Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TALSMENN Alcoa viljaekki láta hafa neitt eftirsér um möguleg kaupfélagsins á Reyðaráli eða hluta Norsk Hydro í Reyð- aráli. Fyrir liggur þó að Alcoa er ekki beinn aðili að slíkum við- ræðum en hins vegar standa nú yfir viðræður í Noregi á milli for- ráðamanna Hæfis og Norsk Hydro en ekki er ljóst hvernig þeim viðræðum miðar eða hvort rætt er um að bæði Hæfi og Norsk Hydro selji Alcoa sinn hluta í Reyðaráli. Talsmaður Norsk Hydro áréttar að félagið vilji ekki standa í vegi fyrir að annar aðili geti ráðist í álvers- framkvæmdir á Austurlandi – en áréttar á sama tíma að Hydro hafi ekki gefið áætlanir sínar um ál- versframkvæmdir á Íslandi upp á bátinn. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, telur mikilvægt að samningar náist um kaup Alcoa á hlut Norsk Hydro í Reyðaráli. Nýtt mat vart rökrétt ef umhverfisáhrif eru svipuð eða minni Aðspurð hvað það þýði ef fram- kvæma þurfi nýtt umhverfismat vegna hugsanlegra áforma Alcoa um álversframkvæmdir á Íslandi segir Valgerður að reynslan sýni að nýtt umhverfismat fyrir álverk- smiðju hér á landi taki níu til tíu mánuði, þ.e. frá því að vinna hefj- ist við gerð matsskýrslu og þar til úrskurður Skipulagsstofnunar liggi fyrir. „Eftir það tekur eftir atvikum við kæruferli upp á þrjá mánuði og samhliða því er heimilt að gefa út starfsleyfi. Eftir það er kæruferli út af starfsleyfi um það bil tveir mánuðir. Heildarferlið þegar um er að ræða nýtt mat tekur því um sextán mánuði,“ seg- ir ráðherra. Spurð um hvað það þýði ef not- uð verði önnur tækni við fram- leiðslu áls en Hydro hugðist nota segir Valgerður að farið verði í að bera saman umhverfisáhrif nýrrar verksmiðju Alcoa með þeirra tækni og umhverfisáhrif verk- smiðju Reyðaráls. „Þarna skiptir líka máli hvaða stærð er fyrirhug- uð á verksmiðju Alcoa. Ef um- hverfisáhrif verksmiðju Alcoa eru minni en eða sambærileg við fyrri áform Reyðaráls er varla rökrétt að eytt sé tíma og fjármunum í nýtt mat á umhverfisáhrifum.“ Aðspurð segir Valgerður að henni sé kunnugt um að viðræður standi yfir um kaup Alcoa á hlut Norsk Hydro í Reyðaráli. „Tals- menn Norsk Hydro hafa lýst því yfir að fyrirtækið muni ekki á nokkurn hátt standa í vegi fyrir álversframkvæmdum á Reyðar- firði þótt fyrirtækið heltist úr lest- inni. Miðað við þessa afstöðu þá kæmi mér það á óvart ef fyr- irtækið sýndi tregðu varðandi sölu á hlut sínum í Reyðaráli.“ Hafa ekki gefið áætlanir á Íslandi upp á bátinn Aðspurður hvort Norsk Hydro hyggist gefa upp á bátinn mögu- lega þátttöku í álversframkvæmd- um á Íslandi svarar Thomas Knut- zen, upplýsingafulltrúi Norsk Hydro, því til að Hydro hafi ekki gefið slíkar áætlanir upp á bátinn þótt félagið hafi ekki getað staðið við þær tímasetningar sem lagt var upp með. „Við höfum enn áhuga á að taka þátt í álvers- framkvæmdum á Íslandi en slíkar framkvæmdir þurfa að falla að þörfum allra aðila og þess vegna höfum við sagt að við vildum ekki standa í vegi fyrir eða hindra á einhvern hátt annan aðila sem hef- ur hug á að ráðast í framkvæmdir á Austurlandi. Við höf áhuga á Íslandi en ef einh ar aðili sýnir áhuga á R viljum við ekki gera þe erfitt fyrir. En ég vil j taka fram að við höfum e okkar hugmyndir eða upp á bátinn.“ Þegar hann er spurður hverfismat sem lá fyrir v versins á Reyðarfirði sem hugðist taka þátt í að re Knutzen að matið sé bundið þeirri tækni sem hugðist nota við álfra Hann segir þarna vera ræða tækni sem Norsk H þróað og enn sem komið e hvergi notuð við framleið Þessi tækni Norsk Hydr besta í heiminum að þeirr aðrir álframleiðendur ráð ir jafngóðri tækni við fra á áli. Skiptir mestu máli h framkvæmdin verði s Ásdís Hlökk Theodórsd Fundað vegna mögulegrar sölu Norsk Hyd Alcoa ekki þá andi í viðræð Möguleg kaup Alcoa á Reyðaráli, sem er í eigu Hæfis og Norsk Hydro, myndu væntanlega þýða að Alcoa gæti ráð- ist fyrr í framkvæmdir en ella. Arnór Gísli Ólafsson komst þó að því að ólíklegt er að nýtt umhverfismat þurfi til ef álver Alcoa yrði svipaðrar stærðar og Norsk Hydro hugðist reisa. Stjórnendur Alcoa skoðuðu aðstæður í Rey NORÐAN Vatnajökuls á Íslandi – þar er næststærsta víðerni Evrópu, háslétta vatna og berg- vatnsáa, hrjúfra gljúfra og ísi- lagðra útdauðra eldfjalla. Á milli þeirra er víðáttumikil freðmýri sem er heimili þúsunda hrein- dýra og gæsa.“ Svona hefst löng grein um Ís- land og fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun sem birtist í netútgáfu New York Times í gær. Í greininni, sem Donald G. McNeil Jr. skrifar, segir að Kárahnjúkavirkjun komi til með að kosta þrjá milljarða dollara, eða sem nemur 252 milljörðum íslenskra króna eða þriðjungi vergrar landsframleiðslu á Ís- landi. Viðskiptavinurinn aðeins einn, Alcoa, sem h huga að borga þriðjung kostnaðinum, eða 84 mill króna. Sagt er að virkjunarfr kvæmdir séu gamalt deil Íslandi. Jake Siewert, ta Alcoa, er spurður af hve irtækið hafi ákveðið að b sér í þá baráttu. Hann sv þá leið að fyrirtækið haf „breiða samstöðu“ um fr kvæmdirnar á Íslandi. Fy tækið hafi skoðað aðra s sem Indland, Brasilíu og nam, en ljóst sé að það m mæta mótstöðu alls staða „Hvaða verkefni er óumd spyr Siewert. Hann segir New York Times með grein um Alcoa vísar til samstöðu um m BETRI EN HVAÐ? Öflug auglýsingaherferð hefur veriðí gangi undanfarna daga þar semágæti íslensks grænmetis er hampað. Á stórum auglýsingaskiltum við fjölfarnar götur má til dæmis sjá fullyrð- ingar um að íslenskir tómatar, paprikur og sveppir séu „betri“. Betri en hvað kemur ekki fram en gera má ráð fyrir að átt sé við framleiðslu- afurðir annarra ríkja. Ef einhverjum dytti í hug að láta reyna á þessa fullyrðingu með því að bera sam- an gæði innlendrar framleiðslu og er- lendrar kemur hins vegar babb í bátinn. Það virðist hvergi vera hægt að nálgast sambærilega erlenda vöru samhliða hinni íslensku. Óformleg könnun í nokkrum af helstu stórmörkuðum höfuðborgarinnar (Hagkaupum, Bónusi, Nóatúni) í gær leiddi í ljós að hvergi voru fáanlegir fersk- ir innfluttir sveppir í samkeppni við hina íslensku. Hvergi fundust heldur erlendar agúrkur. Í Hagkaupum voru í boði græn- ar íslenskar paprikur en einungis rauðar, gular og appelsínugular af erlendum upp- runa. Íslenskir tómatar kostuðu 193 krónur kílóið í sömu verslun en einungis voru til innfluttir „plómu“ og „buff“-tóm- atar. Svokallaðir plómutómatar eru yfir- leitt með ódýrari tómötum í öðrum ríkjum en þeir sem auglýstir voru til sölu í gær kostuðu eigi að síður 665 krónur kílóið. Til gamans má geta þess að plómutóm- atar voru í gær boðnir til sölu í breskum stórmarkaði (Tesco) á 260 krónur kílóið og á 266 krónur kílóið í stórmarkaði í Massachusetts í Bandaríkjunum (Shaw’s). Í báðum tilvikum eru tómatarn- ir um 250% dýrari í íslensku versluninni. Það er svo annað mál að plómutómatarnir reyndust einungis vera til á skiltum í grænmetisborðinu en ekki í borðinu sjálfu. Hvað er eiginlega að gerast? Skortur á innfluttu grænmeti á þessum árstíma, sem er uppskerutími á meginlandi Evr- ópu ekki síður en á Íslandi, var lengi vel skýrður með ofurtollum og innflutnings- höftum. Í byrjun ársins boðaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hins vegar til blaðamannafundar og greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt til- lögur svokallaðrar grænmetisnefndar. Í þeim fólst meðal annars að tollar voru felldir niður af innfluttum agúrkum, tóm- ötum og papriku en beingreiðslur til framleiðenda teknar upp þess í stað. Það er því ekki nema von að menn velti því fyrir sér hvers vegna ekki sé nú að finna innflutt grænmeti í samkeppni við innlenda framleiðslu. Og það er óskiljan- legt að innfluttir tómatar skuli vera 250% dýrari en í erlendum stórmörkuðum. Hvernig er verðmyndun þessarar vöru háttað nú þegar ekki er hægt að skýra verðmun með tollum? Eru það sölusam- tök eða smásalan sem taka ákvörðun um að bjóða neytendum ekki upp á valkost á sanngjörnu verði? Minna má á í þessu sambandi að verð á lífrænt ræktuðum gulrótum lækkaði á einum degi úr 999 krónum í 349 krónur kílóið í einni verslun eftir að verðkönnun var birt sem sýndi 186% verðmun milli verslana. NÝR KJÚKLINGAFARSI? Landbúnaðarráðuneytið tekur treg-lega í óskir Hagkaupa um að fá nið- urfellda verndartolla af 300 tonnum af innfluttum kjúklingum til að anna eftir- spurn neytenda eftir þessari vinsælu vöru. Þetta gerist þrátt fyrir að sýnt sé fram á að skortur hafi verið á íslenzkum kjúklingum undanfarna mánuði. Á bak- síðu og neytendasíðum Morgunblaðsins var t.d. ýtarleg umfjöllun um málið fyrir tveimur mánuðum, hinn 18. maí sl., þar sem fram kom bæði í máli fulltrúa fram- leiðenda kjúklinga og talsmanna stór- verzlana að framboð annaði engan veginn eftirspurn. Jafnframt kom fram að neyt- endur kvörtuðu yfir þessu ástandi og raunar þurfa menn ekki annað en hafa reynt að kaupa ferskan kjúkling á sunnu- degi eða mánudegi undanfarnar vikur til að vita að það er skortur á kjúklingum. Ástæða skortsins er m.a. sú að ýmsir inn- lendir framleiðendur hafa á ný glímt við kamfýlóbakter- og salmonellusýkingar eftir nokkurt hlé. Hagkaup óskuðu eftir því í júní að fá að flytja inn 20 tonn af frosnum kjúklingum til að anna eftirspurn. Óskað var eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá tolla fellda niður til að innflutta varan yrði samkeppnishæf í verði. Þessari ósk var hafnað. Athyglisvert er að í samtali við Morgunblaðið 11. júní sagðist Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ekkert kannast við að skortur væri á kjúklingum í landinu: „Það hafa engar aðrar kvart- anir komið enn í landbúnaðarráðuneytið um skort á kjúklingum þannig að við þekkjum ekki vandamálið sem Hagkaup eru að tala um,“ sagði ráðherrann. Mat landbúnaðarráðuneytisins á kjúklinga- skorti virðist m.ö.o. vera annað en mark- aðarins; framleiðenda, smásala og neyt- enda. Þessi viðbrögð koma út af fyrir sig ekki á óvart í ljósi sögunnar, þar sem landbún- aðarráðuneytið hefur áratugum saman ævinlega gengið erinda framleiðenda í landbúnaði en horft framhjá hagsmunum neytenda. Þó hafa t.d. lækkanir tolla á grænmeti bent til þess að raddir neyt- enda væru að byrja að ná eyrum stjórn- valda. Með viðbrögðum sínum nú stuðlar landbúnaðarráðuneytið aftur á móti að því að viðhalda afar óheilbrigðu ástandi á kjúklingamarkaðnum. Með því að halda verði innfluttra kjúklinga háu með ofur- tollum er komið í veg fyrir að innlendir framleiðendur fái nauðsynlegt aðhald. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að a.m.k. tveir kjúklingaframleiðendur hyggist hækka verð. Þessar verðhækk- anir eru m.a. réttlættar með tilliti til hækkunar á fóðri. Út af fyrir sig gætu menn lítið sagt við þessu ef hér væri frjáls innflutningur á kjúklingum. Neyt- endur gætu þá snúið sér annað ef inn- lendir framleiðendur hækkuðu verðið og þannig hefðu þeir síðarnefndu líka hvata til að hagræða, fremur en að velta kostn- aðarhækkunum beint út í verðlagið. Höftin og ofurtollarnir gera það hins veg- ar að verkum að það er hvorki hægt að tala um eðlilega verðmyndun né frjálsa samkeppni á kjúklingamarkaðnum. Landbúnaðarráðherra hefur fulla heimild til að veita undanþágu frá ofur- tollunum, m.a. í ljósi skorts á viðkomandi vöru á innanlandsmarkaði. Það væri ráð að hann tæki strax slíka ákvörðun, í þágu hagsmuna neytenda og til þess að veita innlendum framleiðendum hæfilegt að- hald, í stað þess að efna enn á ný til þess farsakennda ástands, sem hefur af og til skapazt á undanförnum árum þegar land- búnaðarráðuneytið hefur með öllum ráð- um reynt að þvælast fyrir áformum verzl- ana um að flytja inn ódýrt kjúklingakjöt. Hitt er svo annað mál, eins og Morg- unblaðið hefur bent á allt frá því núver- andi búvörulöggjöf tók gildi, að það er fráleitt að fela það í geðþóttavald land- búnaðarráðherra hverju sinni að meta hvenær skortur sé á tilteknum vörum eða verð of hátt og þar af leiðandi ástæða til að lækka tolla á innflutningi. Þessum málum á að skipa með almennum laga- ákvæðum um frjálsan innflutning á lág- um eða engum tollum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.