðlinda, þar sem leitast er við að leggja aukna rækt við verðmæti menningar og mannlegs umhverfis. Það er jafn- vel vafamál, hvort vöxtur sé þjóöfélaginu sérstakt kappsmál og hvort einhlitt sé, að vöxtur stuðli að bættum lifskjörum þegar til lengdar lætur. Margir efast um einhliða kosti iðnaðarþjóöfélags með hámarks lifsgæðum. Menn sækjast jafnan eftir einfaldleik i lifnaðarháttum við útilif, ef þeir vita að þeir geta horfið siðar að öðrum þægindum. En einnig er að skapast aukin virðing fyrir rétti minni þjóða og þjóðarbrota, sem áður voru litils- metin sökum einfaldra lifnaðar- hátta. Stór umsetning i öflun og eyðslu verðmæta er ekki ótvirætt hagkvæm en getur valdið röskun á jafnvægi i stórum hringferlum náttúrunnar. Margir vilja fremur dá hið smáa og bénda á hag- kvæmni smárekstrar og að með einkarekstri i smáum stil megi framkvæma margt betur og fljótar en með rikisrekstri og lengi megi una við smátt. Meðal ungs fólks hefur áhugi á eðlilegu umhverfi dafnað og nærgætni i umgengni við aðrar lifverur, sem byggja þetta land. Sturla Friöriksson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.