Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Arctica og Goðafoss koma og fara í dag. Trinket, Árni Frið- riksson, A.V. Humboldt, Brúarfoss, Björn og Mánafoss koma í dag. Saga Rose, Poseidon, Dellach og Langenes fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: mv. IDC – 3 kemur í dag til Straumsvíkur, Viking kemur í dag, Brúarfoss fer frá Straumsvík í dag, Polar Siglir og Orlik fóru í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Sum- arlokun er frá 1. júlí til 1. september. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13-16.30 opin smíðastofan og handa- vinnustofan, kl. 13.30 keila og frjáls spila- mennska. Púttvöllurinn er opin kl. 10-16 alla daga, bingó fellur niður í júlí. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8.30- 12.30 böðun, kl. 9-16 handavinna kl. 9-17 fóta- aðgerð, kl. 10-10.30 banki, kl. 13-16.30 spilað. Félagsstarfið, Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan lokuð til 7. ágúst. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi s. 899 4223 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyja- fjörð19-23 ágúst, munið að greiða gíróseðla sem fyrst. Olofsferð að Höfðabrekku 10-13 sept. Skráning og upplýsingar kl. 19 og 21. Sími 555 1703, 555 2484 eða 555 3220 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Glæsibæ í dag kl. 10. Danskennsla í línudöns- um í kvöld kl. 19.15, síð- asta danskennsla fyrir sumarfrí. Dagsferð í Húnavatns- sýslu 24. júlí, hringferð um Vatnsnes, Hvamms- tangi, Bergsstaðir, við- koma í Hindisvík hjá Hvítserki, í Borgarvirki og víðar. Hafið hádegisnest- ispakka með. Kaffihlað- borð í Staðarskála. Leið- sögumaður: Þórunn Lárusdóttir. Sækja þarf miðana fyrir helgi. Hringferð um Norð- Austurland 17.- 24. ágúst. Greiða þarf stað- festingargjald fyrir 20. júlí. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10-12 f.h. í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 fótaaðgerð, kl. 9-17 hár- greiðsla. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudag- inn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson, íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðslan er lokuð 15. til 19. júlí. Matarþjón- usta, kaffistofa, handa- vinnustofa og annar dag- legur rekstur verður eins og venjulega. Hár- greiðslustofan verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, kl. 9- 17 hárgreiðsla, kl. 11- 11.30 banki, kl. 13-14 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 13 banki og félagsvist. Fótaaðgerðarstofan er lokuð frá 15. júlí til 23. júlí. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9-16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 13-14 spurt og spjallað. Versl- unarferð í Bónus kl. 13.30. Vitatorg. Kl. 10 morg- unstund, kl. 12.30 versl- unarferð í Bónus. Bankaþjónusta 2 fyrstu miðvikudaga í mánuði. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæfing- ardeildar Landspítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogshæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmunds- sonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Ut- an dagvinnutíma er tek- ið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931), minning- arkort afgreidd í símum 551-4156 og 864-0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Hall- dórsdóttur, s. 552-2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Minningarkort, Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5 mið- vikudaga kl. 13-15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Íris í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Í dag er miðvikudagur 17. júlí, 198. dagur ársins 2002. Orð dagsins: All- ir boðar þínir og bylgjur gengu yfir mig. Ég hugsaði: Ég er burt rekinn frá augum þínum. (Jónas 2, 4.-5.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 blotna, 4 litar, 7 gnæfa yfir, 8 staga, 9 hlemmur, 11 tómt, 13 beri sökum, 14 eimyrjan, 15 kylfu, 17 guð, 20 bókstafur, 22 starfið, 23 skynfærin, 24 bind saman, 25 mæla fyr- ir. LÓÐRÉTT: 1 falla, 2 nægtir, 3 ein- kenni, 4 skotmál, 5 slá, 6 sefaði, 10 ofstopar, 12 gríp, 13 snjó, 15 skilið eft- ir, 16 tuskan, 18 dular- búningur, 19 rás, 20 múli, 21 skolla. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 haldgóður, 8 engið, 9 yfrin, 10 auk, 11 dunar, 13 terta, 15 skens, 18 skáld, 21 kát, 22 kalda, 23 óglöð, 24 hrikalegt. Lóðrétt: 2 aggan, 3 dúðar, 4 ólykt, 5 urrar, 6 geld, 7 anga, 12 ann, 14 eik, 15 sekk, 16 eflir, 17 skark, 18 stóll, 19 áflog, 20 doði. Þakkir til ráðuneytismanna ÞAÐ gerist ekki oft að til- kynningar frá stjórnvöld- um eða ráðuneytum veki slíka gleði í gömlum hjört- um og bæri tilfinningar í brjósti að ástæða sé til að þakka fyrir sig. Þetta gerð- ist í heimsókn forseta Kína. Þá var efnt til fundar í stjórnarráðinu og þar kom fram í ræðu ráðuneytis- manns, sem ég man því miður ekki hver var, að hann vitnaði í ljóð Gríms Thomsens um Sverri kon- ung og talaði um „hugar- angur“. Grímur lýsir í ljóði sínu af mikilli nærfærni viðskilnaði Sverris kon- ungs. Þar segir í einni hendingu: En hvað var það hjá hugarangri/ hverja stund á vegferð langri/ sem ég fyrir land mitt leið. Að heyra þetta orð hug- arangur gladdi mörg gömul hjörtu og á ráðuneytismað- urinn sem rifjaði þau upp á fundinum bestu þakkir skilið fyrir að kunna skil á ljóði Gríms. Ástæða er til að vekja athygli á því að Grímur orti ljóð af frábærri snilld, sem hann nefndi Þrjá viðskilnaði, og eru andlátsorð þriggja kunnra höfðingja. Ástæða væri að biðja Morgunblaðið að birta þessi ljóð Gríms við hentugt tækifæri og gera frekari grein fyrir efni þeirra. Sem sagt, bestu þakkir til ráðuneytismanna fyrir að muna eftir Grími Thomsen. Um leið og ég þakka Vel- vakanda fyrir að birta þessi orð mín langar mig að biðja Morgunblaðið að vekja at- hygli á því að Hannes Hólmsteinn, ungur fram- sækinn maður, misvirðir foringja sinn, Ólaf Thors, með skrifum sínum um Sacco og Vanzetti. Ólafur Thors flutti ræðu sem Matthías Johannessen tel- ur eina athyglisverðustu ræðu hans árið 1929 þar sem hann fjallaði um aftöku þessara stjórnleysingja. Ég hefi nýverið fengið frá sendiráði Bandaríkjanna skjöl sem staðfesta að Sacco og Vanzetti voru teknir af lífi saklausir. Du- kakis, ríkisstjóri Massa- chussetts, endurreisti mannorð þeirra félaga í nóvember 1977 og fyrir- skipaði dag sem helgaður skyldi Sacco og Vanzetti. Pétur Pétursson, þulur. Tapað/fundið Tveir hringir týndust TVEIR hringir týndust á eldriborgaramóti í Stapan- um í Njarðvík 25. maí sl. Þeir sem vita um hringina hafi samband í síma 565 2337. Tapaðir hringir FYRIR u.þ.b. viku var ég svo óheppin að tapa öllum hringunum mínum 6 að tölu í eða við golfvöllinn í Urr- iðavatnsdölum. Tók ég þá af mér fyrir golfspilið og pakkaði þeim inní plast, sem síðan hefur á einhvern hátt glatast. Hafi einhver heiðarlegur fundið þá og vill koma þeim til skila þá er sími minn 892 0068. Svartur bakpoki og innihald SÁ aðili sem gerðist svo djarfur að taka svartan bakpoka ófrjálsri hendi í Sjallanum á Akureyri 15. júní sl. og fjarlægja úr hon- um m.a. Nokia 6210 í tösku ásamt Canon myndavél og snyrtidóti er vinsamlegast beðinn um að skila þessum hlutum. Ef einhver veit hvar þetta er niðurkomið látið vita í síma 561 7892 eða 898 7892. Týnd peysa BLÁ og appelsínugul Adidaspeysa týndist á leið frá Leikskólanum Huldu- heimum að Gufuneskirkju- garði í Grafarvogi hinn 12. júní sl. Það er 4 ára dreng- ur sem týndi henni og hann saknar hennar mjög mikið. Finnandi vinsamlega hringi í Unni í síma 586 1580. Ericsson gsm-sími týndist BLÁR, gamall Ericsson gsm-sími (númer 699 2952) týndist fyrir 1-2 mánuðum á Egilsstöðum. Skilvís finn- andi hafi samband við Axel í síma 581 2201. Dýrahald Blár páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur er í óskilum í Fossvogi. Upp- lýsingar í síma 581 4881. Dimma er týnd ÞETTA er Dimma, eins árs svört læða. Hún hvarf að heiman frá Garðhúsum 14 í Húsahverfi, Grafarvogi, að- faranótt fimmtudags 30. maí. Hún var með rauða ól um hálsinn og gulllitaða tunnu með nafni hennar í. Ef þið sjáið hana eða hafið séð hana vinsamlega hafið samband í síma 557 9224 eða 847 0794. Hennar er sárt saknað. Fundarlaun. . VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI las af áhuga viðtal viðHörpu Njáls, félagsfræðing og starfsmann Borgarfræðaseturs, sem birt var í Morgunblaðinu 7. júlí sl. Í viðtalinu kemur fram, að lágmarks- laun og lágmarksbætur duga ekki fyrir þeim þáttum sem ríkið hefur skilgreint að fólk í velferðarsam- félagi þarfnist. Vantar þar um 40 þús. krónur upp á í hverjum mánuði. Í kjölfar viðtalsins birtist leiðari hér í blaðinu, þar sem vakin var at- hygli á, að í útgjaldatöflu félags- málaráðuneytisins séu 20 þúsund krónur ætlaðar til rekstrar bifreið- ar. Þá segir í leiðaranum: „Flestir myndu væntanlega fallast á að það fé megi spara ef gert er ráð fyrir strætisvagnagjöldum upp á 3.900 krónur í staðinn.“ Víkverji verður að lýsa sig ósam- mála þessu. Vissulega hljóta að finn- ast einhver dæmi þess að fólk geti verið án bíls. Barnafólk á hins vegar ekki hægt með það. Sem dæmi má nefna einstæða móður, sem þarf að ferðast nokkurn spöl með barn sitt til dagmömmu á hverjum morgni. Strætisvagnastöðin er nokkurn spöl frá heimili hennar, svo tekur við ferðin til dagmömmunnar, þar sem biðstöðin er einnig nokkuð frá áfangastað. Samt sem áður tekst móðurinni að koma barni sínu til dagmömmu kl. 8, en þá á hún eftir að ganga til baka og taka stræt- isvagn í vinnuna. Þangað er hún komin kl. 9. Þar sem barnið hefur aðeins vistun hjá dagmóður til kl. 16 þarf móðirin að leggja af stað úr vinnu kl. 15, til að ná í barnið. Þetta þýðir, að móðirin getur ekki unnið fullan vinnudag, og sá rúmlega 16 þúsund króna „sparnaður“, sem leiðarahöfundur mælir með, er fljót- ur að fara. Svo ekki sé nú minnst á fjötrana, sem bílleysið kallar yfir litla fjölskyldu um helgar. Bíllinn er einfaldlega spurning um lágmarks lífsgæði nú til dags. Hann er ekki lúxus, fremur en rafmagn, hiti eða sími. x x x VÍKVERJI varð á dögunum vitniað afar athyglisverðum vinnu- brögðum starfsmanna Reykjavíkur- borgar þegar hann var að aka til vinnu að morgni dags. Eftir götunni á undan honum ók vatnsbíll, sem sprautaði vatni yfir götuna – hefur það væntanlega verið þáttur í gatna- hreinsun, sem Víkverji hafði fengið bréf frá borginni um að færi fram í hverfinu næstu daga. Fast á eftir vatnsbílnum ók svo annað ökutæki á vegum borgarinnar; lítil dráttarvél með sláttuvagn aftan í. Svoleiðis vagn er þeirrar náttúru að hann slær gras og mokar því um leið upp í sig, þannig að ekki þarf að hirða upp eftir hann. Viðkomandi sláttumaður hafði greinilega verið duglegur um morguninn, því að sláttuvagninn var kúffullur af ilmandi töðunni. Við hverja ójöfnu í malbikinu datt væn tugga ofan í bleytuna eftir vatnsbíl- inn og tróðst niður í götuna um leið og Víkverji og aðrir óku á bílum sín- um á eftir hinni virðulegu halarófu frá borginni. Þetta þótti Víkverja undarleg gatnahreinsun. x x x ENN auglýsa verslanir hin sívin-sælu „sláttuorf“. Hvenær skyldi það renna upp fyrir kaup- mönnum að orf er amboð til að slá með og engin þörf á skeyta „sláttu-“ fyrir framan? Munurinn á orfunum, sem þeir auglýsa, og hefðbundnum orfum er að þau fyrrnefndu eru vélknúin og eiga því að heita vélorf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.