Morgunblaðið - 03.08.2002, Qupperneq 2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Þrír Íslendingar keppa á
EM í frjálsum/B4
Eiður enn orðaður við
Manchester United/B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r3.
á g ú s t ˜ 2 0 0 2
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið „Vetrar-
ævintýri Heimsferða“. Blaðinu
verður dreift um allt land.
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEIT hefur ekki borið árangur að
tvítugum manni sem var farþegi í bíl
sem hafnaði í Hvítá við Brúarhlöð í
fyrrinótt. Ökumaðurinn gat losað sig
úr bílbelti og komst af sjálfsdáðum
út. Þegar mest var leituðu 40–50
björgunarsveitarmenn mannsins
sem er saknað, í allan gærdag en að-
stæður á slysstað eru afar erfiðar.
Leitað var fram í myrkur.
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynn-
ingu um slysið klukkan rúmlega
fjögur í fyrrinótt. Maðurinn sem
komst út úr bílnum hafði þá gert
vart við sig á bænum Gýgjarhólskoti
í Biskupstungum. Að sögn lögreglu
tókst honum að losa bílbelti og koma
sér út úr bílnum en barst nokkurn
spöl niður með ánni áður en hann
komst upp á vestari árbakkann.
Hann tjáði lögreglu að það hefði tek-
ið hann um klukkustund að ganga
2–3 km að bænum. Hann var kaldur
og blautur en ómeiddur og þykir
mildi að hann hafi komist lífs af.
Hann var fluttur á Heilbrigðisstofn-
unina á Selfossi til aðhlynningar.
Lögregla kallaði út björgunar-
sveitir Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og óskaði eftir aðstoð Land-
helgisgæslunnar. TF-SIF, þyrla
Landhelgisgæslunnar, leitaði niður
með Hvítá fram til klukkan 6.30 og
björgunarsveitarmenn gengu með-
fram bökkum hennar og leituðu
einnig mannsins á bátum.
Aðstæður til leitar eru erfiðar.
Áin er um 11 metra djúp þar sem
bíllinn fór út af, en Hvítá rennur í
þröngum farvegi um Brúarhlöð.
Mikill straumur er í ánni, sem er
gruggug af jökulleir. Vegna mikils
straums og lítils skyggnis geta kaf-
arar ekki athafnað sig á slysstað og
ekki er heldur mögulegt að slæða
ána þótt hún teljist tiltölulega vatns-
lítil miðað við árstíma. Bíllinn fór út
af veginum vinstra megin við eystri
brúarsporðinn en tildrög slyssins
eru ekki ljós. Mennirnir voru á leið
frá Flúðum yfir í Biskupstungur
þegar slysið varð.
Ljósmynd/Valgeir
Björgunarsveitamenn með leitarhunda leituðu að manninum niður með
ánni í gærdag án árangurs. Aðstæður til leitar eru erfiðar, hyldjúpt er
þar sem bíllinn fór út af og áin er straumþung og gruggug.
Bíllinn fór út af veginum vinstra
megin við brúna, ók yfir gras-
bala og kjarr áður en hann
steyptist ofan í ána.
!"#
$ %& Manns
saknað
eftir að
bíll lenti
í Hvítá
FLUGÁHUGAMENNl koma bæði
fljúgandi og akandi til fjölskyldu-
hátíðarinnar sem haldin er um
verslunarmannahelgi í Múlakoti í
Fljótshlíð. Það er Flugmálafélag
Íslands sem skipuleggur hátíðina.
Auk lendingarkeppni og keppni í
pokakasti úr flugvél verður
brenna, flugeldasýning, grillveisla,
kvöldvaka og fleira á dagskránni.
Á fyrri hátíðum hafa flugmenn
sýnt listir sínar í loftinu og má bú-
ast við að framhald verði þar á.
Fyrstu gestirnir komu á fimmtu-
dag, og eins og við var að búast
komu nokkrir þeirra fljúgandi.
Morgunblaðið/RAX
Fljúgandi fjör
Í góðum gír/6
VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur sigldi
inn í höfnina í Boston í gær, klukkan
sex að íslenskum tíma. Gunnar Marel
Eggertsson, skipstjóri Íslendings,
sagði í samtali við Morgunblaðið
stuttu áður en skipið sigldi í höfn að
ferðin hefði gengið mjög vel.
Hann bætti við að ágætis veður
hefði fylgt þeim lengstan hluta leið-
arinnar, suðvestanátt og staðvindar
og því hefði verið hægt að sigla á segl-
inu næstum allan tímann. Hann sagði
skipið vera í góðu ástandi og að engir
hnökrar hefðu fylgt siglingunni.
Að sögn Gunnars lagði Íslendingur
af stað frá Connecticut um hádegisbil
á mánudag og var kominn til Boston
snemma á fimmtudag. Hann segir að
þeim hafi þótt ráðlegt að hafa tímann
fyrir sér þar sem þeirra hafi verið
vænst í höfninni í Boston rétt eftir há-
degi á föstudag.
„Við höfum fengið alveg ágætis
veður mest alla leiðina. Við sigldum
frá Connecticut hingað til Boston á
þremur dögum en hófum að sigla að
bryggju þremur tímum fyrir athöfn-
ina,“ sagði hann og lýsti því að mikið
stæði til við komu skipsins. Sjón-
varps- og blaðamenn hefðu komið
siglandi á báti til að elta Íslending síð-
asta spölinn og mynda, auk þess sem
móttökuathöfn væri fyrirhuguð á
bryggjunni.
Um borð í skip Eimskipa-
félagsins í Nova Scotia
Hann bætti við að í áhöfn Íslend-
ings væru átta menn. Þeir gengju
vaktir og væru allir vanir siglinga-
menn. „Helmingurinn af áhöfninni er
Bandaríkjamenn, vinir mínir sem
komu með okkur. Þeir eru allir miklir
kappar, einn er til dæmis fyrrverandi
þyrluflugmaður í hernum. Þeir hafa
allir siglt mikið um höfin og eru fljótir
að læra,“ lagði hann áherslu á.
Aðspurður sagði hann framhaldið á
þá leið að frá Boston legðu þeir af stað
í dag, laugardag, klukkan sex að stað-
artíma. Gunnar sagði að einnig væri
fyrirhuguð kveðjuathöfn á bryggj-
unni. Frá Boston verður haldið upp
austurströndina áleiðis til Nova
Scotia, að sögn hans, en ætlunin er að
Íslendingur verði kominn um borð í
skip Eimskipafélagsins 12. ágúst
næstkomandi.
Hann undirstrikaði að flestir úr
áhöfninni nú héldu áfram til Nova
Scotia, tveir færu heim en þrír nýir
bættust í hópinn í dag.
Íslendingur kom-
inn í höfn í Boston
VON er á rússneskum tundurspilli,
Admiral Chabamenko að nafni,
ásamt birgðaskipinu Sergei Ocipov í
opinbera heimsókn til Íslands um
næstu helgi. Skipin koma til Reykja-
víkur síðdegis laugardaginn 10.
ágúst og eiga hér viðdvöl í fjóra
daga. Á þeim tíma verður tundur-
spillirinn almenningi til sýnis. Um
borð í herskipunum eru á sjötta
hundrað sjóliðar, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins.
Þeim hefur m.a. verið boðið í
heimsókn til varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli þar sem leikinn verður
knattspyrnuleikur
Andrei Melnikov, fulltrúi í rúss-
neska sendiráðinu í Reykjavík, stað-
festi í samtali við Morgunblaðið í
gær að von væri á skipunum en vildi
ekki greina nánar frá dagskrá heim-
sóknarinnar.
Sýning á Ingólfstorgi
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins leggst tundurspillirinn að
bryggju við Faxagarð á Miðbakka en
þar sem birgðaskipið ristir mjög
djúpt mun það lóna úti fyrir höfninni.
Skipin eru hluti af norðurflota rúss-
neska sjóhersins og fyrir sex manna
sendinefnd fer varaaðmíráll norður-
flotans. Sendinefndin mun m.a.
heimsækja rússneska sendiherrann
hér á landi, utanríkisráðuneytið, full-
trúa Reykjavíkurborgar og fleiri.
Farið verður með sjóliðana í útsýn-
isferðir um Reykjavík og nágrenni
og auk knattspyrnuleiks við varnar-
liðið, sem fram á að fara 13. ágúst,
hefur verið komið á blakleik við
Íþróttafélag stúdenta, ÍS. Þá munu
listamenn úr röðum rússnesku sjó-
liðanna; hljóðfæraleikarar, söngvar-
ar og dansarar, vera með sýningu á
Ingólfstorgi fyrir almenning.
Admiral Chabamenko er 8.000
brúttótonn að stærð, skipið er 163
metra langt og tæpir 20 metrar á
breidd. Um borð eru 434 sjóliðar.
Sergei Ocipov er fullhlaðið 22.000
tonn að , 165 metra langt og 22 metr-
ar á breidd. Þar um borð eru 124
manns.
Tundurspillir og birgðaskip frá rússneska
sjóhernum í opinbera heimsókn um næstu helgi
Á sjötta hundrað sjóliðar
um borð í skipunum
LEIKARINN John Travolta er
væntanlegur til landsins á Boeing
707-vél sinni sem hann flýgur nú
ásamt fylgdarliði milli þrettán borga
í heiminum í sérstakri ferð er nefnist
á ensku „Spirit of Friendship“. Ferð-
in er farin á vegum ástralska flug-
félagsins Quantas í þeim tilgangi að
bæta ímynd flugsins og boða frið í
kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj-
unum fyrir tæpu ári.
Flugþjónustunni á Keflavíkur-
flugvelli barst á hádegi í gær skeyti
frá flugstjóra vélarinnar þess efnis
að för hennar til Íslands seinkaði
vegna bilunar sem hefði komið upp í
Tókýó. Þaðan átti vélin að fara sl.
fimmtudag til Íslands, með millilend-
ingu í Alaska. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins liggur ekki fyrir
hversu lengi Travolta mun dvelja
hér á landi, en í gær var jafnvel talið
að aðeins yrði tekið eldsneyti á
Keflavíkurflugvelli.
Von á flugvél Travolta