Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 23 VELTUHRAÐI á íslenskum hluta- bréfamarkaði var næstmestur í sam- anburði á kauphöllum á Norðurlönd- um í maímánuði. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu frá Norex, að því er segir í Morgunpunktum Kaupþings. Mestur er veltuhraði hlutabréfa í kauphöllinni í Stokkhólmi þó svo að nokkuð hafi dregið úr veltu þar á liðn- um mánuðum. Í Morgunpunktum Kaupþings seg- ir að Íslendingar megi vel við una a.m.k. hvað varðar hlutabréfamark- aðinn í heild þrátt fyrir að oft hafi ver- ið rætt um talsverða seljanleika- áhættu í ýmsum íslenskum hluta- bréfum. „Athyglisvert er í þessu sambandi að sjá hvað veltuhraði hefur aukist mikið miðað við undangengna tólf mánuði. Stokkhólmur hefur hingað til haft algera sérstöðu hvað seljanleika bréfa varðar eins og veltutölur und- anfarna tólf mánuði sýna. Ekki verð- ur þó annað séð en að Kauphöllin í Reykjavík sé farin að nálgast þá sænsku hvað þetta varðar ef maímán- uður er vísbending um framhaldið. Hlýtur þessi þróun að vera fagnaðar- efni fyrir aðila þá sem hlut eiga að málum á innlendum hlutabréfamark- aði,“ segir í Morgunpunktum. Velta Kauphallarinnar í Reykjavík (VÞÍ) var í maí 381 milljón evra og er það 1,1% af heildarveltu kauphall- anna fjögurra. Tæplega 70% heildar- veltunnar í maí var hjá kauphöllinni í Stokkhólmi en það sem af er árinu nemur veltan þar tæpum 74% heild- arveltunnar á árinu. Veltan í Reykja- vík er röskir 1,5 milljarðar evra eða 0,7% af heildarveltu það sem af er árinu 2002.                   !  "  #  $%&'() &*'%) +,'$) +$'-) $.&'/) ,-'() 0 /-',) 1 .%%. 2 2 $.   3 5    6          4       Veltuhraði næst- mestur í kauphöll- inni í Reykjavík Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.