Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 17 FISKAFLINN síðast- liðinn júnímánuð var 146.922 tonn en var 171.730 tonn í júnímán- uði árið 2001 og nemur samdrátturinn alls 24.807 tonnum. Heild- arafli frá áramótum er hins vegar 222.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Af botnfiski bárust 37.283 tonn á land, en 45.752 tonn í júnímán- uði 2001, sem er munur upp á tæplega 8.500 tonn. Mest munar um minni þorskafla, en hann var rúmum 6 þús- und tonnum minni síð- astliðinn júnímánuð en í júnímánuð í fyrra. Ýsuafli dróst einnig saman, um 845 tonn, steinbítsafli um 681 tonn og karfa- og út- hafskarfaafli um sam- tals 680 tonn. Ufsaafli jókst hins vegar um 524 tonn. Af flatfiski bárust 3.314 tonn á land sem er mun minni afli en í júní í fyrra þegar 5.921 tonn veiddust, sem er samdráttur upp á 2.607 tonn. Mestur er sam- drátturinn í grálúðuafla, alls 1.808 tonn, og skarkolaafla alls 468 tonn. Meira af síld en minna af loðnu og kolmunna Af kolmunna veiddust 16.159 tonn sem er 11 þúsund tonna minni afli en í júnímánuði 2001. Samdráttur varð einnig í loðnuafla um rúm 20 þúsund tonn en alls bárust 6.860 tonn af loðnu á land. Síldarafli jókst hins vegar um rúm 17.600 tonn, fór úr 60.875 tonnum í 78.515 tonn. Skel- og krabbadýraafli var 4.787 tonn, þar af var rækjuaflinn rúm 3.345 tonn, kúfiskur 1.082 tonn og humar 360 tonn. Í júní 2001 var skel- og krabbadýraaflinn 4.713 tonn eða 74 tonnum minni. Heildaraflinn 1,4 milljónir tonna Heildarafli landsmanna á fyrri helmingi ársins er orðinn 1.404.776 tonn sem er aukning um rúmlega 222 þúsund tonn frá fyrra ári. Heild- arafli botnfisktegunda er kominn yf- ir 250 þúsund tonn og er aflaaukn- ingin alls 32 þúsund tonn. Uppsjávarafli ársins 2002 er orðinn 1.108.581 tonn, flatfiskaflinn 20.248 tonn, og skel- og krabbadýraaflinn 23.992 tonn. Mestu landað á Austurlandi Sé litið á aflann eftir landsvæðum í júnímánuði síðastliðnum kemur í ljós að langmestu hefur verið landað á Austurlandi, um 46.200 tonnum. Þar er uppsjávarafli bróðurparturinn eða um 42.000 tonn. Næstmestum afla var svo landað erlendis, 26.700 tonnum og er nær allt síld, eða um 25.000 tonn. Á Norðurlandi eystra var landað 16.800 tonnum og er upp- sjávarfiskur 11.600 tonn af því. Í Reykjavík var landað 13.300 tonnum og er megnið af því botnfiskur, mest úthafskarfi eða 8.900 tonn. Á Suður- landi var landað ríflega 11.900 tonn- um, á Vesturlandi 11.800 tonnum, 9.700 á Suðurnesjum, 8.700 á Vest- fjörðum og 1.900 tonnum á Norður- landi vestra. Mestu af þorski var landað á Vestfjörðum, 3.600 tonnum og 2.700 á Vesturlandi. Mest af botnfiski til Reykjavíkur Fyrstu sex mánuði ársins var langmestum afla landað á Austur- landi, 554.000 tonnum, næst kemur Suðurland með 180.000 tonn, þá Suð- urnes með 174.000 tonn, 153.000 tonn bárust á land á Norðurlandi eystra og 122.000 á Vesturlandi. Til Reykjavíkur bárust 89.999 tonn, 66.000 til Norðurlands vestra og 41.000 tonn til Vestfjarða. Þá var 46.000 tonnum landað erlendis. Í langflestum tilfellum er uppi- staða aflans uppsjávarfiskur, síld, loðna og kolmunni, en Reykjavík og Vestfirðir skera sig nokkuð úr, þar sem botnfiskur er hátt hlutfall aflans. Í Reykjavík var landað 54.000 tonnum af botnfiski, 42.000 tonnum á Vesturlandi, 41.000 tonnum á Suð- urnesjum en mun minna í öðrum landshlutum. Mestu af þorski var landað á Vesturlandi, 25.000 tonnum, en 22.000 tonn af þorski bárust á land á Suðurnesjum. Morgunblaðið/Hafþór Fiskinum landað í Þorlákshöfn. Minni fiskafli í júnímánuði Heildarfiskafli frá áramótum hins vegar 222.000 tonnum meiri en í fyrra #$   % %     !" ! "  # $# # #!  $  %$&"  $  ' %" (")    #!  $  %$&"  $  ' %" (")       *! +*, *++*! **-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.