Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ford Explorer 4.0 Executive, f. skrd. 06.03. 2000, ek. 47 þ. km., 5 d., sjálfskiptur. Verð 2.790.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is BÁTURINN Guðrún Kristjáns virkar smár í návígi við Hornbjarg en hann er hins vegar stærsti plast- bátur sem smíðaður hefur verið á Íslandi. Það eru Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði sem reka bátinn og sigla með ferðamenn frá Ísafirði og til nálægra staða. Að sögn Hafsteins Ingólfssonar, annars eiganda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar, er sigling í kringum Hornbjargið ekki hluti af áætl- unarferðum en ef sérstaklega er beðið um siglingu að Hornbjargi er að sjálfsögðu orðið við þeim óskum. Hann segir að þegar myndin var tekin hafi 48 Svíar verið um borð í Guðrúnu Kristjáns, en báturinn er tveggja ára 29 tonna bátur. Haf- steinn er sáttur við ferða- mannastrauminn það sem af er sumri og segir að ekki hafi verið hægt að kvarta yfir veðrinu. Bæði íslenskir og erlendir ferðamenn sæki í sjóferðirnar en hann bætir við að þýskir ferðalangar séu fjöl- mennastir þeirra erlendu. Morgunblaðið/Jón Páll Siglt við Hornbjarg GRÓÐUR í miðbæ Reykjavíkur lít- ur víðast hvar ekki vel út; laufblöð á trjám, runnum og blómum eru brún eða svört og segir Vala Valdimars- dóttir, aðstoðaryfirverkstjóri hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur, að ástæðan sé mjög mikið rok í Reykjavík einn dag í lok júní sl. Vala segir að sterkur vindur geti þurrkað upp vökvann í plöntum með þeim afleiðingum að laufblöðin verða brún eða svört. „Ef það kem- ur mikið rok þá skrælnar gróður- inn,“ útskýrir hún. „Margir halda að gróðurinn sé svona illa farinn út af maðki en þetta er rokinu að kenna,“ segir hún ennfremur og bætir því við að hún muni ekki eftir því, á þeim fimm árum sem hún hafi starf- að hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur, að rok um mitt sumar hafi haft eins mikil áhrif á gróðurinn og nú. Hún tekur þó fram að svo virðist sem gróðurinn sé að jafna sig og gerir ráð fyrir því að hann eigi, áður en sumri lýkur, eftir að ná sínum rétta lit aftur. Gróður víða illa farinn í Reykjavík Morgunblaðið/Arnaldur Víða má sjá skemmdir á gróðri í miðbæ Reykjavíkur eins og á þessum runnum fyrir framan Hljómskálann í Reykjavík. HANNAÐ hefur verið nýtt útlit á veðurkort mbl.is en þar eru upplýs- ingar um veður uppfærðar átta sinnum á dag frá ellefu stöðvum á landinu. Þegar veðurvefurinn er opnaður birtist kortið með síðustu upplýsingum um veður sem sendar hafa verið frá Veðurstofu Íslands. Hægt er að skoða spá dagsins ásamt spá fimm daga fram í tím- ann. Einnig er hægt að fá nánari skýringar á veðurmerkjum sem birtast á kortinu. Undir hausnum „Veðurhorfur“ er hægt að skoða veðurspá fyrir landið í heild. Einnig er hægt að skoða styttri spá og fá upplýsingar um veðurhorfur á höfuðborgar- svæðinu. Þá er hægt að skoða veð- ur í borgum víða um heim og einnig er hægt að velja hvaða borgir not- andinn vill að birtist daglega með því að smella á hnappinn „Breyta borgum“ og velja þær borgir sem sýna á. Á veðurvefnum er einnig hægt að nálgast upplýsingar um frjótölur í Reykjavík og á Akureyri sem berast frá Náttúrufræðistofn- un Íslands. Hægt er að nálgast veðurvefinn með því að smella á tengilinn „Veð- ur“ undir hausnum „Efni“ á forsíðu mbl.is. Notendur með eldri útgáfu af Flash-spilara sem er nauðsyn- legur til að skoða kortið munu fá glugga þar sem hægt er að upp- færa forritið. Það eina sem þarf að gera er að smella á hnappinn „Yes“ og í framhaldi birtist nýja kortið. Allar upplýsingar um veður sem sjá má og lesa á veðurvef mbl.is koma frá Veðurstofu Íslands. Nýtt útlit á veðurkorti mbl.is KONA hrasaði og fótbrotnaði á gilbarminum vestan megin við Dettifoss á sunnudaginn. Að sögn lögreglu á Húsavík var hún borin þónokkra leið á sjúkrabörum að sjúkrabíl sem flutti hana til Akureyrar. Svæð- ið þar sem óhappið varð er nokkuð stórgrýtt og því vara- samt yfirferðar. Fótbrotnaði við Dettifoss JEPPI fór útaf veginum og valt á Þykkvabæjarvegi um hádegisbil í gær. Kona, sem var ein í bifreiðinni, slasaðist á höfði og var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Klippa þurfti hana út úr bifreiðinni. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli virðist sem bíll- inn hafi oltið heilan hring og lent á hjólunum. Bílvelta við Þykkvabæ MJÖG mikilvægt er að fólk leiti sér tilsagnar áður en farið er að stunda kajakíþróttir, að mati Þorsteins Guðmundssonar, formanns Kayak- klúbbsins. Að hans sögn hefur töluverð um- ræða verið meðal félagsmanna í klúbbnum um mikilvægi þess að leita sér tilsagnar í kajakróðri og stunda björgunaræfingar með reglubundnu millibili. Skemmst er að minnast bana- slyss sem varð á Skjálfandaflóa í júní þegar kajakræðari sem var einn á ferð drukknaði. Þorsteinn undirstrikar að þó að sú frétt hafi vakið menn til umhugsunar tengist umræðan nú ekki því atviki heldur sé um almenna umræðu um örygg- ismál að ræða sem komi upp aftur og aftur. Klúbburinn stendur fyrir reglu- bundnum æfingum, félagabjörgun- um, veltuæfingum og fleiri æfing- um, en að auki er fólki bent á að sækja námskeið í kajakróðri sem nokkrir aðilar standa fyrir. Félagabjörgun byggist á því að fleiri en einn séu saman á ferð en einnig er æfð einstaklingsbjörgun þar sem ákveðin tæki og tól eru höfð við höndina. Þorsteinn nefnir að í köldum sjónum við strendur Ís- lands þurfi mikla leikni og viðbrags- flýti við notkun slíkra tækja. Þá er einnig kennd svonefnd „velta“ sem skiptir miklu máli að menn standi skil á, sérstaklega þegar róið er einn. „Ef þú lendir á hvolfi og þarft að fara úr bátnum, þótt ekki sé nema einhverja tugi metra frá landi, get- ur það orðið þér þrekraun að kom- ast í land,“ bendir Þorsteinn á. Hann segir að mikil áhersla sé lögð á það innan klúbbsins að menn séu með góðan búnað, klæðnaður sé góður og menn notist við björg- unarvesti en sumir hafa borið við að vestin séu fyrir sér þegar róið er. Í Kayakklúbbnum er á þriðja hundrað virkra félagsmanna, að sögn Þorsteins, en einnig eru starf- ræktir kajakklúbbar á Akureyri, Neskaupstað, Ísafirði og Stykkis- hólmi. Þá er töluvert um að fólk stundi íþróttina utan klúbba og áætlar Þorsteinn að yfir 1.000 bátar hafi verið seldir hér á landi und- anfarin þrjú ár. Kayakklúbburinn hefur áhyggjur af öryggismálum kajakræðara Mikilvægt er að fólk leiti sér tilsagnar í kajakíþróttinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Samkeppnisráð af kröf- um Grænmetis ehf. um að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 3. apríl 2001. Í umræddum úrskurði vísaði áfrýjun- arnefndin frá máli Grænmetis ehf. gegn Samkeppnisráði, en fyrirtækið krafðist þess að áfrýjunarnefndin hnekkti ákvörðun Samkeppnisráðs um að afturkalla ákvörðun nr. 44/1999 frá 17. desember 1999 um að aðhafast ekki vegna kaupa Grænmetis á 95,03% hlutafjár í Ágæti 2. nóvember sama ár. Grænmeti ehf. seldi Banönum ehf. hlutafé sitt í Ágæti tæpum mánuði síðar. Tilkynnti Samkeppnisstofnun fyrirtækinu að hlutabréfakaupin væru til skoðunar hjá samkeppnisyf- irvöldum og af því tilefni hefðu ýmsir þættir varðandi fyrri viðskipti með sömu hlutabréf verið skoðaðir. Fyr- irhugað væri að að leggja fyrir Sam- keppnisráð að afturkalla ákvörðun nr. 44/1999 en hún hefði verið byggð á röngum forsendum. Á fundi Samkeppnisráðs 2. febrúar 2001 var ákveðið að afturkalla ákvörðun nr. 44/1999 og sagði í ákvörðunarorðum að Grænmeti ehf. og fleiri hefðu veitt Samkeppnisstofn- un vísvitandi rangar upplýsingar og hefðu haldið vísvitandi frá henni upp- lýsingum í tengslum við rannsókn hennar á kaupum Grænmetis ehf. í Ágæti hf. Áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála fékk málið til meðferðar en vísaði því frá á þeim forsendum að Grænmeti ehf. og aðrir aðilar málsins hefðu ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að hnekkja hinni áfrýjuðu ákvörðun um að afturkalla ákvörðun nr. 44/1999. Í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að það sé hlutverk Samkeppnisráðs skv. 2. mgr. 5. gr. samkeppnislaga, að framfylgja boðum og bönnum lag- anna. Hlutverk Samkeppnisráðs sé skilgreint og afmarkað í lagaákvæð- inu og gert sé ráð fyrir að í því felist að taka ákvarðanir í samræmi við það. Dómurinn féllst ekki á með Græn- meti ehf. að úrskurður áfrýjunar- nefndar væri ólögmætur og taldi ekki skipta máli hvort í úrskurðinum fælist efnisleg niðurstaða eða úrlausn á ágreiningsefnum sem borin voru und- ir nefndina. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Ragnar H. Hall hrl. var lögmaður Grænmetis ehf. og Heimir Örn Herbertsson hdl. lög- maður Samkeppnisráðs. Samkeppnisráð sýknað af kröfum Grænmetis ehf. KARLMAÐUR var handtek- inn og yfirheyrður, grunaður um að hafa nauðgað konu á þrí- tugsaldri á Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum í Skagafirði aðfaranótt sunnu- dags. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki hafði konan ekki lagt fram kæru í gær, en hún var flutt til aðhlynningar á neyðarmóttöku heilsugæslunn- ar á Akureyri. Grunnrannsókn málsins er lokið. Yfirheyrð- ur vegna meintrar nauðgunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.