Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hf., s. 565 2566 Englasteinar ✝ Arnljótur Guð-mundsson fædd- ist í Sléttárdal í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 17. apríl 1929. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans sunnudag- inn 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Krist- jánsson, f. 17.3. 1888, d. 8.4. 1939, bóndi í Sléttárdal, og Pálína Anna Jónsdóttir, f. 8.10. 1894, d. 2.12. 1972, húsfreyja. Systkini hans eru Hannes Guðmundsson, f. 3.4. 1925, lengi bóndi á Auðkúlu í Svínadal, og Elín Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 24.4. 1931, bóka- vörður. Eftirlifandi eiginkona Arnljóts er Hrefna Magnúsdóttir textíl- listakona, f. 20.3. 1934. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson frá Breiðholti og Hrefna Eggertsdótt- ir Norðdahl, frá Hólmi við Suður- landsveg í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ásdís Sólrún skrifstofu- maður, f. 20.6. 1957. Dóttir henn- ar er Hrefna Marín doktorsnemi í Weisshappel sölumaður, f. 3.10. 1963. Börn þeirra eru Diljá Björt, f. 11.8. 1989, og Arnljótur, f. 28.7. 1994. 4) Arnar Þorri tæknimaður, f. 16.4. 1968, maki Magnea Gunn- arsdóttir bankastarfsmaður, f. 16.7. 1965. Sonur þeirra er Eyþór, f. 26.6. 2001. Arnljótur var átta ára er hann missti föður sinn og ólst upp með systkinum sínum og móður sem hafði sjálfstæðan búskap á bæjum í Svínavatnshreppi. Hann stund- aði nám í farskóla í sveitinni og vann auk þess almenn sveitastörf á búi móður sinnar til fjórtán ára aldurs. Arnljótur flutti til Reykja- víkur 1946, stundaði nám í Iðn- skólanum í Reykjavík, lauk þaðan prófum 1949. Hann lærði húsa- smíði hjá Magnúsi Vigfússyni frá Þorleifskoti í Flóa, lauk sveins- prófi í húsasmíði 1951 og öðlaðist meistararéttindi 1954. Starfaði síðan sem sjálfstæður atvinnurek- andi. Arnljótur var einn af stofn- endum Kiwanisklúbbsins Esju 1970, var forseti hans 1979 og svæðisstjóri Þórssvæðis 1984-85. Hann var kosinn í stjórn Meistara- félags húsasmiða 1984, var gjald- keri félagsins 1990-94 og formað- ur Meistarafélags húsasmiða 1994-99. Arnljótur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þau félög sem hann starfaði í og var oft leit- að til hans um ráðgjöf. Útför Arnljóts verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. rafmagnsverkfræði, f. 1.3. 1977. Faðir henn- ar er Gunnar Hreins- son, f. 29.11. 1955. Eiginmaður Hrefnu Marínar er Finnur Breki Þórarinsson tölvunarfræðingur, f. 29.7. 1974. Synir Ás- dísar Sólrúnar eru Nökkvi Jarl, f. 3.9. 1987, Pétur Breki, f. 11.1. 1990, og Bjarni Heiðar, f. 5.6. 1991. Faðir þeirra er Bjarni Heiðar Halldórsson, f. 21.10. 1952. Stjúp- dóttir Ásdísar er Helga Heiðars- dóttir, f. 18.5. 1979. 2) Hulda Anna námsráðgjafi og verkefnastjóri, f. 2.11. 1960, búsett í Brussel, maki Ágúst Hjörtur Ingþórsson heim- spekingur og starfsmaður í sendi- ráði Íslands í Brussel, f. 22.8. 1961. Sonur Huldu og Sigtryggs Jónssonar, f. 21.2. 1952, er Unnar Steinn, framhaldsskólanemi, f. 30.9. 1983. Börn Huldu og Ágústs eru Ásdís Sól, f. 30.6. 1999, og Óð- inn, f. 27.2. 2001. Börn Ágústs eru Hjörtur, f. 18.10. 1983, og Embla, f. 12.8. 1990. 3) Guðmundur raf- magnsverkfræðingur, f. 30.1. 1963. Maki Líney Björk Þegar lagt er upp í langa ferð get- ur gott veganesti og góður hugur að heiman skipt sköpum um hvernig til tekst. Þetta hefur pabbi minn reynt sem sautján ára unglingur þegar hann yfirgaf æskustöðvar sínar fyrir norðan og fluttist suður í leit að nýju lífi. Og á þetta reynir nú þegar hann er alfarinn og skilur eftir sig minn- ingar um mannkosti, göfug lífsgildi og vel unnin verk. Þegar pabbi fór suður lagði hann ekki af stað með digra sjóði heldur að sögn sumra ein- ungis með sautján krónur upp á vas- ann og þetta fé sitt hefur hann ávaxt- að og eflt, ekki bara í veraldlegum skilningi heldur í formi farsælla ákvarðana, heiðarleika og dugnaðar. Hans farareyrir var gott og gegnt uppeldi, prúðmennska og virðing fyrir landinu, lærdómnum og sög- unni. Hann hlaut líka í vöggugjöf frá- sagnargáfu og endalausan áhuga á framsetningu orðanna ásamt ískrandi gráglettnum húmor. Allt þetta gerði hann að frábærum sögu- manni, eftirsóttum ræðumanni og góðum og gefandi vini. Það var gott að vera í návist pabba, þar ríkti hlát- ur og gleði en líka hljóð íhugun þar sem við hummuðum eða söngluðum saman, í sunnudagsbíltúrum eða úti í móa. Umfram allt veitti pabbi okkur börnunum kennd öryggis og trausts. Hann var alltaf til staðar, brást aldr- ei, aðstoðaði allt og alla skilyrðis- laust og ætlaðist aldrei til endur- gjalds. Pabbi var mikill fjölskyldumaður en alveg til jafns vinnuþjarkur og at- vinnurekandi. Hann hafði ávallt mörg járn í eldinum bæði í vinnunni og heima. Eins og títt er um hans kynslóð þá eyddi hann ómældum tíma í vinnunni en það var hans heimur og okkar lifibrauð. Góðir samskiptahæfileikar og réttsýni gerðu það að verkum að hann var álitinn mjög traustur byggingaraðili og gekk honum yfirleitt vel að selja íbúðir sínar og láta dæmið ganga upp. Þegar illa áraði bar hann gæfu til að sigla framhjá verstu skerjun- um og taka ákvarðanir sem urðu honum og fjölskyldu hans til heilla. Pabbi var vinnandi fram á síðasta dag við að mála húsin sín og dytta að hér og þar enda þurfti hann alltaf að vera að. Ef hann var ekki í bygg- ingastússi þá stundaði hann allskon- ar jarðrask. Hann velti við steinum, færði til tré, gróf skurði og frá- rennsli á landinu sínu og flutti mold milli staða til að stuðla að sem bestri ræktun og uppbyggingu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvern- ig hann og mamma gátu endalaust verið að yrkja landið og standa í framkvæmdum á meðan aðrir lágu makindalega á meltunni. Þau eru einhvern veginn af þeirri kynslóð sem aldrei hefur unnt sér hvíldar né stólað á utanaðkomandi aðstoð. Þau eru klettarnir og óbreytanlegu stærðirnar sem hafa alltaf fyrst og fremst hugað að því að skapa græð- lingum sínum af öllum stærðum og gerðum sem best skilyrði. Síðasta áratuginn var pabbi skil- greindur sem sjúklingur en það bar hann ekki með sér. Hann hafði farið í hjartaaðgerð og var daglega í nýrna- vél en aldrei kvartaði hann og aldrei vildi hann gera meira úr málunum en tilefni var til. Hann fór margsinnis inn á spítala en sigraðist á öllum bakslögum því hann var vel á sig kominn og hraustur og síðast en ekki síst viljasterkur. Hann var eflaust fyrirmyndarsjúklingur og honum leið vel á spítalanum. Þar hitti hann allskonar fólk, sveitunga sína og samferðamenn og þar var margt rætt. Pabbi var mannþekkjari og mjög félagslyndur og hafði gaman af allskonar fólki og sögum af kynleg- um kvistum. Hann átti einnig mjög auðvelt með að sjá spaugilegu hliðina á öllum aðstæðum og þann eiginleika nýtti hann sér óspart í veikindum sínum. Hann var ekkert á förum því hann hafði margt að lifa fyrir. Barnabörn- in voru honum afar mikils virði enda dáði hann þau öll tíu. Helst vildi hann hafa alla fjölskylduna í kringum sig eða í húsum sem hann byggði. Allar helgar gistu einhver barnabörn hjá afa og ömmu og ríkti hálfgerð bað- stofustemning á loftinu hjá pabba. Hann lá oft uppi á skörinni og dorm- aði á meðan húsið hans iðaði af hamagangi og hlátrasköllum og þá leið honum vel. Svo ískraði stundum í honum á beddanum sínum þegar hann var að rifja upp í huganum liðn- ar stundir eða góðar sögur og út- skýrðu barnabörnin þessar óvæntu hláturrokur sem innra vídeóið hans afa. En pabbi var sjaldnast rúmfast- ur sjúklingur. Hann var alltaf á ferð- inni og ef ekkert var hægt að sýsla þá brá hann sér í Múlakaffi til að hitta karlana eða nemana sem hann hafði haft og heyra nýjustu sögurn- ar. Þar var mikil sögusmiðja í gangi og enginn hló hærra en pabbi. Pabbi var smiðurinn í lífi okkar. Hann reisti útveggina og skapaði umgjörðina en eftirlét mömmu að sjá um innviðina af sínu listfengi og smekkvísi. Pabbi byggði þann grunn sem við börnin hans og barnabörnin stöndum á í dag og þaðan getum við skimað í allar áttir eða ákveðið að leggja upp í langferðir eins og hann gerði. Pabbi hefur nestað okkur vel og veitt ríflega af sínum farareyri og með það í farteskinu eru okkur allir vegir færir. Og ef við mætum veg- leysum eða vondum troðningum, þá tökum við þeim eins og pabbi, sem enn einu verðugu verkefninu og áskoruninni að takast á við og hefj- umst handa, gott ef ekki glottandi. Í dag kveðjum við kjölfestuna okkar og bakhjarlinn hann pabba með óg- urlegum söknuði en um leið erum við óendalega þakklát fyrir að hafa feng- ið hann fyrir pabba og notið leið- sagnar hans, hjálpsemi og trausts. Guð geymi pabba minn. Hulda Anna. Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför eins með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Þessi orð Einars Benediktssonar koma upp í hugann nú ég kveð tengdaföður minn, Arnljót Guð- mundsson, hinstu kveðju í Fríkirkj- unni. Það er ekki nema rúmt ár síðan við stóðum þar saman við skírn ní- unda barnabarnsins – sem stuttu seinna urðu reynar tíu. Þó að sjúk- dómur Arnljóts væri með harðdræg- asta móti þann daginn lét hann það ekki aftra sér frá því að mæta og taka þátt í að flytja dóttursyni sínum árdagskveðju. Þannig fléttast saman upphaf og endir, líf og dauði. Sú var kenning sumra grískra heimspekinga í fornöld að ekki væri unnt að meta hamingju manna fyrr en ævi þeirra væri öll. Þá fyrst væri hægt að meta það ferðalag sem lífið er okkur öllum. Arnljótur lagði ung- ur upp í langferð sem kallaði á allan hans dugnað, áræði, þrautseigju og staðfestu. Hann var af þeirri kynslóð sem fann svo sterkt hversu mikillar uppbyggingar var þörf, hversu margt verkið var að vinna og um leið var hann þeirrar gerðar að vilja eignast stóra fjöldskyldu og hlúa að henni sem best mátti vera. Hvort- tveggja tóks honum: Í áratugi stóð hann í framvarðarsveit þeirra sem í bókstaflegum skilningi byggðu það Ísland sem við þekkjum í dag. Á sama tíma eignuðust hann og Hrefna myndarlegan hóp barna og barna- barna. Á mælikvarða fornspekinga var Arnljótur hamingjumaður því í ferðalok gat hann með réttu litið stoltur um öxl. Nú er dóttursonurinn kominn um langan veg til kveðja afa sem hann á þó tæpast eftir að muna mikið eftir. Okkur finnst sárt og óréttlátt að hann skyldi ekki fá að kynnast afa sínum betur. Arnljótur afi átti skilið að fá notið æviverksins enn um sinn og sérstaklega barnabarnanna. Af því varð ekki, en nú þegar vegir skiptast skulum við vera þakklát fyr- ir samfylgdina, hvort sem hún var löng eða stutt. Með lífi sínu gaf Arn- ljótur barnabörnunum sínum og öðr- um sem honum kynntust efnivið í minningu og fyrirmynd sem vert er að halda á loft. Ágúst Hjörtur Ingþórsson. Á fögru sumarkvöldi kvaddi tengdafaðir minn, Arnljótur Guð- mundsson, þennan heim. Hann varð loksins að láta í minni pokann fyrir veikindum sínum en barðist þó hetjulega til hinstu stundar. Strax og ég kom inn í fjölskylduna tók hann mér opnum örmum, með hæglæti sínu þó, því hann lét hvorki hátt né mikið. Eflaust þótti honum ekki verra að ég væri ættuð úr Húnavatnssýslu en hann unni æsku- stöðvum sínum þar mjög. Þessi hóg- væri maður lét smávægileg málefni sem vind um eyru þjóta en þegar á reyndi stóð hann heill og fastur á sínu og var þannig fjölskyldu sinni það akkeri sem hún þurfti, alltaf til staðar fyrir fólkið sitt, ráðagóður og hjálpsamur. Kímnin var heldur aldr- ei langt undan og hann lék á als oddi á góðum stundum, hafði afskaplega gaman af að segja sögur af sam- ferðamönnum sínum og kunni þær margar. Arnljótur var afar barngóður maður og leituðu afabörnin mjög til hans. Stundum var nú ágangurinn meira en nógur en ef ekki sáust ein- hver börn í fáeina daga fór hann að spyrja eftir þeim því hann vildi hafa lífið og fjörið sem þeim fylgdi. Hann fylgdist vel með afkomendum sínum öllum og því sem þeir voru að gera, var stoltur af afrekum þeirra og sigr- um, smáum sem stórum. Dugnaður og þrautseigja voru Arnljóti í blóð borin. Hann var heið- arlegur í öllum viðskiptum og hafði ríka réttlætiskennd. Fyrirtæki sínu og ævistarfi sinnti hann af mikilli natni og elju og eftir hann standa margar vandaðar byggingar í borg- inni. Börnin fjögur unnu öll hjá hon- um á einum tíma eða öðrum og mörgum nemum kenndi hann iðnina við góðan orðstír. Veikindi hans settu mark sitt á síðasta áratuginn. Hann varð að hætta að vinna fyrir aldur fram og var síður en svo sáttur við það. Hann var þó stöðugt að finna sér einhver verkefni þar sem það að gefast upp var eitthvað sem hann hvorki þekkti né viðurkenndi. Ekki kvartaði hann þótt líðanin væri léleg heldur hélt ótrauður áfram en varð þó að fara sér hægar eftir því sem árin liðu. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna við fráfall hans. Litli sonur minn mun ekki getað leitað í opinn faðm afa en hann mun samt fá að kynnast honum gegnum okkur sem eftir stöndum. Ég samhryggist af öllu hjarta eiginkonu hans, börn- unum fjórum og fjölskyldum þeirra og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Fyrir hönd litlu fjölskyldunnar minnar þakka ég honum samfylgd- ina. Fari hann í Guðs friði. Magnea Gunnarsdóttir. Hann afi okkar er dáinn en í okkar huga mun hann lifa að eilífu. Við minnumst þess að hafa fylgst með honum við smíðar í bílskúrnum þar sem hann átti forláta vinnubekk og risastórar sagir, svo ekki sé minnst á öll verkfærin sem hann beitti af mik- illi færni. Það var unun að horfa á hann vinna og gaman þegar maður varð loksins nógu stór til að fá að hjálpa til. Afi var hæglætismaður af gamla skólanum, skapgóður með eindæm- um og mikill sögumaður. Það kom okkur því ekkert á óvart þegar við heimsóttum hann í síðasta skiptið að hann fór að segja skemmtisögur af hinum ýmsu fjöl- skyldumeðlimum þrátt fyrir að vera svo afar veikur. Það er skrítið að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að heyra afa hrjóta í sófanum framar, ræskja sig eða leggja frá sér kaffibollann á ný. Mikið verður hljóðlátt í eldhúsinu hennar ömmu nú þegar afa nýtur ekki lengur við. Hvíl í friði, elsku afi, við eigum eft- ir að sakna þín meira en orð fá lýst. Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Unnar Steinn Sigtryggsson. Afi Arnljótur var okkur einskonar annar faðir. Húsið þeirra ömmu í Beykihlíð var okkur alltaf opið og þar gátum við verið og skemmt okk- ur eða hvílt okkur á meðan foreldrar okkar voru á flakki. Við hjálpuðum þeim í garðinum eða lágum bara og lásum með afa. Hjá þeim fengum við alltaf heitan mat í hádeginu og berja- graut með rjóma í eftirmat sem er frekar sjaldséð heima hjá okkur. Afi var líka alltaf að reyna að koma ofan í okkur þjóðlegum mat. Þegar hann var búinn að gæða sér á signum fiski þá komum við ekki í heimsókn í nokkra daga. Það kom alltaf sérstak- ur glampi í augun á afa þegar hann borðaði þorramat, saltkjöt eða eitt- hvað gamalt og hann var ægilega kátur með það barnabarn sem tók þátt í átinu. Afi var með sérstakan matseðil vegna veikinda sinna og hann varð að fara í nýrnavél alla daga. Hann var svolítið stoltur af því hvað hann var tæknivæddur. Við hjálpuðum ARNLJÓTUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.