Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á góðum bíl í Evrópu Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga) Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Bretland kr. 3.000,- á dag Ítalía kr. 3.700,- á dag Frakkland kr. 3.000,- á dag Spánn kr. 2.200,- á dag Portúgal kr. 2.600,- á dag Danmörk kr. 3.500,- á dag www.avis.is Við reynum betur Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A TVEIR fyrrverandi stjórnendur WorldCom áttu í gær að svara spurn- ingum nefndar Bandaríkjaþings um málefni félagsins, en það reynir nú að komast hjá gjaldþroti eftir að í ljós hefur komið að það hefur líklega ranglega fært 3,9 milljarða Banda- ríkjadala kostnað sem fjárfestingu. Verðbréfaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur félaginu vegna meintra svika þess. Nasdaq- kauphöllin hyggst afskrá hlutabréf þess, en þau hafa síðustu daga selst á brot úr Bandaríkjadal. Stjórnendurnir tveir, Bernard J. Ebbers stofnandi og fyrrum stjórn- arformaður og Scott D. Sullivan fyrr- um fjármálastjóri, tóku þann kost að svara engu. Vísuðu þeir til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem seg- ir að menn þurfi ekki að bera vitni ef það geti orðið til að sakfella þá. Fyrrverandi stjórnendur WorldCom neita að svara ÍSLANDSBANKI hefur selt hlutabréf í SR-mjöli hf. fyrir 61.676.400 krónur að nafnverði. Eignarhlutur Íslandsbanka hf. er nú 0,26% eða 3.152.602 krónur að nafnvirði, en var áður 5,25%. Við- skiptin fóru fram á genginu 4,10 og er söluverð bréfanna því tæpar 253 milljónir króna. Tryggingamiðstöðin hefur keypt af Landsbankanum rúmar 22 milljónir að nafnverði í Þor- birni – Fiskanesi. Eignarhlutur Tryggingamiðstöðvarinnar í Þor- birni – Fiskanesi er nú 6,07% en var áður 4,07%. Eignarhlutur Landsbankans er nú eftir söluna 4,18%. Lokaverð Þorbjörns – Fiska- ness var 5,10. Sé miðað við það verð nemur söluverð bréfanna rúmum 112 milljónum króna. Viðskipti með SR-mjöl og Þorbjörn – Fiskanes SAMHERJA hefur borist tilboð í ís- fisktogarann Kambaröst sem gerður hefur verið út frá Stöðvarfirði. Um þrjú þúsund þorskígildi eru skráð á skipið, mest í þorski, karfa og rækju. Þetta kemur fram í markaðsyfirliti Landsbankans í gær. Þar segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, hafi tilkynnt að svigrúm sé á öðrum skipum félagsins til að veiða þann kvóta sem skráður er á Kambaröstina. Með þessum að- gerðum má leiða líkur að því að betri nýting náist á skipastól félagsins ef af verður. Samherji fær til- boð í Kambaröst ♦ ♦ ♦ HLUTAFÉ Vátryggingafélags Ís- lands hf., VÍS, alls tæplega 540 millj- ónir króna, verður á föstudag skráð á Tilboðsmarkað Kauphallar Íslands. Landsbanki Íslands hefur haft um- sjón með skráningarlýsingunni, sem birt var í gær, en bankinn er stærsti eigandi VÍS með 45,44% hlut. Næst- stærsti eigandinn er Eignarhalds- félagið Samvinnutryggingar með 25,2% hlut, þá kemur Ker hf. með 10,78%, Eignarhaldsfélagið And- vaka með 5,75%, Samvinnulífeyris- sjóðurinn með 4,60%, en aðrir minni hluthafar eiga 8,24% í félaginu. Eignarhaldsfélagið Andvaka og Eignarhaldsfélagið Samvinnutrygg- ingar eru undir stjórn sömu aðila. Stefnt er að því að allir stærstu hlut- hafarnir minnki sinn hlut og að 25% hið minnsta verði í dreifðri eign, en það er skilyrði fyrir því að félagið verði skráð á aðallista Kauphallar- innar. Engin tímamörk eða nánari upplýsingar um sölu eignarhluta liggja fyrir. Gerður hefur verið samningur við Landsbankann um viðskiptavakt með bréf VÍS. Verður vaktin með þeim hætti að bankinn setur fram kaup- og sölutilboð að fjárhæð 50 þúsund krónur hið minnsta og end- urnýjar tilboð sitt innan 15 mínútna frá því að tilboði hefur verið tekið. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða skal vera 5% og heildarviðskipti á dag þurfa ekki að fara yfir 10 millj- ónir króna að markaðsvirði. Stefna stjórnar VÍS er að greiða arð sem nemur 30–45% af hagnaði félagsins á undangengnu rekstr- arári. Hagnaður ársins í fyrra var 684 milljónir króna og 650 milljónir króna árið 2000. 53 milljóna króna tap af vátryggingarekstri Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs skilaði félagið 257 milljóna króna hagnaði eftir skatta. 53 milljóna króna tap varð af vátryggingarekstri en hagnaður af fjármálarekstri nam 365 milljónum króna. Þar vega vext- ir og verðbætur af skuldabréfum þungt, eða um 293 milljónir króna, og einnig hagnaður af sölu fjárfest- inga, eða 411 milljónir króna. Heild- areignir VÍS námu í lok mars 24,4 milljörðum króna og höfðu hækkað um 1,9 milljarða króna frá áramót- um. Eigið fé nam tæplega 4,1 millj- arði króna, vátryggingaskuld 19 milljörðum króna, en aðrar skuldir og skuldbindingar rúmum einum milljarði króna. VÍS er eitt þriggja stóru trygg- ingafélaganna hér á landi, hin eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tryggingamiðstöðin hf., TM, sem bæði eru skráð á aðallista Kauphall- ar Íslands. Á mælikvarða iðgjalda var VÍS næststærsta tryggingafélag landsins í fyrra, með 7 milljarða króna. Stærstar voru Sjóvá-Almenn- ar með 7,7 milljarða en TM var með 5,7 milljarða króna. Í skráningarlýs- ingunni segir að samkeppni á inn- lendum vátryggingamarkaði sé mjög hörð og endurspeglist meðal annars í iðgjöldum, vöruþróun og fjölbreyttri þjónustu. Þá segir að vænta megi enn aukinnar samkeppni erlendis frá. Fá úrræði önnur en hækkun iðgjalda Í rekstraráætlun VÍS, sem gerð var í árslok 2001, er gert ráð fyrir rúmlega 500 milljóna króna hagnaði í ár og töluverðum afkomubata af vá- tryggingarekstri en nokkurri lækk- un hagnaðar af fjármálarekstri. Áætlað var að bókfærð iðgjöld hækkuðu um 9% og yrðu 7,7 millj- arðar króna. Tjónahlutfall var áætl- að 88% í ár, en það var 100,1% í fyrra. Í skráningarlýsingunni segir að fyrstu þrír mánuðir ársins hafi vald- ið nokkrum vonbrigðum. Vonast hafi verið til að hin neikvæða þróun tjóna sem hafist hafi á miðju síðasta ári myndi stöðvast, en það hafi ekki gengið eftir. Þá hafi breytingar á skaðabótalögum á undanförnum ár- um verið tryggingafélögunum dýrari en gert hafi verið ráð fyrir. „Verði ekki breytingar á tjónaþróuninni í jákvæða átt á næstu mánuðum hefur félagið fá úrræði önnur til að bæta reksturinn en að hækka iðgjöld þeirra tryggingategunda sem rekn- ar eru með tapi,“ segir í skráningar- lýsingunni. VÍS skráð á Tilboðs- markað á föstudag Hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi 257 milljónir króna AÐ mati tveggja sænskra flugsér- fræðinga er veruleg hætta á að SAS- flugfélagið verði gjaldþrota ef tap- rekstur fyrirtækisins heldur áfram. Þetta kemur fram í sameiginlegum greinaflokki sænska blaðsins Ex- pressen og danska blaðsins Ekstra Bladet þar sem fjallað er um SAS- flugfélagið og þá erfiðleika sem félag- ið stríðir við. Fjallað hefur verið um greinaflokkinn í norrænum miðlum, m.a. í norska dagblaðinu Aftenpost- en. Í greinaflokknum kemur m.a. fram að á fyrsta fjórðungi þessa árs nam tap SAS 1.450 milljónum sænskra króna eða um 16 milljónum sænskra króna á dag, þ.e. hátt í 150 milljónum íslenskra króna á dag. Ef fram heldur sem horfir, verður eigið fé fyrirtæk- isins uppurið í október á næsta ári og gjaldþrot yfirvofandi, eins og segir í greininni. Harald Rosén, framkvæmdastjóri fagfélagsins Svenskt flyg, segir að vissulega sé hætta á að SAS verði gjaldþrota og nú sé þörf á aðgerðum. Bo Sehlberg, ritstjóri sænsks blaðs um flug, tekur í sama streng og segir að SAS ætti að drífa í að kaupa Finna- ir, ella verði hætta á að Finnair kaupi SAS á gjafverði eftir eitt ár. Forsvarsmenn SAS vísa því á bug að hætta sé á að SAS verði gjald- þrota. „Við vísum því á bug að SAS rambi á barmi gjaldþrots. Eftir 11. september hefur mikið breyst og við höfum trú á því að flugfélagið muni rétta úr kútnum,“ segir upplýsinga- fulltrúi SAS í yfirlýsingu sem gefin var út eftir að greinar Expressen og Ekstra Bladet birtust. Lággjaldaflugfélögin sækja á Í sparnaðarskyni lagði SAS á sín- um tíma niður viðskiptafarrými á flugleiðum innan Skandinavíu og er það talið meðal ástæðna fyrir þeim erfiðleikum sem flugfélagið stríðir nú við. Til að mæta tapinu af sölu á ein- um miða á viðskiptafarrými þarf SAS að selja fjóra miða á almennu farrými. Auk þess hefur SAS átt undir högg að sækja vegna lággjaldaflugfélaga eins og Ryanair, EasyJet og Go. Hag- kvæmast er fyrir flugfélög að selja flugmiða á Netinu en Ryanair selur t.d. 83% af flugmiðum á Netinu. SAS selur hins vegar aðeins 10% á Netinu. Starfsfólki hefur verið fækkað verulega hjá SAS og umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum hrint í fram- kvæmd. Gengi hlutabréfa fyrirtækis- ins hefur lækkað mjög síðastliðið ár, úr 110 í 58 sænskar krónur. Flugferð- um hefur fækkað, sem og flugvélum í notkun. Árið 2001 flugu 200 SAS-vél- ar 1.050 sinnum á dag en í ár eru 160 flugvélar í notkun og 900 ferðir á dag. Farþegum hjá SAS fækkaði um 6,4% í júní miðað við júní í fyrra. Dóttur- félögin draga farþegafjöldann niður en án þeirra nemur fækkunin 0,9%. Óhagstætt eignarhald Fjármálasérfræðingur hjá Scand- inavian Asset Management er þeirrar skoðunar að það valdi SAS-flugfélag- inu vanda að eigendurnir eru í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, hið opin- bera ásamt einkafyrirtækjum í hverju landi. Að mati sérfræðingsins, Brian Burr, er erfitt að ná fram arð- semi í SAS meðan eignarhaldið er á þennan veg þar sem frumkvæði sé hindrað af reglum og takmörkunum í hverju landi. Daninn Jörgen Lindegaard tók við stjórnartaumunum hjá SAS fyrir um ári. Í greinum Expressen og Ekstra Bladet er hann gagnrýndur harka- lega og viðmælendur segja m.a. að hann hafi enga þekkingu á flugmark- aðnum og hafi ekki kært sig um að öðlast hana. Sömu sögu sé að segja af stjórn SAS, hún sé skipuð fólki með litla þekkingu á flugi. Stjórnarfor- maður SAS er t.d. Egil Myklebust, fyrrverandi forstjóri Norsk Hydro. Áðurnefndur Bo Sehlberg segir að Lindegaard ætti að segja af sér. Lindegaard ekki rétti maðurinn Fleiri telja Lindegaard ekki rétta manninn til að stjórna SAS. Áður en hann hóf störf hjá flugfélaginu, hafði hann einungis starfað hjá fjarskipta- fyrirtækjum. Hann var fram- kvæmdastjóri hjá GN Store Nords og var ábyrgur fyrir því sem Peter Falk- Sørensen hjá fjármálafyrirtækinu Dansk Aktie Analyse kallar stærstu mistök hvað varðar kaup á fyrirtækj- um í Danmörku, þ.e. kaupin á franska fyrirtækinu Photonetics fyrir níu milljarða danskra króna árið 2000. Að mati Falk-Sørensens er Lindegaard ekki rétti maðurinn til að leiða SAS upp úr öldudalnum nú. SAS hafi frek- ar þörf fyrir mann sem getur komið böndum á útgjöld flugfélagsins. SAS-flugfélagið gjaldþrota ef fram fer sem horfir SAS-flugfélagið tapar sem sam- svarar 150 milljónum króna á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.