Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ABSTRAKT EÐA HÚSIÐ? Allt fyrir málarann og myndlistarmanninn í Litalandi, nýrri verslun okkar í Domus Medica. Komdu og fáðu góð ráð þegar þú ætlar að mála. Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is Domus Medica við Snorrabraut N O N N IO G M A N N I| Y D D A • N M 06 45 4 • si a. is ATVINNULEYSI á höfuðborgar- svæðinu hefur tvöfaldast á síðustu 12 mánuðum. Atvinnuleysi í júní var 2,7% af mannafla en það var 1,3% í sama mánuði í fyrra. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á höf- uðborgarsvæðið í þessum mánuði í fjögur ár. Rúmlega 900 manns eru á atvinnuleysisskrá hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur og álíka margir eru án vinnu hjá Eflingu. Um síðustu mánaðamót voru 3.900 manns án atvinnu á landinu öllu þar af voru karlar 1.784 og konur 2.116. Það jafngildir 2,3% atvinnuleysi í júní, en var 1,2% á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Vinnumálastofn- unar. 74,3% atvinnulausra eru bú- settir á höfuðborgarsvæðinu. At- vinnuleysi frá maí til júní minnkaði allstaðar á landinu nema á höfuð- borgarsvæðinu. Á landsbyggðinni minnkaði at- vinnuleysi um 13,9% milli mánaða og er nú 1,6% af mannafla á lands- byggðinni en var 2% í maí. Fram kemur hjá Vinnumálastofn- un að atvinnuleysi minnki yfirleitt frá maí til júní og síðustu 10 ár hafi það minnkað um 7,3% að meðaltali, milli þessara mánaða. Í ár minnkaði atvinnuleysi hinsvegar um 0,2% frá maí til júní svo árstíðarsveiflan nú virðist vera önnur. Vinnumálastofn- un gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi í júlí verði svipað og í júní. Fólk með grunnmenntun stærsti hópur atvinnulausra Á öllu landinu er atvinnuleysi nú meira en í júní í fyrra, nema á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra þar sem það er svipað. Atvinnuleysi kvenna er minnst á Norðurlandi vestra 1,1% en mest á höfuðborgar- svæðinu 3,3%. Atvinnuleysi karla er mest á höfuðborgarsvæðinu 2,3%, en minnst á Vestfjörðum 0,6%. Stærsti hópur þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í lok júní í ár er fólk sem hefur einungis hlotið grunnmenntun. Af þeim 3.900 sem skráðir voru atvinnulausir í júnílok eru 2.486, eða tæp 64%, með grunn- menntun að baki. Fleiri konur en karlar sem einungis hafa lokið grunnmenntun eru atvinnulausar eða tæp 56% á móti 44% karla. Veruleg aukning atvinnuleysis meðal félagsmanna VR Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, segir að veruleg aukning atvinnu- leysis hafi orðið meðal félagsmanna VR. Í síðasta mánuði voru þeir 921 en í janúar síðastliðnum hafi 628 fé- lagsmenn verið atvinnulausir. Gunn- ar Páll segir að þau gjaldþrot sem orðið hafi að undanförnu veki nokk- urn ugg með mönnum en þó bendi fréttir og tölur til þess að hagkerfið sé að taka við sér. „Við gerum okkur vonir um að við séum að sjá botninn á þessu. Það er yfirleitt minnst atvinnuleysi á sumr- in og það gæti því aukist eitthvað með haustinu en við vonum að það fari svo batnandi,“ segir Gunnar Páll. Hann segir það jafnan hafa verið svo að þeir sem hafa minni menntun verði frekar atvinnulausir. „Þær gjaldþrotahrinur sem dunið hafa yfir undanfarið ár hafa þó leitt til þess að fleiri úr ferða- og upplýsingatækni- geiranum hafa misst vinnuna heldur en áður. En samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég hef virðist það fólk staldra stutt við á atvinnuleysiskrá en finna sér fljótlega önnur störf,“ segir Gunnar Páll. Ekki útlit fyrir að atvinnu- ástandið snarbreytist Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, segir að á milli 800 og 900 félagsmenn Efl- ingar séu á atvinnuleysisskrá í júní og um fjölgun sé að ræða frá fyrri mánuðum. Hún segir að sá hópur sem er í Eflingu sé mjög breiður, meðal annars fólk í iðnaðarstörfum, ræstingastörfum, hótel og veitinga- geiranum, skólafólk, fólk í umönnun- arstörfum og fleiri en fyrst og fremst sé um að ræða fólk með grunn- menntun. „Það sem við sjáum sem vísbendingu er að venjulega minnk- ar atvinnuleysi á sumrin en það hef- ur ekki gerst í ár. Við verðum líka vör við það að töluvert af skólafólki á aldrinum 16-25 sem hefur ekki feng- ið starf í sumar,“ segir Þórunn. Aðspurð um hvernig henni lítist á atvinnuástandið í vetur hjá fé- lagsmönnum Eflingar segir Þórunn að ekki gæti sérstakrar bjartsýni hvað það varðar. Við höfum heyrt frá jarðvegsvinnuverktökum að verk- efni þar séu í rólegri kantinum sem er heldur neikvæð vísbending inn í veturinn. Það þarf eitthvað að koma til ef ástandið á að verða gott í vetur, þó einhverjar byggingar og annað slíkt séu í farvatninu er ekki útlit fyr- ir að atvinnuástandið snarbreytist,“ segir Þórunn. BORGARRÁÐ hefur samþykkt, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að Reykjavíkurborg kaupi fasteignir við Laugaveg í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns Norðurlósa. Minnihluti borgarráðs lét bóka mót- mæli við samningnum. Kauptilboðið nær til fasteignanna nr. 86, 86b, 92 og 94 við Laugaveg. Kaupverð er 140 milljónir króna. Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar kaupir eignirnar af Jóni Ólafssyni og co sf. og Stjörnubíói ehf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að undanfarin misseri hafi verið unnið að gerð deiliskipu- lags fyrir Laugaveginn. „Það er mjög mikilvægt að deiliskipulag sé ekki bara strik á pappír, heldur verði að veruleika,“ segir hún, „og kaup- menn, jafnt sem byggingaraðilar og fjárfestar sjái að borgaryfirvöldum sé full alvara með tillögum um deili- skipulag.“ Markmið að leysa bílastæðavanda Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er ætlunin með kaupunum að leysa bílastæðavanda Laugavegarins. „Við höfum lengi haft augastað á tveimur lóðum, annars vegar þessari og hins vegar Laugavegi 77. Við telj- um mikilvægt að við eigum ákveð- inna kosta völ í þessum efnum og tök á þessari lóð á meðan við erum að leiða bílastæðamál til lykta.“ Ingibjörg segir að verðið, 140 milljónir, sé viðunandi. „Við höfum, eins og ég sagði áðan, lengi verið að bera víurnar í lóðina. Þá hafa alltaf verið nefndar miklu hærri tölur. Þetta var skoðað síðast í fyrra og þá náðu menn ekki saman. Við fengum mat frá tveimur aðilum, sem töldu að borgin væri að minnsta kosti skað- laus við þetta verð, en líklegra væri að það hefði í för með sér ávinning.“ Borgarstjóri segir að ef lóðirnar verði nýttar fyrir bílastæði verði grafinn bílastæðakjallari og Stjörnu- bíó þar með rifið. „Byggingarmagnið sem koma má fyrir á lóðinni er um 6.000 fermetrar.“ Sjálfstæðismenn segja ekki þörf á að kaupa eignirnar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjá ekki, að í því felist nein hags- munagæsla fyrir hönd Reykvíkinga eða þörf vegna skipulags að Skipu- lagssjóður Reykjavíkurborgar taki sölutilboði á eignum Jóns Ólafssonar og co sf. og Stjörnubíós ehf. vegna fasteignanna nr. 86, 86b, 92 og 94 við Laugaveg og eru því andvígir heim- ild til sjóðsins f.h. borgarsjóðs að ganga að ofangreindu tilboði.“ Borgarráð ætlar að kaupa fasteignir Jóns Ólafssonar við Laugaveg Samþykkti að kaupa eignirnar á 140 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Kauptilboð borgarinnar nær til fasteignanna nr. 86, 86b, 92 og 94 við Laugaveg. Kaupverð er 140 milljónir. Hefur tvöfaldast á tólf mánuðum Atvinnuleysi hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu                                      HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem játað hafa lík- amsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða ungs manns. Voru sakborn- ingarnir úrskurðaðir í áframhald- andi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Árásin var gerð 25. maí sl. með því að mennirnir, sem eru 20 og 23 ára, réðust að Magnúsi Frey Svein- björnssyni, 22 ára, með þeim afleið- ingum að hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans eftir átta daga sjúkra- húslegu. Stuttu eftir árásina gáfu mennirnir sig fram við lögreglu og hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi síð- an. Báðir hafa þeir komið við sögu lögreglu áður. Gæsluvarð- hald fram- lengt vegna manndráps ♦ ♦ ♦ TVÖ umferðaróhöpp urðu í Kópa- vogi með stuttu millibili laust eftir klukkan fimm í gær. Einhverjar skemmdir urðu á bíl sem hafnaði ut- an vegar við Vatnsenda en engin meiðsl urðu á fólki. Þá urðu töluverð- ar skemmdir á bílum sem rákust á á mótum Nýbýlavegar og Selja- brekku. Engin meiðsl urðu á fólki. Ekki leikur grunur á að um ölvunar- akstur hafi verið að ræða. Tvö umferðar- óhöpp í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.