Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 7

Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 7
Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun ÚTSALA ÚTSALA 25-50% afsláttur DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 B 7 klaka Morgunblaðið/Arnaldur „Við erum opnir fyrir öllu,“ segir Oscar Bjarnason. HUGMYNDIN kviknaðifyrir nokkru. Mér þóttieinfaldlega lítið vera aðgerast í grafískri hönn- un hér á landi og vildi kanna betur hvort menn ættu eitthvað í fórum sínum. Erlendis eru pdf-tímarit mikið notuð og ég ákvað að setja eitt slíkt saman. Ég hóaði í nokkra grúskara, fékk snillingana í Ís- landssíma til þess að hýsa verkið og dreif þetta af,“ segir Oscar Bjarnason. Hann er maðurinn á bakvið tímaritið Frozt Magazine, en nýlega kom út annað tölublað sem geymir sýnishorn af verkum ungs fólks í grafískri hönnun. Reyndar er varla hægt að nota hugtökin tölublað og tímarit um Frozt Magazine, þar sem það er ekki rit í hefðbundnum skilningi. Það kemur eingöngu út á Netinu, á svonefndu pdf-formi (e. portable document format), en það form var upphaflega þróað svo hægt væri að flytja skrár sitt á hvað milli Macintosh- og PC-tölva. Skoðað í öllum heimshornum „Það eina sem þarf til þess að skoða Frozt er forritið Acrobat Reader sem hægt er að nálgast ókeypis og fylgir meira að segja með sumum nýrri tölvum. Þannig að þetta er alls ekki bara fyrir ein- hverja sérvitringa,“ segir Oscar. Frozt er að finna á slóðinni www.frozt.com, þar sem 2. tölu- blað bíður nú glóðvolgt. En um hvað snýst Frozt Magazine? „Þetta er vettvangur fyrir hvers kyns prenthönnun, en hver hönn- uður á eina „síðu“ í „blaðinu“. Þema fyrsta tölublaðs var Ísland, og ýmsar ólíkar hugmyndir bárust frá þeim tólf sem þar tóku þátt. Rauði þráðurinn í nýja tölublaðinu er póstkort, en þá voru þátttak- endum gefnar frjálsar hendur um hönnun í hefðbundinni póstkorta- stærð, A6.“ Fyrsta tölublað hefur að sögn Oscars fengið um tvö þúsund heimsóknir, en um helmingur „les- enda“ er staddur í öðrum löndum, allt frá Malasíu til Bandaríkjanna. „Miðað við að útgáfan hefur ekk- ert verið formlega auglýst, er þetta fínn árangur. Reyndar höf- um við kynnt þetta með því að láta orðið berast um tölvupóst, við sendum þeim línu sem við höldum að gætu haft áhuga, þeir senda svo til sinna vina og þannig koll af kolli. Þetta eru keðjuverkandi áhrif sem skila sér nokkuð vel.“ Við nánari eftirgrennslan vísar fornafnið „við“ ekki í fjölmenna ritstjórn, það eru einfaldlega Osc- ar sjálfur og félagi hans, Vilhjálm- ur Ingi Vilhjálmsson, sem aðstoðar hann við að velja úr innsendu efni. Á forsíðu Frozt er fólk einmitt hvatt til þess að senda inn verk sín og freista þess að fá þau birt. „Ef viðráðanlegur fjöldi berst, reynum við að birta allt, en veljum úr ef magnið verður of mikið. Valið byggist á því að hafa úrvalið sem mest og fjölbreyttast, við höfum enga fordóma gagnvart ákveðnum stílbrigðum. Einu þröskuldarnir snúast um almennt siðgæði og metnaðarfull vinnubrögð, að öðru leyti erum við opnir fyrir öllu.“ Verkin í Frozt eru fyrst og fremst myndræn, en sumum þeirra fylgja fáein orð eða línur. Oscar telur að hægt sé að segja fjölmargt með grafískri hönnun, sum verkin hafi pólitískar skír- skotanir og önnur byggist ein- göngu á fagurfræði, það sé enda fjölbreytnin sem geri greinina skemmtilega. „En annars eru uppi hugmyndir um að auka hlut texta, gefa jafnvel út sérhefti með grein- um, en það mun allt koma í ljós. Ýmsar fleiri hugmyndir eru í vinnslu, en þetta mun líka þróast eftir því efni sem kemur inn.“ Reynum að veifa heiminum Verkin í Frozt þurfa ekki endi- lega að vera unnin í tölvu, þótt krafa sér gerð um skil á pdf-formi. „Maður getur teiknað eða tússað ef maður vill og skannað svo myndina inn, það er allt hægt,“ segir Oscar, sem sjálfur hyggur á nám í grafískri hönnun í Listahá- skóla Íslands í haust. Hann hefur annars numið prentsmíði að hluta, og starfar nú við vef- og skjáhönn- un hjá Góðu fólki McCann-Erick- son, í deildinni Fiskum. Nýlega var hann fenginn til þess að hanna tvær síður í veftímaritið Cre@te- Online, sem auglýsir sig sem „bibl- íu vefhönnuðarins“ og er kynnt á slóðinni www.createonline.co.uk. Misjafnt er hvort höfundar efnis í Frozt Magazine eru lærðir eða sjálfmenntaðir í grafískri hönnun, ekki er spurt um prófskírteini. „Þátttakan getur jafnvel komið á framfæri einhverjum grúskurum heima í stofu, sem senda inn efni. Á lokasíðu hvers tölublaðs er net- fangalisti höfunda, og það væri auðvitað frábært ef ritið yrði til þess að einhver næði að slá í gegn,“ segir Oscar. Nokkur íslensk blöð og tímarit er hægt að nálgast á pdf-formi, sem og ársskýrslur sumra fyrir- tækja, en Oscar telur Frozt samt eina pdf-tímaritið sinnar tegundar hér á landi. „Þá er ég að meina eina pdf-ritið sem snýst um graf- íska hönnun og kemur eingöngu út á þessu formi.“ Undirtitill tímaritsins er Ice- landic Design for the Masses, eða Íslensk hönnun fyrir lýðinn. Oscar brosir og útskýrir. „Já, þetta er hugsað út á við. Við erum svolítið að veifa heiminum og minna á að hér er sitthvað að gerast í hönnun, að Skandinavía á ekki einkarétt á athygli í umfjöllun um norræna hönnun. Þetta er svona: „Halló, við erum ekki bara kaldur klaki norð- ur við pól!““ Fyrir þá sem sakna pappírsins má geta þess að hægt er að prenta efni Frozt út og ramma inn... ÍSLAND „Iceland in a box.“ Oscar Bjarnason. Raunstærð er A4. PÓSTKORT „The sun is shining and the girls are pretty.“ Ragnar Freyr Pálsson. Raunstærð er A6. PÓSTKORT Sigurður Halldór Eggertsson. Raunstærð er A6. ÍSLAND „You won’t be getting a tan around here.“ Dagný Reykjalín. ÍSLAND „The Future Sound of Iceland.“ Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson. Heitir straumar á Ungur maður með brennandi áhuga á grafískri hönnun hefur sett saman séríslenskt hönn- unartímarit á pdf-formi. Sigurbjörg Þrastardóttir hitti hann og leit á litrík sýnishorn úr fyrstu tveimur „tölublöðunum“ sem bæði höfðu rauðan þráð. sith@mbl.is Íslensk hönnun fyrir lýðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.