Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 19 ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti einróma á mánu- daginn lagafrumvarp er kveður á um víðtækar umbætur á endurskoðun- ariðnaðinum og stjórnun fyrirtækja. Er markmiðið með þessum umbót- um að vekja á ný traust á viðskipta- lífinu, eftir að fjöldi hneykslismála, þ.á m. WorldCom og Enron, hefur dregið alvarlega úr áliti fjárfesta og almennings á bandarískum stórfyr- irtækjum. George W. Bush forseti hefur sagt að hann vilji endilega skrifa undir lög um hert viðurlög við spillingu í við- skiptalífinu, en óljóst er hvernig frumvarpið mun líta endanlega út. Samningamenn á vegum öldunga- deildarinnar munu vinna að því með leiðtogum í fulltrúadeildinni að kom- ast að málamiðlun, en fyrr á þessu ári samþykkti fulltrúadeildin laga- frumvarp sem ekki var jafn harka- legt og frumvarp öldungadeildarinn- ar. Samkvæmt frumvarpinu sem sam- þykkt var á mánudaginn skal skipa óháða nefnd sem hafi eftirlit með endurskoðunariðnaðinum, setji tak- mörk við möguleikum endurskoðun- arfyrirtækja á að sinna ráðgjöf fyrir fyrirtæki sem þau sinna endurskoð- un hjá, banni lánveitingar fyrirtækja til starfsmanna þeirra og láti til skar- ar skríða gegn öðrum viðskiptahátt- um sem hafa stuðlað að hneykslis- málunum undanfarið. Frumvarpið kveður einnig á um auknar refsingar fyrir verðbréfasvindl og gerir auð- veldara um vik að lögsækja sviksama framkvæmdastjóra. Bush og ýmsir embættismenn í Hvíta húsinu hafa látið í ljósi efa- semdir um nokkur lykilatriði í frum- varpi öldungadeildarinnar. En sam- hljóða samþykkt frumvarpsins mun líklega auka þrýstinginn á forsetann og repúblíkana í fulltrúadeildinni um að komast sem fyrst að samkomulagi við demókrata sem eru fylgjandi harkalegra frumvarpinu. Leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeildinni, Tom Daschle, skoraði á forseta fulltrúadeildarinn- ar, Dennis Hastert, að sleppa samn- ingaviðræðum og taka frumvarpið beint til umræðu í fulltrúadeildinni. „Bandarísku þjóðinni væri enginn greiði gerður með því að einhverjir fengju að fara með frumvarpið afsíð- is og veikja það,“ sagði Daschle. Talsmaður Hasterts hafnaði áskorun Daschles og benti á að full- trúadeildin, þar sem repúblíkanar hafa meirihluta, hefði samþykkt sitt frumvarp í apríl og hefði síðan beðið aðgerða af hálfu öldungadeildarinn- ar, þar sem demókratar hafa meiri- hluta. „Við erum með gott frumvarp og við ætlum að hefja samningavið- ræður og fá fram betra frumvarp,“ sagði talsmaður Hasterts. Í leiðara The Los Angeles Times á mánudaginn sagði að á meðan Bush fumaði með að láta til skarar skríða gegn bókhaldssvikum hefði þingið nú hlaupið í skarðið með fjölda umbóta- tillagna. En þess verði að gæta, að frumvörp sem lofi góðu, eins og til dæmis frumvarpið sem öldunga- deildin hafi nú samþykkt, verði ekki þynnt út. „Þjóðin hefur ekki efni á því.“ Í leiðara á sunnudaginn benti blað- ið Bush forseta á það, að sagan sýndi að óbeit almennings og áhyggjur fjárfesta þrýsti umbótum í gegn, hvort sem forsetanum og stuðnings- mönnum hans í stórfyrirtækjunum líkaði betur eða verr. Ef Bush gengi í lið með umbótaöflunum nú þegar gæti hann komið því til leiðar að um- bæturnar yrðu fyrr að veruleika og líka eignað sér nokkurn heiður af þeim. Öldungadeildin samþykkir víðtækar umbótatillögur Varað við því að tillögurnar verði þynntar út með samningaviðræðum Washington. The Los Angeles Times. Tom Daschle, leiðtogi demó- krata í öldungadeild Banda- ríkjaþings. Reuters GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti undirritaði árið 1990 yfirlýsingu þar sem hann hét því að selja ekki næstu sex mánuði hlutabréf sem hann hafði eignast í Harken-olíufé- laginu. Rúmum tveim mánuðum síð- ar seldi hann samt bréfin með góðum hagnaði, rétt áður en skýrt var frá fjárhagserfiðleikum Harken. Bush fékk um 850 þúsund dollara, um 720 milljónir króna, fyrir hluta- bréfin. Endurskoðandi Bush, Robert McCleskey, sagði í gær að hann teldi ekki að erfiðleikar Harken hefðu átt þátt í að Bush seldi bréfin fyrir tím- ann heldur hefði Bush þurft lausafé til að greiða lán sem hann tók til að kaupa bréf í Texas Rangers-hafna- boltafélaginu. Bandaríska fjármála- eftirlitið, SEC, yfirheyrði ekki Bush vegna málsins þegar stofnunin kann- aði árið 1991 hvort um innherjavið- skipti hefði verið að ræða en Bush var einn af ráðamönnum Harken er hann seldi bréfin. Braut Bush samning? Washington. AP. KYNNTAR voru í gær sex hug- myndir að uppbyggingu á lóðinni þar sem tvíburaturnar World Trade Center stóðu í New York. Líkanið á myndinni sýnir torg sem umkringt er tíu hæða húsum, á sjálfu torginu eru hins vegar lægri hús og á þökum þeirra garðar með göngustígum. Haldinn verður mikill borg- arafundur í Jacob Javits-miðstöðinni á laugardag þar sem íbúar geta sagt skoðun sína á hugmyndunum. Arftakar tvíburaturna kynntir Reuters FINNI á fertugsaldri fórst og annar maður slasaðist illa er bílsprengja sprakk nálægt járnbrautarstöðinni í Helsinki snemma í gærmorgun. Ekki er vitað hver var að verki en lög- reglan telur hugsanlegt að um hefnd af hálfu glæpasamtaka hafi verið að ræða. Sprengjan virðist hafa sprungið er bíllinn nam staðar við umferðarljós og splundruðust rúður í hótelinu Helka, sem er við götuna. Mað- urinn sem særðist ók bíl sem var aftan við þann sem var sprengdur. Að sögn sænska blaðsins Dagens Nyheter þekkti lögreglan þann sem fórst. Samkunduhús gyðinga er skammt frá staðnum en tals- maður lögreglunnar, Olli Toy- ras, taldi útilokað að hryðju- verkamenn hefðu verið að verki. Sprengju- tilræði í Helsinki Helsinki. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.