Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Safnamál á Íslandi á safnadeginum Söfn eru byggð- um mikilvæg SAFNADAGURINNer í dag, og í tilefniþess ræddi Morgun- blaðið við Margréti Hall- grímsdóttur, þjóðminja- vörð og formann safnaráðs. – Hvert er ástand safna- mála í landinu? „Mörg byggðasöfn voru stofnuð á 20. öld, aðallega til þess að varðveita bændamenninguna. Einnig voru mörg söfn sett upp í friðuðum byggingum. Ein- kenni hefðbundinna byggðasafna var að allt safnið var til sýnis, nokkurs konar opin geymsla. Hug- myndir um byggðasöfn og safnmenningu hafa breyst mikið og er nú lögð mun meiri áhersla á að velja úr einstaka hluti til sýningar og hanna sýningar þannig að þær endurspegli sögu og sérkenni við- komandi svæðis. Sú vinna stendur einmitt sem hæst um þessar mund- ir á Þjóðminjasafninu. Minjasöfnin um allt land hafa einnig breyst, en þau hafa enn ekki nægilega að- stöðu til varðveislu, rannsókna og forvörslu á gripum sínum.“ – Hver er munurinn á safni og sýningu? „Mjög mikilvægt er að gera greinarmun á safni og sýningu. Söfn hafa fjölþætt hlutverk í sam- ræmi í safnalög og alþjóðleg lög, sem er að safna, varðveita, rann- saka og forverja minjar og sögu viðkomandi svæðis, en einnig að miðla í formi sýninga, kynningar og safnfræðslu. Segja má að sýn- ingar og sögusetur geti verið n.k. útibú frá söfnum, þar sem sögunni er miðlað. Því eru starfandi hér á landi mörg söfn en einnig sýningar og menningarsetur, sem einungis varpa ljósi á ákveðna þætti sög- unnar í sýningum sínum.“ – Safnastarfið er mikilvægt fyrir byggðir landsins, ekki satt? „Jú, við teljum safnastarfið vera hverri byggð mjög mikilvægt, það tengir íbúa svæðisins við menningu sína og sérstöðu. Virk minjasöfn eru þungamiðja í menningarlífi sveitarinnar. Við viljum leggja áherslu á hvað virkt safnastarf get- ur skapað mörg störf í byggðarlög- um. Starfið hefur verið vanrækt hér á landi fram að þessu, og því þarf að breyta.“ – Hvernig er brugðist við nýju hlutverki byggðasafna? „Ný stefnumótun í málefnum byggðasafna hefur verið í mótun undanfarið ár, og er þar um mikið þarfaverk að ræða. Ný safnalög tóku gildi á síðasta ári, og er þar kveðið á um að Þjóðminjasafnið sé höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og hefur því forystu í stefnumótum í safnamálum í landinu í samvinnu við minja- og byggðasöfn. Í anda laganna var ráðist í stefnumótun minjasafna um allt land. Mennta- málaráðuneytið veitti styrk til stefnumótunarinnar. Tilgangur starfsins er að rannsaka stöðu safnamála í landinu, hver sé vandi safnastarfs og hver sé sérstaða hvers og eins af sjö minjasvæðum landsins.“ – Hvernig hefur þessi vinna farið fram? „Fundur var haldinn á hverju minjasvæði með fulltrúum safna, sveitarstjórnarmönnum, þing- mönnum, ferðamálafulltrúum og fulltrúum atvinnuþróunar, enda mikilvægt að nýta þekkingu og frumkvæði heimamanna við mótun safnastefnu. Fundirnir voru mjög fróðlegir og upplýsandi.“ – Hverju komust þið að? „Við teljum mjög mikilvægt að efla samstarf safna, mynda sam- fellt samstarfsnet um landið og bæta starfsaðstöðu safnanna. Einnig komumst við að því að nátt- úru og menningu er ekki hægt að aðskilja í ferðaþjónustu. Tengsl ferðaþjónustu og safnastarfs verð- ur að styrkja. Það þarf hvort tveggja að tengjast og dafna sam- an. Draga verður fram sérkenni náttúrufars og sögu á hverju svæði. Ferðaþjónustan þarf að hafa í huga að miða ekki ferðir ein- göngu út frá náttúruperlum, held- ur vefa saman sagnaslóð, söfn og náttúru. “ – Hvað er helst á döfinni í mál- efnum Þjóðminjasafns? „Nú er unnið að enduropnun safnsins með nýjum sýningum. Safnhúsið verður tilbúið í upphafi næsta árs. Forvörsluátak stendur nú yfir í safninu til þess að und- irbúa gripi fyrir nýju sýningarnar. Á meðan safnhúsið er lokað tekur safnið þátt í sýningum víða um land, hefur lánað gripi til dæmis að Hólum og að Skógum. Einnig má benda á ljósmyndir Fox sem eru til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu, og er það vonandi upphafið að löngu samstarfi Þjóðminjasafns og Þjóð- menningarhúss. Einnig erum við þátttakendur í fornleifarannsókn- um um allt land.“ – Einnig eru það gömlu húsin. „Já, Þjóðminjasafnið hefur í sinni umsjá um 40 hús um allt land, til dæmis Glaumbæ, Laufás og Núpsstað. Ís- lendingar þurfa að átta sig á sérstöðu íslenska torfbæjarins, og nauð- syn þess að viðhalda þeim fáu bæjum sem til eru. Við höfum nú sótt um að komast á heimsminjaskrá meðal annars vegna torfbæjanna. Þeir þykja al- veg einstakir. Af þeim sökum er okkur ekki stætt á öðru en að halda vel við þeim fáu bæjum sem við eig- um. Mikilvægt er að það fjármagn sem til er sé notað til að varðveita gömlu bæina frekar en nýta það í eftirlíkingar.“ Margrét Hallgrímsdóttir  Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður lauk fil. kand.-prófi í fornleifafræði frá Stokk- hólmsháskóla 1987. Hún stund- aði framhaldsnám í fornleifa- fræði við Stokkhólmsháskóla 1987–89. Cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993. Safn- vörður á Árbæjarsafni 1987–89 og stjórnaði m.a. fornleifarann- sóknum við Aðalstræti 8 og í Við- ey. Borgarminjavörður frá 1. nóvember 1989. Í fornleifanefnd ríkisins frá 1990 og formaður frá 1999. Margrét tók við starfi þjóð- minjavarðar árið 2000. Margrét á fjögur börn. Safn er þungamiðja menningar Hann er ekkert nema montið síðan þau fóru út að ríða, Gráni minn. HEILDARFJÖLDI gistinátta árið 2001 var 1.742 þúsund sem er 0,3% fjölgun frá árinu 2000 þegar þær námu 1.737 þúsundum. Þetta kemur fram í ritinu Gistiskýrslur 2001 sem birt er á heimasíðu Hagstofu Íslands. Gistinætur voru fleiri á heimagisti- stöðum, farfuglaheimilum, svefn- pokagististöðum og í skálum í óbyggðum árið 2001 en 2000. Þær voru aftur á móti færri á hótelum og gistiheimilum, sem og í orlofshúsa- byggð og á tjaldsvæðum. 68% gistinátta voru þó á hótelum eða gistiheimilum. Gististöðum í þessum flokki fjölgaði um fjóra milli áranna 2000 og 2001, úr 244 í 248. Herbergjum fjölgaði um 129 og rúm- um um 161. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 1.180 þúsund árið 2001, eða um 6.000 færri en árið áður, sem er 0,5% fækkun. Gistinóttum í orflofshúsum fækk- aði um 15% milli áranna 2000 og 2001. Þrátt fyrir að farfuglaheimilum fækkaði um þrjú á tímabilinu voru gistinætur þar 8% fleiri árið 2001 en 2000. Sama var uppi á teningnum á heimagististöðum, þar fjölgaði gisti- nóttum um 5%, úr 53 þúsundum í 55 þúsund en gististöðunum sjálfum fækkaði um sjö. Stöðum sem bjóða upp á svefn- pokagistingu fjölgaði um sex árið 2001 og gistinóttum um 24%, úr 21.000 í 26.000. Gistinóttum í skálum í óbyggðum fjölgaði hlutfallslega mest, þrátt fyrir að skálunum fækk- aði um tvo milli áranna 2001 og 2000. Árið 2001 voru 55 þúsund gistinætur í skálum. Gistinóttum á tjaldsvæðum fækkaði um 2% milli áranna. 40% gistinátta á höfuðborgarsvæðinu Þegar heildarfjöldi gistinátta er sundurliðaður eftir landshlutum kemur í ljós að tæp 40% gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, líkt og árið 2000. 19% gistinátta voru á Suð- urlandi, 16% á Norðurlandi eystra, 10% á Austurlandi, 6% á Vesturlandi, 4% á Norðurlandi eystra og um 3% á Vestfjörðum og Suðurnesjum, hvor- um fyrir sig. Helmingur gistinátta útlendinga var á höfuðborgarsvæðinu. Ferða- menn frá Bandaríkjunum, Kanada, Norðurlöndunum, Bretlandi og Ír- landi eru þar mest áberandi. Ferða- menn frá öðrum löndum Evrópu eyddu 14–23% gistinátta sinna á Suð- urlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra árið 2001, sem er nokkuð hærra hlutfall en hjá öðrum útlend- ingum. Íslenskir ferðamenn eyddu um 30% gistinátta sinna á Suður- landi, 20% á Norðurlandi eystra og um 13% á Austurlandi. Gistinóttum í fjalla- skálum fjölgaði um 28% þrátt fyrir fækkun skála ÞESSA furðulegu mynd tók Helgi Hall- varðsson, er hann var staddur í leyfi á Mallorca. Skýin mynda hér skringi- legt andlitslíki, en Helgi sjálfur kallar þetta „Sirkustrúðinn yfir Mallorca“ og verður að teljast af- bragðsgott dæmi um listfengi Móður nátt- úru. Trúð- urinn yfir Mal- lorca Ljósmynd/Helgi Hallvarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.